Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2019 ✝ SigríðurAntonsdóttir fæddist á Hofsósi 30. júní 1938. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. febr- úar 2019. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Anton Tómasson bílstjóri, f. 21. nóvember 1914, d. 14. september 1982, og Líney Sigurlaug Kristinsdóttir, forstöðukona á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði, f. 28. desem- ber 1913, d. 1. maí 2000. Systk- ini Sigríðar eru Ólafur Tómas, f. 2. maí 1935, d. 18. mars 2016, maki Ásdís Dagbjartsdóttir; Kristinn Gísli, f. 11. júní 1942, maki María Þórarinsdóttir; Þor- kell Máni, f. 2. ágúst 1946, d. 12. júní 1999, fyrri kona Erna Mar- len, síðari kona María Bjarna- dóttir; Sigurlína Ásta, f. 1. sept- ember 1948, maki Arnar Daðason og Auður Kristín, f. 24. febrúar 1950, d. 1. nóvember 2006, maki Andrés Sigurðsson, fermingaraldurs en flutti ásamt móður sinni, móðurömmu og systkinum til Hveragerðis árið 1952. Sigríður lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands í mars árið 1962 og starfaði við hjúkr- un alla sína tíð, lengstum á Landspítala. Hún lauk sérnámi í sýkla- og ónæmisfræðum við Háskóla Íslands árið 1981 en í október 1980 hafði hún hafið störf við sýkingavarnir á Land- spítala. Hún lauk einnig námi í stjórnun og sinnti stöðu deild- arstjóra sýkingavarnardeildar til ársins 2008, þegar hún lét af störfum sökum aldurs. Sýkinga- varnir og fræðsla um málaflokk- inn voru henni mikið hjartans mál og samhliða starfi sínu hjá Landspítala sinnti hún fræðslu ýmissa hópa bæði innan og utan spítalans m.a. sem stundakenn- ari við Hjúkrunarskóla Íslands og sem leiðbeinandi á vegum Fræðslusambands alþýðu. Sig- ríður var einnig virk í félags- starfi og var félagsmaður í Inn- er Wheel Görðum og síðustu árin í félagsstarfi aldraðra í Kópavogi, þar sem hún var bú- sett í tíu ár frá árinu 2006. Lengstum var hún þó búsett í Garðabæ ásamt eiginmanni og börnum eða frá 1969 til 2006. Útför Sigríðar fór fram í kyrrþey, að hennar ósk, 15. febrúar 2019 frá Garðakirkju. f. 2. júní 1945, d. 1. júní 2014. Sigríður giftist 28. desember 1962 Herði Einars- syni, tannlækni, f. í Hrísey 29. apríl 1938, d. 25. mars 1999. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Jóns- dóttir, f. 1912 í Reykjavík, d. 1964, og Einar M. Þor- valdsson, kennari og skólastjóri, síðast við Austurbæjarskólann í Reykjavík, f. 1905 á Völlum í Svarfaðardal, d. 1984. Börn Sig- ríðar og Harðar eru Líney, f. 1963, d. 1986, Guðfinna, f. 1967, og Hrafnkell, f. 1973, maki Eygló Huld Jónsdóttir, f. 1974. Barnabörnin eru Líney Eggerts- dóttir, f. 1986, Hildur Hafsteins- dóttir, f. 1992, Jón Egill Haf- steinsson, f. 1996, og Sigríður Erna Hafsteinsdóttir, f. 1999. Langömmubörn Sigríðar eru Hafþór Arnar Kristjánsson, f. 2014, og Sóley Haukdal Jó- hannsdóttir, f. 2017. Sigríður ólst upp á Hofsósi til „Ég veit alveg að hverju dregur, en ég er alveg sátt.“ Þetta sagði Sigríður Antons- dóttir, frænka mín, við mig í síð- ustu samverustund okkar rétt fyrir andlát sitt. Hún hafði þá tekist á við krabbamein um nokk- urn tíma, mein sem hún vissi frá upphafi greiningar að væri ólæknandi. Barátta hennar snerist því um tíma og hann reyndist jafnvel meiri en nokkur þorði að vona. Þennan tíma notaði hún til hins ýtrasta að vera með börnum sín- um, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum og vinum og njóta stundarinnar. Ég man eftir þessari fallegu frænku minni nánast frá því ég fór að muna eftir mér. Hún var nokkrum árum eldri, var úr Skagafirðinum, nánar sagt frá Hofsósi, þar sem hún bjó fyrstu árin í stórum systkinahóp. Ég bjó hins vegar í næsta firði á Akur- eyri. Mæður okkar, sem voru systur, voru nánar og hittust nokkuð oft miðað við þeirra tíma mælikvarða. Þá fengu oftast ein- hver börn að fljóta með í ferða- laginu. Síðar flutti móðir hennar suður með allan barnaflokkinn ásamt sameiginlegri ömmu okk- ar, Sigurlínu, og settust þau að í Hveragerði til frambúðar. Eiginleiki Siggu að sýna áhuga á líðan og velferð annarra og bera fyrir þeim umhyggju kom snemma í ljós, enda vön því frá bernsku að líta eftir og aðstoða yngri systkini sín. Sú ábyrgðar- tilfinning átti eftir að fylgja henni alla ævi. Það kom því engum á óvart að hún skyldi gera hjúkrun að sínu ævistarfi. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um Siggu og hún fékk ríflegan skammt af sorginni, ýmsum áföllum og mótlæti. Dóttur sína Líneyju missti hún rétt eftir að hún ól hennar fyrsta barnabarn. Mann sinn Hörð Einarsson missti hún einnig langt um aldur fram og hún mátti sjá á eftir tveim yngri systkinum sínum, Þorkeli Mána og Auði, á besta aldri. Í öllum tilfellum var um erfiða sjúkdóma að ræða, sem ekkert réðist við. Þá er Tómas elsti bróð- ir hennar einnig látinn. Þrátt fyr- ir öll þessi áföll var alltaf eins og hún væri aflögufær að veita öðr- um aðstoð og hjálp, ef leitað var til hennar. Um það get ég og margir aðrir vitnað. Eins og fyrr segir var Sigga Skagfirðingur og það í báðar ættir. Heimahagarnir áttu alltaf sterk ítök í henni og hún kom sér upp sumarbústað, ásamt öðrum, í landi forfeðra sinna nærri Hofs- ósi. Þangað leitaði hún oft og undi sér vel. Hún sagði að veran þar í nóttlausri voraldarveröld þar sem víðsýnið skín hefði heilandi og mannbætandi áhrif á sig. Ég sendi börnum hennar og fjölskyldum þeirra ásamt syst- kinum og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hennar verður sannarlega saknað af mörgum, sem áttu henni svo mikið að þakka. Guðrún Árnadóttir. Okkur langar að minnast kærrar samstarfskonu með nokkrum orðum. Við kynntumst Sigríði Antonsdóttur í starfi okk- ar á sýkingavarnadeild Landspít- ala þar sem hún var deildarstjóri. Hún var einn af brautryðjendum sýkingavarna á sjúkrahúsum á Íslandi, hafsjór af fróðleik og þekkingu og fagmanneskja fram í fingurgóma. Alltaf kom hún fram við aðra af kurteisi og virðingu og sem deildarstjóri lagði hún áherslu á að við gerðum slíkt hið sama. Hún mætti samstarfsfólki sínu á jafningjagrunni, lét þó engan vaða yfir sig og svaraði ávallt fyr- ir sýkingavarnir af einstakri þekkingu og rökfestu. Af þeim sökum naut hún virðingar starfs- fólks spítalans. Áhugamál Sigríðar voru marg- vísleg og spönnuðu vítt svið, allt frá konungsfjölskyldum Evrópu til kotungsbænda á Íslandi. Einn- ig var hún áhugasöm um menn- ingu og listir og nutum við oft góðs af. Sigríður var skemmtileg kona, fáguð og smekkleg og einn af þeim einstaklingum sem hafa markað spor í líf okkar. Það var gott að vinna með henni og við minnumst hennar með hlýju og þakklæti. Þórarinn Eldjárn var einn af hennar uppá- halds höfundum og fylgja hér tvær vísur sem hún var hrifin af. Að vaða úr einu í annað er einmitt rétt, það er sannað. En úr öðru í eitt færir engum neitt og ætti að vera bannað. Ung var hún er hún það orðspor sér skóp sem entist þar til hún dó, að hún væri mjög fyndin í fámennum hóp en fyndnust í einrúmi þó. Við sendum fjölskyldunni inni- legustu samúðarkveðjur. Ásdís, Ingunn, Lára og Ólöf (Olla). Fyrir tæplega sextíu árum kynntist ég, þá 17 ára gang- astúlka á Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja, Sigríði Antonsdóttur, fimm árum eldri hjúkrunarnema. Hún var óþreytandi að kenna okkur, sem unnum sem sjúkralið- ar eða aðstoðarnemar undir- stöðuatriðin í hreinlæti og umönnun sjúklinga. Það var ómetanlegt fyrir unglingsstúlku sem aldrei hafði unnið á sjúkra- húsi og varla komið þar inn fyrir dyr, en var ákveðin frá unga aldri að læra hjúkrun. Mér fannst Sigga vera hin full- komna hjúkrunarkona, eins og ég ímyndaði mér Florence Night- ingale. Nokkrum árum eftir að ég var einnig orðin hjúkrunarfræðingur lá leið okkar saman við kennslu í Hjúkrunarskólanum. Það var mitt lán, því með okkur tókst vin- átta sem engan skugga bar á öll þessi ár, sem liðin eru. Þegar ég fór að vinna við sýk- ingavarnir á Landspítalanum fékk ég hana í lið með mér og unnum við saman í rúmlega 20 ár. Ég tel að það hafi verið með því besta sem ég gerði á Land- spítalanum að sannfæra Siggu um að hún væri rétt manneskja í það starf. Sigga var búin mörgum bestu kostum, sem prýða mega eina manneskju. Hún var með sterka réttlætis- kennd, heiðarleg með afbrigðum og þoldi ekki lygar. Hún var ná- kvæm og kröfuhörð, ekki síst við sjálfa sig. Hún var með ríka kímnigáfu og hafði yndi af ljóðlist. Siggu biðu margskonar áföll í lífinu, sem hún tókst á við með aðdáunarverðum styrk. Hún horfðist í augu við líf sitt með hugrekki og heiðarleika og þannig dó hún. Þakka þér fyrir allt, kæra vin- kona. Inga Teitsdóttir. Látin er Sigríður Antons- dóttir, skólasystir okkar. Hún var í hópi þeirra hjúkrunarfræð- inga sem útskrifuðust frá Hjúkr- unarskóla Íslands vorið 1962. Hjá flestum okkar lauk þar rúmlega þriggja ára samfylgd í námi og starfi. Á námsárunum kynntumst við Siggu Antons, eins og hún var jafnan kölluð, náið þar sem við bjuggum saman á heimavist. Við tókum snemma eftir því að hún var góður námsmaður, verklagin og greinandi í hugsun. Það kom einhvern veginn af sjálfu sér að hún yrði, þegar á þyrfti að halda, leiðtoginn í hópnum. Til þess þurfti hvorki umræðu né at- kvæðagreiðslu, hún var bara sjálfkjörin. Við útskrift skildu leiðir, hópurinn dreifðist fullur eftirvæntingar, bæði innanlands og erlendis til ýmissa starfa inn- an hjúkrunar og til frekara náms. Hver og einn leitaði að sínum stað í tilverunni en verkefnin voru ærin á þessu skeiði ævinnar. Skólasystir okkar, hún Sigríð- ur Antonsdóttir valdi sér mjög áhugaverðan starfsvettvang en hún sérhæfði sig síðar í sýkinga- vörnum og stjórnun. Hún var vel undir það búin að takast á við svo sérhæft viðfangsefni, varð eftir- sóttur starfskraftur, áberandi og farsæl í starfi. Hópurinn okkar myndaði ákveðnar hefðir og átti margar ánægjulegar samverustundir um áratugaskeið. Náms- og starfsár höfðu myndað sameiginlega lífs- reynslu sem yndislegt var að rifja upp hvar sem við vorum stödd, bæði innanlands og erlendis. Þar miðlaði Sigga Antons til okkar hinna af sinni einstöku frá- sagnargáfu, kímni og geislandi nærveru. Minningin er einstök og ógleymanleg. Nú er komið að kveðjustund. Ein af kjölfestunum úr litla skólahópnum okkar hefur kvatt. Við sendum fjölskyldu Siggu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sigríðar Antonsdóttur. Alda Halldórsdóttir. Bláir eru dalir þínir byggð mín í norðrinu heiður er þinn vorhiminn hljóðar eru nætur þínar létt falla öldurnar að innskerjum – hvít eru tröf þeirra. (Hannes Pétursson) Sigga Antons, eins og við vin- konurnar kölluðum hana alltaf, skynjaði vel bláma Skagafjarðar og talaði oft um fegurðina sem blasti við þegar komið var yfir Vatnsskarðið og Drangey og Þórðarhöfði blöstu við. Þarna voru hennar æskuslóðir, á Hofs- ósi, fyrstu sporin stigin, fyrsta Sigríður Antonsdóttir ✝ Elísa BjörkMagnúsdóttir var fædd 16. júní 1937 á Vattarnesi, Kolfreyjustaðar- sókn, S-Múl. Hún lést á Landspítal- anum 19. janúar 2019. Foreldrar Elísu voru hjónin Magn- ús Jónsson, f. 6. maí 1903, d. 31. október 1942, og Þorbjörg Bjarnadóttir, f. 17. janúar 1910, d. 9. febrúar 1982. Elísa átti fjögur systkini. Þau voru: Sigrún Dagný, f. 8.10. 1925, d. 18.10. 1996, Jóna Sólveig, f. 18.10. 1928, d. 16. maí 2004, Reynir Víkingur, f. 1.5. 1930, d. 1.7. 1985, Bjarni Þór, f. 24.9. 1933, d. 4.8. 1983. Elísa giftist Gunnari Geirssyni Gígju, f. 13.1.1932, d. 26.8. 1996. Þau skildu. Elísa og Gunnar áttu Kol- brúnu Huldu, 1.12. 1954. Elísa giftist Guðbjarti Gunn- arssyni, f. 11.2. 1928. Þau skildu. Elísa og Guð- bjartur áttu Guðbjart, f. 18.11. 1959. Elísa fluttist ung til Reykja- víkur og starfaði við ýmis verslunarstörf. Síðar lauk hún námi í röntgentækni og starf- aði við það út starfsævi sína. Útför Elísu fór fram 1. febr- úar 2019 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartkær móðursystir mín. Nú fæ ég ekki lengur litið við á heimili þínu og þegið þær góðu veitingar sem þú lengst af fram- reiddir með þeim hætti að ég þá þegar hlakkaði til næstu heim- sóknar. Ég fæ heldur ekki að hringja til þín lengur og hrekkja örlítið, þú varst svo hrekklaus sjálf að þú grunaðir mig aldrei um græsku. Ekki einu sinni þeg- ar ég hringdi og þóttist vera hjá skorsteinaeftirlitinu. Sagði að nágrannar þínir hefðu kvartað undan svörtum reyk sem legði úr skorsteini þínum og bærist yfir nágrennið. Olíufélagið hefði óvart sett svartolíu á tankinn þinn til hús- hitunar. Ég væri nú að hringja sem hreinsunarmaður, væntan- legur til þín um kvöldmatarleyt- ið, að kanna málið hvort þú kannski gætir gaukað að mér smá matarbita svo ég gæti hald- ið áfram störfum. Þegar ég sjálfur svo mæti, að því er virtist fyrir algera tilviljun, um kvöld- matarleytið, var steik í ofni því von var á eftirlitsmanni. Nei, nú á ég aðeins þann kost eftir að senda þér línu, þar sem ég þakka þér fyrir að hafa þó verið til svona lengi og uppá- halds frænka mín allan tímann. Ávallt fylgdi því gleði og kát- ína, þegar þú birtist á bernsku- heimili mínu á Brúsastöðum í Þingvallasveitinni. Allir hlökk- uðu til komu þinnar, þú færðir okkur krökkunum ávallt eitt- hvað skemmtilegt og alltaf komu skemmtilegustu hlutirnir upp úr jólagjöfunum frá Lísu frænku. Þú lagðir snemma grunn að ævilangri vináttu okkar. Og alltaf fór ég frá þínu heimili í betra formi en þegar ég kom, sem stafaði, auk góðra veitinga, af þinni einlægu upp- örvun og eflingu á sjálfstrausti mínu. Þegar ég síðast gekk um Vattarnesfjöru þar sem þú hafð- ir leikið sem barn við bláskel og báru, og kornung misst föður þinn í sjóslysi skammt undan landi, fannst mér ég sjá svip þinn í sérhverjum steini og stöku skel. Allt sem ég áfram mun fagurt sjá, mun minna á þá góðu frænku mína sem í þér bjó en hefur nú flutt sig um set til hærri hæða til móts við forfeður sína. Kæmi mér ekki á óvart að Magnús afi minn væri þar ný- kominn að landi á bát sínum með glænýja ýsu. Nú eru jú kona hans og börn öll komin til hans. En hversu glatt sem þar kann að vera, þykist ég vita þig prýða hópinn og létta allra lund. Kveð þig með söknuði Maggnús Víkingur. Elísa Björk Magnúsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL SIGURGEIRSSON, Fróðengi 3, Reykjavík, frá Hlíð, A-Eyjafjöllum, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 21. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Landsbjörg njóta þess. Þórhildur Margrét Guðmundsdóttir Guðjón Þór Pálsson Dolores Mary Foley Sigurgeir Pálsson Sus Kirk Holbech Anna Dóra Pálsdóttir Hrafn Sveinbjarnarson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sonur minn, bróðir, mágur og frændi, STEFÁN BJARNASON, Bleiksárhlíð 29, Eskifirði, sem lést 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju föstudaginn 22. febrúar klukkan 14. Bjarni Stefánsson Hafsteinn Bjarnason Ingibjörg M. Guðmundsdóttir Bjarni Már Hafsteinsson Guðmundur Valgeir Hafsteinsson Steinar Ingi Hafsteinsson Bára Ýr Hafsteinsdóttir Hafsteinn Bjarnason Hafþór Máni Bjarnason Alma Rós Bjarnadóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, áður Litlagerði 7. Arnbjörg Hjaltadóttir Ámundi H. Þorsteinsson Arnar Hjaltason Arna Ragnarsdóttir Anna Steinþórsdóttir Brynja Hjaltadóttir Jón Berg Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.