Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fáein skynsamleg orð hjálpa fjöl- skyldumeðlimum við að halda sig við sam- eiginlega stefnu. Maki þinn á von á góðum fréttum. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú átt í útistöðum við einhvern skaltu hafa hugfast að sá vægir sem vitið hefur meira. Láttu það eftir þér að taka nokkurra daga frí. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft ekki að vaða yfir allt og alla til að koma málstað þínum á framfæri. Taktu þér tak og láttu af öllu sem getur hindrað þig í að ná árangri. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hugmyndir þurfa tíma til þess að gerjast og skjóta því upp kolli þegar minnst varir. Haltu bara þínu striki og þá þagna öf- undarmenn þínir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sköpunarkraftur þinn er mikill um þessar mundir jafnvel svo að þú átt erfitt með að velja og hafna. Mundu að æ sér gjöf til gjalda. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki örvænta þó þér finnist þú ekki eiga næga peninga til að láta drauma þína rætast. Hlutir koma til þín þegar þeir eiga að gera það. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér hættir til að taka sjálfa/n þig of hátíðlega. Rómantíkin svífur yfir vötnum þessa mánuðina. Mundu bara að einn dag- inn þarftu að lenda á jörðinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Byrjaðu á því að koma skipu- lagi á eigur þínar. Losaðu þig við hluti sem bara taka pláss og þú finnur mun á líð- aninni. Gríptu í bók við tækifæri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú býrð yfir mikilli orku í dag og getur framkvæmt það sem þú vilt. Dragðu djúpt andann og snúðu málunum þér í hag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur beðið eftir að nokkrar lagfæringar verði gerðar og nú eru þær í höfn – og hefðu mátt vera fyrr á ferðinni. Margir leita langt yfir skammt í leit að ást- inni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú getur haft þínar skoðanir en skalt ekki búast við að aðrir skilji þær. Lífið er núna, ekki bíða eftir að hlutirnir breytist. Breyttu þeim sjálf/ur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Varastu ódýrar lausnir sem halda ekki við nánari skoðun. Þér verður trúað fyrir leyndarmáli sem á eftir að hrista upp í vinahópnum. Ævisaga séra Árna Þórarins-sonar er ein þeirra bóka, sem ég gríp hvað oftast niður í. Í „Fögru mannlífi“ segir hann frá Ei- ríki Vigfússyni hreppstjóra Skeiða- manna. Hann bjó að Reykjum, var hagorður og mælti stundum stökur af munni fram. Þessa vísu kvað hann, þegar hann fór að grafa mur- ur og harðasægjur með dætrum sínum á góuþrælinn, en þá var hart í búi: Á góuþrælinn gekk ég fyrst að grafa rætur út með mínar allar dætur, óspjallaðar heimasætur. Síðari kona Eiríks var Guðrún dóttir Kolbeins prests Þorsteins- sonar en um hana kvað hann hina nafnkunnu Gilsbakkaþulu. Ein- hverju sinni sat Guðrún inni í stofu undir stálpuðu barni á Ólafsvöllum. Þá kom hvolpafull tík inn í stofuna og barnið spurði: „Hvenær á tíkin að bera?“ Guðrún svarar: „Þú átt ekki að segja að bera um tíkina, elskan mín, heldur að leggja, og mælir svo af munni fram: Konan fæðir, kýr og ærin bera, kastar fyli kapalhró, köttur og tíkin leggja þó. Fuglar verpa, fiskar hrognum gjóta, pöddur kvikna, grasið grær. Guð því vöxtinn öllu ljær. Jóhann S. Hannesson orti: Hann átti að kjósa um keldu eða krók, en af því menn héldu kunni hann málsháttinn skakkt eða öfugt. Sem sagt hann er sokkinn, ef allt er með felldu. Menn hafa löngum haft áhyggjur af móðurmálinu. Þetta er framlag Jóhanns til greinargerðar með þingsályktunartillögu um íslensku- kennslu í hljóðvarpi og sjónvarpi: Í orðfæri íslenskra barna er enskan að verða að kjarna; því vill Alþingi telja að nú verði að velja milli „Vá! “ og „Hvað er að tarna!“ Hér er „vætuhrollur“ í Jóni Þor- steinssyni á Arnarvatni: Hlúa lítt að himnabeð hríðar gráu tjöldin, veslings loftið vagar með vætuhroll á kvöldin. Árið 1985 fór Kristín Halldórs- dóttir með þessa stöku Steingríms í Nesi í ræðu sinni í sameinuðu þingi: Varla er hægt upp úr vaðlinum hér vitinu höfuð að teygja. Algengust heimska í heiminum er að hafa ekki vit á að þegja. halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af séra Árna og orðfæri barna „þetta lítur frískandi út og ég er þyrstur. Ég vildi bara óska aÐ ég hefÐi hærri risnu.” „kássan er ónýt. þú sagÐist myndu koma heim á síÐASTLIÐNU ári.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að tuttugu árum og tuttugu kílóum síðar er hann enn myndarlegur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞAÐ ER SYND AÐ ÞÚ EIGIR ENGAN ANNAN TIL ÞESS AÐ HANGSA MEÐ HVAÐ? NEI, HANN VAR AÐ TALA VIÐ MIG MIKIÐ ER ÉG GLAÐUR AÐ ÉG ER EKKI LENGUR Í SKÓLA! ÞAÐ VAR LEIÐINLEGASTA ÁR LÍFS MÍNS! LÍMONAÐI 100 KR. Það vakti athygli Víkverja þegarhann las frétt í liðinni viku um að suðurkóreska körfubolta- sambandið hefði ákveðið að aflétta hæðartakmörkunum í körfubolta. Sambandið ákvað í fyrra að leggja bann við því að körfuknattleikslið mættu fá til sín erlenda leikmenn, sem væru yfir tveimur metrum á hæð. Var það rökstutt með því að þá fengju heimaræktaðir leikmenn, sem ekki væru háir í loftinu, meiri tækifæri til að njóta sín. x x x Reyndar er reglan núna þannig aðlið í Kóreu mega vera með tvo erlenda leikmenn. Annar þeirra má ekki vera hærri en tveir metrar eins og áður sagði og hinn ekki hærri en 1,86 metrar. Þegar hún var sett bár- ust fréttir af því að leikmenn hefðu beitt ýmsum brögðum í þeirri von að þeir myndu skreppa saman með ein- hverjum hætti. Munu þeir hafa reynt að lyfta þungum lóðum og hlaupa þar til þeir voru að niður- lotum komnir í þeirri trú að vökva- tapið hefði áhrif á mælinguna. Ekki fer sögum af því að þessi ráð hafi hjálpað. x x x Ákvörðunin vakti mikla reiði aðdá-enda íþróttarinnar og þó sér- staklega þess íþróttamanns, sem vinsælastur hafði verið leiktíðina áð- ur en hæðartakmarkanirnar tóku gildi. Hann heitir David Simon og mun mælast 2,01 m. Það munaði því ekki miklu hjá honum. Suður-Kórea er ekki einsdæmi í þessum efnum. Á Filippseyjum gilda einnig hæðar- takmörk á útlendinga. Í einni deild er hámarkið 2,08 og annarri 1,96. x x x Hæðin skiptir miklu máli í körfu-bolta og er um leið sá þáttur sem leikmenn geta minnst áhrif haft á. Það er hægt að auka stökkkraft og hraða, æfa skot og boltameðferð, en það er ekki hægt að æfa hæð þótt vissulega sé hægt að æfa sig í að nýta hana. Hér er mikið rætt um það hvort innlendir leikmenn fengju fleiri tækifæri til að blómstra ef er- lendir leikmenn væru færri, en enn hefur enginn fengið hugmyndina um hæðarmörk. vikverji@mbl.is Víkverji Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér (Jesaja 41.13)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.