Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 25
skólagangan hafin. Þarna voru ræturnar. Hún átti lengi draum um að eignast hús á jörð afa síns og ömmu sem farin var í eyði. Með sameiginlegu átaki systra sinna tókst þeim að láta drauminn rætast. Fallegur sumarbústaður þar sem Sigga undi sér vel en stund- irnar hefðu þurft að vera fleiri og tíminn lengri. Við vinkonurnar kynntumst á heimavistarskóla í Eyjafirði veturinn 56-57. Fög sem kennd voru áttu að gagnast ungum stúlkum og kæmu að not- um þegar stofnað yrði til bús og barna. Þarna áttum við níu mán- aða vist inn milli hárra fjalla og sýn til sjávar. Vorum oftast fjór- ar saman á herbergi og skipt í hópa til náms í eldhúsi, þvotta- húsi eða handavinnustofum. Oft var glatt á hjalla, spilað á gítara og sungið, æfðir þjóðdansar og fleiri atriði fyrir árshátíðina þar sem heimilt var að bjóða herrum til matarveislu og dans. Sigga var glæsileg í sýningarflokki þjóðdansara og þar var gestkom- andi verðandi nýstúdent frá Menntaskólanum á Akureyri Hörður Einarsson. Hann hafði kynnst Siggu þar sem tvíbura- systir hans var herbergisfélagi hennar og þær oft farið í helg- arfrí saman heim til þeirra systk- inanna. Já, það var fleira ofið en dúkar á vefstofunni, ýmsir örlagaþræðir spunnust saman þennan vetur. Það var svo nokkrum árum seinna að við skólasysturnar sem settumst að á höfuðborgarsvæð- inu ákváðum að stofna sauma- klúbb og hittast yfir vetrarmán- uðina. Allar búnar að stofna heimili og orðnar mömmur. Margar gleðistundir höfum við átt saman, farið í sumarbústaða- ferðir og einnig til útlanda en fækkað hefur í klúbbnum eftir því sem árin hafa liðið. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni … (Hannes Pétursson) Já Sigga, vissi að hún væri að nálgast ána sem við þurfum öll að fara yfir og hún vissi að hún yrði ein á þeirri ferð. En hún vissi líka að á bakkanum hinum megin yrði tekið á móti henni. Við vinkon- urnar óskum henni góðrar ferðar og þökkum af öllu hjarta fyrir samveruna sem staðið hefur í yf- ir sextíu ár. Sigrún, Berta, Sigríður og Edda. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 25 BLÖNDUÓSBÆR Hnjúkabyggð 33 | 540 Blönduós | Sími 455 4700 Auglýsing á deiliskipulagi á nýjum íbúðarlóðum á Blönduósi Í samræmi við samþykkt sveitarstjórnar Blönduósbæjar, 12. febrúar 2019, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi að nýjum íbúðarlóðum við Fjallabraut, Lækjarbraut og Holtabraut fyrir íbúðabyggð skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð. Allar meginforsendur deiliskipulagsins eru í samræmi við Aðalskipulag Blönduóss 2010–2030. Tillagan liggur frammi til kynningar frá 19. febrúar til 2. apríl nk. á skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi. Einnig er tillagan aðgengileg á heimasíðu Blönduósbæjar, http://www.blonduos.is. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 2. apríl nk. til skrifstofu Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduósi. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Þorgils Magnússon, skipulagsfulltrúi á Blönduósi Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi eystra Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst eftirfarandi tillaga að deiliskipulagi í Rangárþingi eystra. Brúnir 1 – Deiliskipulagstillaga Deiliskipulagstillagan nær til 1,6 ha svæðis þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn, auk bílastæðis og leik/útisvæðis. Þjónustumiðstöðin getur verið allt að 115 m2 að grunnfleti, með bílastæði fyrir allt að 100 fólksbíla og 6 hópferðabíla. Samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er auglýst tillaga að breytingum á aðalskipulagi Rangárþings eystra 2012-2024. Brúnir 1 – Aðalskipulagsbreyting Aðalskipulagsbreytingin nær til 1,6 ha svæðis, í landi Brúna 1, Rangárþingi eystra. Breytingin felst í því að landbúnaðarsvæði (L) verður breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ). Ofangreindar tillögur að skipulagsbreytingum er hægt að skoða á heimasíðu Rangárþings eystra www.hvolsvollur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2019. Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar, og er frestur til að skila inn athugasemdum til 3. apríl 2019. Athugasemdum skal skila skriflega á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings eystra, Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli. F.h. Rangárþings eystra Guðmundur Úlfar Gíslason Fulltrúi skipulags- og byggingarmála Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30-11.30. ALLIR VELKOMNIR. Jóga með Grétu, 60+ kl. 12.15 & 13.30. Söngstund með Helgu kl. 13.45. Bókaspjall með Hrafni kl. 15. Kaffi kl. 14.30-15.20. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Stólaleikfimi með Öldu Maríu íþróttafræðingi og Erla Mist Magnúsdóttir syngur fyrir okkur. Kaffi og með því á eftir í boði kirkju- nnar. Allir hjartanlega velkomnir. Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þórey kl. 10. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Ganga um nágrennið kl. 13. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. S: 535 2700. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15, leiðbeinendur í handa- vinnu mæta kl. 13.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Boccia kl. 10.40-11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30- 15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Breiðholtskirkja Eldri borgara starf í Breiðholtskirkju kl. 13.15. Allir hjartanlega velkomnir Bústaðakirkja Félagsstsarfið er frá kl 13-16. Í dag fáum við heila verslun í heimsókn. Magga í Logy.is ætlar að koma og sýna okkur hvað hún hefur í sínum fórum. Kvenföt og herraföt. Sóknarprestur verður með hugleiðingu og bæn. Stundin er í umsjá Hólmfríðar djákna. Allir hjartanleg velkomnir. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, kaffi og blöðin liggja frammi. Upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45-11.45. Línudans kl. 10-11.15. Hádegismatur kl. 11.30. Tálgun með Valdóri Bóassyni kl. 13.30-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl.10.10. Boccia kl.13.30. Kaffiveitingar kl.14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13, postulínsmálun kl. 9- 12, tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10-11, bókband kl. 13-17, frjáls spila- mennska kl. 13-16:30, myndlist kl. 13.30-16.30, dansleikur með Vita- torgsbandinu 14-15. Verið öll velkomin á Vitatorg, Lindargötu 59 sími 411 9450. Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl. 7.30/15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30. Liðsstyrkur. Sjál. kl.10.15. Kvennaleikf. Ásg. kl.11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Leir í Smiðju, Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í Kirkjuhv kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurðurm/leiðbeinanda kl. 9-12. Leikfimi línudans kl. 11-12, Helgu Ben kl. 11-11.30. Útskurður/pappamódel m/leiðb. kl. 13-16. Félagsvist kl. 13-16. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 Boccia - opinn tími, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Grensáskirkja Samvera eldriborgara kl. 14-15.30. Helgistund, bingó (fyrsta miðvikud. í mánuði) fræðsla, söngur og kaffiveitingar Verið hjartanlega velkomin. j g Guðríðarkirkja Félagsstarf eldriborgara kl. 13.10. Helgistund í kirk- junni og söngur. Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor í umhverfis- verkfræði flytur erindið ,, Á heimurinn von?” Kaffiveitingar í boði á kr. 500. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Karl, sr. Leifur, Hrönn og Lovísa Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun/kvennabridge /silfursmíði kl. 13. Línudans, lengra komnir kl. 16. Línudans fyrir byrjendur kl. 17. Hraunsel Kl. 10 aðrahverja viku bókmennta klúbbur, kl. 11 línudans, kl. 13 Bingó, kl. 13 handverk, kl. 16 Gaflarakórinn Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúflar Glerlistarnámskeið kl. 9 í Borgum, gönguhópar leggja af stað kl. 10 frá Borgum og í Egilshöll, stjórnarfundur Korpúlfa kl. 10, keila í Egilhsöll kl. 10 í dag. Hópsöngur, kveðjum þorra og fögnum Góu með Jóhanni Helgasyni kl. 13 í dag í Borgum. Allir hjartanlega velkomnir í sönggleðina. Qigong með Þóru kl. 16.30 í Borgum. Langholtskirkja Samvera eldri borgara í Langholtskirkju og safn- aðarheimili. Samveran hefst í kirkjunni kl. 12.10 með stuttri helgi- stund að því loknu er snæddur hádegisverður gegn vægu gjaldi. Stutt söngstund að hádegsverði loknum því næst er spilað brids og vist og spjallað fram að miðdegskaffi. Verið velkomin. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15. Upplestur kl. 11-11.30, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, trésmiðja kl. 9-12, félagsvist kl. 14-16. Bónusbíllinn kl. 14.40. Opin samvera kl. 16. Seltjarnarnes Gler og bræðsla á neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn í Valhúsaskóla kl.13. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag verður félagsvist í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Allir velkomnir. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði, Stangarhyl 4, kl. 10, kaffi og rúnstykki eftir göngu. Enska - námskeið kl. 14, leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir . Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Félagsstarf eldri borgara Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Hefur þú áhuga á því að ganga til liðs við Musteris Riddara Bræðralagsreglu (Knights Templar) ? Regla er byggir á gömlum, góðum gildum og þekkingu. (Gnosis/ Gnostic) sem starfar víðsvegar um heiminn og er afar gömul regla. Ef svo er sendu okkur þá póst. Viðkomandi verður, til þess að fá inngöngu, að hafa hreinan skjöld, vera traustur og áhugasamur og ábyrgur. Nánari upplýsingar veittar með því að senda póst á netfangið: ktemplar9iceland@gmail.com Reglan er fyrir bæði kynin. Við meðferð allra persónulegra upplýsinga verður gætt 100% trúnaðar. Svæðisstjóri Íslands. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald, Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smá- og raðauglýsingar Vantar þig pípara? FINNA.is Félagslíf Fræðslukvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum. Haraldur Jóhannsson. Allir velkomnir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.