Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íbyrjun þess-arar viku stóðtil að breska
þingið greiddi rétt
einu sinni atkvæði
um ráðgefandi álit
tengt útgöngu
Breta úr ESB. May forsætis-
ráðherra hefur nú frestað
þeirri atkvæðagreiðslu og ætl-
ar að freista þess enn að fá
ESB til að gefa nægilega eftir í
„útgönguskilmálum“ til að
þingið treysti sér til að sam-
þykkja þá. Minnir þetta spil
meir á lönguvitleysu en nokk-
urt annað spil.
Búrókratarnir í Brussel hafa
margítrekað að samningum sé
lokið og þeim verði ekki breytt
og forsætisráðherrann skuli
hætta að knýja dyra í klúbbi
sem hún er að yfirgefa. Undir
þetta taka margir Bretar. En
sumir segja að þessar endur-
teknu fýluferðir forsætisráð-
herrans séu ekki endilega út í
hött. Því nú hafi slagurinn snú-
ist upp í „störu“ og ekki þurfi
oft að líta á frú May til að vita
að sú geti starað óendanlega.
Merki sjáist um að Merkel
kanslari verði áhyggjufyllri
með hverjum degi sem líður.
Hún sé fræg fyrir „u-beygjur“ í
því ástandi. Þannig hafi kansl-
arinn kúvent kjarnorkustefnu
landsins á einni nóttu eftir að
flóðalda lenti á japönsku kjarn-
orkuveri með skelfilegum af-
leiðingum. Merkel snerist þótt
Þýskaland sé ekki eyja fyrir
opnu hafi eins og eyríkið
Japan. Sama gerðist þegar
kanslarinn kúventi í innflytj-
endamálum og hleypti inn
milljón manns. Þeir sem binda
vonir við slíkan kollhnís kansl-
arans nú benda á að efnahags-
horfur Þýskalands séu afleitar
og Merkel viti að brexit án út-
göngusamnings geri illt verra
fyrir Þjóðverja og meginlandið.
Og sömu benda á að þótt látið
sé eins og ESB sé samband
fullvalda ríkja þá séu hin ríkin
ekki fullvalda nema innan
þeirra marka sem Þýskalandi
henti. Frakkland fái oft aukið
svigrúm og þá sé upp talið.
Blikki „bundeskanzler“ sé
störukeppni lokið með tapi
ESB.
Norðan sunds eru mikil átök
og stóru flokkarnir tveir nötra.
Þegar hafa á annan tug þing-
manna sagt sig úr flokkunum
tveimur og myndað „óháðan
hóp“ en ekki flokk. Ekki enn
segja þeir. Flokkur þurfi for-
ingja og ekki sé víst að for-
ingjaefnið sé enn mætt. Þar
eru nú sjö fyrrverandi með-
limir Verkamannaflokksins og
þrír frá Íhaldsflokki. Einn
þingmaður hefur sagt sig úr
Verkamannaflokknum en ekki
gengið enn í hóp óháðra.
Það er andstaða við brexit
sem tengir hóp óháðra saman.
Íhaldsmennirnir
nefna aðeins úr-
sögnina til sögu.
Þeir segja ófært að
fara úr ESB án út-
göngusamnings en
telja að úrsögnin
hafi verið ótæk hvað sem öllu
öðru líður. Meirihluti þjóðar-
innar hafi tekið ranga ákvörð-
un.
Þingmennirnir sem fóru úr
Verkamannaflokknum eru enn
andvígir úrsögn úr ESB. En
þeir nefna fleiri atriði. Þeir
fullyrða að gyðingahatur fari
vaxandi innan flokksins, og
þeir gagnrýna harðlega afstöðu
Corbyns formanns til atburða í
Venesúela og meintra eitur-
efnaárása Rússa á fyrrverandi
njósnara sína í Bretlandi. Sá
útgöngumanna úr flokknum,
sem hefur ekki gengið enn í
„hópinn“, segir að Corbyn sé
óhæfur og til skammar sem
leiðtogi.
Óumdeilt er að Verka-
mannaflokkurinn hefur færst
mjög til vinstri undir forystu
Corbyns. Og sú afstaða hans
hefur dregið fjölda félaga inn í
flokkinn. Grasrótin stendur því
fast með sínum róttæka for-
manni. Þess vegna mistókst til-
raun til að velta formanninum
sem var þó studd af fjölda þing-
manna. Þessi hópur og þeir
sem fylgdu Blair fast á sínum
tíma segja óhugsandi að Verka-
mannaflokkurinn fái tækifæri
til að mynda stjórn á meðan
Corbyn leiði hann. Klofningur
af þessu tagi hefur sést áður í
Verkamannaflokknum. Fyrir
tæpum 40 árum gerðu þunga-
vigtarmenn í miðju Verka-
mannaflokksins uppreisn. Þar
fóru menn á borð við David
Owen fyrrverandi utanríkis-
ráðherra og Roy Jenkins vara-
leiðtoga Verkamannaflokksins.
Þeir stofnuðu jafnaðar-
mannaflokk sem náði verulegu
flugi og fylgi og vann m.a.
frækilegar aukakosningar um
þingsæti. Þeir fóru gegn mjög
vinstrisinnuðum leiðtoga,
Michael Foot. En breska kosn-
ingakerfið gerir uppreisnar-
mönnum lífið mjög erfitt. Þeir
sem fordæma þennan sögu-
fræga klofning segja hann hafa
tryggt frú Thatcher og John
Major völd í Betlandi í meira
en hálfan annan áratug. Þeir
sem verja klofninginn segja að
flokkurinn hafi verið á eyði-
merkurgöngu og hún hafi
tryggt völd járnfrúarinnar.
Klofningurinn hafi hins vegar
hjálpað til lengdar og tryggt að
miðjumaður eins og Tony Blair
og Verkamannaflokkurinn
vann glæsilega í þrennum
kosningum í röð. Þess má geta
að Blair er nú ákafur ESB-
sinni en Owen lávarður fylgj-
andi því að Bretar yfirgefi
ESB.
Framkvæmd ákvörð-
unar breskra kjós-
enda er með ein-
dæmum óhöndugleg}
Kál kjósenda ósopið
Þ
að vita allir sem vita vilja að
Flokkur fólksins var stofnaður
til að berjast gegn þjóðar-
skömminni fátækt. Aldrei rugl-
um við saman meðaltölum við
raunveruleika þeirra sem berjast í bökkum
og ná ekki endum saman frá mánuði til mán-
aðar. Krafa Flokks fólksins hefur ætíð verið:
Hættið að skattleggja fátækt! Það breytir
engu hversu fallegt OECD-excelskjalið lítur
út sem fjármálaráðherra verður svo tíðrætt
um og segir að við höfum það best í heimi.
Staðreyndin segir okkur að þúsundir og
aftur þúsundir Íslendinga eru skattlagðir til
sárrar fátæktar.
Frá því Flokkur fólksins var stofnaður ár-
ið 2016 hafa helstu baráttumál hans verið að lágmarks-
laun væru ekki undir 300.000 kr. á mánuði, skatta- og
skerðingalaust, og að húsnæðisliðurinn yrði tekinn út úr
vísitölunni. Hugsið ykkur bara að húsnæðisliðurinn sem
látinn er fylgja með í útreikningum neysluvísitölunnar
frá mánuði til mánaðar hefur kostað 172,5 milljarða
króna í hækkuðum skuldum íslenskra heimila eftir hrun.
Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að það stefn-
ir í gríðarleg átök á vinnumarkaðnum. Á hvaða vegferð
er ríkisstjórn sem lætur ákall samborgara sinna sem
vind um eyru þjóta, þegar hún hefur það í hendi sér að
leiðrétta það misrétti og þá vinnuþrælkun sem allt of
margir búa við. Hún getur lægt þá stigvaxandi ólgu rétt-
látrar reiði sem nú vex í samfélaginu og verður stærri
með hverjum deginum sem líður.
Við biðum öll með öndina í hálsinum eftir útspili ríkis-
stjórnarinnar sem vonir stóðu til að myndi
liðka verulega til við samningaborðið.
Á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu
hinn 19. febrúar sl. kynnti frjármálaráðherra
svo tillögur ríkisstjórnarinnar að breytingum
á tekjuskattskerfinu. Fram kom að sam-
kvæmt hinu nýja kerfi yrði skatthlutfall fyrsta
þreps 32,94 prósent. Persónuafsláttur yrði
56.477 krónur á mánuði og þar með skattleys-
ismörk 159.174 krónur á mánuði.
Markmið ríkisstjórnarinnar er nú að hefja
skattlagningu fátæktar þegar tekjur hafa náð
159.174 kr. á mánuði. Ekkert útspil frá ríkis-
stjórninni í þá átt að taka húsnæðisliðinn út úr
vísitölunni. Ekkert um að taka skrefið til móts
við okkar minnstu bræður og systur og hætta
að skattleggja tekjur undir 300.000 krónum. Enn og aft-
ur eru skilaboðin skýr. Bognu bökin mega bogna meira.
Einn ágætur sjálfstæðismaður tjáði mér á dögunum
að menn héldu mannlegri reisn með því að taka þátt í
samneyslunni og borga skatta. Ég segi á móti: Hvaða
mannlega reisn felst í því að geta ekki brauðfætt fjöl-
skylduna sína í lok mánaðarins? Hvaða mannlega reisn
felst í vonleysinu sem fylgir því að vinna eins og þræll
myrkranna á milli og ná aldrei endum saman þrátt fyrir
að horfa í hverja einustu krónu?
Nú er það á valdi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur
að koma í veg fyrir yfirvofandi verkföll með ófyrirséðum
afleiðingum fyrir allt þjóðarbúið. Það er á hennar valdi
að við getum hér öll lifað með reisn.
Inga Sæland
Pistill
Réttlátara samfélag fyrir alla
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Óvátryggðum ökutækjum íumferðinni virðist lítið hafafækkað á umliðnum árumsamkvæmt nýjum tölum
Samgöngustofu en refsivert er að
hafa ökutæki óvátryggð. Tilkynn-
ingar um ótryggð ökutæki sem berast
Samgöngustofu hafa verið í kringum
sjö þúsund á hverju ári og er það nán-
ast sami fjöldi og árið 2012 þegar
greint var frá því í fréttaskýringu hér
í blaðinu að ótryggð ökutæki væru þá
talin vera hátt á sjöunda þúsund tals-
ins, þar af um 1.500 dráttarvélar.
Vátryggingafélögin tilkynna til
Samgöngustofu ef vátryggingar öku-
tækja falla úr gildi og lögreglan á að
taka skráningarmerki af þeim en í
mörgum tilvikum bregðast eigendur
þá við og ganga frá tryggingu bif-
reiðanna eða þeirra ökutækja sem um
ræðir. Þrátt fyrir það er mikill fjöldi
ótryggðra ökutækja í umferðinni.
Jónas Guðmundsson, sýslumað-
ur á Vestfjörðum, birtir nýjar tölur
frá Samgöngustofu um fjölda öku-
tækja sem tilkynnt hafa verið til Sam-
göngustofu og eru enn skráð óvá-
tryggð í ökutækjaskrá, í umsögn til
efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis við frumvarp fjármálaráðherra
um ökutækjatryggingar. Þar kemur
fram að frá árinu 2010 og til 20. febr-
úar síðastliðins er samtals 12.451 öku-
tæki sem tilkynnt hefur verið enn
skráð óvátryggt. Jónas birtir líka svar
sem hann fékk frá Ríkislögreglu-
stjóra um afskipti lögreglu vegna óvá-
tryggðra ökutækja frá 2016 til 2018.
Þar má sjá að á seinasta ári var fjöldi
skráðra brota hjá lögreglu vegna
þessa 882 í fyrra og 888 árið á undan.
Skráningarmerki voru tekin af 726
ökutækjum í fyrra vegna vanskila á
vátryggingu og er þar eingöngu um
að ræða tilvik þar sem ekki var um
önnur skráð brot að ræða.
Þörf á vantryggingargjaldi
Jónas hefur um árabil hvatt til
þess að tekið verði upp vantrygging-
argjald sem lagt verði á þá sem van-
rækja að vátryggja bíla sína eða önn-
ur skráningarskyld ökutæki. Samtök
atvinnulífsins og fleiri taka í sama
streng. Í umsögn SA segir að mikil-
vægt sé að setja á fót vantryggingar-
gjald á óvátryggð ökutæki. Bent er á
að í greinargerð með frumvarpinu
komi fram að ,,ekki hafi verið lögð til
ákvæði um vantryggingargjald í
þessu frumvarpi en það sé til skoð-
unar í ráðuneytinu að fela starfshópi
að fara yfir og greina nánar hvort
fýsilegt sé að taka upp sérstakt van-
tryggingargjald hér á landi. SA
leggja áherslu á að sú vinna fari fram
og að ákvæði þess efnis verði sett inn
í lögin“.
Alþjóðlegar bifreiðatryggingar á
Íslandi ábyrgjast og gera upp tjón af
völdum ótryggðra ökutækja. Fram
kemur í umsögn Samtaka fjármála-
fyrirtækja að kostnaður vátrygginga-
félaganna vegna uppgjöra á tjónum
sem verða vegna óvátryggðra öku-
tækja sé áætlaður rúmlega 90 millj-
ónir kr. árlega. „Þá er búið að taka til-
lit til innheimtu endurkrafna sem
skila einungis 5-10 [milljónum kr.] ár-
lega eða um 7-8%. Einnig er ótalinn
kostnaður af tjónum sem greinin ver
vegna óþekktra ökutækja en þar get-
ur árlegur greiddur kostnaður numið
allt að 50 [milljónum kr.] sé miðað við
reynslu hin seinni ár. Það er ljóst að
núverandi kerfi vegna óvátryggðra
ökutækja virkar ekki sem skyldi og
hefur augljósa vankanta sem er hægt
að færa til betri vegar,“ segir þar.
Samtök ferðaþjónustunnar
átelja í umsögn að í frumvarpinu sé
ekki með skýrum hætti kveðið á um
viðurlög gagnvart eigendum eða um-
ráðamönnum óvátryggðra ökutækja.
Ekkert lát á fjölda
ótryggðra ökutækja
Morgunblaðið/Hari
Bílar Bent hefur verið á að oft er erfitt að hafa uppi á ótryggðum ökutækj-
um til að klippa af þeim númerin en það var gert í yfir 700 tilvikum í fyrra.
Í frumvarpi fjármála- og efna-
hagsráðherra um ökutækja-
tryggingar er m.a. mælt fyrir
um bótaábyrgð vegna tjóns af
völdum vélknúinna ökutækja
og að lögfest verði ný ákvæði
sem eiga að tryggja enn frek-
ar réttaröryggi vegna tjóna af
völdum vélknúinna ökutækja.
Er m.a. lögð til rýmkun á
fyrningarreglum en í dag
fyrnast allar kröfur á fjórum
árum frá lokum þess alman-
aksárs sem kröfuhafi fékk
vitneskju um kröfu sína og
átti þess fyrst kost að leita
fullnustu hennar. Kröfurnar
fyrnast þó í síðasta lagi á tíu
árum frá tjónsatburði. ,,Í
frumvarpinu er lagt til að
fjögurra ára fyrningarfrestur
eigi ekki við um bætur vegna
líkamstjóns heldur að þær
kröfur fyrnist á tíu árum,“
segir í greinargerð. Þá á að
skoða betur hvort taka eigi
upp vantryggingagjald eða
önnur úrræði vegna van-
tryggðra ökutækja.
Kröfur fyrnist
á 10 árum
RÝMRI FYRNINGARREGLUR