Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
Ylströndin Nauthólsvík
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Mánudagar – Föstudagar
11-14 og 17-20
Laugardagar
11-16
Lengri
afgreiðslutími
á ylströnd
Verið velkomin í Nauthólsvík
Það er víða pottur
brotinn í dýrahaldi og
meðferð dýra. Einkum
og sér í lagi þar sem
hefðbundinn landbún-
aður er að breytast í
verksmiðjuframleiðslu
á kjöti – án nokkurs
tillits til þess að dýrin
eru lifandi verur, með
eigið skyn og tilfinn-
ingar. Einna verst af
öllum búgreinum, með tilliti til kval-
ræðis dýranna, er í mínum huga
loðdýraræktin.
Hér á Íslandi eru einkum haldnir
minkar. Þetta eru lífverur sem við
eðlilegar eða náttúrulegar aðstæður
þurfa lífssvæði upp á 10-20 ferkíló-
metra þar sem þær geta ráfað um
frjálsar, merkt sín svæði, grafið,
klifrað, synt og aflað sér lífsviður-
væris. Slík var ráðstöfun Skapar-
ans.
Í loðdýraræktinni er þessum líf-
verum troðið inn í vírnetabúr, 30x60
eða 70 cm, þar sem þær eru látnar
dúsa og þjást ævilangt. 30 cm eru
eins og hæðin á A4-blaði. Búklengd
með skotti dýranna slagar upp
lengd búranna. Fætur hvíla nánast
stöðugt á beittum járnvírum. 2,4
mm skulu þeir vera, en þykkari
ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli
greiðlega í gegn, en hann hrúgast
oft upp undir búrum og leggur þá
af honum hinn versta daun og
stækju, líka auðvitað fyrir þefnæm
dýrin.
Þegar hvolpar eru sex mánaða
kemur að slátrun. Þá er þeim troðið
inn í lokaðan kassa og útblástur
dráttarvélar tengdur við, dráttarvél
gangsett og keyrð, þangað til að all-
ir hvolparnir eru kafnaðir af gas-
eitrun. Nú kunna minkar vel að
kafa, geta haldið niður í sér anda,
og má ætla, að þeir berjist um,
reyni að halda anda niðri og halda
frá sér eiturloftinu, jafn lengi og
lungu leyfa. Hér kann því að eiga
sér stað heiftarlegt dauðastríð í 30-
60 sekúndur. Slíkt kann að vera
eins og heil eilífð.
Fyrir mér er óskiljanlegt að góð-
ir og gegnir bændur skuli hafa lagt
þessa hræðilegu búgrein fyrir sig.
Úr ýmsu öðru má velja, ef menn
vilja byggja sveitir landsins og eng-
inn er bundinn þar. Var það gróða-
vonin, sem keyrði menn í þetta?
Ekki var það velvild til dýranna eða
væntumþykja um þau.
Í flestum atvinnurekstri er það
svo að afkoma sveiflast upp og nið-
ur og verða atvinnurekendur sem
vilja komast af til langframa að
safna í sarpinn í góðu árunum til að
eiga fyrir útgjöldum þegar þau
mögru koma. Þetta lögmál gildir
um flest fyrirtæki landsins en ein-
hvern veginn hafa bændur, með
sinn búrekstur, komizt upp með það
í gegnum árin, að, ef illa áraði og
afkoma versnaði, þá gætu þeir bara
snúið sér til ríkisins og fengið úr-
lausn á sínum fjárhagsvanda þar;
úr sjóðum almennings.
Nú eru þeir 13 loðdýrabændur
sem eftir eru að fara fram á 300
milljónir úr sjóðum
landsmanna til að
dekka sinn taprekstur,
en þetta jafngildir því,
að allar fjölskyldur
landsins leggi þessum
loðdýrabændum 3.000
krónur til úr eigin
vasa þannig að þeir
geti haft það fínt og
haldið áfram sinni
miskunnarlausu kval-
rækt.
Sigurður Ingi, sem
er dýralæknir eins og kunnugt er
þó að slíkt merkist lítið á honum,
vill gjarnan skoða þetta. Væri ekki
hægt að þrýsta Byggðastofnun í
málið? Það vill hann skoða sem ráð-
herra byggðamála. Kristján Þór
landbúnaðarráðherra skýlir sér á
bak við það „að engar fjárheimildir
séu í fjárlögum sem hægt sé að
grípa til“. Framsóknarmenn setja
auðvitað ekki fyrir sig slík smáræði
en vonandi gerir Kristján Þór það í
reynd, ekki bara af skorti á fjár-
heimildum, heldur vegna siðferðis
síns og skilnings á því að þessu
heiftarlega dýraníði verður að linna.
Vil ég trúa honum til þess. Vonandi
kemur forsætisráðherra inn í málið
með sama hætti, en mál er til komið
að hún og VG fari að sýna af hverju
þau kenna sig við grænt. Ekkert
hefur sést til þess enn.
Nánast allar aðrar siðmenntaðar
þjóðir eru búnar að banna eða eru
að banna loðdýrarækt, og má þar
nefna Bretland, Austurríki, Lúxem-
borg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og
Hersegóvína, Serbíu, Makedóníu,
Sviss (almenn mjög ströng dýra-
verndunarlög, sem fyrirbyggja
svona dýraníð), Tékkland frá 2019,
Þýzkaland frá 2022, Holland frá
2024 og Noregur frá 2025. ESB er
að vinna að slíku banni fyrir öll hin
ESB-ríkin.
Það væri auðvitað fáránlegt og
forkastanlegt af íslenzkum stjórn-
völdum ef þau færu að styrkja bú-
grein, sem allir eru að banna vegna
dýraníðs, með hundraða milljóna
framlagi af almannafé.
Allir helztu fatahönnuðir og
-framleiðendur hins vestræna heims
eru líka búnir að setja bann á og
útiloka náttúrulega loðfeldi í sinni
hönnun og framleiðslu. Má þar
nefna Armani, Calvin Klein, Gucci,
Hugo Boss, Michael Kors, Ralph
Lauren, Tom Ford, Tommy Hilfi-
ger, Versace og Vivienne West-
wood.
Það er mál til komið að loka þess-
um ljóta kafla í íslenskri bú-
rekstrarsögu.
Á að styrkja bú-
grein sem aðrar
þjóðir vilja banna
með 300 milljónum?
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
Ole Anton Bieltved
»Hvolpunum er troðið
í kassa og útblástur
dráttavélar tengdur
við, dráttarvél gangsett
og keyrð þar til allir
hvolparnir eru kafnaðir
af gaseitrun.
Höfundur er stofnandi og formaður
Jarðarvina.
Með þriðja orku-
pakkanum verður lög-
fest hér á landi stefnu-
mörkun um að tengja
Ísland við raforku-
markaði Evrópu með
sæstreng. Í stefnu-
mörkun felst hins veg-
ar engin skuldbinding
um að fara út í þá
framkvæmd nú, held-
ur er landsreglaranum
falið að vinna að mál-
inu. Ráðherra er því að villa um
fyrir fólki þegar hún fullyrðir: „Í
samþykkt þriðja orkupakkans felst
engin skuldbinding um að leggja
sæstreng.“ Þarna er svarað spurn-
ingu um skuldbindingu sem ekki er
fyrir hendi til að breiða yfir stefnu-
mörkun sem er fyrir hendi. Með
viðbót við orkupakkann verður síð-
an sjálf ákvörðunin um að skylda
Íslendinga út í þessa framkvæmd
af okkur tekin og falin fram-
kvæmdastjórn ESB í umboði Al-
þingis.
Með þriðja orkupakkanum er
mörkuð stefna í átt til miðstýringar
í raforkumálum af hálfu ESB, eins
og kemur enn betur fram í þeim
reglugerðum sem við bætast fram
að fjórða orkupakkanum. Þessum
viðbótum líta boðendur pakkans
fram hjá þegar þeir fullyrða að
þriðji orkupakkinn feli ekki í sér
svo mikið afsal fullveldis að um sé
að ræða brot á stjórnarskrá
Það er ekki nóg að meta stefnu-
mörkunina aðeins út frá þeim hluta
pakkans sem nú skal leggja fyrir
Alþingi, heldur verður að lesa öll
gildandi lög og reglur þriðja orku-
pakkans og hafa jafnframt til hlið-
sjónar þau ákvæði um fjórfrelsi,
samkeppni og viðskipti milli landa
sem stuðst verður við þegar koma
skal stefnunni í framkvæmd. Þetta
verður að gera núna. Það er of
seint að fara fram á undanþágur
þegar komið er að ákvörðunartöku
um einstakar framkvæmdir, að ekki
sé talað um þegar búið er að fram-
selja réttinn til að taka þessar
ákvarðanir fyrir okkar hönd eins og
varðandi sæstrenginn.
Þegar skoða skal
áhrifin af þeirri mikil-
vægu stefnumörkun
sem felst í þriðja orku-
pakkanum verður auð-
vitað að líta til allra
þeirra laga og reglu-
gerða hans sem þegar
hafa verið lögfest í
ESB. Það er til dæmis
til lítils að láta þá
nefnd forsætisráð-
herra sem fjallar um
stefnumörkun í orku-
málum Íslands leggja til að orku-
lindir okkar skuli virkjaðar fyrst og
fremst í þágu íslenskra hagsmuna
þegar búð er að binda í lög að raf-
orkumarkaðurinn sé til hagsbóta
fyrir alla notendur innan ESB/EES
svæðisins jafnt. Það frelsi tekur
þriðji orkupakkinn endanlega af
okkur.
Þegar almenningur talar um
frelsi er fyrst og fremst verið að
tala um frelsi í verki, frelsi til að
fylgja þeirri stefnu sem hagkvæm-
ust er fyrir þjóðina og framkvæma í
samræmi við það. Þriðji orkupakk-
inn er í raun lög skrifuð af öðrum
aðila EES samningsins og hinn að-
ilinn getur aðeins gert athugasemd-
ir við og fengið undanþágur frá ein-
stökum atriðum ef um það næst
samstaða í ESA nefndinni.
Þetta eru ekki samningaviðræður
á jafnstöðu grundvelli og þarf veru-
legt sjálfstraust hjá svona lítilli
þjóð að gera samninga við ESB
með þessu móti. Það hefur enda
komið í ljós, að við höfum ekki efni
á öllum þeim mannskap sem þarf til
að gæta hagsmuna okkar í þessu
máli, heldur verðum að treysta á
Noreg til að gæta þeirra með
okkur. Í tilfelli þriðja orkupakkans
hafa Norðmenn aðra hagsmuni en
við og því þurfum við sjálfir að hafa
meiri aðgát en ella. Þetta fórst fyrir
á fyrri stigum þessa máls og því
verða stjórnmálamenn á Alþingi að
gæta sjálfstæðis okkar með miklu
ákveðnari hætti en venjan er.
Framkvæmd stefnu ESB getur
stuðst við ýmis ákvæði EES-
samningsins á óvæntan hátt.
Framkvæmdastjórn ESB hefur
þegar tekið ákvörðun um sæstreng
hingað samkvæmt ákvæðum orku-
pakkans og hefur á að byggja sam-
þykkt ríkisstjórnar um að leyfa
skráningu verksins á svo kallaðan
PCI-lista. Spurning er hvort aftur
verði snúið.
Það kom Norðmönnum á óvart
þegar þeir ætluðu að endursemja
um orkusölu til stóriðju, að ESA
nefndin taldi að fjarlægð frá mörk-
uðum væri ekki lögmæt ástæða af-
sláttar. Þar skyldi miða við mark-
aðsverð. Eins verður hér þó við
séum fimm daga siglingu frá Evr-
ópu.
Það kom Norðmönnum líka á
óvart, að fjórfrelsið setti hömlur á
með hvaða hætti þeir ráðstöfuðu
vinnslurétti úr vatnsorkuauðlind
sinni, en auðlindirnar eiga að vera
undanskildar í EES samningunum.
Hér hafa ráðamenn ekki ýjað einu
orði að öðru en því, að við hefðum
fullt sjálfstæði í þeim efnum.
Áður hefur ESA haft það viðmið
varðandi stóriðjusamninga, að
einkafyrirtæki gæti hafa samið
þannig, en þegar frjálsi markaður-
inn verður kominn í fullan gang og
tengdur inn í ESB, þá verða mark-
aðsverðin viðmið og ekki tekið tillit
til fjarlægðar frá mörkuðum. ESB
gætir hagsmuna þess iðnaðar sem
þar er, líka gagnvart Noregi og Ís-
landi.
Almenningur telur að stjórnar-
skráin fjalli um fullveldi í verki,
ekki aðeins fullveldi að lögum. Sem
viðbót við EES-samninginn í heild
sinn heggur stefnumörkun þriðja
orkupakkans mun meira í fullveldið,
en einstök ákvæði hans gefa til
kynna, í raun svo mikið, að ekki er
stætt á öðru en fella hann með til-
vísun í stjórnarskrána.
Að svara „röngum“
spurningum
Eftir Elías Elíasson
»Með þriðja orku-
pakkanum er mörk-
uð stefna í átt til mið-
stýringar í raforku-
málum af hálfu ESB.
Elías Elíasson
Höfundur er sérfræðingur í
orkumálum.
eliasbe@simnet.is
Atvinna