Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 23
þar sem þau ráku verslun í 22 ár. „Þetta var kjörbúð en við lokuðum henni fyrir tveimur árum. Núna er- um við mikið í því að ferðast og ætl- um að minnka við okkur húsnæðið svo við getum ferðast meira, en við ferðumst á húsbíl um Evrópu. Kolfinna var í fulltrúaráði Kennarasambandsins og formaður Kennarasambands Austurlands. Hún hefur alltaf stundað mikla hreyfingu, gengið á skíðum, hjólað, synt og farið í fjallgöngur, og þegar hún var sextug fór hún í hálfa Vasa- göngu. Fjölskylda Eiginmaður Höllu Kolfinnu er Ás- valdur Sigurðsson, f. 22. apríl 1950, fyrrverandi kaupmaður í Neskaup- stað og bóndi á Geithellnum. For- eldrar hans: Sigurður Karl Jónsson, f. 1. febrúar 1919, d. 4. ágúst 1966, sjómaður á Vopnafirði og í Neskaup- stað, og Heiður Júlíusdóttir, hús- freyja og verkakona. Börn Kolfinnu og Ásvalds eru: 1) Júlía Sigrún, f. 17. júní 1967, versl- unarkona í Neskaupstað, maki Hjörvar Hjálmarsson skipstjóri, börn Hrefna Rún, f. 1984, Freydís Ósk, f. 1991 og Sóley, f. 1996; 2) Heið- lóa, f. 28. mars 1972, hjúkrunarfor- stjóri í Reykjavík, maki Sigþór Hjartarson vélvirkjameistari, börn Ásvaldur, f. 2001, Freyja Þöll, f. 2004, og Arnfinnur, f. 2010; 3) Eyrún Huld, f. 23. nóvember 1974, vinnur á heimili fyrir fatlaða í Drammen í Noregi, maki Baldur Bergmann Jónasson, vinnur hjá Advania, börn Ísak Andri, f. 1997, Erla Kolfinna, f. 1999, og Hrafna Lilja, f. 2010. Systkini Höllu Kolfinnu eru Magn- ea, f. 10. apríl 1942, d. 28. nóvember 2015, húsfreyja á Þórshöfn og í Reykjavík; Vífill, f. 29. september 1944, fv. rafveitustjóri á Þórshöfn; Rannveig, f. 21. desember 1945, hús- móðir á Þórshöfn; Ísak Sigurjón, f. 28. september 1947, d. 17. apríl 1978, rafvirki á Sauðárkróki; Soffía, f. 2. júní 1952, skrifstofumaður á Sauð- árkróki; Stefnir, f. 31. ágúst 1953, rafvirki hjá Alcoa, bús. í Neskaup- stað; Huldís, f. 10. febrúar 1955, hús- móðir í Reykjavík; Þorbjörg, f. 28. júlí 1957, bókari á Þórshöfn. Foreldrar Kolfinnu voru hjónin Þorfinnur Friðrik Ísaksson, f. 11. ágúst 1916, d. 22. nóvember 1983, stýrimaður, og Sigurbjörg Sigurjóns- dóttir, f. 29. ágúst 1919, d. 20. sept- ember 2011, húsmóðir. Þau bjuggu í Neskaupstað og síðar á Þórshöfn. Kolfinna Þorfinnsdóttir Sigurbjörg Sigurjónsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Sigurjón Magnússon stundaði kennslu íNorðfjarðarhreppi Sigurbjörg Stefánsdóttir húsfreyja í Sandvíkurseli og á Kirkjubóli Magnús Marteinsson útvegsbóndi í Sandvíkurseli í Sandvík og á Kirkjubóli í Vöðlavík Guðmundur Sighvatsson bóndi í Efri-Miðbæ í Norðfirði Magnea Ingibjörg Guðmundsdóttir fiskvinnslukona í Neskaupstað Guðlaug Bjarnadóttir húsfreyja í Efri-Miðbæ Björn Bjarnason landsbókavörður Pálína Hildur Ísaksdóttir húsfreyja í Neskaupstað Hjörvar Valdimarsson skipstjóri í Neskaupstað Sigurjón Valdimarsson skipstjóri í Neskaupstað Ísak Valdimarsson skipstjóri í Neskaupstað Helgi Geir Valdimarsson skipstjóri í Neskaupstað Marteinn Magnússon útvegsbóndi í Neskaupstað Guðjón Marteinsson skipstjóri og yfirverkstjóri í Neskaupstað Magni Kristjánsson skipstjóri og hótelhaldari í Neskaupstað Sigurbjörg Marteinsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Stefanía Magnúsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Hávarður Bergþórsson vélstjóri í Neskaupstað Ari Magnús Bergþórsson skipstjóri og netagerðarmaður í Neskaupstað Sigurbjörg Jónasdóttir húsmannskona í Bændagerði Stefán Júlíus Árnason húsmaður í Bændagerði í Eyjafirði Rannveig Dýrleif Stefánsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Ísak Friðriksson verkamaður og rak fiskvinnslu í Neskaupstað Guðrún Einarsdóttir vinnukona í Eskifirði Friðrik Finnbogason vinnumaður á Jökuldal Úr frændgarði Kolfinnu Þorfinnsdóttur Þorfinnur Friðrik Ísaksson stýrimaður í Neskaupstað Dæturnar Eyrún Huld, Heiðlóa og Júlía Sigrún Ásvaldsdætur. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Magnús Kjartansson fæddist áStokkseyri 25.2. 1919. For-eldrar hans voru hjónin Kjartan Ólafsson, f. 1894, d. 1971, verkamaður þar og síðar lögreglu- þjónn í Hafnarfirði, og Sigrún Guð- mundsdóttir, f. 1894, d. 1980, hús- freyja. Magnús lauk stúdentsprófi frá MR 1938, var við verkfræðinám í DTH og Polyteknisk Læreanstalt 1938-40, stundaði norrænunám í Hafnar- háskóla 1940-43 og síðar við háskólana í Lundi og Stokkhólmi. Magnús skrifaði pólitíska pistla í Þjóðviljann undir heitinu Argur og síðan Austri og var ritstjóri Þjóðvilj- ans 1947-71 eða lengur en nokkur annar. Magnús var varaþingmaður Hafn- firðinga fyrir Sameiningarflokk al- þýðu – Sósíalistaflokkinn 1950-52 og Reykvíkinga fyrir Alþýðubandalagið 1965, alþingismaður Reykvíkinga fyr- ir Alþýðubandalagið 1967-78 og var heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra og iðnaðarráðherra í fyrra ráðu- neyti Ólafs Jóhannessonar 1971-74. Hann átti sæti í menntamálaráði, var þingkjörinn fulltrúi Íslands á þingum Norðurlandaráðs um árabil, sat í orkuráði og á allsherjarþingi SÞ 1978. Magnús samdi nokkrar bækur um heimsmálin og þýddi allmargar bæk- ur og skrifaði auk þess fjölda tíma- ritsgreina, einkum í Rétt. Hann hlaut verðlaun úr Móðurmálssjóði Björns Jónssonar ritstjóra 1967. Magnús veikist fyrst 1971, missti mátt nokkrum árum síðar sem neyddi hann til að draga sig í hlé frá stjórnmálastörfum. Síðustu starfs- krafta sína á opinberum vettvangi helgaði hann einkum réttindamálum öryrkja. Í minningarorðum á Alþingi segir um Magnús: „Hann var snjall í ræðu og riti, baráttuglaður, harðskeyttur og markviss.“ Eiginkona Magnúsar var Kristrún Ágústsdóttir, f. 9.4. 1920, d. 20.12. 2014, húsmóðir, en þau eignuðust eina dóttur, Ólöfu, f. 1947. Magnús lést 28.7. 1981. Merkir Íslendingar Magnús Kjartansson 90 ára Haraldur Sæmundsson Sólveig Pálmadóttir 85 ára Árni Halldórsson Davíð Þór Zophoníasson 80 ára Guðrún Stefánsdóttir 75 ára Gunnar Gunnarsson Kári Árnason Ólafur Þorvarðarson Steinunn Sigvaldadóttir 70 ára Bjarni Jóhann Bogason Guðmundur Óskar Kristjánsson Guðrún Hafdís Pétursdóttir Gunnar Loftsson Halla Kolfinna Þorfinnsdóttir Magnús S. Magnússon 60 ára Andrés Guðmundsson Emilía Guðbjörg Söebech Gísli Stefán Karlsson Guðbjörg Haraldsdóttir Halla Steinunn Tómasdóttir Kristján Gunnar Pálsson Sigríður Hjartardóttir Sigríður Ólafía Guðmundsdóttir Valgerður A. Guðmundsdóttir Þórarinn Ásgeirsson Þórmundur Bergsson 50 ára Amelita Ýr Caparida Anna Björk Jónsdóttir Eygló Lilja H. Stefánsdóttir Ingólfur Guðbrandsson Katriona Helen White Ómar Svavarsson Ryszard Moszczynski Sigrún Pétursdóttir Svava Brynja Thoroddsen 40 ára Arnar Þorkell Jóhannsson Garðar Guðmundsson Gary Kristinn Gutierrez Guðni Þór Björnsson Pawel Przybysz Pawel Rzeppa Pétur Sigurður Kristinsson Sigríður Eyrún Sigurjónsdóttir Þorsteinn Jóhannesson 30 ára Andras Szepesi Birgir Freyr Ragnarsson Birkir Snær Mánason Brynjar Gunnarsson Daníel Þór Irvine Fanney Haraldsdóttir Guðjón Kristinn Helgason Guðrún Soffía Ólafsdóttir Katarzyna Kusik Magnús Kristófer Vignisson Magnús Örn Helgason Sölver Ingi Þórsson Tinna Björg Friðþórsdóttir Þorvaldur Kári Þorsteinsson 30 ára Brynjar er úr Vesturbæ Reykjavíkur en býr í Kópavogi. Hann er íþróttafræðingur, frjáls- íþróttaþjálfari og kennari í Borgarholtsskóla. Maki: Stefanía Rafnsdótt- ir, f. 1990, nemi. Sonur: Máni, f. 2015. Foreldrar: Gunnar Bogi, f. 1958, arkitekt hjá ASK arkitektum, og Ína Sal- óme, f. 1955, myndlistar- kona. Þau eru bús. í Kópavogi. Brynjar Gunnarsson 40 ára Garðar er Ólafsfirð- ingur en býr í Reykjavík. Hann er stýrimaður á Kleifabergi og rafvirki hjá Stefáni Ólafssyni. Maki: Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir, f. 1977, iðjuþjálfi á Hrafnistu. Börn: Salka Björk, f. 2000, Guðmundur Orri, f. 2005, og Þuríður Lilja, f. 2009. Foreldrar: Guðmundur Garðarsson, f. 1959, d. 2014, og Þuríður Sig- mundsdóttir, f. 1962. Garðar Guðmundsson 30 ára Magnús ólst upp á Seltjarnarnesi en býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann er íþróttafræðingur að mennt og er knatt- spyrnuþjálfari hjá Gróttu. Systkini: Sunna María, f. 1991, og Arnar Þór, f. 1996. Foreldrar: Helgi Magnús- son, f. 1949, fram- kvæmdastjóri, og Arna Einarsdóttir, f. 1960, hjúkrunarfræðingur. Þau eru bús. á Seltjarnarnesi. Magnús Örn Helgason Til hamingju með daginn Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.