Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
Tinna er farin frá
okkur í ævintýra-
landið þangað sem tónarnir úr
fiðlunni hennar fóru, þegar þeir
hljóðnuðu og fuglasöngurinn þeg-
ar hann þagnaði og blómailmurinn
þegar hann dofnaði.
Þar er gott að vera og við vitum
að núna líður henni vel. Hún er laus
við kvíða, verki og vanlíðan.
Það sannaðist á henni að ekki fer
alltaf saman gæfa og gjörvileiki.
Tinna Mjöll Snæ-
land Halldórsdóttir
✝ Tinna MjöllSnæland Hall-
dórsdóttir fæddist
14. desember 1992.
Hún lést 5. febrúar
2019.
Jarðarförin fór
fram 15. febrúar
2019.
Hún var falleg og góð
og hæfileikarík en hún
fékk ekki að blómstra
vegna veikinda sem
ekki tókst að ráða við.
Við munum margar
góðar og gleðilegar
stundir með henni. Við
munum hana litla fal-
lega stúlku á hátíðast-
undum í íslenskum
upphlut sem amma
Gurra gaf henni. Þegar Maron
Trausti var skírður úti í Laufási
var Tinna með dúkkuna sína og
talaði alla leiðina út eftir um það að
hún vildi biðja prestinn að skíra
dúkkuna sína. Þegar séra Pétur
Þórarinsson hafði skírt Maron
Trausta blessaði hann dúkkuna
fyrir Tinnu svo smekklega að þessi
stund varð enn hátíðlegri.
Hún spilaði á tónleikum með
sinfóníuhljómsveitinni í Glerár-
kirkju á skírdag og síðan kom hún
með fiðluna sína heim í Spóns-
gerði og spilaði fyrir okkur Menú-
ett eftir Boccarini og Hildigunnur
frænka hennar var frá sér numin
af hrifningu og aðdáun. Við mun-
um þegar hún faðmaði Sigurstein
litla Norðfjörð og hélt á honum í
fanginu svo glöð og kát nokkrum
dögum áður en hún kvaddi okkur.
Við viljum muna hana svona glaða.
Við fylgdumst með henni á erfið-
um stundum og góðum stundum
og vonuðum alltaf að hún myndi
sigra. Hún reyndi svo margt á
sinni stuttu ævi og barðist ásamt
sínum góðu foreldrum og bræðr-
um og hafði stundum sigur og
stundum ekki.
Það eru allir góðir í ævintýra-
landinu. Henni mun líða vel þar og
sú vissa dregur úr söknuði okkar.
Við trúum því að guðs friður
muni umvefja hana og sefa söknuð
hennar góðu foreldra og bræðra
og annarra í fjölskyldunni.
Ragnheiður og Bernharð.
Þrátt fyrir að hafa
oft sungið við jarðar-
farir þá er erfitt að
koma orðum að sem
hæfa.
Þessi kveðjustund er bæði per-
sónulega mjög dapurleg ásamt því
að vera ærlegt tilefni til að fagna
lífi og dugnaði einstakrar mann-
eskju sem að snerti okkur öll með
gleði og hjartayl.
Amma Erla var ástæðan fyrir
því að ég fór út í að syngja því þeg-
ar hún heyrði sönglið í mér á einni
af fjölskyldusamkomunum þá
hváði hún: „þú kannt að syngja“.
Var það nóg fyrir mig því ég
vissi að hún myndi ekki segja
þetta nema að meina það, og hér
er ég í dag í Salzburg í frægum
kór í Austurríki að syngja á tón-
leikum og í óperum.
Mér fannst alltaf að söngurinn
tengdi okkur tvö saman enda var
Amma Erla sérstaklega söngelsk.
Þannig að kvæðið sem ég kveð
er söngkveðja, kæra amma Erla,
svíf þú inn í svefninn í söng frá
vörum mér.
Bestu kveðjur til okkar allra.
Steinþór Jasonarson.
Elsku amma Erla, núna ertu
farin til afa Alla og ömmu Rósu.
Þú sem varst svo falleg með þitt
hlýja hjarta og silkimjúka hörund.
Við eigum góðar minningar í
Stekkjarkinn, elsku amma, þar
sem þú og afi tókuð vel á móti okk-
ur með hlýjum faðmi. Þið áttuð
alltaf nóg til af góðgæti, ís í fryst-
inum og nammi í skálum sem
vakti mikla lukku meðal okkar
systkinanna.
Við gleymum heldur ekki þeim
góðu minningum sem við áttum í
Krók, elsku amma, þar sem þú og
afi tókuð vel á móti okkur. Þó að
bústaðurinn væri ekki stór þá var
alltaf nóg pláss fyrir alla. Það
gleymist seint þegar afi fór með
okkur í berjamó og á meðan
hrærðir þú skyr og við fengum að
setja berin út í. Í Krók var mikið
spilað og sungið þar sem þú kunn-
ir öll helstu lög og texta. Mikið var
alltaf gaman hjá okkur.
Á jólunum stóð upp úr laufa-
brauðsgerðin og hangikjötið sem
við borðuðum saman á jóladag. Þá
var mikið hlegið og sagðar sögur
af Patreksfirði sem vakti mikla
lukku. Þú varst alltaf í þínu fínasta
pússi og nýjustu tísku og varst
alltaf eins og drottning.
Við gleymum heldur ekki þeim
stundum þegar við komum til þín í
vinnuna, þegar þú vannst í Seðla-
Erla Jóhannsdóttir
✝ Erla fæddist 22.mars 1928. Hún
lést 12. febrúar
2019.
Útför Erlu fór
fram 22. febrúar
2019.
bankanum. Þar
fengum við alltaf
djús úr vél og kökur
og var það mikið
sport.
Það var alltaf
hægt að tala við þig
um nýjustu íþrótta-
leikina í sjónvarpinu
og helstu glæpa-
þættina á RÚV. Þú
gast sagt frá heilu
bíómyndunum og
bókunum sem þú last. Þú hafðir
sérstaklega gaman af Leiðarljósi
en við vissum að það væri ekki vin-
sælt að trufla á meðan þátturinn
var.
Þú eignaðist fimm langömmu-
börn sem dýrkuðu þig og dáðu. Þú
söngst fyrir þau og sagðir þeim
sögur sem þeim fannst svo gaman
að heyra. Þér fannst svo gaman að
fá öll langömmubörnin í heimsókn
og passaðir alltaf upp á að eiga
nóg af góðgæti.
Elsku amma, þú varst svo fal-
leg að innan sem utan og við litum
svo upp til þín. Við munum seint
gleyma þínu fallega brosi og bláu
augunum þínum.
Amma, nú vitum við að þér líð-
ur vel í faðmi afa, sem þú hefur
alltaf saknað svo sárt. Við áttum
margar góðar stundir saman og
við vildum geta skrifað um þær
allar.
Við kveðjum þig með söknuði,
elsku amma okkar. Þú munt alltaf
eiga sérstakan stað í hjarta okkar.
Mér er sem leggi ég lófann
á litla höfuðið þitt,
biðjandi Guð að geyma
gullfagra barnið mitt.
(þýð. Benedikt Gröndal)
Elskum þig.
Þín barnabörn,
Erla, Jóna Kristín og
Ólafur Fannar.
„Enginn stöðvar tímans þunga
nið.“ Það er eðli lífs okkar að
margt af því, sem okkur finnst
hugljúfast, fegurst og bjartast, á
sín endalok, hverfur af sjónarsvið-
inu og er saknað. Þetta kemur í
hugann við fráfall Erlu Jóhanns-
dóttur, sem nú hefur lokið jarðvist
sinni. Hún lifir þó skært í minn-
ingunni, með svo einstaklega
bjartan, fallegan og tignarlegan
svip og fas, að eftir var tekið. Að
minnsta kosti fannst mér stund-
um að þessi svipfagra og ljúfa
mágkona mín gæti verið systir
sjálfrar Bretadrottningar, tveim-
ur árum eldri en hátignin. Að
sama skapi bar ég alla tíð mikla
virðingu fyrir henni. Hún var elst
fjögurra systra á sjö barna heimili
og sú ábyrgð, sem þeirri stöðu
fylgir, hefur áreiðanlega mótað
hana og þroskað með henni þá
umhyggju, alúð og trúfesti sem
einkenndi allt sem hún gerði, bæði
heima og síðar á vinnustöðum
utan heimilis. Það var ljúft og gef-
andi að vera í návist Erlu, njóta
velvildar, vandaðrar framkomu,
og gestrisni hennar og spjalla við
hana um margvísleg málefni.
Ævinlega lagði hún gott til mála
og gaf góð ráð, sem hún miðlaði
yfirvegað og elskulega af réttsýni
og íhygli.
Börnum okkar Helgu verður
hún minnisstæð fyrir kærleiks-
ríka framkomu sína við þau. Nú
hefur hún lokið langri og farsælli
ævi með reisn og skilur eftir góðar
minningar hjá eftirlifendum sem
þakka í söknuði fyrir allt það góða,
sem gaf af sér og miðlaði til sam-
ferðafólks síns.
Ómar Ragnarsson.
Mig langar að minnast frænku
minnar, Erlu Jóhannsdóttur, í ör-
fáum orðum. Hún var elsta syst-
irin í stórum systkinahóp þar sem
mamma mín var yngst. Það fór
ekki framhjá mér að mamma leit
mikið upp til hennar og þær áttu
yndislegt systrasamband.
Erla frænka var einstaklega
glæsileg og falleg kona, glaðvær
og brosmild og var alltaf góð við
okkur, litlu systurbörnin sín. Hún
kom t.d. nokkrum sinnum heim til
okkar og hélt heimili fyrir okkur
þegar mamma og pabbi fóru til út-
landa. Það fylgdi henni mikið ör-
yggi og ró og við krakkarnir bár-
um mikla virðingu fyrir henni.
Ég og systkinin mín fórum oft í
heimsókn til Erlu þegar við vorum
að alast upp og það var alltaf gott
að koma í Stekkjarhvamminn þar
sem hún og Alli, maðurinn henn-
ar, bjuggu ásamt þremur börnum
sínum. Alltaf var tekið vel á móti
okkur og við fengum hinar bestu
kræsingar í hvert sinn sem við
komum.
Síðustu árin átti Erla frænka
erfitt með að fara milli staða en
alltaf kom hún þó í fjölskyldu-
kaffið sem við höldum árlega á Gó-
unni og bar sig vel og var hress.
Fjölskylda Erlu frænku er ynd-
isleg og mér þykir mjög vænt um
allt hennar fólk. Ég vil þakka fyrir
allar góðu stundirnar og fyrir allt
sem Erla frænka gerði fyrir okk-
ur. Fjölskylda mín sendir börnum
Erlu, þeim Höllu, Heimi og Önnu,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Ástarkveðjur.
Ykkar frænka,
Jónína Ómarsdóttir
(Ninna).
HINSTA KVEÐJA
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þín barnabarnabörn,
Eva Lillý, Ásdís Birta,
Christian, Kristín Rósa
og Rúrik Fannar.Á framhalds-
stofnfundi
Flokks fólksins
25. mars 2016
var ég kosinn
varaformaður
flokksins. Fyrir
kosningarnar
það haust, 29.
október 2016,
vann ég að sam-
þykktum og
starfsreglum flokksins og
framboði með formanni flokks-
ins Ingu Sæland. Það framboð
skilaði flokknum 3,5% fylgi og
fjármögnun til að greiða skuld-
ir framboðsins og möguleika á
áframhaldandi starfi.
Þegar boðað var til kosninga
ári síðar, taldi ég nauðsynlegt
að styrkja framboðið með
sterkum og vel kynntum ein-
staklingum til framboðs og
beitti ég mér fyrir því að fá til
liðs við okkur dr. Ólaf Ísleifs-
son hagfræðing og Karl Gauta
Hjaltason, fyrrverandi sýslu-
mann í Vestmannaeyjum, sem
leiddu lista flokksins í Reykja-
víkurkjördæmi norður og í
Suðurkjördæmi.
Við Ólafur unnum saman
áhersluatriði flokksins í kosn-
ingabæklingnum og náði flokk-
urinn mjög góðum árangri í
kosningunum eða 6,9% at-
kvæða. Allt gerðist þetta með
góðri frammistöðu frambjóð-
enda og góðs kosningastjóra
Edithar Alvarsdóttur og mjög
margra dyggra stuðnings-
manna og sérstakri frammi-
stöðu formanns flokksins í
sjónvarpinu kvöldið fyrir kosn-
ingar, með sínu „útspili“. Karl
Gauti náði hæsta atkvæðahlut-
falli af þeim fjórum, sem kjörn-
ir voru alþingismenn, með
8,9% atkvæða.
Þingstörfin og
landsfundur flokksins
Við upphaf þingstarfa var
Ólafur kosinn þingflokksfor-
maður og Karl Gauti til vara.
Lögðu þeir fram vönduð laga-
frumvörp, þingsályktanir og
fyrirspurnir til ráðherra, svo
eftir var tekið. Leyfi ég mér að
fullyrða að frumvörp Ólafs um
tangarsókn gegn verðtrygg-
ingunni, lyklafrumvarp og
hækkun skattleysismarka í 300
þús kr. á mánuði, hafi verið
þýðingarmestu mál þingsins
fyrir þá sem verst eru settir.
Kostnaðarauki við hækkun
skattleysismarka var lítið
hærri en framkomnar skatta-
lækkunartillögur Sjálfstæðis-
manna á millitekjur.
Sat ég marga þingflokks-
fundi og varð aldrei var við
annað, en að þingflokkurinn
starfaði saman einhuga. Rætt
var um málflutning og fólk
boðað til fundar við þingflokk-
inn, til að fylgja eftir baráttu-
málum öryrkja og þeirra eldri
borgara, sem verst eru settir.
Auk þessa mættu þingmenn-
irnir á sunnudagsfundum
flokksins í „vöfflukaffið“ og
fræddu fundarmenn um þing-
störfin og svöruðu fyrir-
spurnum. Karl
Gauti gaf út
„Vöfflufréttir“,
lítið fréttablað um
þingstörfin, sem
hann afhenti á
þessum fundum,
sem fundarmenn
biðu spenntir eftir
að fá.
Á landsfundi
flokksins 8.-9.
september sl.
báru þessir tveir
þingmenn uppi málefnastarfið.
Ólafur hafði framsögu fyrir
stjórnmálaályktun flokksins og
ályktun efnahags- og utan-
ríkisnefndar og Karl Gauti
hafði framsögu fyrir ályktun
allsherjarnefndar. Þessar
ályktanir má lesa á heimasíðu
Flokks fólksins. Hinir þing-
menn flokksins störfuðu eink-
um í velferðarnefnd. Engin
ályktun frá störfum þeirrar
nefndar var birt á heimasíð-
unni.
Klaustursmálið og
afleiðingarnar
Ólögleg upptaka 20. nóv-
ember sl. á veitingahúsi, sem
kom fram átta dögum síðar,
nær samhljóða í upptöku á
þremur fjölmiðlum, klippt og
valið út, það sem ósmekklegast
var frá tveimur ölvuðum
mönnum, en sleppt flestu öðru,
sem kom frá hinum, ótímasett
hvenær talað var og hverjir
væru þá viðstaddir. Sex þing-
menn sakfelldir og þingforseti,
sem bað síðan afsökunar á
framferði þeirra allra, óháð því
hvað menn sögðu eða þögðu.
Ég hef áður greint frá því
hvers vegna þingmenn Flokks
fólksins voru þarna. Þeim hafði
m.a. ofboðið siðleysi formanns
flokksins, sem vildi hafna mót-
töku hækkaðra fjárframlaga til
stjórnmálaflokka en um leið að
taka við þeim fjármunum fyrir
hönd flokksins. Eftir þá uppá-
komu sem þar varð, hittu þeir
Miðflokksmenn að loknum
málflutningi á þingi, á um-
ræddu veitingahúsi, þar sem
ekkert var eftir þeim haft til
hnjóðs og því síður að þeir ætl-
uðu að ganga til liðs við Mið-
flokkinn. Af þessu óljósa tilefni
var þeim vikið úr Flokki fólks-
ins af formanni og meirihluta í
sjö manna stjórn. Slíkur brott-
rekstur úr flokki á sér ekki for-
dæmi í lýðræðisríki!
Fyrir eindregna áeggjan
skrifstofustjóra Alþingis sögðu
þeir sig úr þingflokknum. Ég
tel að skrifstofustjórinn hafi
þar farið út fyrir sitt starfssvið
og skjöplast í túlkun sinni á
þingskaparlögum. Enginn gat
rekið þá úr þingflokknum, að-
eins meirihluti þingflokksins
sjálfs, sem var ekki fyrir hendi
í þessu tilviki. Síðan gerist það,
að þingforseti útilokar þessa
tvo þingmenn frá umræðu í
upphafi þingfundar eftir jóla-
leyfi, þrátt fyrir að þeir hafi
fengið boð skrifstofustjóra um
þátttöku og svarað því já-
kvætt.
Sóknarfærið
Við þessar aðstæður taldi ég
einsýnt að góð málefnabarátta
þeirra ynnist ekki utan flokka
og því síður með stuðningi
tveggja þingmanna Flokks
fólksins. Þegar þingforseti
hafnaði því að dr. Ólafur Ís-
leifsson fengi að tala fyrir hönd
tveggja þingmanna utan
flokka, með þeirri skýringu að
honum hefði ekki borist óskir
um það, þá óskaði ég eftir
fundi með formanni Miðflokks-
ins, Sigmundi Davíð Gunn-
laugssyni, til að ræða um
hugsanlega komu þessara
þingmanna til Miðflokksins
með þau mál, sem þeir hefðu
flutt á landsfundi flokksins. Að
loknum tveimur fundum full-
vissaði Sigmundur mig um að
þessum málum yrði fylgt eftir
af Miðflokknum, kæmu þeir til
liðs við flokkinn.
Í framhaldi fór ég á sunnu-
dagsfund 3. febrúar hjá Flokki
fólksins til þess að kanna
möguleika á því að brottvikn-
ing þeirra yrði dregin til baka.
En umræða þar bar engan ár-
angur. Því átti ég fundi með
þeim Ólafi og Karli Gauta, þar
sem ég hvatti þá til að ganga til
liðs við Miðflokkinn og undir-
búa það með kjósendum sínum
að þeir myndu hefja nýja sókn
með þeim flokki. Þeir tóku
misvel undir það. Karl Gauti
sagðist aldrei hafa hugsað sér
annað en að vinna fyrir Flokk
fólksins að þeim málum sem
hann hefði borið fram og talað
fyrir. Niðurstaða þeirra varð
fyrst ljós 20. febrúar sl. um að
þeir myndu vilja hefja nýja
sókn með Miðflokknum á
grundvelli samkomulags um
málefnin.
Kjósendur flokksins eiga
flokkinn með málefnunum,
sem flutt eru hverju sinni af
talsmönnum flokksins, en ekki
formaður flokksins. Ólafur og
Karl Gauti hafa einarðlega í
ræðum og blaðagreinum fylgt
eftir baráttumálum flokksins
og því vil ég skora á kjósendur
flokksins, að fylgja þessum
tveimur frábæru þingmönnum
til áframhaldandi baráttu inn-
an Miðflokksins fyrir góðum
málefnum til hagsbóta fyrir
land og þjóð.
Kjósendur flokksins eiga
flokkinn með málefnunum,
sem flutt eru hverju sinni, en
ekki formaður flokksins. Ólaf-
ur og Karl Gauti hafa fylgt eft-
ir baráttumálum flokksins.
Fylgjum þeim til þeirrar bar-
áttu.
Ný sóknarfæri fyrir
kjósendur Flokks fólksins
Eftir Halldór
Gunnarsson
Halldór Gunnarsson
»Kjósendur
flokksins eiga
flokkinn með mál-
efnunum en ekki
formaður flokksins
sem prókúruhafi.
Ólafur og Karl
Gauti hafa fylgt
málefnunum.
Fylgjum þeim.
Höfundur er fyrrverandi
sóknarprestur í Holti.
Móttaka aðsendra greina
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og
höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leið-
beiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í
kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar
allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.