Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 13

Morgunblaðið - 25.02.2019, Side 13
FRÉTTIR 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play SÆKTU APPIÐ Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Þú pantar bíl1 3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn. 2 fylgist með bílnum í appinu Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Brautskráning 444 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi Háskóla Íslands fór fram í Háskólabíói í fyrradag. Við athöfnina flutti Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Ís- lands, ávarp þar sem hann beindi sjónum m.a. að batnandi lífsskil- yrðum og framförum í þjóðfélaginu. „Framfarirnar birtast ekki einvörð- ungu í bættum lífslíkum, aukinni menntun og auknu lýðræði heldur einnig í stórbættu aðgengi jarðarbúa að rafmagni, aukinni réttarvernd, meira öryggi andspænis náttúru- hamförum og auknu jafnrétti. Jafn- rétti kynjanna til menntunar hefur reynst eitt mesta framfaraspor mannkyns og leitt til umbóta á nán- ast öllum sviðum mannlífsins,“ sagði Jón Atli og bætti við að við ungu fólki blasti björt framtíð; þvert á það sem fram kæmi í rannsóknum sem sýndu að fjöldi fólks teldi ástand heimsins fara versnandi. „Ef við rýnum í lífsskilyrði okkar í sögulegu ljósi myndu fæst okkar vilja skipta við formæður og forfeður okkar. Fyrir tvö hundruð árum lifðu 94 prósent jarðarbúa við sára fátækt en á okkar tímum eru það 10 prósent. Árið 1820 bjó aðeins um eitt prósent jarðarbúa við lýðræði; á okkar tímum tæplega 60 prósent. Fyrir tvö hundr- uð árum fengu um 83 prósent jarðar- búa enga grunnmenntun en með tím- anum hefur þetta snúist við og nú njóta um 86 prósent mannkyns grunnmenntunar,“ sagði Jón Atli. Vísaði hann í máli sínu til nýlegra skýrslna OECD. Aukin menntun af hinu góða Undir lok ávarpsins tæpti Jón Atli á mikilvægi skipulegra rannsókna á náttúrunni og mannlegu samfélagi. „Með aukinni menntun og rann- sóknum mun okkur áfram takast að vinna sigra í baráttunni við aðsteðj- andi ógnir á borð við loftslagsbreyt- ingar, misskiptingu auðs og valda, jarðvegseyðingu og útdauða dýrateg- unda. Hér skiptir mestu að finna sí- fellt nýjar og frumlegar leiðir til að hagnýta hugvitið. Áskoranir fram- tíðarinnar kalla á menntun, jafnrétti, gagnrýna hugsun, frelsi og víðsýni,“ sagði Jón Atli og endaði ávarpið á til- vitnun í skáldkonuna Mary Oliver, þar sem hann hvatti nýútskrifaða kandídata til góðra verka. „Leik- sviðið er ykkar og tækifærin til að láta gott af ykkur leiða eru óþrjót- andi.“ Ljósmynd/Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Rektor Jón Atli hvatti kandídata til góðra verka í þágu lands og þjóðar í ræðu sinni í gær. Þá bætti hann við að bjartir tímar væru fram undan. Hvatti kandídata til góðra verka  Brautskráning frá HÍ um helgina „Þetta er í raun hluti af kjarasamn- ingi sem gerður var árið 2015 og verið er að klára að uppfylla núna,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formað- ur samninganefndar sveitarfélaga, um niðurstöðu starfsmats sem sam- ið var um í síðustu kjarasamningum aðildarfélaga BHM. Framkvæmda- nefnd starfsmats hefur samþykkt breytingarnar en ráðgert er að fyrsta útborgun launa samkvæmt starfsmati verði greidd 1. apríl nk. Að sögn Ingu kemur starfsmatið misvel út eftir því hvaða stöðu starfsfólk gegnir. „Sumir lækka en aðrir hækka samkvæmt niðurstöð- unum. Svo það sé þó tekið fram þá mun enginn lækka í launum,“ segir Inga og bætir við að um kerfis- breytingar sé að ræða. Kjaraviðræður á næsta leiti „Þetta er ekki mikill kostnaður enda er það svo að þeir sem hafa fengið viðbótarlaun af einhverju tagi sem eru til þess að hækka dag- vinnulaunin láta þau á móti. Fólk borgar því hækkunina að mestu leyti sjálft með þessari kerfisbreyt- ingu þar sem óunnin yfirvinna er sett í grunninn,“ segir Inga. Athygli vekur að á sama tíma og starfs- matið tekur gildi renna kjarasamn- ingar út. „Þetta er algjör tilviljun enda var starfsmatinu seinkað vegna tafa og ófyrirséðrar flókinnar vinnu,“ segir Inga og bætir við að forsendur komandi kjaraviðræðna hafi ekki breyst. „Þetta hefur engin áhrif á næstu kjaraviðræður en ger- ir það að verkum að við erum búin að leysa mörg mál áður en við kom- um að samningaborðinu núna í mars,“ segir Inga. aronthordur@mbl.is Forsendur viðræðna óbreyttar Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Alls voru 80 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst við hátíð- lega athöfn á laugardag. Nemenda- hópurinn samanstóð af nemendum úr þremur deildum; viðskiptadeild, fé- lags- og lagadeild og Háskólagátt. Vil- hjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst, ávarpaði samkomuna og gerði mikilvægi Háskólans á Bifröst í ís- lensku atvinnulífi að umtalsefni sínu. Því hlutverki hefði skólinn tekið alvar- lega og það hefði sýnt sig undanfarin ár. Með aukinni þróun og örum tækni- breytingum hefði skólanum tekist að endurnýja sig og koma þannig í veg fyrir afturför sem nú væri uppi ef ekki væri fyrir framsýni skólans. Þá tæpti Vilhjálmur á sífelldum breytingum í menntakerfinu og áherslum nemenda. Að hans sögn mennta nemendur sig síður fyrir eitt ævistarf og reyna þess í stað að skapa sér sín eigin störf. Menntakerfið megi því ekki skipuleggja sig út frá eigin hagsmunum og mikilvægt sé að Há- skólinn á Bifröst hætti aldrei til- raunum með nýjungar. Að ávarpi loknu voru veitt verðlaun til einstakra nemenda fyrir fram- úrskarandi árangur á skólaárinu. Því næst sá Karlakórinn Söngbræður undir stjórn Viðars Guðmundssonar um að skemmta kandídötum. 80 brautskráningar fóru fram á Bifröst  Alls útskrifað úr þremur deildum Athöfnin Alls brautskráðust 80 nemendur nú um helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.