Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 14

Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019 Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is 25. febrúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.39 119.95 119.67 Sterlingspund 155.38 156.14 155.76 Kanadadalur 90.29 90.81 90.55 Dönsk króna 18.132 18.238 18.185 Norsk króna 13.839 13.921 13.88 Sænsk króna 12.753 12.827 12.79 Svissn. franki 119.22 119.88 119.55 Japanskt jen 1.0763 1.0825 1.0794 SDR 166.05 167.03 166.54 Evra 135.32 136.08 135.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.3232 Hrávöruverð Gull 1335.05 ($/únsa) Ál 1857.5 ($/tonn) LME Hráolía 66.96 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Kínverski fjarskiptarisinn Huawei kynnti í gær síma með samanbrjótan- legum skjá, aðeins fjórum dögum eftir að Samsung sýndi síma með sömu eiginleikum. Síminn, Mate X, styðst við þráðlausa fimmtu kynslóðar farsímatækni sem verið er að virkja til notkunar um heim allan, að sögn Richards Yus, forstjóra Huawei. „Verkfræðingar okkar unnu að þróun þessa skjás í rúm fjögur ár,“ sagði hann við kynningu símans í Barcelona í gær, en þar hefst í dag fjögurra daga al- þjóðleg farsímatæknisýning. Síminn kemur á markað á miðju ári og verðmiðinn á honum í Evrópu er 2.299 evrur, jafnvirði um 312 þúsund króna. Yu játti á blaðamannafundinum að síminn væri „rándýr“ og sagði fyrir- tækið vinna að því að ná verðinu niður. agas@mbl.is Fjarskiptarisinn kínverski Huawei kynnir 5G-síma Mate X Er með samanbrjótanlegum skjá og kemur á markað á miðju ári. AFP STUTT Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Okkar aðkoma að þessu máli er sú að sprotafyrirtækið Flygildi kom að máli við okkur og óskaði eftir samstarfi við þróun hins nýstárlega fuglsdróna, sem hugsaður er m.a. sem vopn í baráttu við fugla á flug- völlum. Það er mikilvægt viðfangs- efni hjá okkur og reyndar úti um allan heim, að fæla fugla frá flug- völlum.“ Þannig mælir Ingólfur Gissurar- son, flugvallarstjóri á Reykjavíkur- flugvelli, við Morgunblaðið, en í ViðskiptaMogganum sl. fimmtudag var fjallað um sprotafyrirtækið Flygildi, sem hannar svonefndan fuglsdróna og hefur tryggt sér tug- milljóna fjárfestingu til þess að hefja markaðssókn með hann er- lendis. Ingólfur segir að með fjöl- breyttri dýralífsstjórnun hafi fugl verið fældur frá Reykjavíkurflug- velli sem öðrum flugvöllum. Liður í því hafi verið að gera búsvæðið óaðlaðandi fyrir fuglinn. Alls konar aðferðum hafi verið beitt. Notaðar hafi verið ýlur, púðurskot, hljóð- merki, hundar og fálkar svo nokk- uð sé nefnt. „Með fuglsdrónanum óvenjulega er verið að líkja eftir ránfugli og hægt verður að fjar- stýra honum. Erfitt geti verið að brúka dýr við fælinguna því þau eru nokkuð sjálfstæð og fara kannski annað en menn vilja“. Flygildi hins samnefnda fyrir- tækis er enn á þróunarstigi og seg- ir Ingólfur Reykjavíkurflugvöll koma að málinu þegar farið verði að prófa það. „Að því er stefnt í sumar eða haust og við munum bjóða þeim alla þá aðstöðu sem þeir þurfa, þeim að kostnaðarlausu. Reykjavíkurflugvöllur er þannig í sveit settur nálægt Tjörninni að þar er mikið fuglalíf sem við erum stöðugt að reyna að halda frá vell- inum svo þeir ógni ekki flugi flug- véla. Með þessari viðbót má segja að við séum að efla varnirnar enn frekar,“ segir Ingólfur. Hann bætir því við að með grein- ingu á fuglum við Reykjavíkurflug- völl og hegðan á grundvelli búsetu- stjórnar liggi fyrir vitneskja um hvað sé að gerast á vallarsvæðinu. „Með búsetustjórninni getum við síðan greint hvort fuglsdróninn hefur áhrif eða ekki. Af því að við þekkjum atferli dýranna í kringum flugvöllinn sjáum við hvort þessi viðbót hefur áhrif eða ekki – og það hjálpar til við þróun drónans.“ Spurður hvort fuglar á og við flugvelli séu mikið vandamál er Ingólfur skjótur til svars. „Já, það er svo. Við höfum kannski sloppið blessunarlega vel miðað við að ár- lega verður milljarða tjón á flug- völlum úti um allan heim vegna fugla sem rekast á flugvélar. Þetta er mikið vandamál. Hér á Reykja- víkurflugvelli hefur ekki orðið tjón vegna fugla um árabil en þó eru dæmi um atvik þar sem fugl hefur farið í flugvélar á flugi. Okkur hef- ur tekist mjög vel með fjölbreyttri fælingu að halda hættunni niðri.“ Spurður hvenær flugvélum sé mest hætta búin af fuglum segir Ingólfur hana langmesta þegar nýjar flugvélar koma inn til lend- ingar. „Fuglarnir þekkja hraða véla sem lenda að staðaldri á vell- inum. Svo kemur ný flugvél, með nýjum hljóðum og á öðrum hraða, þá er oftast meiri hætta á að styggð komi að fuglinum. Við pöss- um okkur á því að fæla ekki fugl- inn rétt fyrir flugtak og lendingu því betra er að hann sitji kyrr á sínum stað en að fljúga upp,“ segir Ingólfur. Með eigin aðferðafræði, sem samin var í samstarfi við yfirvöld, njóta áætlunarflugvellir á Íslandi ákveðinnar undanþágu til að fæla fugl og fækka honum, sem Ingólfur segir algjöra nauðsyn þegar fugl- inn hætti að bregðast við fælingu. Aðferðafræðin er í grófum dráttum þessi; fyrst er reynt að beita bú- svæðastjórnun, því næst er fuglinn fældur og að lokum er gripið til neyðaraðgerða að fækka einum og einum fugli til að efla áhrif fæling- arinnar. „Fuglar eru stórgáfuð dýr. Þeir vita nákvæmlega hvað er á ferðinni og hvort þeir eigi að taka tillit til þess eða ekki. Við höfum reynt ýmislegt á þá, til dæmis loftbyssur. Þeir fældust þær í fyrstu en færðu sig svo bara undir byssurnar þar sem þeir vissu að önnur dýr færu ekki nærri þeim og þeir töldu sig því hólpna þar. Við þekkjum hverja einustu fuglategund á hverjum velli fyrir sig, þekkjum athafnir þeirra, sem breytast frá ári til árs og við reynum að bregðast við til að afstýra flughættu.“ Ingólfur segir að lokum, að þótt atvikin séu fá og sjaldgæf sé alltaf hætta fyrir hendi af fuglum á flug- brautum og við þær. „Við reynum alltaf að fæla fuglinn og koma hon- um frá í stað þess að skjóta á hann. Af honum stafar alltaf hætta sem við verðum að bregðast við til að tryggja öryggi. Gerum við ekki neitt er voðinn vís.“ Fuglsdróni verður senn próf- aður á Reykjavíkurflugvelli Ljósmynd/flygildi.is Fuglsdróni Flugprófanir með drónann hefjast í sumar eða haust á Reykjavíkurflugvelli. Fjarstýrður » Með fuglsdrónanum er verið að líkja eftir ránfugli og hægt verður að fjarstýra honum. Erfitt getur verið að brúka lif- andi dýr við fælinguna. » Flygildi fær aðstöðu til próf- unar og þróunar fuglsdrónans á Reykjavíkurflugvelli í sumar eða haust. » Fuglarnir eru stórgáfuð dýr. Þeir vita nákvæmlega hvað er á ferðinni og hvort þeir eigi að taka tillit til þess eða ekki.  Efla varnirnar enn frekar gegn fuglalífi við Reykjavíkurflugvöll að sögn flugvallarstjóra Viðskipti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.