Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég tel að það sé fínt að það sé kom- in lausn í málið,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, fyrirtækisins sem stendur að byggingu á Landssíma- reitnum í miðbæ Reykjavíkur. Tilkynnt var á mánudagskvöld að Minjastofnun hefði dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði. Mikill styr hefur staðið um málið síðustu misseri og var ákvörðunar Lilju Al- freðsdóttur, mennta- og menningar- málaráðherra, um örlög skyndifrið- unar umrædds svæðis beðið með eftirvæntingu þann dag. Niður- staðan varð sú að Lindarvatn lagði fram tillögu um að færa inngang sem var fyrirhugaður á hótelbygg- ingu og flytja hann nær Aðalstræti. Jafnframt var bætt við nýjum inn- gangi á suðvesturhorni byggingar- innar. Telur Minjastofnun að með þessu hafi verið fallist á sínar hug- myndir, „að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum ber sem einn merkasti minjastaður þjóðar- innar, þar verði opið og frjálst al- menningsrými þar sem saga garðs- ins fær notið sín og fyrirkomulag hans verði framvegis óháð starfsemi á nærliggjandi lóðum. Þannig er skilið á milli garðsins og hótelsins sem nú er í byggingu á Landssím- areitnum“, að því er fram kom í til- kynningu. Segir Minjastofnun að með þessari lausn sé tryggt að frið- lýst svæði Víkurgarðs verði ekki fyr- ir álagi vegna starfsemi hótelsins. Telja niðurstöðuna slæma Í vor er áformað að efna til hug- myndasamkeppni um framtíðar- skipulag Víkurgarðs og hvernig gera megi sögulegt hlutverk garðs- ins sýnilegra fyrir borgarbúa og gesti. Stefnt er að því að auglýsa þá samkeppni næsta vor. Helgi Þorláksson sagnfræðingur er einn þeirra sem barist hafa fyrir verndun Víkurgarðs. Hann sagði við Morgunblaðið í gær að nú væri verið að velta fyrir sér frekari viðbrögðum í málinu. „Við teljum þetta slæma niðurstöðu, við erum mjög óánægð með að ekki hafi verið friðlýst,“ sagði hann og furðaði sig á frétta- flutningi um að fallist hafi verið á sjónarmið um verndun Víkurgarðs. „Við höfum bent á að Víkurgarður nái lengra í austur og skiljum ekki svona röksemdarfærslu og þanka- gang; að hampa aðeins hluta garðs- ins en láta hinn hlutann sigla sinn sjó.“ Munu krefjast bóta Jóhannes Stefánsson hjá Lindar- vatni sagði í samtali við mbl.is í gær að fyrirtækið mundi eftir sem áður krefja Minjastofnun um bætur vegna skyndifriðunarinnar og að ná- kvæm bótakrafa mundi liggja fyrir á næstu vikum. „Þær bætur verða sóttar af fullum þunga,“ sagði hann. AUSTUR- VÖLLUR F Y R I R H U G A Ð H Ó T E L G A M L A L A N D S S ÍM A H Ú S IÐ Austurinngangur í fyrirhugað hótel A ð a l st ræ t i 11 A ð a l st ræ t i 9 K I R K J U S T R Æ T I A Ð A L S T R Æ T I T H O R V A L D S E N S S T R Æ T I 6 4 2 Vesturinngangur í fyrirhugað hótel Víkurgarður Friðlýst svæði Sá hluti gamla kirkjugarðsins við Aðalstræti sem friðlýstur var að tillögu Minjastofnunar. Nær friðlýsingin til leifa af kirkju og kirkjugarðs og annarra fornminja innan lóðarmarka Víkurgarðs eins og hann er skilgreindur í lóðauppdrætti. Í rökstuðningi með friðlýsingartillögunni sagði Minjastofnun með- al annars að undir hellulögðu yfi rborði Víkurgarðs lægi saga rúm- lega 1.100 ára búsetu í Reykjavík. Ætla mætti að í kirkjugarðinum sjálfum hvíldu jarðneskar leifar um 30 kynslóða Reykvíkinga. Svæði sem var skyndi- friðað ! Austari mörk Víkurgarðs ? Minjastofnun ákvað í janúar að skyndifriða þann hluta Víkurkirkjugarðs sem er innan byggingarsvæðisins á Landssímareitnum. Í tilkynningu um þessa ákvörðun kom fram að sérfræðingar Minjastofnunar hefðu gripið til þessara ráðstafana þar sem ljóst hefði verið af samskiptum við lóðarhafa að þeir hefðu ekki haft hug á „að breyta inngangi hótelsins eins og Minjastofnun hafði lagt til og hafði ástæðu til að ætla að hefði verið samþykkt“. Minjastofnun dró í byrjun vikunnar til baka þessa tillögu um stækkun friðlýsts svæðis. Þeir sem barist hafa fyrir verndun Víkurgarðs hafa bent á að garðurinn hafi í raun náð mun lengra í austur en friðlýsta svæðinu nemur. Helgi Þor- láksson sagnfræðingur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að talið væri að Víkurgarður hefði náð á bilinu 9-10 metra lengra í austur en mörk svæðis- ins sem var skyndifriðað sýndu. Vinda farið að lægja í Víkurgarði  Minjastofnun dró til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði  Hótel- uppbygging getur því haldið áfram  Baráttufólk fyrir verndun Víkurgarðs ósátt við niðurstöðuna Morgunblaðið/Hari Mótmæli Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er ein þeirra sem vildu vernda hinn forna Víkurgarð. Verndarsinnar telja ekki nóg að gert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.