Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
Norrænar kvikmyndir í fókus er
yfirskrift kvikmyndahátíðar í Nor-
ræna húsinu dagana 21.-24. febr-
úar. Á opnunardaginn, annað kvöld
kl. 18.30, verður móttaka og kynn-
ing á verkum sænska kvikmynda-
gerðarmannsins Roy Andersson.
Einnig verður sýningin En gaman
að þið hafið það gott formlega opn-
uð í Atrium Norræna hússins. Sýn-
ingin hverfist um efni sem tengist
þrísögunni eins og þrjár myndir
sem Andersson gerði á árunum
2000 til 2014 eru jafnan kallaðar og
eru að hans sögn úttekt á því hvað
það þýðir að vera manneskja.
Dagskráin hefst á því að Sabina
Westerholm, forstjóri Norræna
hússins, og Arnbjörg María Dani-
elsen, dagskrárstjóri og skipuleggj-
andi Nordisk Film Fokus, segja
nokkur orð. Því næst gefur Johan
Karlsson, framleiðandi Roy And-
ersson, innsýn í sköpunarferli
myndanna í þríleiknum og skyggn-
ist með gestum bakvið tjöldin við
gerð nýjustu myndar Andersson,
Om det oändliga (About Endless-
ness), sem áætlað er að verði frum-
sýnd vorið 2019.
Opnunarmyndin, Söngvar ofan
af annarri hæð, sem er sú fyrsta í
fyrrnefndri þrísögu, verður sýnd
kl. 20 að móttöku lokinni.
Andersson er í hópi þekktustu og
virtustu kvikmyndaleikstjóra á
Norðurlöndum og hefur hlotið lof
fyrir óhefðbundna sýn og frásagn-
araðferð.
Aðgangur á myndirnar er ókeyp-
is en mælt er með að fólk tryggi sér
frímiða á tix.is.
Opnunarmyndin Söngvar ofan af annarri hæð er sú fyrsta í þrísögu sem að sögn
kvikmyndagerðarmannsins er úttekt á því hvað það þýðir að vera manneskja.
Söngvar ofan af annarri hæð eftir And-
ersson opnunarmynd í Norræna húsinu
Tónlistarkonan Dj. flugvél og geimskip og teknó-
tvíeykið Axis Dancehall efna til listahátíðar í Iðnó í
kvöld, miðvikudag, klukkan 20 og er um að ræða tvö-
falda útgáfutónleika. Samhliða tónleikunum verður boð-
ið upp á innsetningar, gjörninga, tímavél, spádóma um
framtíðina, auglýsingahlé, leiki og getraunir. Sam-
kvæmt tilkynningu mæta að minnsta kosti tveir leyni-
gestir. Þá segir: „Frítt er inn fyrir geimverur og börn og
hátíðin endar á flugeldasýningu … Kynnir kvöldsins
verður enginn annar en fjöllistamaðurinn Drengurinn
fengurinn og Traüm mun svo ljúka kvöldinu með brak-
andi ferskum slögurum í frábæru hljóðkerfi.“
Dj. flugvél og geimskip er nýkomin úr tónleikaferðalagi um Evrópu og
var tilgangurinn að kynna plötuna Our Atlantis sem er þriðja breiðskífa
hennar. Þá gaf Axis Dancehall nýverið út sína fyrstu breiðskífu Celebs.
Dj. flugvél og geimskip og Axis í Iðnó
DJ Flugvél og
geimskip.
Tónlistarmaðurinn Teitur Magn-
ússon mun koma fram á tónleik-
um hjá Nova í Lágmúla í kvöld,
miðvikudag, kl. 20.30. Tónleik-
arnir eru þeir fjórðu í röðinni
sem kölluð er Uppklapp og mun
Teitur flytja mörg sín þekktustu
lög. Einungis eru 100 miðar í
boði.
Uppklapp er ný tónleikaröð þar
sem íslenskt listafólk kemur fram,
með nýjum og persónulegum
hætti. Í tilkynningu kemur fram
að auk þess að flytja sína eigin
tónlist sitja listamennirnir fyrir
svörum og segja gestum meðal
annars frá lögunum sem þau hafa
valið inn á Tónlistann þá vikuna.
Gestirnir fá þannig að skyggnast
inn í hugarheim ólíkra listamanna
og kynnast tónlistinni þeirra, um
leið og þeir fá að vita hvað veitir
flytjendunum innblástur og hver
uppáhalds lögin þeirra eru.
Listamaðurinn Teitur Magnússon.
Teitur kemur fram í Uppklappi
Fyrir mistök
birtist röng mynd
í Morgunblaðinu í
gær, með frétt
um að Sagafilm
hefði tryggt sér
rétt til að þróa
sjónvarps-
þáttaröð eftir
glæpasögu Ósk-
ars Guðmunds-
sonar, Hilmu.
Beðist er velvirðingar á mistökunum
og birt hér rétt mynd af höfund-
inum.
Réttur Óskar
höfundur Hilmu
LEIÐRÉTT
Óskar
Guðmundsson
Kvikmynd ísra-
elska leikstjór-
ans Nadav Lapid,
Synonyms, var
valin sú besta og
hreppti Gull-
björninn á kvik-
myndahátíðinni
Berlinale í Berl-
ín. Silfurbjörninn
hlaut By the
Grace of God eftir franska leik-
stjórann François Ozon.
Synonyms fjallar um ungan Ísr-
aelsmann í París sem hefur snúið
baki við ættjörð sinni.
Nadav Lapid
Synonyms eftir Lap-
id fékk Gullbjörn
Damsel
Metacritic 63/100
IMDb 5,6/10
Bíó Paradís 22.10
Shoplifters
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 93/100
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 17.40
Heavy Trip
Metacritic 72/100
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.10
Kalt stríð
Metacritic 90/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 22.10
Transit
Metacritic 77/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 18.00
Free Solo
Metacritic 83/100
IMDb 8,8/10
Bíó Paradís 20.00
Vesalings
elskendur IMDb 7,8/10
Smárabíó 16.40, 16.40,
17.30, 17.30, 19.50, 19.50,
22.10, 22.10
Háskólabíó 18.50, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.30,
17.30, 19.30, 19.30
Tryggð Morgunblaðið bbbbn
Háskólabíó 18.30, 18.30,
20.30, 20.30
Bíó Paradís 18.00
The Wife Metacritic 77/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Kringlunni 16.50,
19.00
Sambíóin Akureyri 19.40
Sambíóin Keflavík 20.00,
20.00
Cold Pursuit 16
Metacritic 66/100
IMDb 6,9/10
Laugarásbíó 21.00
Sambíóin Keflavík 22.10
Smárabíó 19.50, 22.20
Borgarbíó Akureyri 21.50,
21.50
The Favourite 12
Ath. Íslenskur texti.
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 90/100
IMDb 7,9/10
Háskólabíó 18.10, 18.10,
20.50, 20.50
Instant Family
Metacritic 57/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 19.50
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.10
Að synda eða
sökkva Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,2/10
Háskólabíó 18.00
Green Book 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 70/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Egilshöll 17.20
Sambíóin Kringlunni 16.10,
16.10, 19.00, 19.00, 21.45,
21.45
Glass 16
Metacritic 41/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 20.40
Sambíóin Egilshöll 22.20
Vice Laugarásbíó 18.00, 21.00
Escape Room 16
Metacritic 50/100
IMDb 6,4/10
Smárabíó 22.30
Aquaman 12
Metacritic 53/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 22.00
Sambíóin Akureyri 21.50
Bohemian
Rhapsody 12
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Háskólabíó 20.30
A Star Is Born 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Akureyri 19.20
Bumblebee 12
Metacritic 66/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.00
Sambíóin Akureyri 17.00
The Lego Movie 2
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 64/100
IMDb 7,4/10
Laugarásbíó 15.30, 18.00
Sambíóin Álfabakka 17.40
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00
Sambíóin Kringlunni 16.40
Sambíóin Akureyri 17.20
Spider-Man: Into the
Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 87/100
IMDb 8,8/10
Laugarásbíó 15.30
Smárabíó 15.00, 16.50
Mary Poppins
Returns 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 66/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Ótrúleg saga um
risastóra peru IMDb 6,2/10
Smárabíó 15.10, 15.10,
17.50, 17.50
Borgarbíó Akureyri 17.30,
17.30
Ralf rústar
internetinu Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.20,
17.20
Ung kona sem man ekkert úr fortíðinni af-
hjúpar ótrúleg örlög í bíómyndinni um Alita.
Metacritic 54/100
IMDb 7,6/10
Laugarásbíó 15.30, 15.30, 18.00, 18.00,
21.00, 21.00
Sambíóin Álfabakka 16.30 (VIP), 16.40, 19.10 (VIP), 19.20,
21.50 (VIP), 22.00
Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Keflavík 19.30, 22.10, 22.10
Smárabíó 16.50, 16.50, 19.00 (LÚX), 19.00 (LÚX), 19.30,
19.30, 19.40, 19.40, 21.50 (LÚX), 21.50 (LÚX), 22.20, 22.20
Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00, 22.00
Alita: Battle Angel 12
Arctic 12
Strandaglópur á Norð-
urpólnum þarf að taka ákvörð-
un um það hvort hann eigi að
dvelja þar tiltölulega öruggur
um sinn, eða fara af stað í
hættulega för. , í þeirri von að
lifa hildarleikinn af.
Metacritic 71/100
IMDb 7,3/10
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 21.10
Sambíóin Akureyri 22.00
The Mule 12
90 ára plöntusérfræðingur og
fyrrverandi hermaður er gripinn
með þriggja milljóna dala virði
af kókaíni sem hann er að flytja
fyrir mexíkóskan eiturlyfja-
hring.
Metacritic 58/100
IMDb 7,2/10
Sambíóin Álfabakka 19.20,
22.20
Sambíóin Egilshöll 22.30
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna