Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 27
hún heldur enn tengslum við. Ólöf fór í Kennaraskóla Íslands, lauk þaðan kennaraprófi 1971 og kenndi almenna kennslu í fimm ár við Árbæjarskóla í Reykjavík meðfram því að stunda einsöngs- nám við Tónlistarskólann í Kópa- vogi, sem hún lauk með burtfarar- prófi vorið 1973. Því fylgdi hún eftir með frekara námi við Tónlist- arháskólann í Vínarborg auk söng- náms á Ítalíu. Í söngnámi sínu naut Ólöf leiðsagnar Elísabetar Erlingsdóttur hér heima og síðan Helene Karusso, Erik Werba og Renato Capecchi í Vín og Linu Pagliughi á Ítalíu. Ólöf var einn af stofnendum Ís- lensku óperunnar 1979, sat í stjórn óperunnar, var óperustjóri í þrjú ár frá 1992-1994 og síðar framkvæmdastjóri. Hún hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1993. Frá 1978 til 2005 söng Ólöf á annan tug hlutverka hjá Íslensku óperunni og þjóðleikhúsinu. Auk þess hefur verkefnaval hennar verið mjög fjölbreytt á sviði kirkjutónlistar í kantötum, mess- um og óratoríum. Hún hefur sung- ið með Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og í upptökum, og haldið tónleika víða hérlendis og erlendis. Í allmörg ár var Ólöf einn af kennurum Kórskóla Lang- holtskirkju, þar sem félagar barnakóranna áttu þess kost að sinna söngnámi og ljúka þaðan grunnstigi, sem svo leiddi til þess að nemendur héldu áfram við Söngskólann í Reykjavík og hafa fjölmargir söngvarar komið út úr þessu samstarfi skólanna. Ólöf hefur verið kennari við Söngskól- ann í Reykjavík síðan 1975 með einu námshléi og deildarstjóri síð- an árið 2000 og starfar þar ennþá. Síðustu 10 ár hefur hún einnig kennt við söngdeild Listaháskóla Íslands. Ólöf nýtur góðra frístunda í fjölskylduhúsi Jóns manns síns og hans systkina í Vogum í Mývatns- sveit og einnig í húsi móður- fjölskyldu sinnar í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Fjölskylda Eiginmaður Ólafar var Jón Stef- ánsson, f. 5.7. 1946, d. 2.4. 2016, tónlistarkennari, organisti og kór- stjóri í Langholtskirkju 1964-2015. Foreldrar hans voru hjónin Jóna Jakobína Jónsdóttir, f. 31.12. 1923, d. 11.1. 2006, frá Litlu-Strönd í Mývatnssveit, húsmóðir og Stefán Sigfússon, f. 17.8. 1917, d. 10.3. 1999, frá Vogum í Mývatnssveit, bóndi í Vogum. Systkini Ólafar: Anna Dóra Harðardóttir, f. 15.1.1940, d. 19.4. 2009 og Kristín Huld Harðar- dóttir, f. 1.11. 1941 hálfsystur; Haraldur Harðarson, f. 9.6. 1950, húsasmiður í Reykjavík, Björk Lind Harðardóttir, f. 21.5. 1954, húsmóðir í Reykjavík, og Harpa Harðardóttir, f. 7.8. 1960, söng- kona og söngkennari við Söng- skólann í Reykjavík. Foreldrar Ólafar voru hjónin Aðalheiður Jónasdóttir, f. 30.12. 1922, d. 16.2. 1995, húsmóðir og hjúkrunarkona í Reykjavík, og Hörður Haraldsson, f. 28.2. 1916, d. 30.7. 2017, húsasmíðameistari í Reykjavík. Úr frændgarði Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur Ólöf Kolbrún Harðardóttir Ásta María Sveinsdóttir húsfreyja í Garði Bjarni Sveinsson smiður og sjómaður í Garði, Gullbr. Ólöf Bjarnadóttir húsfreyja á Eiðsstöðum Aðalheiður Jónasdóttir starfsstúlka í Reykjavík Jónas Guðmundsson bóndi á Eiðsstöðum í Blöndudal, A-Hún. Ingiríður Þorbergsdóttir húsfreyja í Víðimýrarseli Guðmundur Árnason bóndi í Víðimýrarseli í Skagafirði Jón Haraldsson listamaður í Reykjavík Guðmundur Jónasson útibússtjóri á SiglufirðiJónas Guðmundsson hagfræðingur í Kópavogi og fv. rektor á Bifröst Arnfríður Guðmundsdóttir prófessor í Kópavogi Skúli Jónasson bygginga- meistari á SiglufirðiSkúli Gestsson bassaleikari Diktu Helga Skúladóttir húsmóðir í Garðabæ Jónas Skúlason viðskiptafræðingur í Reykjavík og formaður Siglfirðingafélagsins Þ. Ragnar Jónasson bæjargjaldkeri og fræðimaður á Siglufirði Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi í Reykjavík Jónas Ragnarsson ritstjóri í Reykjavík Ragnar Jónasson lögfræðingur og rithöfundur í Reykjavík Þorkatla Sigríður Sigvaldadóttir húsfreyja í Reykjavík Sveinbjörn Björnsson steinsmiður og ljóðskáld í Reykjavík Halldóra Sveinbjörnsdóttir húsfreyja í Reykjavík Haraldur Jónsson prentari í Reykjavík Karítas Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Hinriksson fiskmatsmaður í Reykjavík Hörður Haraldsson húsasmíðameistari í Reykjavík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 95 ára Guðrún Guðmundsdóttir 80 ára Elín Birna Daníelsdóttir Elísabet Kristín Ólafsdóttir Sigrún Gunnarsdóttir Svava Ásdís Davíðsdóttir Þóra S. Guðmundsdóttir 75 ára Elísabet G. Pálsdóttir Erla Guðný Svanbergsdóttir Guðrún Árnadóttir Hjalti Nick Zóphóníasson Hörður H. Bjarnason 70 ára Birgir B. Sigurjónsson Guðbjörg Kristinsdóttir Júlíana Jóhanna Pétursdóttir Nabila Kala Ólöf Kolbrún Harðardóttir Sigríður H. Sveinsdóttir Þorgerður Steinsdóttir 60 ára Aðalheiður Svansdóttir Ásmundur Páll Ásmundsson Björgvin Guðjónsson Einar Jónsson Guðjón Kristinn Ó. Halldórsson Guðlaug Þórsdóttir Pálína Rósinkr. Theodórsdóttir Sólveig Halla Kjartansdóttir 50 ára Agnes Ólafsdóttir Einar Georgsson Hjalti Allan Sverrisson Kristján Björn Þórðarson Ólafur Vigfús Ólafsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Sigríður Björk Sævarsdóttir Valerie Helene Maier 40 ára Aigars Timermanis Erla Ösp Heiðarsdóttir Guðbrandur Elí Lúðvíksson Gunnlaugur Reynir Sverrisson Heiðar Þór Bjarnason Jariya Phumipraman Jónatan Jónsson Ómar Andri Jónsson Páll Helgason Saulius Zukauskas Sigurður Ari Ómarsson Svanhildur Inga Ólafsdóttir Sverrir Scheving Thorsteinsson Tania Catarina Delgado Gomes Wioletta Choinska 30 ára Árni Jónsson Bergþór Breiðfjörð Björnsson Daniel Mateusz Baran Haraldur Ketill Guðjónsson Hrafn Eiríksson Ondrej Kafka Rafal Andrasz Telma Ýr Snorradóttir Theodór Eiríkur Ólafsson Til hamingju með daginn 30 ára Telma er úr Kópa- vogi en býr á Patreksfirði. Hún er eigandi og frkvstj. Fimleikafélags Vestfjarða. Maki: Elvar Hákon Már Víkingsson, f. 1987, sjó- maður á Sölva BA. Börn: Tara Lydía, f. 2016, og Víkingur Snorri, f. 2018, stjúpdóttir er Alexía Ósk, f. 2006. Foreldrar: Snorri Stef- ánsson, f. 1958, d. 2014, og Valgerður Gestsdóttir, f. 1959. Telma Ýr Snorradóttir 40 ára Svanhildur er Vestmannaeyingur en býr á Selfossi. Hún er félags- ráðgjafi og fjölskyldu- fræðingur og starfar hjá Velferð. Maki: Ölver Jónsson, f. 1970, flugmaður hjá Erni. Börn: Gabríel, f. 1999, Anna Lára, f. 2002, Katrín, f. 2005, Rakel, f. 2007, og Viðar Elí, f. 2011. Foreldrar: Ólafur Þór Ólafsson, f. 1953, og Sig- urveig Andersen, f. 1951. Svanhildur Inga Ólafsdóttir 40 ára Ómar er Reykvík- ingur og er bifvélavirki á vélaverkstæði Eimskips. Maki: Arna Dögg Ragn- arsdóttir, f. 1980, skrif- stofukona hjá Eimskip. Börn: Ragnar Ágúst, f. 2005, og Hildur Heiða, f. 2012. Foreldrar: Jón Þór Ólafs- son, f. 1938, bílasmiður og réttingamaður, og Hildur Svavarsdóttir, f. 1946, fyrrverandi dag- móðir, bús. í Reykjavík. Ómar Andri Jónsson Kristín Þórarinsdóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Persónumiðaða matstækið Hermes. Þróun og notkun í endurhæfingarhjúkrun (The person- centred assessment tool Hermes. Development and use in rehabilitation nursing). Umsjónarkennari var dr. Krist- ín Björnsdóttir, prófessor við Hjúkr- unarfræðideild sem einnig var leiðbein- andi ásamt dr. Kristjáni Kristjánssyni, prófessor við Jubilee Centre for Character and Virtues, University of Birmingham, Bretlandi. Meginmarkmið doktorsritgerðar- innar er að lýsa: i) heimspekilegum og fræðilegum hugmyndum og aðferðum sem nýttar voru við þróun persónumið- aðs matstækis í endurhæfingarhjúkrun sem nefnt var Hermes, og ii) innleið- ingu og notkun matstækisins í endur- hæfingarhjúkrun. Ritgerðin byggist á þremur rann- sóknum. Fyrsta rannsóknin var hug- takagreining á persónumiðaðri þátt- töku sjúklinga í heilbrigðisþjónustu sem byggist á samþættingu 60 eigind- legra rannsókna. Önnur rannsóknin var þátttökurannsókn en í henni tóku þátt 12 hjúkrunarfræðingar í endurhæfingu og ráðgjafi. Í gegn- um rannsóknina var matstækið Hermes, sem byggt var á fræði- legum og fyrir- bærafræðilegum grunni, þróað. Gögnum var safn- að með rýnihóp- um, einstaklingsviðtölum og endur- skoðun á skráningu á Hermes. Þriðja rannsóknin var vettvangsathugun. Þátttakendur voru 14 sjúklingar með langvinna verki í endurhæfingu og fimm hjúkrunarfræðingar þeirra og var gögnum safnað með þátttökuathugun og hálf-stöðluðum viðtölum. Helstu niðurstöður rannsóknanna voru að þróun og notkun Hermes stuðl- aði að persónumiðaðri þátttöku sjúk- linga í heilsufarsmati. Rödd sjúklinga kom sterkt fram í matinu og opin sam- ræðu með túlkandi ívafi var milli sjúk- linga og hjúkrunarfræðinga um heilsu- farsvanda. Með þessu móti myndaðist skilningur á veikindunum og aðstæðum sjúklinga. Notkun Hermes getur stuðl- að að persónumiðaðri þátttöku sjúkl- inga í endurhæfingu. Því er matstækið talið nýtilegt í endurhæfingarhjúkrun. Kristín Þórarinsdóttir  Kristín Þórarinsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1980, BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1985 og MS- námi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum í Manchester 2002. Lengst af hefur Kristín verið lektor við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri, þar sem hún starfar nú. Börn hennar eru Andri Ívarsson og Þorbjörg Ída Ívarsdóttir. Doktor Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.