Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 8
Heimkoma Tryggva áætluð í haust
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Löng bið Tryggva Ingólfssonar,
sem beðið hefur á lungnadeild
Landspítalans frá 28. mars 2018 eft-
ir að komast á heimili sitt á hjúkr-
unarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvols-
velli gæti tekið enda 1. september
nk.
„Það hefur aldrei staðið annað til
en að Tryggvi kæmi aftur á Kirkju-
hvol og undirbúningur að því hefur
verið samkvæmt aðgerðaráætlun
líkt og fram kom í bókunum sveit-
arstjórnar frá síðasta vori og aftur
fyrir jól,“ segir Anton Kári Hall-
dórsson, sveitarstjóri Rangárþings
eystra. Hann segir nýtt í stöðunni
að búið sé að fastsetja tíma fyrir
heimkomu Tryggva en heimkoman
sé háð því að það náist að manna
stöður til þess að tryggja öryggi
Tryggva og nauðsynlega þjónustu
við hann.
Anton segir að ekki hafi verið
hægt að taka á móti Tryggva fyrr
m.a. vegna þess að ástandið á
Kirkjuhvoli hafi ekki verið gott. Bú-
ið sé að vinna heilmikið í ýmsum
málum, þ.á m. starfsmannamálum
sem tengjast á engan hátt Tryggva.
Í samtali við Morgunblaðið 17.
janúar sagði Tryggvi frá því að hon-
um hefði verið meinað í mars að
koma aftur á Kirkjuhvol og hann
hefði aldrei fengið skýringar á því.
Ástandið á Kirkjuhvoli var ekki gott
Búið að vinna heilmikið í málunum
Morgunblaðið/Eggert
Heim Ef allt gengur að óskum
kemst Tryggvi Ingólfsson heim.
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
Rugged Motta 170x240 kr. 52.700
Fyrir nokkru lét dómarinn Mueller handtaka Stone lög-
fræðing sem hafði snattað fyrir
Trump. Stone er 66 ára og býr með
heyrnarlausri konu sinni, köttum
og hundi án skotvopna. Fór löng
lest lögreglubíla að
næturþeli með 17
þungvopnaða menn
til að handtaka
Stone á brókinni.
Þetta virðist apaðeftir því í gær
voru foreldrar Matt-
eos Renzi, fyrrver-
andi forsætisráð-
herra Ítalíu, settir í
stofufangelsi vegna
rannsóknar á
meintu fjármála-
misferli þeirra.
Fram kemur í frétt af þessu aðforeldrarnir séu grunaðir um
að hafa gefið út falska reikninga,
og stofufangelsið á að tryggja að
þau eyði ekki eða breyti sönnunar-
gögnum.
Haft er eftir Matteo Renzi, semvar forsætisráðherra á ár-
unum 2014-2016, að „hann beri
fullt traust til ítalska réttarkerfis-
ins.“
Vísar hann í sérfræðinga semhafi sagt að þeir hafi aldrei
orðið vitni að jafn miklum aðgerð-
um af jafn litlu tilefni.
Segir Renzi enn fremur að veriðsé að koma höggi á fjölskyldu
hans vegna afskipta hans af stjórn-
málum.
Þessi lýsing ráðherrans fyrrver-andi virðist því benda til að hið
mikla traust hans á réttarkerfinu
sé jafnvel talsvert minna en ekki
neitt.
Robert Mueller
Ákærur sviðsettar
STAKSTEINAR
Matteo Renzi
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Alls nam heimsaflinn árið 2016 rúm-
lega 92 milljónum tonna og minnkaði
um 1,7 milljónir tonna frá árinu á
undan, en var svipaður og 2013 og
2014. Mest var veitt af alaskaufsa,
3,3 milljónir tonna, 3,2 millj. tonna af
perúansjósu og 2,8 milljónir tonna af
randatúnfiski.
Asíuþjóðir eru ofarlega á lista yfir
þær þjóðir sem veiða mest af fiski.
Kína ber höfuð og herðar yfir aðrar
fiskveiðiþjóðir með 15,5 milljónir
tonna og Indónesía er í öðru sæti
með rúmlega sex milljónir tonna.
Afli Asíuþjóða nam alls 43 milljónum
tonna 2016. Þegar listi yfir heimsafla
er skoðaður nokkur ár aftur í tímann
sést að litlar breytingar verða á röð-
un þjóða innbyrðis.
Íslendingar eru í 18. sæti á listan-
um fyrir árið 2016 með tæplega 1,1
milljón tonna upp úr sjó. Spánn er
sætinu neðar með tæplega milljón
tonn. Norðmenn fiskuðu hins vegar
tvöfalt meira en Íslendingar eða 2,2
milljónir tonna. Í Norðaustur-
Atlantshafi voru veiddar alls 8,6
milljónir tonna árið 2016. aij@mbl.is
Í 18. sæti meðal
fiskveiðiþjóða heims
Kínverjar veiddu mest allra þjóða 2016
Ríki með yfir 500 þús. tonna fiskafla 2016
Heildarafli*, þúsundir tonna *Afli úr innhöfum er ekki talinn með
Heimild: Hagstofan
Kína 15.486
Indónesía 6.152
Bandaríkin 4.909
Rússland 4.481
Perú 3.790
Indland 3.620
Japan 3.247
Víetnam 2.678
Noregur 2.203
Filippseyjar 1.868
Síle 1.829
Malasía 1.579
Marrokkó 1.439
N-Kórea 1.387
Taíland 1.343
Mexíkó 1.325
Mjanmar 1.186
Ísland 1.085
Spánn 909
Kanada 844
Taívan 750
Argentína 736
Ekvador 715
Bretland 702
Danmörk 670
Bangladesh 627
Suður-Afríka 621
Íran 601
Máritanía 595
Færeyjar 568
Frakkland 560
Namibía 501