Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 9
9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. | Eiðistorgi 17 | 170 Seltjarnarnesi | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi
Spánarheimilis ásamt viðtölum við Þórhall Sigurðsson
og erlenda byggingaverktaka á Torrevieja svæðinu.
Þátturinn verður
endursýndur um helgina.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar
í kvöld kl. 20.00
• Laddi leikur golf á Campoamor
• Glæsilegar fasteignir kynntar
• Heimsókn á svæðið norðan
Benidorm
• Heilbrigðisþjónusta á Spáni
í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá
Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld
Spánn – þitt annað heimili? Síðari hluti
Kjaradeilur
Gunnlaugur Snær Ólafsson
Snorri Másson
Nokkra athygli hefur vakið að
ágreiningur virðist vera milli Efling-
ar og Samtaka atvinnulífsins um
hverjar launakröfur Eflingar eru í
yfirstandandi kjaraviðræðum. Virð-
ist skýringin vera falin í forsendum
hlutfallsreikninga, meðal annars fal-
in í því hvort taka skuli tillit til lág-
markstekjutryggingar í forsendum
útreikninganna, eftir því sem Morg-
unblaðið kemst næst
Efling gerir kröfu um að lægstu
laun fyrir dagvinnu verði hækkuð í
425 þúsund krónur á mánuði fyrir
fullt starf. Lægsti taxti samkvæmt
gildandi launatöflu er 266.735 krón-
ur sem kallar á 158.265 króna hækk-
un taxta til þess að ná 425 þúsund
krónum, sem samsvarar 59% hækk-
un líkt og Samtök atvinnulífsins hafa
haldið fram. Efling hefur fyrir sitt
leyti haldið því fram að krafa þeirra
sé að lægstu laun verði hækkuð úr
300 þúsund krónum í 425 þúsund
sem kallar á 41% hækkun launa.
Hins vegar taka þeir útreikningar
mið af 300 þúsund króna lágmarks-
launatryggingu sem byggist ekki á
dagvinnulaunum, heldur töxtum
undir þeirri upphæð en með tilheyr-
andi álagsgreiðslum.
Forsendur SA
Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, telur einu skýringu á
því að hægt sé að fá mismunandi
niðurstöðu við útreikning sömu
launakröfu vera þá að launakröfurn-
ar séu settar fram með óskýrum
hætti, sem leiði til þess að sá sem
hyggst leggja í útreikninga er tengj-
ast umræddum kröfum verður að
gefa sér einhverjar forsendur fyrir
þeim útreikningum.
„Við erum bara að reikna út launa-
töfluna, við erum ekki að reikna út
annað. Í launakröfu þeirra er talað
um fjögurra daga vinnuviku, við
erum ekkert að tala um það, við er-
um að tala um kröfu um launatöflu
sem sett er fram 10. október af
Starfsgreinasambandinu, þar með
Eflingu,“ útskýrir Hannes er hann
er spurður um forsendur útreikn-
inga Samtaka atvinnulífsins.
Þá gera samtökin einnig ráð fyrir
að krafa viðsemjenda sé að sjá 1,5%
bil milli launaflokka og 2% milli
aldursþrepa, eins og hefur komið
fram í viðræðum við Starfsgreina-
sambandið. Á þessum grunni verður
minnsta hækkun byrjunarlauna
lægsta launaflokks 59%, en sú hæsta
efsta aldursþreps efsta flokks eða
um 82%. „Þetta er það eina sem við
höfum reiknað,“ segir Hannes.
Forsendur Eflingar
„Við höfum talað um að 425 þús-
und séu lágmarkslaun og það séu
grunnlaun,“ segir Viðar Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri Eflingar.
„Við berum það saman við 300 þús-
und króna töluna, sem að vísu í dag
er í formi lágmarkstekjutryggingar.
Við hugsum þetta þannig að þetta sé
hækkun lágmarkslauna úr 300 þús-
und í 425 á þriggja ára tímabili,“ út-
skýrir hann.
Útreikningar félagsins sem birtir
voru á heimasíðu þess taka hvorki
tillit til launaflokka sem voru í síð-
ustu kjarasamningum, né þrepa er
tengjast starfsaldri. Í stað þess er
miðað við hver 100 þúsund frá 300
þúsundum í 2 milljónir króna, auk
2,5 milljóna króna. Þá er aðeins gert
ráð fyrir 42 þúsund króna hækkun
launa á hverju ári í þrjú ár á hverju
launastigi sem er ekki í samræmi við
launatöflu.
Viðar sagði í samtali við mbl.is fyr-
ir helgi að launakröfurnar væru ekki
endanlega útfærðar á grundvelli
launataflna. Ekki er vitað hvort Efl-
ing fer fram á breytingu á launatöflu
í takt við hugmyndir Starfsgreina-
sambandsins, en eins og fyrr segir
var það ein forsenda fyrir útreikn-
ingum Samtaka atvinnulífsins.
Útreikningar þrætuepli
Forsendur útreikninga skýra misræmi í niðurstöðum Forsendur SA byggjast á
launatöflu og hækkunum innan hennar Efling miðar við lágmarkstekjutryggingu
Morgunblaðið/Ómar
Gulvestungar Þó nokkur fjöldi tók þátt á kröfufundi á Austurvelli undir
merkjum gulu vestanna á laugardag, en mikill hiti er orðinn í kjaradeilunni.
Hilmar Harðar-
son, formaður
Samiðnar, fékk
heimild frá
samninganefnd
Samiðnar á
föstudag til þess
að vísa kjara-
deilu félagsins til
ríkissátta-
semjara. Hilmar
sagði í gær-
kvöldi í samtali við Morgunblaðið
að viðræðurnar þokuðust í rétta
átt.
„Við ætlum að halda áfram við-
ræðunum við SA,“ sagði hann. Í
dag ræður hann ráðum sínum með
þeim félögum sem Samiðn hefur
verið í samfloti með, RSÍ, Grafíu
og VM meðal annarra, og tekur
ákvörðun um hvort hann nýtir
fengna heimild til þess að vísa
deilunni til sáttasemjara.
Fyrst og fremst millitekju-
hópar í félaginu
Hann telur ekki ólíklegt að svo
verði en telur samt „alltaf best að
reyna að ná samningum sjálfir“.
Hann útilokar ekki að samningar
gætu náðst bráðlega en slær engu
föstu. Augljóst sé þó að málum
þoki áfram í viðræðunum: „Annars
værum við búnir að slíta,“ segir
hann. Aðstæður til samninga horfi
öðruvísi við hans félagi þar sem í
því séu fyrst og fremst millitekju-
hópar, ólíkt því sem er hjá þeim
félögum sem nú boða verkföll.
Þokast í
rétta átt
Heimild veitt til að
vísa til sáttasemjara
Hilmar
Harðarson