Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
✝ VilhelmínaNorðfjörð
Baldvinsdóttir
fæddist í Hrísey 20.
september 1930.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Skógarbæ 8. febr-
úar 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Jónatansdóttir, sem
lengst af bjó á
Siglufirði, f. 7. júlí 1909, d. 15.
janúar 1993, og Baldvin Liljus
Sigurðsson, leigubílstjóri og
kórsöngvari í Reykjavík, f. 25.
mars 1908, d. 15. september
1993.
Hálfsystkin Vilhelmínu, sam-
feðra, eru Stella Björk Baldvins-
dóttir, f. 12. apríl 1937, og Birkir
Baldvinsson, flugvéla-
viðskiptamógúll, f. 7. september
1940.
Kjörsystkin Vilhelmínu eru
Sigurlín Lovísa Erlendsdóttir, f.
13. júní 1947, og Rafn Erlends-
son, söngvari og trommuleikari,
f. 27. nóvember 1950.
Vilhelmína giftist 2. maí 1952
Sveinn Rúnar, læknir og tónlist-
armaður, f. 24. desember 1976,
og Ragnhildur Kristín, f. 26. apr-
íl 1987. 3) Ólafur Norðfjörð, bíla-
málari og réttingamaður, f. 12.
desember 1959, d. 25. nóvember
2018. Barn hans er Karlotta Sif,
hjúkrunarfræðingur, f. 11. febr-
úar 1985. 4) Sverrir Stormsker,
tónlistarmaður og rithöfundur,
f. 6. september 1963. Barn hans
er Hildur Björk, f. 1. september
1989.
Vilhelmína fæddist í húsinu
Breiðabliki í Hrísey og ólst þar
upp hjá afa sínum og ömmu,
þeim Vilhelmínu Soffíu Norð-
fjörð Sigurðardóttur, f. 10. októ-
ber 1887 að Asknesi í Mjóafjarð-
arhr., S-Múl., d. 10. febrúar
1982, og Jónatan Guðmundssyni,
f. 27. júlí 1877 á Miðhóli,
Fellshr., Skagaf., d. 27. mars
1961. Átta ára gömul flutti hún
til Siglufjarðar til móður sinnar
sem þá var nýgift Erlendi Jóns-
syni, f. 14. des. 1912, d. 1. jan.
1973, sem gekk henni í föður-
stað. 18 ára gömul flutti hún til
Reykjavíkur til náms í gítar- og
píanóleik. Í fyrstu gisti hún hjá
frænku sinni í Samtúni 4. Ekki
óraði hana fyrir því þá að í
næsta húsi við hliðina, Samtúni
2, byggi verðandi eiginmaður
hennar, Ólafur Stefánsson.
Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ólafi Bergmann
Stefánssyni,
flugumsjónar-
manni, f. 12.
september 1926, d.
21. mars 2013. Þau
bjuggu fyrstu árin í
Keflavík hvar Ólaf-
ur starfaði á vell-
inum en fluttu svo í
vesturbæ Reykja-
víkur í byrjun sjö-
unda áratugarins.
Frá árinu 1977 bjuggu þau á Sel-
tjarnarnesi.
Vilhelmína starfaði lengst af
við afgreiðslu- og versl-
unarstörf. Hún var afar mús-
íkölsk og söng um árabil með
Selkórnum.
Vilhelmína og Ólafur eign-
uðust fjögur börn. Þau eru: 1)
Stefán Norðfjörð, prentari og
glerlistamaður, f. 23. ágúst 1952.
Barn hans er Katrín, viðskipta-
fræðingur og matvælafræð-
ingur, f. 18. júní 1981. 2) Guðrún
Elín (Gunnella), myndlistarkona,
f. 6. júlí 1956, gift Sigurði Rúnari
Sigurjónssyni, forstjóra, f. 17.
desember 1955. Börn þeirra eru:
Mamma var heilsteypt og vönd-
uð kjarnakona af gamla skólanum.
Afar ólík þessum heimtufreku
sífrandi sjálfsvorkunnarpissu-
dúkkum sem nú ríða húsum og
öðru í dag.
Hún var mjög samviskusöm,
vandvirk og vinnuglöð og skilaði
alltaf pottþéttu verki. Hún var
orginal og laus við áhrifagirni og
lét ekki stjórnast af tískusveiflum
og áliti annarra. Öfugt við mig þá
þoldi hún ekki óreglu, leti og
ómennsku. Það fannst mér
skrýtið.
Frá því ég var sjö ára kallaði hún
og aðrir mig aldrei annað en Láka.
Stundum Láka jarðálf. Ég var víst
örlítið úr hófi fram hrekkjóttur og
óþekkur. Stundum byrsti hún sig
þegar ég var yngri og reyndi eftir
fremsta megni að siða mig til:
„Heyrðu nú mig Láki jarðálfur! Nú
hættir þú að setja sprengjur í vindl-
ana hans pabba þíns og reynir að
fara að haga þér eins og maður! Þú
ert orðinn fertugur og þetta gengur
ekki lengur!“
Mamma var svakalega músík-
ölsk og lagviss. Hún samdi t.d.
lagið „Sem ljúfur draumur“ sem
Helena Eyjólfs söng inn á plötu
1966 og náði mikilli hylli. Um ára-
bil söng hún alt millirödd með Sel-
kórnum. Og ekki bara með Sel-
kórnum heldur söng hún líka
millirödd með Elvis, Bítlunum,
ABBA og öðrum góðum flytjend-
um sem hún heyrði í útvarpinu
inni í eldhúsi þegar hún var að
hræra í sínum grautarpottum og
sjóða sínar ýsur. Hún lék sér að
því annars hugar að syngja flókn-
ar milliraddir án þess að fara
nokkru sinni út af laginu. Þetta
var henni jafn eðlislægt og að
anda. Hún átti ekki langt að sækja
þetta, pabbi hennar var kórsöngv-
ari og einn af stofnendum Karla-
kórsins Vísis á Siglufirði, og móð-
urætt hennar var þéttpökkuð af
söngfuglum og hljóðfæraleikur-
um.
Þar sem mamma elskaði tónlist
þá var það henni mikið gleðiefni
þegar hún sá mig nokkurra mán-
aða gamlan skríða á harðaspani að
útvarpsskápnum í stofunni þegar
ákveðin lög komu, reisa mig upp á
afturlappirnar með bleyjuna á
bossanum, styðja mig við skápinn
og fara að dilla mér á fullri ferð.
Eftir það varð ég eftirlætið henn-
ar og fékk í laumi bestu þjón-
ustuna (leyniþjónustuna) á Hótel
mömmu af systkinunum það sem
eftir var. Ég var að auki yngstur
og með englalokka og tikkaði því í
öll box sem kjörið dekurbarn og
mömmudrengur þrátt fyrir
óþekktina.
Þegar ég fór að semja lög í
löngum bunum 10 ára gamall varð
mamma strax minn allra mesti
aðdáandi. Hún þreyttist aldrei á
að syngja og lofsyngja þessi lög
mín sem mörg hver urðu löngu
seinna ansi vinsæl. Sem vinur stóð
hún sterk og óbifandi með Láka
sínum hvað sem á bjátaði. Hún var
kletturinn í mannhafinu sem aldr-
ei haggaðist og aldrei brást.
Hún var óeigingjarnasta, ósér-
hlífnasta, umhyggjusamasta,
fórnfúsasta og besta manneskja
sem ég hef kynnst. Ungarnir
hennar voru henni allt. Á hátíðar-
dögum fékk hún sér aldrei sæti við
matarborðið fyrr en allir voru al-
veg örugglega búnir að fá sitt.
Hún lét sjálfa sig alltaf mæta af-
gangi, og át hann jafnvel. Fólk
þurfti að mana hana til að fá sér
sæti og slaka á. Hún setti sjálfa sig
alltaf í síðasta sæti í orðsins fyllstu
merkingu. En í mínum huga og í
mínu hjarta var hún og er og verð-
ur alltaf í fyrsta sæti.
Sverrir Stormsker.
Vilhelmína Norð-
fjörð Baldvinsdóttir
✝ SvanhildurFriðriksdóttir
fæddist á Siglufirði
11. janúar 1933.
Hún lést á Dvalar-
heimilinu Lög-
mannshlíð á Ak-
ureyri 12. febrúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Jónsdóttir, f. 17.
mars 1898, d. 6. jan-
úar 1937, og Friðrik Sveinsson, f.
31 júlí 1901, d. 18. maí 1951.
Systkini Svanhildar eru Gunn-
hildur, f. 1927, d. 2013, Gísli, f.
1938, d. 1987, Guðrún Elísabet, f.
1938, og Þorbjörn Ármann, f.
1941.
Eftir fráfall móður Svanhildar
fór hún í fóstur til vinafólks for-
eldra sinna, þeirra Guðmundar
Pálssonar, f. 1887, og Katrínar
Björgólfsdóttur, f. 1885.
Svanhildur giftist Ara Jóns-
syni, f. 12. júní 1926, d. 19. janúar
2007. Þau byggðu nýbýlið Sól-
berg á Svalbarðs-
strönd og bjuggu
þar lengst af.
Börn Svanhildar
og Ara eru: 1) Rún-
ar, f. 1952, kona
hans er Inga Jó-
hannsdóttir, börn
þeirra eru Guðrún
Svanhildur og
Hulda Herborg. 2)
Örn, f. 1955, d.
2018, kona hans er
Ásdís Jóhannsdóttir, börn þeirra
eru Freyr og Svanhildur. 3) Úlf-
ar, f. 1956, kona hans er Larisa
Seleznyova. Börn Úlfars af fyrra
hjónabandi með Elínu Gunnars-
dóttur eru Pétur Arnar og Anna
Karen og dóttir Larisu er Lilia
Seleznyova. 4) Edda Guðbjörg, f.
1965, maður hennar er Halldór
Arinbjarnarson. Þeirra börn eru
Halldóra Sigríður og Valgeir
Hugi.
Útför Svanhildar fer fram frá
Svalbarðskirkju í dag, 25. febr-
úar 2019, klukkan 14.
Nú er hún tengdamóðir mín lát-
in eftir langt og gifturíkt líf. Lífs-
ganga hennar var þó hreint ekki
án erfiðleika og stórra áskorana
en henni auðnaðist samt sem áður
að gera hana farsæla. Þar vegur
þungt hennar einstaka skaphöfn.
Auðvitað voru stormar lífsins
henni stundum þungbærir, jafnvel
svo, að spurning var hvort hægt
væri að rétta sig við, en alltaf tókst
það og þá náði brosið hennar og
létta skapið inn til augnanna að
nýju. Ég sé hana fyrir mér í eld-
húsinu í Sólbergi að útbúa kaffi og
með’í, raulandi með sinni fallegu
sópranrödd, svolítið mjóróma eins
og lítil stelpa. Hún varð fjörgömul,
Svanhildur
Friðriksdóttir
✝ ValgerðurGunnarsdóttir
fæddist á Fæð-
ingarheimilinu í
Reykjavík 11. októ-
ber 1951. Hún lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 12. febrúar
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Guðjón Ásgeirsson
stórkaupmaður, f.
7. júní 1917, d. 16. júlí 1991, og
Valgerður Stefánsdóttir, f. 23.
september 1919, d. 25. febrúar
1998. Valgerður átti fimm syst-
kini, þau Stefán, f. 1939, Ásgeir,
f. 1941, d. 1989, Þórhildi Mörtu,
f. 1943, d. 2007, Gunnar, f. 1946,
og Árna f. 1961.
Hinn 7. desember 1973 giftist
Valgerður Stefáni Ólafssyni, f. 6.
nóvember 1949. Þau slitu sam-
vistum 2001. Stefán er kvæntur
Ingunni Magnúsdóttur. Val-
gerður og Stefán eignuðust tvær
dætur. 1) Valgerður kennari, f.
1974, gift Kristjáni Þór
Hlöðverssyni mat-
reiðslumanni, f.
1970. Börn þeirra
eru Óliver Adam, f.
1999, og Carmen
Eva, f. 2005. Börn
Kristjáns úr fyrri
samböndum eru
Alexandra Elísabet,
f. 1989, og Jakob
Ágúst, f. 1991.
2) Agla Marta
viðskiptafræðingur,
f. 1976, í samvistum með Atla
Sigurðssyni, f. 1976. Hún á dótt-
urina Andreu Öglu, f. 1998.
Valgerður lauk versl-
unarskólaprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands og stúdents-
prófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð. Valgerður var
kerfisfræðingur og lauk prófi frá
Tölvuháskóla VÍ árið 1989. Val-
gerður starfaði lengst af við eig-
in rekstur ásamt fyrrverandi
eiginmanni sínum.
Útför Valgerðar fór fram í
kyrrþey frá Fríkirkjunni í
Reykjavík 20. febrúar 2019.
Elsku mamma, mikið þykir
okkur sárt að kveðja þig. Nú ylj-
um við okkur við góðar minningar
um þig í myndum, bréfum, laga-
textum og tónlist sem verða
áfram í hjörtum okkar. Þú varst
einstök móðir og kenndir okkur
svo margt. Við erum þér svo
þakklátar fyrir okkar góða upp-
eldi, fallegar hefðir og góða siði.
Jafnframt erum við þér svo þakk-
látar fyrir alla hvatninguna og
hrósið í gegnum tíðina.
Þú varst gædd mikilli náðar-
gáfu á mörgum sviðum, smekkleg
með eindæmum, gáfuð og fáguð,
með einstaka kímnigáfu en um
leið alvörugefin. Þú varst sérlega
nákvæm og skoðanaföst sem oft á
tíðum gat verið einstaklega
spaugilegt. Þú varst mikill list-
unnandi og tónlist átti hug þinn
allan. Þú spilaðir bæði á gítar og
píanó og söngst fyrir okkur fal-
legar dægurperlur frá því við vor-
um litlar hnátur. Keppnisskap
þitt skein í gegn þegar kom að
íþróttaiðkun þinni sem þú stund-
aðir af kappi, þar ber að nefna
golf, tennis, leikfimi, brids og
sund. Við ferðuðumst víða um
Evrópu en sumarbústaðurinn við
Þingvallavatn var okkar griða-
staður. Þaðan eigum við ófáar
skemmtilegar og ævintýralegar
minningar og hefðir sem hafa
mótað okkur. Æskuheimili okkar
á Hofgörðum stóð alltaf opið fyrir
vinkonum okkar og vinum og eig-
um við óteljandi minningar frá af-
mælisveislum, partíum, gisti-
partíum og þar sem við lögðum
heimilið undir upptökustað fyrir
kvikmyndir og auglýsingar. Þetta
er eitthvað sem við höfum tileink-
að okkur og hefur gefist börnun-
um okkar vel.
Líf þitt var ekki alltaf auðvelt
en þú upplifðir og afrekaðir
margt. Veikindi þín síðastliðinn
áratug höfðu mikil áhrif á þig og
okkur sem hafa bæði sundrað
okkur og sameinað. Sameinað
okkur þar sem við færðumst nær
hvor annarri. Þakklátar erum við
fyrir dvöl þína á Akranesi síðast-
Valgerður
Gunnarsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma
VILHELMÍNA NORÐFJÖRÐ
BALDVINSDÓTTIR
frá Hrísey
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
föstudaginn 8. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Stefán Norðförð Ólafsson
Guðrún Elín Ólafsdóttir Sigurður Rúnar Sigurjónsson
Sverrir Stormsker
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar,
dóttur, systur og mágkonu,
AÐALHEIÐAR HULDU JÓNSDÓTTUR,
Grindavík.
Súsanna Margrét Gunnarsdóttir
Maríus Máni Karlsson
Jón Emil Karlsson
Jón Guðmundsson Súsanna Demusdóttir
Guðjón, Guðmundur og fjölskyldur
Okkar ástkæri,
EIRÍKUR INGÓLFSSON,
búsettur í Fredriksstad,
Noregi,
lést á heimili sínu aðfaranótt 9. janúar.
Minningarathöfn og kveðjustund verður í
Bústaðakirkju þriðjudaginn 26. febrúar klukkan 13.
Mette Bakken
Áslaug Eiríksdóttir Helgi Þ. Möller
Leifur Eiríksson
Heiðar Eldberg Eiríksson Svala K. Eldberg Þorleifsdóttir
og barnabörn
Ingólfur Guðmundsson Áslaug Eiríksdóttir
og systkini hins látna
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR REYNIR H.
GUÐMUNDSSON,
lést að heimili sínu í Florida, Bandaríkjunum
þann 22 febrúar.
Sigurrós Hákonardóttir Guðmundsson
Þórunn R. Sigurðardóttir Magnús Þ. Öfjörð
Guðfinna Ósk Magnúsdóttir Ólafur Freyr Ólafsson
Sigrún Þóra Magnúsdóttir
og langafabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
FINNBOGI HÖSKULDSSON
véltæknifræðingur,
lést á Líknardeild Landspítalans
föstudaginn 22. febrúar 2019.
Hildigunnur Þórðardóttir
Rakel Þóra F. Larsen Keld Larsen
Ásdís M. Finnbogadóttir Magnús Magnússon
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GYLFI THORLACIUS
hæstaréttarlögmaður,
lést á Landspítalanum 22. febrúar.
Svala Thorlacius
S. Sif Thorlacius, Ásbjörn Jónsson
Kristján B. Thorlacius, Þóra M. Hjaltested
Ragnhildur Thorlacius, Magnús Lyngdal
Gylfi Jón, Ragnhildur Kristjana
Hrafnhildur Tinna, Stefanía Valdís
Hólmfríður Anna