Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 36
Er ekki kominn tími á páskaævintýri?
Bókaðu flug innanlands og fáðu
30% afslátt af Léttum og Klassískum
fargjöldum.
Svo flýgur þú í apríl 2019 – og eins og
hendi sé veifað breytast páskarnir í
ógleymanlegt ævintýri.
NOTAÐU KÓÐANN PASKAR19
BÓKANLEGT 20.–21. FEBRÚAR
airicelandconnect.is
Árni Björnsson þjóðháttafræðingur
heldur í hádeginu í dag erindi um
þorrann í Bókasafni Kópavogs. Er-
indið hefst kl. 12.15 og mun Árni
m.a. fjalla um merkingu orðsins
þorri, vísbendingar um þorrablót í
heiðni, þorrasöngva, þorrablót átt-
hagafélaga á 20. öld, konudags- og
bóndadagsblóm og loks upphaf
þorrablóta á veitingahúsum.
Árni fjallar um ýmsar
hliðar þorrans og blóta
MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 51. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
FH-ingar fóru án sterkra leikmanna
í Mosfellsbæ og slógu þar Aftureld-
ingu út úr bikarkeppni karla í hand-
bolta. Í undanúrslitum leika því FH,
ÍR, Fjölnir og Valur. Stjörnukonur
eru komnar í undanúrslit í kvenna-
flokki eins og Fram eftir sigur í
framlengdum leik gegn Haukum.
»2-3
Góðir útisigrar FH
og Stjörnunnar
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Tryggvi Snær Hlinason, landsliðs-
miðherji í körfuknattleik, var í sér-
kennilegri stöðu á Spáni á dög-
unum. Tryggvi er félagsbundinn
Valencia sem lánaði hann til Mon-
bus Obradoiro. Tryggvi heimsótti
Valencia á dögunum með Obradoiro
og tók þátt í að leggja „sitt eigið
lið“ að velli, 94:87. Tryggvi
hóf ferilinn í atvinnu-
mennskunni hjá Valencia
í fyrra og þekkir því
höllina og stuðn-
ingsmennina vel.
Tryggvi gat ekki
neitað því að hann
hefði haft gaman
af þessari reynslu
þegar Morgunblaðið
bar þetta undir
hann. »1
Fagnaði sigri gegn
sínu eigin liði
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn
verður 100 ára 1. mars nk. og verður
tímamótanna minnst sérstaklega á
hátíð félagsins 17. júní, að sögn Ein-
ars Arnalds Jónassonar, formanns
þess.
Hátt í 12.000 Íslendingar búa í
Danmörku og Kaupmannahöfn er
einn algengasti viðkomustaður Ís-
lendinga erlendis. Þjónusta við ís-
lenska borgara í Danmörku er eitt
mikilvægasta og umfangsmesta verk-
efni sendiráðs Íslands í Kaupmanna-
höfn. Hátt í 23.000 manns sóttu
menningar- og fullveldisviðburði á
vegum og með þátttöku sendiráðsins
í fyrra. Benedikt Jónsson er sendi-
herra gagnvart Danmörku.
Í Jónshúsi er félagsheimili Íslend-
inga og Íslendingafélagið, íslenski
söfnuðurinn, íslenski skólinn, kórar
og margir fleiri hafa aðstöðu í húsinu.
Halla Benediktsdóttir er umsjónar-
maður Jónshúss.
„Því miður ganga ekki eins margir
í félagið og borga félagsgjöld og við
vildum en þess fleiri taka þátt í
skemmtunum sem við bjóðum upp á,“
segir Einar um starfsemi Íslendinga-
félagsins. Þorrablót er alltaf haldið
fyrsta laugardag í febrúar og sérstök
dagskrá er 17. júní. Félagið stendur
enn fremur fyrir páska- og jólabingói,
réttarballi og jólaballi auk þess sem
spiluð er félagsvist síðasta föstudag í
hverjum mánuði frá september fram í
maí að desember undanskildum.
Viðburðir vel sóttir
Einar hefur búið í Kaupmannahöfn
í nær tíu ár og starfar hjá dönsku
vegagerðinni. Hann hefur verið í
stjórn Íslendingafélagsins undanfarin
fimm ár og segir að starfið sé í frekar
föstum skorðum. Fésbókin sé notuð
til þess að vekja athygli á einstökum
viðburðum og aðsókn sé almennt góð.
„Færri komust að en vildu á nýliðið
þorrablót, um 250 manns, og um 500
til 600 manns komu á skemmtunina
17. júní í fyrra, en fjöldinn þá fer
gjarnan eftir veðri.“ Einar segir enn-
fremur að ekki hafi verið fullt á
þorrablótið fyrir tveimur árum og því
hafi það ekki staðið undir kostnaði.
„Við höfum verið mjög heppin með
veður 17. júní en erfiðara er að hafa
upp í kostnað í grenjandi rigningu.“
Bingókvöldin og hátíðin 17. júní
höfða fyrst og fremst til fjölskyldna,
að sögn Einars, en eldra fólkið frekar
en það yngra sækir í félagsvistina.
„Fólk á öllum aldri mætir á þorra-
blótið,“ bendir hann á.
Einar segir að Íslendingafélagið sé
í góðu samstarfi við starfsfólk ís-
lenska sendiráðsins og Jónshúss og
forráðamenn íslenskra fyrirtækja í
Danmörku hafi verið því innan hand-
ar með vinninga og fleira. „Við erum
mjög þakklát öllum sem styðja okkur,
því öll okkar vinna er sjálfboðaliða-
starf og við höfum í raun ekkert ann-
að bakland,“ segir Einar. „Við stönd-
um í þessu vegna þess að við höfum
gaman af því og fólk hefur brugðist
mjög vel við, þegar við höfum leitað
eftir aðstoð.“
Stjórnin við Jónshús Frá vinstri: Helgi Valsson, Haraldur Páll Gunnlaugsson, Einar Arnalds Jónsson, Sveinbjörg
Kristjánsdóttir, Sólhildur Svava Ottesen og Emma Magnúsdóttir. Katla Gunnarsdóttir er líka í stjórninni.
Íslendingafélag í 100 ár
Hátt í 12.000 Íslendingar búa í Danmörku og Kaupmanna-
höfn er einn algengasti viðkomustaður Íslendinga erlendis