Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 10

Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019 Á Volkswagen e-Golf nýtir þú hreina innlenda orku, tekur aldrei eldsneyti, ert laus við olíuskipti, ferð inn í heitan bíl á morgnana og upplifir magnaðan akstur. Komdu og prófaðu þinn eftirlætis e-Golf strax í dag. Við eigum einn fyrir þig. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Hvers manns straumur. Kjaradeilur Snorri Másson snorrim@mbl.is Þegar gætir neikvæðra áhrifa af fyrirhuguðum verkföllum í ferða- þjónustu, að sögn Þóris Garðars- sonar, stjórnar- formanns GrayLine og fv. varaformanns Samtaka ferða- þjónustunnar. „Söluaðilar um allan heim lýsa áhyggjum,“ segir hann. GrayLine er hópferða- fyrirtæki og ferðaskrifstofa. VR boðaði í gær að- gerðir sem myndu beinast að „stórum fyrirtækjum í ferðaþjón- ustunni“. „Við flokkumst undir stór fyrir- tæki,“ segir Þórir. Hann gerir ráð fyrir verkfalli á meðal starfsmanna hjá GrayLine, ef af verður. Hann lýsie yfir alvarlegum áhyggjum af framvindu mála. Ferðamenn njóta tryggingar þeirra ferðaskrifstofa sem þeir eiga viðskipti við, útskýrir Þórir. Ferða- skrifstofur sem frétta af verkföllum og óvissu hér á landi afráða því að velja öruggari kosti svo þær þurfi ekki að standa straum af hugsan- legum forföllum þegar hingað er komið. „Það er auðveldara fyrir stóru erlendu ferðaskrifstofurnar að setja Ísland á ís meðan óvissunnar gætir,“ segir Þórir. Ferðaþjónustan íslenska standi af þessum sökum veikari fótum en t.d. í Frakklandi. Ef brestir eru á þjónustu þar af svipuðum sökum geta bílar sótt ferðamennina og farið með þá ann- að. Öðru sé að heilsa á eyju í Norður-Atlantshafi. „Þetta verður ekki gott,“ sagði Þórir. „Það er alveg ótrúlegt að þeir skuli beina spjótum sínum að ferða- þjónustunni fyrst. Ég hélt að verk- föll ættu að valda sem mestu tjóni á sem skemmstum tíma en ekki skerða kost fyrirtækja á að bæta kjör starfsfólks til lengri tíma.“ Hann er sannfærður um að fyrir- hugaðar aðgerðir bitni jafnmikið á öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum. Hann segir fyrirtæki í hópferða- akstri þegar standa í ströngu við að vera samkeppnishæf þótt þau þurfi ekki ofan á það að hækka laun starfsmanna langt umfram getu. Markaðsaðstæður séu erfiðar fyrir hópferðaakstur og verðið sem Gray- Line geti boðið segi þannig mikið um viðskiptin sem þeir fái. Ef launakostnaður hækkar um of geta þeir ekki verið samkeppnishæfir, t.d. við bílaleigur. Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn „Söluaðilar um allan heim lýsa áhyggjum,“ segir stjórnar- formaður GrayLine, sem hafi afráðið að velja öruggari kost í óvissunni. Verkföll yrðu þungt áfall  Ferðaþjónustan í viðkvæmri stöðu Þórir Garðarsson Snorri Másson snorrim@mbl.is Atkvæðagreiðsla hefst klukkan 10 í dag meðal tæplega 8.000 félagsmanna Eflingar um það hvort u.þ.b. 1.000 ræstingarstarfsmenn á hótelum í Reykjavík, sem samkvæmt Eflingu eru að mestu erlendar konur, fari í verkfall föstudaginn 8. mars. Kosning- in er rafræn að stofni til en að auki verður keyrt á milli vinnustaða á „fjór- hjóladrifnum utankjörfundarstað“. Kosningin stendur fram til klukkan 22 á fimmtudagskvöld. Verkfallið á að hefjast klukkan 10 að morgni 8. mars. Ef það á fram að ganga þarf að tilkynna verkfallsmönn- um um það 7 sólarhringum áður en störf eru lögð niður. Það þýðir að niðurstaða kosningarinnar verður að liggja fyrir fyrir klukkan 10 næsta föstudag, svo að tilkynna megi form- lega um það. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir tímarammann ekki of þröngan þarna á milli. Ef kosningin kynni svo að verða kærð til félagsdóms myndi fyrirhuguð verkfallstilkynning standa, þrátt fyrir það. Þeir sem leggja niður störf ef af verður geta sótt sér 12.000 krónur í verkfallsgreiðslu í Gamla bíó á verk- fallsdag. Miðað við 12.000 króna verk- fallsgreiðslu til hvers þess sem leggur niður störf hefur Efling bolmagn til þess að halda úti ámóta verkfallsað- gerðum í tæpa 230 daga ef miðað er við að 1.000 leggi niður störf. Í verk- fallssjóði félagsins eru 2,7 milljarðar, að sögn Viðars framkvæmdastjóra. Komið hefur á daginn að verkfalls- sjóðir VR, sem er í samfloti við Efl- ingu, verða ekki nýttir fyrir verkföll á vegum Eflingar. En „bæði félögin eru fullkomlega í stakk búin til að standa straum af öllum fyrirhuguðum verk- fallsaðgerðum,“ segir Viðar í samtali við Morgunblaðið. Tímaramminn þröngur Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir sumt óljóst við framkvæmd kosninganna, enda sé óvenjulega fljótt gripið til að- gerða. „Það eru svo margar spurn- ingar sem vakna. Er það öruggt að allir í félaginu séu í sambandi og fái tilkynningu um kosningarnar? Fá allir með at- kvæðisrétt að koma að málum? Er tryggt að at- kvæðagreiðslan sé leynileg og að ekki sé verið að fylgjast með neinum þegar hann kýs?“ spyr hún. Hún segir tímarammann þá þröng- an: skammur tími líði á milli þess sem öll atkvæði ættu að vera að búin að skila sér, kl. 22 á fimmtudagskvöld, og þar til snemma um morguninn á föstu- dag, er tilkynna þarf formlega um verkfall. „Menn þurfa að hafa hraðar hendur, það er ábyggilegt,“ segir Lára. „Ég myndi sjálf ekki vilja vera í þessari framkvæmd og þurfa að koma þessu í gegn fyrir þennan tíma.“ VR boðaði einnig kynningu á fyrir- huguðum verkföllum í vikunni. Lára segir einkennilegt við bæði aðgerðir VR og Eflingar að verkföllin skuli vera boðuð eins og orðinn hlutur. „Þetta er ansi fljótt, að tilkynna verk- föll sem ekki hefur verið tekin ákvörð- un um. Fyrsta skrefið í svona málum er að þeir sem verkfallið tekur til fái að taka afstöðu til málsins, áður en farið er að fullyrða um að verkfall verði.“ Kosningar næstu þrjá sólarhringa  Efling þyldi 230 daga af verkföllum  Tíminn gæti orðið naum- ur eftir kosningu  Tilkynna þarf verkfallið með viku fyrirvara Ljósmynd/Efling Kosið í bílnum Þótt kosningin sé rafræn verður félagsmönnum boðið að kjósa í þessum bíl sem fer á milli staða í dag, svo sem flestir nýti rétt sinn. Lára V. Júlíusdóttir Í Eflingu er að hefjast kosning meðal allra þeirra sem lúta umræddum hótel- og veitingasamningi, þó að verkfallið snerti mun færri. Í slíkri al- mennri, leynilegri og rafrænni kosningu þarf ekki tiltekna kosningaþátt- töku. Þess vegna gætu fræðilega séð 10 ráðið úrslitum um hvort 1.000 fari í verkfall. Vinnulöggjöfin kveður á um að skýrum reglum sé fylgt í framkvæmd svona verkfallakosninga, jafnt þegar kemur að skæruverk- föllum sem þessu og þegar kemur að allsherjarverkföllum. Stefnt á skæruverkföll KOSNING UM VERKFALL LÝTUR STRÖNGUM REGLUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.