Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bátar
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Fundir/Mannfagnaðir
Matvæla- og
veitingafélag Íslands
Aðalfundur Matvæla-og veitingafélags
Íslands, verður haldinn miðvikudaginn 27
mars næstkomandi kl. 16,00 á Stórhöfða 31
1. hæð, gengið inn Grafarvogsmegin.
Dagskrá:
Venjulega aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Kraftur í KR kl. 10.30, rúta
fer frá Vesturgötu kl. 10.10 og Aflagranda kl. 10.20. Útskurður kl. 13
með leiðbeinanda. Félagsvist kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9. Handa-
vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl.
13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Bingó kl. 13. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleik-
fimi kl. 14.30.
Dalbraut 18-20 Brids kl.14.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, kaffi og
blöðin liggja frammi. Frjáls tími í listasmiðju kl. 9-12. Byrjendanám-
skeið í línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarhópur hjá
Margréti Zóphaniasd. kl. 12.30-15. Handavinnuhornið kl. 13-15.
Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Kóræfing um kvöldið. Allir
velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Opin handverks-
stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Garðabær Frí vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30 /8.15 /15. Frí kvennaleik-
fimi Sjálandi kl. 9.30. Frír liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Frí kvennaleik-
fimi Ásgarði kl. 11.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl.
11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með
leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi Maríu kl. 10-10.45. Leikfimi Helgu Ben.
11-11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta, kl. 16.30 kóræfing Söngvina.
Grensáskirkja Síðdegissamvera eldri borgara miðvikudaginn 27.
febrúar kl. 17.30-19. Guð og fuglarnir. Söngur, hugvekja og mynda-
sýning. Sveinn Jónsson fuglaáhugamaður og kristniboðsvinur segir
frá og sýnir eigin ljósmyndir. Léttur kvöldverður kr. 1.000. Vinsamlega
tilkynnið þátttöku í síma 528-4410 í síðasta lagi á hádegi þriðjudaginn
26. febrúar. Verið velkomin.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Handavinna kl. 13. Brids kl. 13. Jóga
kl. 17. Félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr. mánuðurinn, allir
velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30. Sögu-
stund kl. 12.30-14. Jóga kl. 14.15-15.15.
Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika, kl. 9 myndmennt, kl. 11 Gaflara-
kórinn, kl. 10 ganga frá Haukahúsi, kl. 13 félagsvist, kl. 10-15 Fjöl-
stofan Hjallabraut.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9,
útvarpsleikfimi kl. 9.45, jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl.
10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun og listasmiðja kl. 13, frjáls
spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30
og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá
Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egilshöll. Prjónað til góðs kl. 13 í
Borgum, félagsvist í Borgum kl. 13 í dag. Tréútskurður kl. 13 á Korp-
úlfsstöðum í umsjón Gylfa. Kóræfing Korpusystkina kl. 16 í dag í Bor-
gum undir leiðsögn Kristínar. Minnum á aðalfund Korpúlfa miðviku-
daginn 27. febrúar kl. 13, vonumst til að sjá ykkur öll.
Seltjarnarnes Gler, neðri hæð félagsheimilisins, kl. 9 og 13. Leir
Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl.
10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11.00. Handavinna
Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 ZUMBA Gold, byrjendur kl. 9.30, ZUMBA Gold fram-
hald kl. 10.20. STERK OG LIÐUG leikfimi fyrir dömur og herra kl. 11.30
umsjón Tanya.
Rað- og smáauglýsingar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
en samt alltaf sama hláturmilda
stelpuskottið.
Þrátt fyrir að í eðli sínu hafi hún
verið viðkvæm og tilfinninganæm,
þá var hún fljót að fyrirgefa og má
segja að það hafi verið hennar að-
alsmerki og sá eiginleiki sem ég
mat hvað mest. Ekki að erfa hlut-
ina við fólk, langrækni ekki til í
hennar orðaforða. Mottó hennar
virtist vera „pyt með allt vesen og
halda bara áfram með lífið“.
Geðslag eins og hennar er
hverjum manni mikil guðsgjöf og
væri heimurinn betri ef fleiri
ræktuðu með sér þessa eiginleika.
Auðvelt er að sjá Svönu fyrir
sér á himnum, mjúka og svipfal-
lega, með hörpu sér við hönd.
Ekta yndislegur engill. Eins kon-
ar „amma engill“. Í næsta Þor-
láksmessuboði munum við vinirnir
syngja þetta lag „Amma engill“
sem Borgardætur syngja svo fal-
lega, allt henni til heiðurs. Texti
lagsins hæfir vel, því hann er ekki
bara fallegur, heldur líka fullur af
hlýju og húmor, eitthvað sem ein-
kenndi Svönu svo mjög og er ég
viss um að sú gamla mun dilla sér
með okkur.
Við Rúnar heimsóttum hana á
dánarbeð og þrátt fyrir að við hitt-
um hana fyrir töluvert ellimóða
var kímnin og góða skapið í fyrir-
rúmi. Góðar minningar skilur hún
eftir og ættu þær að vera okkur
sem eftir stöndum leiðarljós í líf-
inu. Ekki dvelja of lengi í leiðind-
um, en sjá eitthvað gott og
skemmtilegt í hverju verkefni.
Takk, elsku tengdamamma,
fyrir allt sem þú kenndir okkur og
gafst.
Inga Jóhannsdóttir.
✝ Steinunn Sig-urðardóttir
(Steina) var fædd 1.
júlí 1921 á Dalvík.
Hún lést á Dalbæ,
Dalvík, 11. febrúar
2019.
Foreldrar henn-
ar hétu Dagbjört
Björnsdóttir frá
Hóli í Svarfaðardal
og Sigurður Sig-
tryggsson frá
Klaufabrekkum. Eina eldri syst-
ur átti hún sem hét Elín Pálína, f.
1910, en hún dó kornung úr löm-
unarveiki.
Hinn 19. desember 1942 giftist
Steinunn H. Ragnari Jónssyni, f.
1919, d. 1996. Börn þeirra eru
Sigurður Emil, f. 12. september
1943, d. 2000, og El-
ín Rósa, f. 11. júní
1950.
Sigurður Emil
kvæntist Guðrúnu
Siglaugsdóttur og
áttu þau þrjú börn:
Ragnar Karl, f.
1974, Bryndísi, f.
1975, og Hafdísi, f.
1981.
Elín Rósa er gift
Sigurpáli Steinari
Kristinssyni og eiga þau þrjú
börn: Berglindi, f. 1968, Dag-
björtu f. 1978, og Steinar, f. 1984.
Barnabarnabörn Steinunnar
eru orðin sex og eitt barnabarna-
barnabarn.
Útför Steinunnar fór fram 22.
febrúar 2019.
Sé ég fjöld af förnum dögum,
finn mér skylt að þakka að nýju
góðhug þinn og alúð alla,
endalausa tryggð og hlýju.
(Guðmundur Böðvarsson)
Ég hitti hana Steinu í fyrsta
sinn haustið 1973 og síðan hef-
ur hún verið ein af mínum
uppáhalds. Hún var konan hans
Ragga, bróður Árna tengda-
pabba, og æ síðan varð það
fastur liður að koma við hjá
þeim hjónunum á Stórhólsvegi
1 á Dalvík. Það var alltaf svo
notalegt að setjast í litla eld-
húsið þeirra, gestrisnin einstök,
pönnukökurnar ómótstæðilegar
og himnesk bláber með rjóma.
Uppbúin rúm og umhyggja alla
leið.
Steina fylgdist vel með okkur
fyrir sunnan og sagði oft að sér
fyndist hún eiga dálítið í strák-
unum þeirra Sínu og Árna. Þeir
fundu það líka allir að faðm-
urinn hennar Steinu beið þeirra
hlýr og mjúkur þegar þeir áttu
leið norður og sama gilti um
börnin þeirra.
Hún Steina flakkaði ekki
mikið um heiminn, mér er
raunar til efs að hún hafi farið
til útlanda, og ekki brá hún sér
oft suður heiðar. Það var því
sérstaklega skemmtilegt að hún
valdi að heimsækja okkur í
Breiðholtið á sjötugsafmælinu.
Við fórum í langan göngutúr
um Elliðaárdalinn í glampandi
sól og hún var eiginlega alveg
hissa að slík náttúruperla
leyndist innan borgarmark-
anna.
Lengst af var Steina létt á
fæti og fór allra sinna ferða
gangandi, skrapp í berjamó
fram á níræðisaldur og hélt
heimili með myndarbrag.
Einkadóttirin, Ella Rósa og
hennar fjölskylda var líka nærri
og létti undir með henni. Sonar-
missirinn var Steinu þungbær
en hún tók því af æðruleysi eins
og öðrum áföllum. Síðustu árin
dvaldi hún á Dalbæ og þangað
var notalegt að heimsækja
hana, skoða myndirnar af fal-
legu barnabörnunum og segja
henni fréttir af fjölskyldunni.
Elsku Steina okkar er vel að
hvíldinni komin, eftir langa ævi.
Þeir munu taka vel á móti þess-
ari elsku, þeir Raggi og Siggi,
og ekki yrði ég hissa þó pönnu-
kökuilminn færi bráðlega að
leggja um hinar himnesku
lendur.
Við Hjörtur sendum Ellu
Rósu, Gógó og fjölskyldum
þeirra innilegar samúðarkveðj-
ur og þökkum Steinu samfylgd-
ina. Blessuð sé minning hennar.
Unnur Halldórsdóttir.
Steinunn Helga
Sigurðardóttir
liðið sumar þar sem við sóttum
bæði kaffihúsið á torginu, Nínu
tískubúð sem og góðan veitinga-
stað. Þar sameinuðust þið Jónína
æskuvinkonurnar að nýju. Þaðan
fluttir þú á hjúkrunarheimilið
Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem
við þökkum öllu starfsfólki Báru-
hrauns hlýhug, kærleika og virð-
ingu í okkar garð. Þar mættust
sannarlega bæði gleði og sorg.
Innri barátta þín var sveiflu-
kennd og átakanleg og lífsorkan
þín fjaraði smám saman út. Þrátt
fyrir veikindi þín þá hélstu glæsi-
leika og fegurð þinni sem skein í
gegn þar til þú fékkst loks hvíld-
ina. Við vitum að nú ertu komin á
betri stað og erum sannfærðar
um að þú fáir góða samfylgd í
ljósið og að sál þín hljóti góða
heimkomu. Þrátt fyrir okkar
vissu þá er missir okkar mikill og
ekki síður Kristjáns tengdasonar
þíns og barnanna okkar allra sem
þú elskaðir og dáðir og fylgdist
vel með í einu og öllu. Gæsku
þinnar verður sárt saknað. Við
vitum að nú vakir þú sem engill
yfir okkur öllum.
Hvíl í friði, elsku mamma.
Minning þín lifir.
Þínar dætur,
Agla Marta og Vala.
Valgerður Gunnarsdóttir, eða
Vala eins og hún var kölluð, er nú
fallin frá eftir langvinn veikindi.
Ég kynntist Völu þegar ég flutti á
Seltjarnarnes 7 ára gömul. Vala
var mamma Öglu Mörtu bekkj-
arsystur minnar sem bjó í sömu
götu. Urðum við Agla strax perlu-
vinkonur og Ragnhildur systir
mín og Vala systir Öglu sömu-
leiðis. Vörðu fjölskyldur okkar
miklum tíma saman árin sem við
bjuggum öll á Hofgörðum.
Heimili Öglu og Völu var ein-
staklega fallegt, klassísk norræn
hönnun, viðarhúsgögn, kertaljós
og notalegheit. Vala var alltaf hlý-
leg við okkur vinkonurnar og
stutt í húmorinn. Hún hafði líka
einstakt lag á því að búa til góða
stemningu og það hafa dætur
hennar fengið í móðurarf. Heitt
súkkulaði, smákökur og kertaljós
eftir leik úti í snjónum, allt var
svo fallega borið fram og sett upp
hjá henni, jafnvel bara þegar við
sátum inni í borðstofu að teikna
myndir.
Í minningunni fékk ég besta
ristaða brauðið heima hjá Öglu og
Völu. Vala spurði kankvís hvort
ég vissi ekki að smjörið bráðnaði
ofan í brauðið, það væri þar
ennþá en hefði ekki bara gufað
upp og horfið skyndilega. Henni
fannst ég líka borða fullmikið sæl-
gæti og skildi ekkert í mér þar
sem dætur hennar gátu geymt
gígantísk nammisöfn sín árum
saman uppi í hillu. Sjálf rétt svo
nartaði Vala í horn á súkku-
laðimolum og grínaðist með það
að mús hlyti að hafa komist í
súkkulaðið.
Mér er einnig minnisstætt
þegar ég hafði stolist til að fara í
sparifötunum í Mýrarhúsaskóla
og kom heim til Öglu miður mín
eftir daginn með fötin öll í gras-
grænu vitandi að nú myndi kom-
ast upp um mig. Vala bjargaði
mér og þvoði grasgrænuna úr föt-
unum sem fóru hrein og fín inn í
fataskáp og aldrei komst mamma
mín að neinu, fyrr en mögulega
nú við lestur þessara orða.
Það standa eftir ótal minning-
ar um góðar stundir með fjöl-
skyldu Völu. Ferðalög í sumarhús
við Þingvallavatn, ferð í Munað-
arnes, skíðafrí til Austurríkis og
að hitta þau „óvænt“ í sumarhús-
um í Hollandi svo ekki sé minnst á
öll jólaboðin, áramótin og spila-
kvöldin í gegnum árin.
Elsku Agla Marta, Andrea
Agla, Vala, Kristján, Óliver Adam
og Carmen Eva og aðrir ástvinir.
Ég votta ykkur mína dýpstu sam-
úð. Minningin um mömmu ykkar
sem var mér svo góð lifir í hjarta
mínu um ókomna tíð.
Anna Þorbjörg Jónsdóttir.
Valgerður Gunnarsdóttir,
Vala, vinkona mín lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði 12. febrúar
síðastliðinn eftir langvarandi
veikindi.
Við hjónin kynntumst Völu og
Stefáni, Stebba, fyrrverandi eig-
inmanni hennar, fljótlega eftir að
við fluttumst á Seltjarnarnes árið
1983 í sömu götu og þau. Dætur
þeirra og yngri dætur okkar tvær
urðu fljótt vinkonur. Ekki leið á
löngu þar til þau hjónin fóru að
hafa frumkvæði að því að föl-
skyldur okkar gerðu ýmislegt
skemmtilegt saman. Við fórum í
ferðalög og útilegur og ósjaldan
buðu þau okkur á sitt fallega
heimili. Árum saman fögnuðum
við nýju ári þar. Hjá þeim var
gestrisnin og rausnin ávallt í fyr-
irrúmi. Mér er sérstaklega minn-
isstætt síðasta matarboðið sem
fjölskyldan mín var boðin í til
þeirra. Háaldraðri móður minni
var boðið með, en Vala lét sér allt-
af annt um hana. Einnig vorum
við í matarklúbbi með þeim ásamt
fleiri góðum vinum. Stundum
lágu leiðir okkar saman erlendis,
til dæmis í skíðaferð í Austurríki.
Þetta voru góðir dagar og alltaf líf
og fjör í kringum þau. Þegar þau
Vala fluttu af Seltjarnarnesi
fækkaði samfundum.
Vala var mjög hæfileikarík.
Hún var góð íþróttakona, afar
músíkölsk og spilaði bæði á píanó
og gítar. Hún var myndarleg hús-
móðir og listakokkur. Þá var hún
góður námsmaður.
Eftir skilnaðinn flutti Vala aft-
ur á Seltjarnarnes. Heilsu hennar
fór hrakandi en hún bar sig þó
alltaf vel og kvartaði ekki, þótt
varla kæmist hún úr húsi árum
saman. Þótt líkami hennar gæfi
sig smám saman hélt hún sínu
góða minni.
Alltaf héldum við Vala sam-
bandi þótt samverustundum
fækkaði og mun ég minnast henn-
ar með hlýju alla tíð.
Ég og fjölskylda mín vottum
fjölskyldu Völu og ástvinum öll-
um okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Völu.
Guðrún Sveinsdóttir.
Að morgni 12. febrúar lést
Vala, æskuvinkona mín á Hrafn-
istu í Hafnarfirði.
Við vorum í saman í bekk í
Mela- og Hagaskóla en eftir ann-
an bekk fór Vala í Versló.
Við brölluðum ýmislegt á þess-
um árum eins og þegar við fórum
niður í herbergi pabba hennar og
gerðum símaat og prófuðum að
reykja, þarna vorum við aðeins 11
ára. Þá fórum við stundum á sin-
fóníutónleika í Háskólabíó og
hámuðum í okkur sælgæti meðan
við hlustuðum.
Eftirminnilegir eru páskarnir
á þessum tíma með þeim sæmd-
arhjónum, foreldrum Völu, þá
buðu þau mér í sumarbústaðinn
þeirra á Þingvöllum. Man alltaf
eftir því að Vala sagði mér að við
ættum að vera í ullarsokkunum
allan daginn. Á kvöldin spilað svo
pabbi hennar á hljóðfæri og við
sungum, þetta var algjört ævin-
týri fyrir mig því ég hafði ekki
kynnst svona sumarbústaðalífi
áður.
Á unglingsárunum fórum við
oft í Glaumbæ eða á Borgina og
var þar mikið fjör hjá okkur. Við
fórum í útilegurnar okkar á R-429
með tjaldið hennar Systu. Vala
var mjög dugleg að rifja þessar
ferðir upp í smáatriðum, hvað var
borðað og drukkið og yfirleitt alla
gömlu og góðu dagana okkar.
Þegar ég heimsótti hana höfð-
um við nóg að tala um, hún ótrú-
lega minnug þó líkaminn væri
farinn að gefa sig.
Leiðir okkar Völu skildu aldrei
þó við færum hvor í sína áttina.
Alltaf þegar við heyrðum hvor í
annarri var það báðum til gleði.
Það fer ekki alltaf saman gæfa
og gjörvileiki. Það fékk hún Vala
mín að finna í seinni tíð.
Nú er baráttunni lokið og kom-
ið að kveðjustund. Söknuðurinn
er sár en margar góðar minning-
ar munu ylja um ókomin ár.
Ég votta Völu, Öglu Mörtu og
fjölskyldum þeirra mína dýpstu
samúð.
Jónína Rafna.