Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
Bókahaf Á Íslandi er meira gefið út af bókum en víðast hvar miðað við höfðatölu. Á bókamarkaðnum í Laugardalshöll er úrvalið því umtalsvert og best að gefa sér tíma til að litast um.
Árni Sæberg
Ófjármagnaðar líf-
eyrisskuldbindingar
ríkissjóðs nema um
620 ma.kr. og vaxta-
kostnaður er um 15
ma.kr. á ári sam-
kvæmt fjárlögum.
Ríkissjóður Íslands
gæti fengið um 330
ma.kr. fyrir sölu á
hlutum sínum í
Landsbanka Íslands
og Íslandsbanka en myndi eiga
um 34% kjölfestuhlut í Lands-
banka Íslands. Tilgangur með sölu
á eignarhlutum ríkissjóðs í tveim-
ur fjármálastofnunum er að koma
við aukinni samkeppni sem lækkar
verð á veittri þjónustu auk þess að
auka skilvirkni og arðsemi til
lengri tíma með lækkun á
rekstrarkostnaði.
Flestir geta verið sammála því
að ríkissjóður Íslands á ekki að
stunda áhætturekstur á fjármála-
markaði heldur setja gott reglu-
verk með heilbrigðu eignarhaldi til
lengri tíma. Nú er rétti tíminn til
að selja eignarhluti ríkissjóðs í
fjármálastofnunum í heilu lagi,
hlutum eða einfaldlega með því að
senda öllum landsmönnum í pósti
hlutfallslegan eignarhlut þeirra í
Landsbanka Íslands og Íslands-
banka. Ríkissjóður Íslands mun
eiga 34% eignarhlut í Landsbanka
Íslands til framtíðar.
Miklar tæknibreyt-
ingar með fjártækni
og stafrænni þróun
mun leiða til lækk-
unar á verðmæti hefð-
bundinna viðskipta-
banka. Greiðslumiðlun
og hefðbundinn rekst-
ur fjármálafyrirtækja
er undir mikilli sam-
keppni frá nýjum
samkeppnisfyrir-
tækjum eins og Ama-
zon, Google, Apple og
fjártæknifyrirtækjum.
Nú er rétti tíminn til að ríkis-
sjóður minnki áhættu sína á toppi
hagsveiflunnar á Íslandi með sölu
bankanna og nái að lækka vaxta-
greiðslur í framtíðinni. Fé án hirð-
is kemur upp í hugann þegar slíkt
eignarhald hefur verið viðvarandi
án stefnumörkunar eða raun-
hæfrar framtíðarsýnar í langan
tíma. Nú er rétti tíminn og taka
þarf ákvarðanir og gæta þannig
hagsmuna almennings og skatt-
greiðenda. Samkvæmt framtíð-
arstefnu Bankasýslu ríkisins frá
12. mars 2012 kemur fram varð-
andi tímasetningu söluferlis bank-
anna:
„Bankasýsla ríkisins telur
hyggilegt að ráðast fyrst í sölu
minnstu eignarhluta, sem stofn-
unin fer með, og selja síðar stærri
eignarhluti, og þá jafnvel í nokkr-
um áföngum. Í þessu felst að fyrst
verður ráðist í sölu eignarhlutar í
Íslandsbanka hf., en þó ekki fyrr
en í fyrsta lagi á síðari hluta þessa
árs. Stofnunin gerir ekki ráð fyrir
að sala eignarhluta í Arion banka
hf. og í Landsbankanum hf. hefjist
fyrr en á næsta ári og að sala í
Landsbankanum hf. verði jafnvel
framkvæmd í nokkrum áföngum.“
Góðar tillögur
og áherslur í Hvítbók
Í nýlegri Hvítbók um framtíðar-
sýn fyrir fjármálakerfið eru góðar
tillögur og áherslur sem draga
fram ólík sjónarhorn um heildar-
myndina á fjármálakerfi fram-
tíðarinnar. Stefna íslenska ríkisins
er að eiga 34% hlut í Landsbank-
anum til að stuðla að stöðugleika í
fjármálakerfinu en fjárfestingin er
um 3% af landsframleiðslu, en
eignarhlutur norska ríkisins í
DNB stærsta banka Noregs er til
að mynda 34% og 3% af lands-
framleiðslu. Samkvæmt Hvítbók-
inni er talið skynsamlegt að selja
eignarhluti ríkissjóðs í áföngum.
Framtíðarsýn fjármálakerfisins
þarf að móta með hliðsjón af
þremur meginstoðum sem eru
gott regluverk og öflugt eftirlit,
önnur stoðin að fjármálakerfið
þjóni heimilum og fyrirtækjum á
skilvirkan hátt og þriðja stoðin sé
traust eignarhald fjármálafyrir-
tækja sem stuðlar að heilbrigðum
og traustum rekstri með langtíma-
sjónarmið að leiðarljósi. Þróun á
hlutabréfaverði hefðbundinna
banka og fjármálastofnana á al-
þjóðlegum markaði hefur verið
frekar til lækkunar undanfarið ár.
Verð hlutabréfa í Danske Bank og
Deutsche Bank lækkaði til að
mynda um 50% á síðastliðnu ári
en á sama tíma lækkaði hluta-
bréfaverð í Svenska Handels-
banken og Svenska Enskilda Bank
um tæplega 10%. Hlutabréf Arion
banka hafa lækkað um 15% frá
skráningu bankans á innlendum
hlutabréfmarkaði.
Fjármálastofnanir á Íslandi búa
við allt annað regluverk og eftirlit
en fyrir tíu árum, fjárhagur og
eiginfjárhlutfall er mun sterkara
þó að arðsemi fari minnkandi þar
sem reglulegur rekstur skilar ekki
nægjanlegri arðsemi þrátt fyrir
háan vaxtamun og þjónustugjöld.
Fjármálastofnanir í Bandaríkj-
unum standa mun betur að vígi að
sama skapi heldur en fyrir tíu ár-
um þar sem regluverk er öflugra
og skilvirkara.
Mikilvægast er að auka sam-
keppni á fjármálamarkaði með
heilbrigðu regluverki og heil-
brigðu eignarhaldi sem tekur mið
af sjónarmiðum einkarekstrar og
skýru regluverki sem virkar. Nú
er rétti tíminn til að hefja söluferli
á eignarhlutum ríkissjóðs í Lands-
banka og Íslandsbanka og minnka
þannig áhættu ríkisjóðs til lengri
tíma auk þess að nýta tækifæri til
að greiða inná ófjármagnaðar líf-
eyrisskuldbindingar en þannig má
lækka vaxtakostnað ríkissjóðs til
framtíðar. Aukin samkeppni frá
tæknifyrirtækifyrirtækjum eins og
Amazon og fjártæknifyrirtækjum
mun leiða til skilvirkari og meiri
samkeppni á fjármálamarkaði.
Mikilvægt er stjórnmálamenn og
embættismenn gæti hagsmuna
skattgreiðenda og almennings við
fjármálastjórnun og áhættustjórn-
un hjá Ríkissjóði Íslands. Nú þarf
að hefjast handa við að skrá þess-
ar tvær fjármálastofnanir á hluta-
bréfamarkað og hefja sölu þeirra
og skapa þannig verðmæti fyrir ís-
lenska skattgreiðendur og almenn-
ing þegar horft er til framtíðar.
Eftir Albert Þór
Jónsson » Tilgangur með sölu
á eignarhlutum
ríkissjóðs í tveimur
fjármálastofnunum
er að koma við aukinni
samkeppni sem lækkar
verð á veittri þjónustu
auk þess að auka
skilvirkni og arðsemi
til lengri tíma. Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðngur,
MCF í fjármálum fyrirtækja og með
30 ára starfsreynslu á fjármála-
markaði. albertj@simnet.is
Sala á eignarhlutum ríkissjóðs
í ríkisbönkum er verðmætasköpun