Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið: Markmiðið er að ferðast mikið og víða á þessu tímamótaári í lífimínu,“ segir Þórmundur Bergsson framkvæmdastjóri semer sextugur í dag. „Þessa stundina er ég staddur í Glasgow þar sem tveir synir okkar hjóna eru við framhaldsnám. Um páskana ætlum við með íslenskum hópi til Egyptalands og sá leiðangur er mik- ið tilökkunarefni. Þá ætlum við meðal annars til Luxor og skoða píra- mídana í Gísa, sem sagðir eru eitt af mestu undrum veraldarinnar; hafa um margt svipaðan sess á heimsvísu og hofin í Angkor Wat í Kambódíu, en þangað og til Víetnams förum við síðar á árinu.“ Þórmundur hefur starfað við fjölmiðla og markaðsmál í áratugi. Hóf ferilinn sem íþróttafréttritari á NT árið 1984 en færði sig síðan yfir á auglýsingastofu. Var markaðsstjóri Rásar 2 í nokkur ár, ráð- gjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni í ellefu ár, starfaði á Frétta- blaðinu um skeið en hefur frá 2005 rekið MediaCom. „Við starf- rækjum alhliða samskiptahús; skipuleggjum birtingar, vinnum efni á samfélagsmiðla og fleira skemmtilegt,“ segir Þórmundur, sem fylgist vel með íþróttum. Missir helst ekki af fótbolta í sjónvarpinu, allra síst þegar hans menn í Tottenham eru á vellinum. „Þrátt fyrir að vera sófakartafla hvað íþróttir áhærir hef ég gaman af allri útiveru. Er í góðum hópi sem fer í nokkurra daga göngu á hverju sumri. Síðast fórum við á Herðubreið og Snæfell og næst eru það Kverkfjöll,“ segir Þórmundur sem er kvæntur Margréti E. Lax- ness hönnuði og eiga þau þrjú börn; Berg sem er þrítugur, Einar 28 ára og Ólöfu Helgu 16 ára. sbs@mbl.is Ferðalangur Þórmundur Bergsson á ferð í Skotlandi nú um helgina. Stefnir á Kverkfjöll og Kambódíuferð Þórmundur Bergsson er sextugur í dag H alla Kolfinna Þorfinns- dóttir fæddist 25. febrúar 1949 í Nes- kaupstað og ólst þar upp. Hún var í Barna- skólanum í Neskaupstað og tók landspróf frá Gagnfræðaskólanum þar. Hún var tvö ár í Kennara- skólanum í Reykjavík og eitt ár í Íþróttakennaraskólanum á Laugar- vatni og lauk þaðan íþróttakennara- prófi með íslensku sem sérfag 1968. Kolfinna starfaði við kennslu í Neskaupstað í þrjú ár, á Akureyri í fimm ár, var skólastjóri í Álftafirði í tíu ár og kennari í Neskaupstað í tíu ár. Hún og maður hennar ráku bú- skap á Hömrum við Akureyri í sex ár og á Geithellnum í Álftafirði í tíu ár. Þau fluttu til Neskaupstaðar 1988 Kolfinna Þorfinnsdóttir íþróttakennari – 70 ára Fjölskyldan Kolfinna, sú þriðja frá vinstri í fremri röð, ásamt foreldrum sínum og systkinum. Búin að loka búðinni og keyrir um Evrópu í húsbíl Hjónin Kolfinna og Ásvaldur í einu af ferðalögum sínum. Sauðárkrókur Karen Vordís fæddist 16. júní 2018 kl. 20.45 á Akur- eyri. Hún vó 3.642 g og var 51 cm að lengd. For- eldrar eru Ómar Helgi Svavarsson og Ragnd- ís Hilmarsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.