Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 26
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Tengingin blasir kannski ekki við, en þegar að er gáð eiga Ísland og Taívan ýmislegt sameiginlegt. Bæði eru ey- lönd í túnfæti stórvelda, og bæði hafa átt í misánægjulegum samskiptum við nágrannalönd sín: Ísland sem ný- lenda Danmerkur og Taívan sem ný- lenda Hollendinga og Spánverja, sem angi af Quing-keisaraveldinu, síðar hluti af heimsveldi Japana, og loks aftur innan áhrifasvæðis Kína – þótt það velti á því hver er spurður hvort Taívan megi kallast sjálfstæð þjóð eður ei. Aephie Chen bendir á að rétt eins og listirnar hafi hjálpað að móta sjálfsmynd Íslendinga sem sjálf- stæðrar þjóðar þá leiki listirnar – og kvikmyndagerð þar á meðal – mikil- vægt hlutverk í að móta sjálfsmynd Taívana og hjálpa þeim að finna sér sess í samfélagi þjóðanna. „Af öllum þeim löndum þar sem kínverska er töluð, s.s. á meginlandi Kína, Hong Kong eða Singapúr, er Taívan það eina þar sem kvikmyndagerðarfólk getur starfað án þess að þurfa að hafa áhyggjur af ritskoðun. Fyrir vikið eru efnistökin oft af allt öðrum toga og má t.d. sjá á þeim myndum hátíðarinnar sem segja sögu hinsegin fólks eða fjalla um stöðu þjóðarbrota á eyjunni.“ Íslensk fjölskyldubönd Aephie stýrir taívanskri kvik- myndahátíð (www.filmtaiwan.org) sem haldin verður í Bíó Paradís dag- ana 8. til 24. mars. Hátíðin ferðast síðan til Bretlands í apríl, og segir Aephie stefnt að því á komandi árum að efna til sams konar kvikmynda- hátíða annars staðar á Norðurlönd- unum. Ástæðan fyrir því að Ísland varð fyrir valinu sem fyrsti áfanga- staður er m.a. að Aephie á íslenskan eiginmann en leiðir hennar og Ingv- ars Hauks Guðmundssonar, pródú- sents hjá RÚV, lágu saman þegar þau voru bæði í kvikmyndanámi í London. „Það var þá sem ég kom auga á hvernig saga Íslands og Evr- ópu kallast á við sögu Taívans og Asíu, og t.d. að foreldrar Ingvars höfðu viss tengsl við Danmörku rétt eins og foreldrar mínir höfðu tengsl við Japan.“ Kvikmyndagerð í sókn Sennilega hefur taívönsk kvik- myndagerð ekki lent inni á radarnum hjá mörgum Íslendingnum. Aephie bendir á að kvikmyndageiri landsins sé ungur að því leyti að þar giltu her- lög þar til seint á 9. áratugnum og Sérstaða Long Time No Sea segir frá heillandi lífi eyjarskeggja á Lanyu. Veisla Úr God Man Dog eftir Chen Singing sem skartar kynlegum kvistum. Togstreita Úr Blossom eftir Lin Han. Þróunin í málum hinseginfólks í Taívan verðskuldar svo sannarlega nánari skoðun. Listsköpun Aephie segir taívanska kvikmyndagerð endurspegla hve fjölbreytt þjóðfélag er að finna á eyjunni.  Kvikmyndaunnendum verður boðið upp á taívanskt hlaðborð í Bíó Paradís í mars Gullmolar frá landi góðra kvikmynda 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019 Sungið með Svavari Knúti í Hannesarholti Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Fróði Stefán Agnesar Lovísuson. Auðun Gunnarsson og Gísli Björnsson. TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is Fullkomin birtustjórnun – frá myrkvun til útsýnis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.