Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
Veður víða um heim 24.2., kl. 18.00
Reykjavík 6 súld
Hólar í Dýrafirði 3 slydda
Akureyri 4 alskýjað
Egilsstaðir 4 skýjað
Vatnsskarðshólar 8 alskýjað
Nuuk -8 léttskýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Ósló 6 heiðskírt
Kaupmannahöfn 8 þoka
Stokkhólmur 7 heiðskírt
Helsinki 5 léttskýjað
Lúxemborg 13 heiðskírt
Brussel 14 alskýjað
Dublin 11 þoka
Glasgow 9 þoka
London 15 heiðskírt
París 14 heiðskírt
Amsterdam 12 heiðskírt
Hamborg 13 heiðskírt
Berlín 11 heiðskírt
Vín 3 skýjað
Moskva 0 súld
Algarve 18 heiðskírt
Madríd 19 heiðskírt
Barcelona 14 heiðskírt
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 12 heiðskírt
Aþena 4 skýjað
Winnipeg -19 skýjað
Montreal 0 rigning
New York 5 rigning
Chicago 0 þoka
Orlando 25 þoka
25. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:50 18:33
ÍSAFJÖRÐUR 9:02 18:31
SIGLUFJÖRÐUR 8:45 18:14
DJÚPIVOGUR 8:21 18:00
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á þriðjudag Suðvestan 15-25, en hægari vestantil á
landinu. Rigning eða slydda og hiti 1 til 7 stig.
Minnkandi suðvestanátt og skúrir eða él um kvöldið.
Suðaustan 10-18, en mun hægari um landið austanvert. Rigning vestantil, annars þurrt. Vaxandi
austlæg átt síðdegis, 15-23 og víða rigning seint í kvöld, hvassast syðst. Hiti 3 til 8 stig.
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landsliðshópur í hestaíþróttum
verður framvegis starfandi allt
árið. Fyrsti hópurinn með nýju
fyrirkomulagi var kynntur í gær,
við athöfn við Bláa lónið. Úr hópn-
um verður valið landslið á Heims-
leika íslenska hestsins sem næst
verða í Berlín í byrjun ágúst og á
Norðurlandamót.
Landslið Íslands hefur hingað til
verið valið fyrir hvert verkefni út
frá árangri knapa og úrtökumóti,
auk þess sem liðsstjórinn hefur
getað bætt við knöpum.
Ráðinn landsliðsþjálfari
Nú verður valinn stærri lands-
liðshópur sem verður virkur allt ár-
ið og mun koma fram á ýmsum við-
burðum, mótum og sýningum sem
taldar eru til þess fallnar að efla
hestaíþróttina og styrkja liðið til
árangurs.
Um leið breytist starfsheiti liðs-
stjórans í landsliðsþjálfara eins og í
öðrum íþróttagreinum. Landsliðs-
þjálfari er Sigurbjörn Bárðarson,
sem ráðinn var liðsstjóri fyrir rúmu
ári.
Lárus Ástmar Hannesson, for-
maður Landssambands hesta-
mannafélaga, sagði þegar breyting-
arnar voru kynntar að hann væri
sannfærður um að þær myndu skila
betri árangri en fyrri aðferðir,
þegar til framtíðar væri litið. Þær
færðu afreksstarfið á mun betri
stað.
Sigurbjörn sagði þegar hann
kynnti fyrsta landsliðshópinn að
hann hefði litið til þriggja gilda við
valið, auk fyrri árangurs knapanna;
reiðfærni, hestakosts og íþrótta-
mannslegrar framkomu. Hann tók
fram að enginn væri öruggur með
sæti sitt í hópnum enda væru
margir knapar að banka á dyrnar.
Landsliðsþjálfarinn velur sjö
manna hóp til að keppa í flokki full-
orðinna fyrir hönd Íslands á
Heimsleikunum í Berlín og fimm
knapar úr U-21-landsliðshópnum
verða valdir. Liðið verður kynnt 10.
júlí. Auk þeirra eiga fjórir knapar
sem sigruðu í sínum greinum á síð-
ustu heimsleikum rétt á að verja
titla í Berlín þannig að liðið verður
væntanlega skipað sextán ein-
staklingum.
Breiðari hópur
„Mér líst mjög vel á þetta. Tel að
það muni þjappa hópnum vel
saman, gera hann sýnilegri og við
fáum breiðari hóp á bak við
okkur,“ segir Jakob Svavar Sig-
urðsson, heimsmeistari í tölti, sem
er í landsliðshópnum og er öruggur
með sæti sitt í landsliðinu í Berlín
vegna árangurs síns á síðustu
heimsleikum.
Í landsliðshópnum eru 22 ein-
staklingar, reynt hestafólk og
ungt, konur og karlar. Meirihlut-
inn hefur lokið námi í reið-
mennsku og þjálfun við Háskólann
á Hólum. Að minnsta kosti tíu
þeirra hafa unnið titil á heims-
leikum.
Landslið knapa valið á nýjan hátt
Landsliðshópur virkur allt árið
Skilar betri árangri til framtíðar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Landslið Landsliðshópurinn í hestaíþróttum var kynntur við Bláa lónið í gær og situr fyrir ásamt þjálfurum.
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Umsækjendum um námslán fækkaði
fimmta árið í röð og námsmönnum á
námslánum fækkaði um 19% milli
ára, þar af 21% á
Íslandi en 11%
erlendis. Að ís-
lenskum nemend-
um undanskild-
um munar mest
um mikla fækkun
nemenda á náms-
lánum í Banda-
ríkjunum, eða um
17%. Þetta er
meðal þess sem
fram kemur í ný-
útgefinni ársskýrslu LÍN fyrir árið
2017.
Matur og húsnæði dýrast
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,
framkvæmdastjóri Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna, segir ýmsar
ástæður geta legið að baki þróun
undanfarinna ára.
„Það eru margþættar ástæður
fyrir þessari fækkun námsmanna
sem taka námslán. Í fyrsta lagi tel ég
að húsnæðismálin spili þar stóra
rullu sökum þess að nemendur búa
lengur heima en þeir gerðu áður. Þá
hefur stytting framhaldsskólanna
einnig áhrif á þetta vegna þess að þó
að nemendur útskrifist fyrr þýðir
það ekki að þeir fari fyrr að heiman,“
segir Hrafnhildur.
Að því er fram kemur í ársskýrslu
LÍN er stærstur hluti útgjalda nem-
enda á námslánum matur og hús-
næði eða um 89%. Það sem kann
einnig að koma á óvart er að einungis
6% útgjalda tengjast náminu beint.
Vanskil minnka til muna
Hrafnhildur segir að fjöldi nem-
enda reyni að vinna með námi í stað
þess að taka námslán. „Ég held að
gott atvinnuástand hjálpi til. Við
sjáum ekki mikla aukningu í háskól-
anum en mín tilfinning er sú að
margir séu í hlutanámi og vinni með
til að sleppa við námslán,“ segir
Hrafnhildur.
Þá benda upplýsingar sem lágu
fyrir hjá LÍN í ársbyrjun 2018 til
þess að veittum undanþágum frá af-
borgunum af lánum sé að fækka og
hlutfall þeirra sé nú komið í 2,48%
samanborið við 4% árið 2014.
Óvissuþættir hafa áhrif
Styrkþegum jöfnunarstyrks hefur
fækkað um 25,4% síðustu átta ár á
sama tíma og upphæð styrkjanna
hækkaði um 39,8%. Af þessum tölum
má leiða líkur að því að sífellt færri
nýti sér þjónustu LÍN. Spurð hvort
þróun síðustu ára sé það sem koma
skal kveður Hrafnhildur já við. „Árs-
skýrsla LÍN fyrir árið 2018 á að
koma út um mitt þetta ár og þá er
hægt að sjá nákvæmari tölur. Mér
sýnist þróunin hins vegar haldast
áfram eins,“ segir Hrafnhildur sem
telur að umræða um hugsanlegt
styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd
hafi áhrif á fjölda þeirra sem hyggj-
ast taka námslán.
„Inn í þetta hefur komið umræða
um ný lög um LÍN sem hefur gert
það að verkum nemendur bíða frek-
ar. Margir fresta námi til að sjá
hvort styrkjakerfi verður að veru-
leika og vonast þannig til að sleppa
við námslán ef af því verður,“ segir
Hrafnhildur og bætir við að óvissu-
þættir sem þessir hafi áhrif á nem-
endur. „Svona hlutir hafa einhver
áhrif á nemendur. Margir taka á sig
aukavinnu og mín tilfinning er sú að
nemendur vinni almennt mun meira
með námi og geti af þeim sökum
sleppt námslánum,“ segir Hrafn-
hildur.
Færri nemendur á námslánum
Námsmönnum á námslánum fækkaði um 19% árið 2017 Nemendur búa lengur í foreldrahúsum og
fleiri vinna með námi Umræða um styrkjakerfi hefur áhrif á fjölda þeirra sem hyggjast sækja um lán
Morgunblaðið/Ómar
Háskóli Íslands Námsmönnum sem taka námslán meðan á námi stendur
hefur fækkað mikið síðustu átta ár, en árið 2017 fækkaði þeim um 19%.
Hrafnhildur Ásta
Þorvaldsdóttir