Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
Í þættinum Þingvöllum á K100 ígær var komið inn á völd og
ábyrgð stjórnmálamanna og afar
mikilvægum álita-
málum velt upp í
því sambandi. Í
þættinum ræddi
Páll Magnússon al-
þingismaður við
Sigurð Inga Jó-
hannsson, formann
Framsóknarflokks-
ins, og spurði hann
meðal annars út í þá umræðu sem
orðið hefði um launaþróun banka-
stjóra ríkisbankanna.
Sú umræða einskorðast gjarnanvið krónur og aura, en það
sem Sigurður Ingi benti á og snýr
að völdum stjórnmálamannanna
annars vegar og völdum ýmissa
andlits- og ábyrgðarlausra
nefndarmanna hins vegar er miklu
stærra mál.
Nú má út af fyrir sig deila umhvort bankaráðin fóru út fyr-
ir eigendastefnuna eins og hún er
orðuð, en sú ábending Sigurðar
Inga, að almennt hefði verið geng-
ið of langt í að afhenda völd kjör-
inna fulltrúa andlitslausum nefnd-
um, er fyllilega réttmæt.
Hann nefndi til dæmis „val-nefndir sem eru andlitslausar
en síðan er það ráðherrann sem
ber ábyrgð á niðurstöðunni“.
Þetta er vel þekkt vandamál ognokkuð sem verður að taka á.
Valnefndir hafa mikil áhrif þrátt
fyrir ábyrgðarleysið og hafa jafn-
vel reynt að stilla ráðherrum upp
við vegg, eins og til dæmis þegar
valnefnd reyndi að ráða að öllu
leyti vali dómara í landsrétt með
því að mæla með nákvæmlega
þeim fjölda sem skipa átti í rétt-
inn.
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Óeðlileg áhrif
ábyrgðarlausra
STAKSTEINAR
Nettoline fær 5 stjörnur frá
dönskum gagnrýnendum
STYRKUR - ENDING - GÆÐI
ALLAR BAÐHERBERGISINNRÉTTINGAR
OG ÞVOTTAHÚSINNRÉTTINGAR
FÁSTMEÐ 20%AFSLÆTTI
ÚT febrúar 2019
GÓÐ KAUP
NÚ ER LAG AÐ GERA
Við gerum þér
hagstætt tilboð í
innréttingar, vaska
og blöndunartæki
- AFSLÁTTUR -
20%
Útfebrúar 20
19
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
OPIÐ:
Föstudaga kl. 09 til 17
Laugardagar kl. 11 til 15
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samkvæmt spá veðurstofunnar verð-
ur um átta stiga hiti á höfuðborgar-
svæðinu um hádegið í dag, en skýjað
verður og rigning um það leyti. Verð-
ur hiti á landinu öllu á bilinu þrjú til
átta stig á morgun, og munu hlýindin
halda áfram eitthvað inn í vikuna, að
minnsta kosti á suðvesturhorninu.
Nokkuð verður hins vegar um
vind, en gert er ráð fyrir suðaustan-
átt á morgun á bilinu 13 til 20 metr-
ar á sekúndu, auk þess sem rigning
eða slydda fylgir með í farteskinu,
en stytta á upp um kvöldið.
Þá er útlit fyrir austanstorm und-
ir Eyjafjöllum um kvöldið og suð-
vestanrok um austanvert landið á
þriðjudag.
Hlýindi og rok næstu daga
Hiti á bilinu þrjú til átta stig
Útlit fyrir rok um austanvert landið
Morgunblaðið/Eggert
Hlýindi Nokkur hlýindi hafa verið undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Ný skip Eimskipafélags Íslands,
sem verið hafa í smíðum í Kína,
munu hljóta nöfnin Brúarfoss og
Dettifoss. Nýju skipin eru 2.150
gámaeiningar að stærð, 180 metra
löng og rétt um 31 metra breið.
Ráðgert er að skipin verði afhent
næsta haust og er það liður í endur-
nýjun skipaflota félagsins og fyrir-
huguðu samstarfi við grænlenska
skipafélagið Royal Arctic Line.
Skipið Brúarfoss verður sjötta
skipið til að bera það nafn en fyrsta
frystiskip Eimskips, Brúarfoss 1,
var smíðað í Kaupmannahöfn árið
1927. Dettifoss verður einnig sjötta
skipið í röðinni til að bera það nafn
en heitið Dettifoss var fyrst notað á
skip félagsins árið 1930.
Með afhendingu nýrra skipa
stefnir Eimskip á að selja skipin
Goðafoss og Dettifoss, sem eru
1.457 gámaeiningar að stærð og
hafa verið í rekstri Eimskips
undanfarin tuttugu ár.
Skip Eimskips fá nöfn-
in Brúar- og Dettifoss
Ljósmynd/Eimskipafélag Íslands
Skip Eimskipafélag Íslands nefnir ný skip félagsins Dettifoss og Brúarfoss.