Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 5. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 47. tölublað 107. árgangur
LOPAPEYSUR
Á ÞINGBORG
Í FLÓA
GULL-
MOLAR
TAÍVANS
HAFDÍS KEPPIR
Í LANGSTÖKKI
Í GLASGOW
PARADÍS 26 EVRÓPUMÓT ÍÞRÓTTIRLÖGULEGT 12
Verkfallssjóðir digrir
» Efling á 2,7 milljarða í verk-
fallssjóði.
» Félagið hefði bolmagn til að
ráðast í tæpar 230 ámóta að-
gerðir.
» Þeim sem leggja niður störf
býðst 12.000 kr. greiðsla.
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Snorri Másson
Gengið er til kosninga um verkfalls-
aðgerðir Eflingar í dag. Átta þúsund
manns eru á kjörskrá. Það eru fé-
lagsmenn sem starfa undir samningi
Samtaka atvinnulífsins og Eflingar
um starfsemi hótela og veitingahúsa.
Verði verkfall samþykkt leggja allt
að 1.000 ræstingastarfsmenn á hót-
elum á höfuðborgarsvæðinu og ná-
grenni niður störf 8. mars.
Kosningin er rafræn og stendur í
þrjá og hálfan sólarhring. Einnig
geta félagsmenn kosið inni í þar til
gerðum bíl, sem keyrir á milli vinnu-
staða næstu daga.
Samtök atvinnulífsins og Eflingu
greinir enn á um launakröfur Efl-
ingar. Formaður Samiðnar segir
hins vegar viðræður iðnaðarmanna
„þokast í rétta átt“ og síðdegis í dag
kemur í ljós hvort þeirri deilu verður
vísað til sáttasemjara.
VR stefnir einnig að verkfalls-
aðgerðum sem nánar verða útlistað-
ar í þessari viku. Gert er ráð fyrir
kosningu um þær öðrum hvorum
megin við helgina. Félagið vinnur
líka í samstarfi við Eflingu, Verka-
lýðsfélag Akraness og Verkalýðs-
félag Grindavíkur að aðgerðaáætlun
sem verður kynnt á föstudaginn.
Fyrstu aðgerðir munu áfram beinast
að fyrirtækjum í ferðaþjónustunni
en lögð eru drög að aðgerðum á fleiri
sviðum atvinnulífsins. Vilhjálmur
Birgisson, formaður VLFA, útilokar
ekki að hans félagsmenn taki þátt í
þeim aðgerðum sem verða kynntar á
föstudaginn.
Hörður Guðbrandsson, formaður
VLFG, segir félagsmenn sína ekki
taka þátt í þessum aðgerðum, en fé-
lagið muni líklega eiga aðild að að-
gerðum á seinni stigum.
Erlendar ferðaskrifstofur lýsa yfir
áhyggjum vegna fregna um yfirvof-
andi verkföll.
Raða niður verkfallsaðgerðum
Viðræður iðnaðarmanna þokast í rétta átt VR kýs fyrir eða eftir helgi Högg fyrir ferðaþjónustu
MKjaradeilur » 9, 10, 11
Morgunblaðið/Hari
List Stórt uppboð með góðum mynd-
um hjá Jóhanni Ágústi Hansen.
Listaverkakaupendur í dag eru mun
vandlátari en þeir voru fyrir 10-15
árum. „Þau sem núna eru að kaupa
verk fyrir kannski hálfa milljón
króna virðast horfa meira en áður í
gæði verka og slíkt er þroskamerki á
markaðinum,“ segir Jóhann Ágúst
Hansen, uppboðshaldari hjá Gallerí
Fold. Yfir langan tíma litið segir
hann málverkaverð á Íslandi hafa
hækkað um að jafnaði 3% á ári sem
sé undir verðbólgu. Þó sé myndlist
góð fjárfesting, ekki síst þegar
kreppi að í efnahagsmálum.
Alls eru 87 verk eftir ýmsa lista-
menn; málverk, vatnslitamyndir,
teikningar, tússlitamyndir og fleira,
á listaverkauppboði Foldar sem
verður í kvöld. Þar eru einnig tvö
stór landslagsmálverk eftir Kjarval,
annað frá Þingvöllum sem er metið á
þrjár til þrjár og hálfa milljón króna.
Einnig tvær Errómyndir, en verk
hans eru til í þúsundatali.
„Já, mér finnst sennilegt að fram-
vegis verði ekki haldið hér uppboð
öðruvísi en við fáum Erró,“ segir
uppboðshaldarinn á Fold. »6
Vandlátari í listaverkakaupum
87 verk af ýmsum toga á uppboði í Gallerí Fold í kvöld
Nokkur erill var í blómabúðum landsins í gær
þegar fyrsti dagur góu rann upp, en dagurinn er
betur þekktur sem konudagurinn.
Fengu eflaust margar konur veglegan blóm-
vönd og aðrar gjafir frá maka sínum eða af-
kvæmum í tilefni dagsins.
Sú hefð að gera vel við konur á þessum degi
hefur enda fest sig vel í sessi, en dagsins er fyrst
getið í rituðum heimildum um miðja 19. öld.
Blómasala í miklum blóma í gær
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Haldið upp á konudaginn í gær
Nokkrar ábend-
ingar hafa borist
írsku lögreglunni
frá einstaklingum
sem telja sig hafa
séð Jón Þröst Jóns-
son, Íslendinginn
sem hvarf í Dublin
að morgni laugar-
dagsins 9. febrúar.
Írska lögreglan
vinnur nú hörðum höndum að því að
kanna hvort fótur sé fyrir ein-
hverjum ábendinganna en hingað til
hefur það engan árangur borið.
Mikil leit hefur staðið yfir undan-
farna daga en írska lögreglan hefur
nýtt sér aðstoð leitarhunda og þyrlu
á svæðum í grennd við hótelið sem
Jón Þröstur dvaldi á. »2
Nýjar ábendingar
í leitinni að Jóni
Jón Þröstur
Jónsson
„Það bendir allt til þess að þróunin
haldist svipuð áfram. Við höfum verið
að sjá fækkun síðustu ár og eru marg-
þættar ástæður fyrir því,“ segir
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna, um umtalsverða
fækkun námsmanna sem taka náms-
lán meðan á námi stendur. Að hennar
sögn má rekja þróunina til ýmissa
þátta, þar á meðal húsnæðismála.
„Nemendur búa lengur heima og svo
er atvinnuástandið gott. Margir eru í
hlutastarfi með námi og geta sleppt
því að taka námslán,“ segir Hrafn-
hildur.
Í nýútgefinni ársskýrslu LÍN fyrir
árið 2017 kemur fram að námsmönn-
um á námslánum hafi fækkað um 19%
milli ára, þar af 21% á Íslandi en 11%
erlendis. Þá fækkar umsækjendum
um námslán fimmta árið í röð. Hrafn-
hildur segir að óvissuþættir spili inn í
þróun síðustu ára. „Einhverjir hafa
frestað því að fara í nám til að sjá
hvort upp verði tekið styrkjakerfi að
norrænni fyrirmynd þannig að hægt
sé að sleppa við námslán.“ »4
Enn fækkar nemend-
um sem taka námslán
Fyrsti landsliðshópurinn í hesta-
íþróttum sem valinn er eftir nýju
fyrirkomulagi var kynntur í gær
við hátíðlega athöfn við Bláa lónið.
Héðan í frá verður landsliðshópur-
inn stærri auk þess sem hann verð-
ur virkur allt árið. Mun hann koma
fram á ýmsum viðburðum, mótum
og sýningum sem eru talin til þess
fallin að efla hestaíþróttina og
styrkja liðið til árangurs. Þá verður
liðstjóri liðsins framvegis kallaður
landsliðsþjálfari. »4
Stærri landsliðs-
hópur knapa