Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þorirðu að nefna endanlegt markmið
þitt við einhvern sem er hærra settur en þú? Ef
þú gerir það verða tækifærin sem koma upp í
meira samræmi við gildismat þitt.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ótrúlegt að komast að því að fólk
er að hugsa um þig á sama tíma og þú hugsar
um það. Vertu því lipur og víðsýnn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Fólk tekur mark á ráðum þínum.
Reyndu að sýna þolinmæði því við vinnum ekki
öll á sama hraða. Það er nauðsynlegt að huga
að smáatriðum ef útkoman á að vera rétt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ef þú gerir næstum því það sama í dag
og í gær verður þú kannski sáttur, en hættan
er líka sú að dagurinn falli algerlega í gleymsk-
unnar dá.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reyndu að gera þér sem mestan mat úr
þeim upplýsingum, sem þú ert kominn með í
hendurnar um það mál, sem allt snýst um.
Stattu hins vegar fast á þínum rétti hvað sem
á dynur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er líf og fjör í félagslífinu og svo
margt í boði að vandi er um að velja. Einhver
leitar eftir leiðsögn þinni. Spurðu krefjandi
spurninga svo hægt sé að varpa ljósi á málið.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sestu niður, búðu til óskalista og láttu
hann síðan verða að veruleika. Eyddu meiri
tíma í að hugsa um sjálfan þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gleymdu ekki að tjá tilfinningar
þínar í garð þeirra, sem standa þér nærri.
Leggðu áherslu á jákvæð samskipti við fólk,
því það auðveldar allt samstarf.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þér finnst þú kominn á einhvers
konar leiðarenda og þurfa á nýju umhverfi að
halda. Það er ekki nóg að sýna áhuga í orði ef
hann er ekki á borði líka. Vertu hreinskilinn og
sannur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur gert allt sem þú getur og
nú er komið að því að taka ákvörðun. Taktu
andbyr með brosi á vör, því þinn er sigurinn,
þegar upp verður staðið.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú átt náðugan dag í vinnunni. Þú
finnur til þakklætis í garð vinnufélaga þíns í
dag. Jákvæðar tilfinningar eru alveg jafn að-
gengilegar og neikvæðar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur verið fróðlegt að sækja fundi
þar sem málin eru rædd vítt og breitt. Tíma-
mörk þrýsta á þig, þú þarft að leggja nokkuð á
þig til þess að mæta þeim, en getur það alveg.
Magni Kristjánsson, sem varskipstjóri á Berki, Neskaup-
stað, kenndi mér þessar stökur sem
Tryggvi Vilmundarson netagerðar-
meistari orti 1978 eða 1979.
Hjálmar var Vilhjálmsson fiski-
fræðingur:
Líklega er búið loðnu æðið,
lagstur er hafís yfir svæðið.
Hjálmar leitar um höfin víða
með hugann fullan af efa og kvíða.
Hann finnur ei neitt og fær ekki skilið
hver fjandinn hafi nú hlaupið í spilið
því enga loðnu er um að tala
austan af fjörðum og vestur á Hala.
Við bítum á jaxlinn og bölvum í hljóði
því brátt fer hjá mörgum að rýrna í
sjóði.
Fógetinn kemur með kröfur og skatta
og konurnar þurfa líka slatta.
Bræðslukarlarnir berja lóminn
og bankastjórarnir sletta í góminn
því efnahagslífið fer allt úr skorðum
ef loðnan bregst eins og síldin forðum.
Loksins kom að því að loðnan
fannst og þá var öllum létt, farið
var á veiðar og Tryggvi orti:
Loðnan er fundin, það er lán fyrir alla,
látum nú helvítis gengið falla.
Hjálmar er laus við hræðsluna og
kvíðann
enda hefur hann ekki þagnað síðan.
Hjálmar Freysteinsson birti á
fésbókarsíðu sinni á mánudag:
Hótel gera okkur harla rík
háum skila arði,
en ekki vildi ég vera lík
í Víkurkirkjugarði.
Og tók fram að hann hefði alls
enga skoðun á þessu deilumáli. Við-
brögðin létu ekki á sér standa. Hall-
mundur Kristinsson orti:
Trúlega yrðu þér gefnar gætur
þótt gömul lik séu farin.
Ljúft getur verið að njóta nætur
í nálægð við Klausturbarinn.
Ármann Þorgrímsson sagði ekki
sama hver í hlut ætti þegar leitað
væri til ráðherra:
Látnum gefur ljúfan frið
um lifendur þó ekki varði.
Leikur núna lánið við
lík í Víkurkirkjugarði.
Hjálmar Freysteinsson átti síð-
asta orðið: „Já og líka við hótelgesti
skilst mér!“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Loðna og Víkur-
kirkjugarður
„í nótt dreymdi mig aÐ ég gæti
keyrt!”
„ókei, ókei, hafÐu ekki áhyggjur af
þessu.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hjarta þitt lýsir
eins og viti fyrir hann.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSA VILL AÐ VIÐ BORÐUM
MEIRA GRÆNMETI EKKERT
MÁL
GRÆNT KÖKUSKRAUT Á KLEINU-
HRINGJUNUM TELST EKKI MEÐ
Æ, ÞAR FÓR
GLUFAN MÍN!
O JÆJA, SVERÐIÐ MITT
HRÖKK Í SUNDUR! ÞAÐ ER ÞÁ
LÍKLEGA SJÁLFHÆTT HJÁ
OKKUR! BÆ!
BÆ!
ÞETTA VIRKAR EKKI
SVONA!
Margra grasa kennir á árlegummarkaði Félags íslenskra
bókaútgefenda sem nú er haldinn í
stúkubyggingunni á Laugardals-
velli. Sumir titlar hafa þarna verið á
boðstólum í áraraðir og sjónminninu
samkvæmt hafa staflar nokkurra
þeirra lítið lækkað þótt árin líði. Það
sem gerir markaðinn áhugaverðari
og betri en fyrr á árum er að nú eru
bækur frá næstliðnum jólum þar
komnar strax í sölu og vel er slegið
af í verði. Minnir þetta ofurlítið á
hugmyndir Fidels Castro Kúbuleið-
toga sem forðum daga lagði til að
jólahaldi þar í landi yrði frestað
fram í mars, svo mikilvægt væri að
ná uppskerunni á sykurreyrsökr-
unum í hús í desember. En hvað um
það; Víkverji labbaði út með fulla
poka af góðum bókum og sofnaði á
laugardagskvöldið út frá kveri um
lágkolvetnafæði.
x x x
Rétt eins og sumir safna frímerkj-um, pennum og eldspýtu-
stokkum er skemmtun Víkverja sú
að taka út sundlaugar landsins. Hef-
ur nú á rúmri viku baðað sig í laug-
um tveimur sem eru í Hveragerði,
það er í Laugaskarði og svo þeirri
sem er við Heilsustofnun Náttúru-
lækningafélags Íslands. Sú fyrr-
nefnda er alveg frábær; eimbaðið
yljar kropp og liðkar. Þá er 50 metra
löng laugin mátulega heit, svo þar er
prýðisgott að synda 200 metrana
sem bæta, hressa og kæta. Heilsu-
laugin er sömuleiðis alveg fyrsta
flokks, en hún er opin almenningi frá
því klukkan 16 á daginn og fram á
kvöld og um helgar frá hádegi.
x x x
Hveragerði er annars ansi góðurstaður. Í verslunarmiðstöðinni
er fínt kaffihús með uppáhellingi,
kleinum og öðru góðgæti. Íssjoppa
og í Álnavörubúðinni má gera reyf-
arakaup. Inn í Reykjadal eru
skemmtilegar gönguleiðir um fallegt
svæði og nágrenni garðyrkjuskólans
ofan við bæinn er fjölbreytt og for-
vitnilegt að skoða. Svona mætti
áfram telja ágæti bæjarins þar sem
íbúum fjölgar jafnt og þétt, enda er
fasteignaverð þar hagstætt og í
byggðinni flest sú þjónusta sem fólk
þarfnast. vikverji@mbl.is
Víkverji
En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir
Guði hjálpræðis míns. Guð minn
mun heyra til mín.
(Míka 7.7)