Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 12

Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. Ingibjörg Guð- mundsdóttir, nú- verandi kennslu- stjóri Háskólans í Reykjavík, hef- ur verið ráðin skólastjóri Lýðháskólans á Flateyri frá 15. júní. Ingibjörg hefur víðtæka reynslu og þekk- ingu á íslenskum skólamálum en áður en hún réð sig til HR árið 2015 var hún framkvæmdastjóri kennslu og þjónustu við Háskólann á Bifröst og umsjónamaður fjar- náms við sama skóla. Ingibjörg er menntaður leikskóla- kennari en bætti seinna við sig námi í viðskiptafræði og alþjóða- viðskiptum auk þess að vera með diplómagráðu í kennsluréttindum og vottun í verkefnastjórnun. Lýðháskólnn á Flateyri Ingibjörg ráðin nýr skólastjóri Ingibjörg Guðmundsdóttir Alþjóðlegur bænadagur kvenna hefur verið haldinn hátíðlegur á Íslandi í samfellt 60 ár, frá árinu 1959. Dag- urinn er ávallt fyrsta föstudag í mars sem nú ber upp á 1. mars. Í Reykjavík verður samvera í kirkju Óháða safn- aðarins, Háteigsvegi 56, kl. 18.00. Kristján Hrannar og Óháði kórinn annast tónlistina og konur úr undir- búningsnefnd bænadagsins á Íslandi flytja lestra og bænir og segja frá að- stæðum kvenna í Slóveníu. Bænadagurinn á sér rætur í bæna- hópum kvenna í N-Ameríku á 19. öld en fór að breiðast út um heiminn á fyrri hluta 20. aldar. Þann 8. mars 1935 var dagurinn fyrst haldinn hér- lendis og þá á vegum Kristniboðs- félags kvenna en frá árinu 1959 hefur hann verið árviss viðburður, í sam- fellt 60 ár. Bænadagur kvenna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bænir Kirkja Óháða safnaðarins. Sögurnar koma frá Slóveníu Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nýja mynstrið er fallegtog vekur nokkra eftir-tekt og er tiltölulegaeinfalt í prjóni. Lopa- peysur í þessum stíl fara fólki yfir- leitt vel, eins og ullarflíkur yfirleitt gera,“ segir Margrét Jónsdóttir á Syðri-Velli í Flóa. Hún er ein þeirra prjónakvenna sem koma að starf- semi Ullarvinnslunnar í Gömlu Þingborg í Flóa, skammt fyrir aust- an Selfoss. Þar er aðstaða til að prjóna, kemba, þæfa, lita og svo framvegis en í aðalhlutverki er þó verslun með prjónavarningi ýmiss konar og annarri ullarvöru sem Margrét rekur. Margrét hefur tekið virkan þátt í starfi Þingborgarhópsins sem konur, flestar voru úr Árnes- og Rangárvallasýslum, stofnuðu haustið 1991. Var það í kjölfar nokkurra námskeiða í ullariðn sem haldin voru að frumkvæði Hildar Hákonardóttur. Var það fyrsta haustið 1990 og á næsta ári verða því 30 ár frá því Þingborgarævin- týrið hófst. Löguleg flíkin passi Peysumynstrið nýja, sem hér er gert að umfjöllunarefni kallar Margrét Gróður Íslands. Stæðileg tré eru áberandi í mynstrinu sem byggt er á fyrirmynd frá Hjalt- landseyjum, en þangað fóru Þing- borgarkonur á ullarvikuna Shet- land Woolweek haustið 2017 í kynnis- og fræðsluferð. „Á Hjaltlandi heitir þetta mynstur Lífsins tré en ég breytti því aðeins og gerði að mínu. Já, það er alltaf talsverð kúnst að breyta mynstrum og uppskriftum hvað þá koma með nýjar. Slíkt þarf bæði kunnáttu og allskonar heilabrot. Prjónaskapur er öðrum þræði stærðfræði, úrtökur þurfa að vera á réttum stað og allt þarf að ganga upp svo flíkin passi og sé löguleg,“ segir Margrét. Uppskrift í sölu Af Gróðri Íslands hafa nú verið prjónaðar 12-14 peysur og eru nokkrar slíkar nú til sölu í Gömlu Þingborg. Svo er ætlunin að kynna uppskriftina betur innan tíðar og setja í sölu, en í samfélagi prjóna- fólks er alltaf mikill áhugi fyrir slíku nýmæli. „Það er auðvitað mjög misjafnt hve langan tíma tekur að prjóna lopapeysu. Ég veit um konur sem ná þessu leikandi á tveimur dögum en ég segi þegar fólk spyr að það sé að lágmarki um 20 klukkustunda vinna,“ segir Margrét, sem sjálf er liðtæk í prjónaskap, en er með konu sér til aðstoðar í peysuframleiðslu. Sköpun og ævintýri Í versluninni á Þingborg er gott úrval af lopa en allur kemur hann frá Ístex og er úr sérvalinni lambsull, sem Þingborgarkonur fá að velja í þvottastöð Ístex á Blönduósi. Ístex þvær ullina og kembir og spinnur hluta af henni í bæði einband og tvíband. „Bandið er uppistaðan í því sem við erum að lita, svo fengum við léttlopa á síðasta ári í fyrsta sinn og er hann eingöngu seldur lit- aður. Við erum að selja vörur frá um 60 manns og þar af eru um 25 í lopapeysupjóni. Hin 35 eru fólk sem prjónar sokka, vettlinga, húfur, sjöl og fleira skemmtilegt. Ullin býr yfir svo ótrúlegum mögu- leikum til sköpunar og ævintýra,“ segir Margrét sem stendur vaktina á Þingborg alla daga og hjá henni í vinnu er systir hennar, Anna Dóra sem býr á Selfossi. Báðar hafa þær fengist við prjónaskap síðan í æsku og kunna margt fyrir sér. Því til vitnis má nefna að fyrir nokkrum árum sendu þær frá sér upp- skriftabókina Lopalist, sem er þarfaþing prjónafólks. Gróður Íslands í lopanum Ull í fat! Uppskrift á Hjaltlandseyjum gaf inn- blástur. Lopapeysurnar á Þingborg í Flóa vekja at- hygli, en þar starfrækir Margrét Jónsdóttir ullar- vöruverslun. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flóran Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli hér með peysu sem prjónuð er eftir mynstrinu Gróður Íslands. Allmargar slíkar liggja nú fyrir og óhætt er að segja að þessar flíkur séu fallegar auk þess að veita yl í öllum veðrum. Þingborg Anna Dóra Jónsdóttir og Þórey Axelsdóttir í Laugardælum, for- maður Þingborgarhópsins, með handspunnið band í tágakörfu. Já, það er alltaf tals- verð kúnst að breyta mynstrum og upp- skriftum, hvað þá koma með nýjar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.