Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 15

Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Að minnsta kosti fjórir létust og 300 særðust þegar til átaka kom á landa- mærum Venesúela, þar sem vörubíl- ar með vestrænni neyðaraðstoð reyndu að fara yfir með aðstoð stuðningsmanna stjórnarandstöð- unnar. Þjóðvarðliðar og skæruliða- hópar á vegum ríkisstjórnar landsins og Nicolas Maduro, sitjandi forseta, beittu hins vegar hörku til þess að koma í veg fyrir að neyðaraðstoðin kæmist sína leið. Evrópusambandið og Bandaríkin fordæmdu bæði ríkisstjórn Maduro í gær fyrir ofbeldið og að hafa beitt fyrir sig vopnuðum skæruliðahópum til að koma í veg fyrir að neyðar- aðstoðin bærist til landsins. Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar, kallaði eftir því að ríki heims- ins myndu íhuga „alla valmöguleika“ til að „frelsa“ Venesúela eftir atburði helgarinnar. Þá sagði Guaidó að hann myndi sækja fund svonefnds Lima-hóps í Bógóta, höfuðborg Kól- umbíu, í dag, en þar verður ástandið í Venesúela á dagskrá. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, verður einnig á fundinum. Tekist á um neyðaraðstoð Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að hann væri sannfærður um að almenningur í Venesúela myndi tryggja að „dagar Maduros“ væru „taldir“ eftir ofbeldi helgarinnar, og sagði það vera mark- mið Bandaríkjanna að styðja við framgang lýðræðis í Venesúela. Trump Bandaríkjaforseti hafði áður tekið fram að hernaðaríhlutun af hálfu Bandaríkjanna væri ekki úti- lokuð. Federica Mogherini, utanríkis- málastjóri Evrópusambandsins, for- dæmdi í gær að ríkisstjórn Vene- súela beitti fyrir sig „óreglulegum“ skæruliðahópum til þess að reyna að kúga óbreytta borgara og aftra þeim frá því að dreifa neyðaraðstoð. Sagði Mogherini að Evrópusambandið væri reiðubúið til að senda enn meiri neyðaraðstoð til landsins, en Maduro hefur hafnað henni með þeim rökum að aðstoðin sé yfirvarp fyrir innrás Bandaríkjahers. Guaidó hefur á móti sagt að um 300.000 Venesúelabúar séu í brýnni þörf fyrir matvæli og lyf, og að þeir muni láta lífið ef ekki verði gripið fljótt til aðgerða. Tilraunir stjórnarandstöðunnar til þess að dreifa aðstoðinni voru því stöðvaðar á laugardaginn með mikilli hörku. Meðal annars kveiktu stuðn- ingsmenn sósíalistastjórnarinnar í tveimur vörubílum með neyðar- aðstoð, og skutu þjóðvarðliðar tára- gasi og gúmmíkúlum á mótmælend- ur í landamærabæjunum Urena og San Antonio. Verstu átökin áttu sér þó stað við Santa Elena de Uairen, sem er á landamærum Venesúela og Brasilíu, en þar var skotið á óbreytta borgara með þeim afleiðingum að að minnsta kosti tveir létust. Annar hinn látnu var 14 ára drengur. Meira en hundrað liðhlaupar Ríkisstjórn Kólumbíu tilkynnti í gær að meira en eitt hundrað her- menn og þjóðvarðliðar úr her Vene- súela hefðu flúið yfir landamærin um helgina, en Guaidó hefur heitið öllum hermönnum sakaruppgjöf, láti þeir af stuðningi sínum við Maduro- stjórnina. Að minnsta kosti tveir hermenn flúðu yfir landamærin til Brasilíu. Hétu ríkisstjórnir Kólumb- íu og Brasilíu því báðar að þær myndu beita Maduro þrýstingi til að hann léti af völdum. Maduro fordæmdi hins vegar Kól- umbíustjórn fyrir stuðning sinn við Guaidó, og sleit stjórnmálasambandi við landið í gær. Gaf hann erindrek- um Kólumbíu 24 klukkustundir til þess að yfirgefa landið. „Ég mun aldrei bugta mig né beygja, ég mun aldrei gefast upp. Ég mun verja land okkur með lífi mínu ef þörf krefur,“ sagði Maduro við hóp stuðnings- manna sinna, sem söfnuðust saman í höfuðborginni Caracas í gær. Dagar Maduros taldir?  Evrópusambandið fordæmir ofbeldisverk skæruliða ríkisstjórnar Venesúela  Guaidó kallar eftir að ríki íhugi „alla möguleika“ til að koma Maduro frá völdum AFP Mótmæli Átök milli mótmælenda og þjóðvarðliða héldu áfram í gær, sunnudag, á Simon de Bolivar-brúnni milli Venesúela og Kólumbíu. Að minnsta kosti fjórir mótmælendur létu lífið og um 300 manns særðust um helgina. Frans páfi hét því í gær að hann myndi taka á öll- um ásökunum um að kaþólskir prestar hefðu misnotað börn. Líkti hann barnaníði við mannfórnir og hét því að Vatík- anið myndi beita sér af alefli gegn þeim prestum sem stunduðu það. Ummæli páfa féllu í lok fjögurra daga ráðstefnu biskupa í Vatíkan- inu þar sem kynferðisbrotamál innan kirkjunnar voru rædd, en þau hafa varpað mikilli rýrð á orðstír kaþólskunnar á síðustu misserum. Francesco Zanardi, forvígis- maður samtaka ítalskra fórnar- lamba kynferðisbrota innan kirkj- unnar, gagnrýndi hins vegar páfa fyrir aðgerðaleysi í fortíðinni og sagði að Vatíkanið hefði misst trú- verðugleika sinn. Heitir baráttu gegn misnotkun barna Frans páfi VATÍKANIÐ Sérsveitir úr her Bangladess felldu í gær mann sem gerði tilraun til þess að ræna flugvél á leiðinni til Dúbaí. Vélinni var í staðinn lent í Chittagong, þar sem farþegum og áhöfn vélarinnar var hleypt út. Yfirvöld í Bangladess reyndu að fá manninn til að gefast upp en hann neitaði því og hegðaði sér með ógn- andi hætti. Sérsveitarmenn gerðu þá áhlaup á vélina þar sem hún stóð úti á flugbrautinni og felldu hann. Skammbyssa fannst á manninum við leit eftir að aðgerðum lauk. Var hins vegar ekki ljóst í gærkvöldi hvort byssan var ekta eða eftirlík- ing. Um borð voru 134 farþegar og 14 áhafnarmeðlimir, og reyndust allir heilir á húfi, en fyrstu fréttir af flugráninu hermdu að einn úr áhöfninni hefði orðið fyrir skoti þegar maðurinn reyndi að ræna vélinni. Sögðu yfirvöld að svo virt- ist sem maðurinn hefði verið veikur á geði. Felldur eftir áhlaup sérsveitarmanna BANGLADESS Theresa May forsætisráðherra bað í gær um meiri tíma til þess að tryggja lagalega bindandi breyting- ar á samkomulagi Breta við Evrópu- sambandið um útgöngu þeirra úr sambandinu, svonefnt brexit. Sagði hún jafnframt að mögulegt væri að neðri deild breska þingsins myndi ekki fá að kjósa um endanleg örlög samkomulagsins fyrr en 12. mars, en þá verða 17 dagar til stefnu áður en Bretar eiga að yfirgefa sambandið. Mæltist sú töf illa fyrir í Bretlandi, þar sem þess hafði verið krafist að hægt yrði að ganga til atkvæða um breytingar á samkomulaginu í þess- ari viku. Sagði May hins vegar að viðræður við forkólfa Evrópusam- bandsins stæðu enn yfir og að það væri enn mögulegt að Bretar yfir- gæfu ESB 29. mars líkt og gert er ráð fyrir. Keir Starmer, talsmaður Verka- mannaflokksins í brexit-málum, sagði hins vegar að yfirlýsing May væri til marks um algjört ábyrgðar- leysi hennar og viðurkenning á því að henni hefði mistekist. „Theresa May er að tefja tímann í örvænting- arfullri tilraun til þess að fá þing- menn til að velja á milli hennar samnings og samningslausrar út- göngu,“ sagði Starmer. Verður brexit frestað? Þrír ráðherrar í ríkisstjórn May stigu fram fyrir skjöldu á laugardag og gáfu til kynna að ef ekki yrði kom- in niðurstaða í viðræður hennar við sambandið í vikunni myndi þingið þrýsta á um að útgöngunni yrði frestað um nokkra mánuði. Sögðu þau Greg Clark viðskiptaráðherra, Amber Rudd atvinnu- og lífeyris- málaráðherra og David Gauke dóms- málaráðherra í grein í blaðinu Daily Mail að það yrði einfaldlega ekki nægur tími til að samþykkja alla meðfylgjandi lagasetningu fyrir út- göngu 29. mars ef ekkert lægi ljóst fyrir í þessari viku. May biður um meiri tíma  Mögulega ekki kosið um brexit fyrr en 12. mars AFP Brexit Ekki eru allir sáttir við hug- myndir um að fresta brexit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.