Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 11

Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 11
11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019 Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. Baldur Arnarsson baldura@mbl.is Sú grundvallarbreyting hefur orðið á kjarabaráttu hinna nýju forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar að þeir telja það ekki lengur hlut- verk sitt að stuðla að stöðug- leika. Þetta segir Vil- hjálmur Egils- son, rektor Há- skólans á Bifröst og fyrrverandi framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Vilhjálmur kom að kjarasamning- um fyrir og eftir þjóðarsáttina 1990. Hann segir að á 9. áratugnum hafi menn lært af biturri reynslu að miklar launahækkanir skiluðu ekki tilætluðum árangri. Þær hafi verið étnar upp í verðbólgu. Kæmi láglaunafólki til góða Eftir þjóðarsáttina hafi verka- lýðshreyfingin hins vegar litið svo á að stöðugleiki væri besta kjara- bótin, ekki síst fyrir láglaunafólk. Nú sé komin til áhrifa ný kynslóð í verkalýðshreyfingunni sem hafi ekki reynslu af tímabilinu fyrir þjóðarsáttina. Hún hafi því aðra af- stöðu en þeir sem byggðu upp þjóðarsáttina og lögðu grunn að stöðugleikanum í kjölfarið. „Allir mælikvarðar sýna að jöfn- uður á Íslandi er einn sá mesti í heimi. Það hefði aldrei gerst nema með samstöðu aðila vinnumarkað- arins. Samtök atvinnulífsins eiga ekkert síðri þátt í því en verkalýðs- hreyfingin. Viðleitni Samtaka at- vinnulífsins og verkalýðshreyfing- arinnar á almennum vinnumarkaði hefur alla tíð verið sú að passa upp á lægri endann á vinnumarkaði og lyfta honum upp. Ef grafa á undan stöðugleikanum, sem er grunnur að einhverjum árangri í þessum efn- um, er ekki von á góðu. Ef stöðug- leikinn brestur munu þeir sem bet- ur mega sín koma út sem sigur- vegarar í þeim leik,“ segir Vilhjálmur. Horft til hátekjustétta Vilhjálmur bendir á að ný kyn- slóð verkalýðsforingja sé að taka upp baráttuaðferðir hátekjustétta. Þær hafi náð sínu fram með verk- föllum og með því að taka hvorki ábyrgð á málum í heild né sýna við- leitni til að auka jöfnuð í samfélag- inu. Slagorðið að meta menntun til launa lýsi þessari afstöðu vel. Telur Vilhjálmur einsýnt að tekjuhærri hópar muni horfa til nú- verandi kjaraviðræðna og það síðan leiða til hækkana sem ógni stöð- ugleikanum enn frekar. Feta í fótspor hátekjuhópa  Fv. frkvstj. SA segir nýja verkalýðs- forystu hafa rofið hefð frá þjóðarsátt Vilhjálmur Egilsson Allt um sjávarútveg Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Verkfallsboðanir VR verða kynntar í vikunni í samræmi við samþykkt fundar Eflingar og VR í gær. Gert er ráð fyrir að at- kvæðagreiðsla um verkfall fé- lagsmanna VR verði haldin öðr- um hvorum meg- in við helgina, að því er sagði í um- fjöllun mbl.is í gær. Verkfallið er liður í aðgerða- áætlun félaganna, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við Morgunblaðið, sem jafnframt segir að aðgerðunum verði beint að stórum fyrirtækjum í ferðaþjónust- unni. Hann segir áætlanir félaganna ekki beinast að ferðaþjónustunni einni og að næsta aðgerðaplan þeirra muni snúa að öðrum fyrirtækjum og atvinnugreinum, en að ekki sé tíma- bært að tjá sig frekar um hvaða at- vinnugreinar um sé að ræða þar sem áætlanirnar hafi ekki verið endan- lega útfærðar. „Það eru aðgerðir sem munu hafa mjög mikil áhrif þó að kannski hafi þær ekki áhrif á eðlilegt líf félagsmanna okkar,“ segir Ragnar Þór, sem bendir á að þær muni verða staðbundnar. Fjórir milljarðar í verkfallssjóði „Miðað við hvernig forsætisráð- herra hefur talað til hreyfingarinnar og hvernig okkar viðsemjendur hafa viljað fara lengra heldur en að gefa okkur kaupmáttarrýrnun. Það er einfaldlega eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við og er tónninn fyr- ir það sem koma skal,“ segir for- maðurinn. Spurður um burði félagsins til þess að fara í verkfall segir Ragnar Þór félagið standa vel enda hafi það ekki farið í verkfall frá árinu 1988 og að verkfallssjóður VR hafi nú um fjóra milljarða króna. Samkvæmt áætlun- um félagsins er gert ráð fyrir að kostnaður vegna verkfallsaðgerða þess muni kosta verkfallssjóð rúm- lega 17 milljónir króna á dag og mið- að við þá upphæð getur félagið haldið úti aðgerðum í rúmlega 230 daga. „Allir sjá það að við getum hugsan- lega farið í mjög löng verkföll ef þess þarf, miðað við hvað sjóðurinn er stór,“ segir Ragnar Þór. Úrsagnir og skiptar skoðanir Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur eitthvað verið um að einstaklingar hafa sóst eftir því að segja sig úr VR upp á síðkastið, fé- lagsmönnum er þó óheimilt að segja sig úr félaginu þegar kjaradeilu hef- ur verið vísað til ríkissáttasemjara. Um úrsagnir úr félaginu segir Ragnar Þór það alltaf vera þannig að þegar hitnar í kjaradeilu séu skiptar skoðanir um aðferðafræði og þá leið sem verður fyrir valinu. „Þegar deilu hefur verið vísað til sáttasemjara þá hefur alltaf borið á því að áhyggju- fullir félagsmenn hafi hringt inn, ekki endilega til þess að segja sig úr félaginu heldur bara haft áhyggjur af því að þessar aðgerðir nái til þeirra. [...] Þetta er ekkert nýtt þetta hefur alltaf verið í kringum átök á vinnu- markaði,“ staðhæfir hann. Formaðurinn segist hafa rætt þetta við starfsmenn félagsins sem hafa unnið lengi hjá félaginu og að eftirtektarvert hafi verið að fé- lagsmenn hafi í mun minni mæli haft samband við félagið vegna stöðunnar en áður. „Meira að segja höfum við fengið töluvert af fyrirspurnum frá fólki sem hefur viljað skrá sig í félag- ið. Það kom okkur mjög mikið á óvart. Hitt er alltaf, enda algengt í svona blönduðu félagi eins og VR.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjarabarátta Samninganefnd VR hefur fundað fyrir helgi og með samn- inganefnd Eflingar í gær. Samþykkt hefur verið að boða verkfallsaðgerðir. Verkföll næst á dagskrá VR  Áhyggjur félagsmanna hefðbundnar Ragnar Þór Ingólfsson Þegar kjaraviðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs- félags Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins var slitið lýstu verkalýðs- félögin því yfir að þau væru í samhentu átaki. Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR, sagði við það tilefni við mbl.is að „við erum algjörlega saman í þessu í sambandi við kostnað og annað sem við höfum rætt“. Formaðurinn upplýsir nú að verkfallssjóðir félaganna hafi mismunandi reglur og er sjóður VR bundinn ákvæði þess efnis að hann megi ekki greiða félagsmönnum annarra félaga. Þá sé heimilt að greiða öðru félagi styrk, en niðurstaða fundar félaganna í gær var að hvert félag muni sjálft taka á sig þann kostnað sem hlýst af aðgerðum þeirra „Það er búið að taka ákvörðun milli félaganna um að þau greiði þann kostnað sem fellur á þau vegna þeirra félagsmanna,“ segir Ragnar Þór, sem jafnframt bendir á að með þessari ákvörðun ættu öll vafaatriði varð- andi útfærslu að vera úr söguni. Félögin munu samt sem áður skipu- leggja allar verkfallsaðgerðir sínar í sameiningu. Hvert félag sér um sína HÆTTA VIÐ SAMNÝTINGU VERKFALLSSJÓÐA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.