Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.02.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Málverk í dag eru á kaupenda- markaði. Verð hefur aðeins gefið eftir á síðustu tveimur árum eða svo, en allt selst að lokum, helsta áskorunin núna er að fá góð og áhugaverð verk í sölu eftir lista- menn sem hafa skapað sér nafn. Annars er fólk í dag mun vandlát- ara á verk en var. Þau sem núna eru að kaupa verk fyrir kannski hálfa milljón virðist horfa meira en áður í gæði verka og slíkt er þroskamerki á markaði,“ segir Jóhann Ágúst Hansen uppboðs- haldari hjá Gallerí Fold. Alls eru 87 verk, það er mál- verk, vatnslitamyndir, teikningar, túss og fleira, á 114. listaverkaupp- boði Foldar sem hefst klukkan 18 í dag. Þarna má finna verk til dæm- is eftir Ásgrím Jónsson, Stórval, Jóhannes Geir, Hring Jóhannes- son, Þorvald Skúlason, Jón Engil- berts og Louisu Matthíasdóttur. Einnig tvö stór landslagsmálverk eftir Kjarval, annað frá Þingvöll- um sem er virt á 3,0-3,5 milljónir króna, svipað og verk Louisu sem er uppstilling, lítil en snotur mynd. Óróinn hefur áhrif Algengt verðmat á verkunum sem boðin verða upp í Gallerí Fold í kvöld eru 100-200 þúsund, þó mun hærri tölur megi sjá. Verkin eru til sýnis í galleríinu við Rauðarárstíg í Reykjavík og svo á slóðinni myndlist.is. „Við þekkjum dæmisöguna um kanarífuglinn sem námuverka- menn sendu á undan sér niður göngin og ef hann drapst vegna gasmegnunar lögðu þeir sjálfir á flótta. Og myndlistarmarkaðurinn er svolítið eins og kanarífuglinn. Þetta er eitt af því fyrsta sem fólk dregur saman þegar óróleiki er í samfélaginu eins og sá órói sem var í pólitíkinni á tímabili fyrir nokkrum árum og nú hugsanleg verkföll. Það hægist á sölu lista- verka, eins og líklega öllu öðru. Yfir langan tíma litið er annars eft- irtektarvert að verð fyrir málverk hér á landi hafa yfir langan tíma hækkað um að jafnaði 3% á ári og því ekki alveg náð að halda í við verðbólguna. Nú er bara að vona að menn semji sem fyrst svo megi snúa sér að öðru í lífinu. Samt er myndlist sennilega aldrei betri fjárfesting en þegar kreppir að.“ Kjarval, Ásgrímur, Erró Hjá Gallerí Fold er aldrei haldið uppboð svo að þar séu ekki Kjarvalsverk og af nægu er að taka. Ásgrímur Jónsson heldur líka sínu „Hvað varðar verk frum- herja íslenskrar málaralistar þá eru þau í sumum tilvikum að skipta um eigendur í 3. og jafnvel í 4. sinn. Stundum eru þetta verk sem við höfum selt áður, en algengast er að er að verkin komi úr skiptum á dánarbúum eða þegar fólk er að minnka við sig húsnæði. Það er sjaldgæft að fólk setji listaverk í sölu til þess að losa um peninga,“ segir Jóhann. Af núlifandi listamönnum vek- ur eftirtekt á uppboði Foldar nú að sjá þar verk eftir Erró, meðal ann- ars tvær þrykkmyndir. „Í gegnum tíðina hefur Erró verið mjög af- kastamikill listamaður, myndir hans skipta þúsundum. Já, mér finnst sennilegt að framvegis verði ekki haldið hér uppboð öðrvísi en við fáum Erró. Að vísu höfum við lítið séð af olíuverkum hans, en er- lendis fara þau á tugi milljóna króna enda um margt einstök.“ Verðmæti framtíðar Þótt stóra málverkafölsunar- málið sé fyrir löngu um garð geng- ið segir Jóhann Ágúst áhrif þess gæta ennþá. Málavextir voru í stuttu máli sagt þeir að hundruð ís- lenskra málverka merkt þekktum íslenskum listamönnum voru alls ekki þeirra. Hjá Fold er því sá hátt- ur hafður á að fyrir uppboð sem þar er haldið skoðar Ólafur Ingi Jónsson forvörður verkin og að- gætir hvort allt sé með feldu. „Af þeim um 3.000 verkum sem fóru hér í gegn í fyrra voru að- eins tvær sem við þurftum að at- huga betur. Og listaverkasölu í ár tel ég verða góða, heimsóknir á vefinn okkar fyrir þetta uppboð eru mun betri en fyrir síðustu upp- boð. Þegar við svo horfum til fram- tíðar þá er fjöldi ungra íslenskra myndlistarmanna að gera góða hluti, til dæmis þeir Ragnar Kjart- ansson og Þorri Hringsson. Verk þeirra og margra fleiri eru verð- mæti framtíðar,“ segir Jóhann Ágúst. Málverk frumherjanna og fleiri á kaupendamarkaði á uppboði dagsins Morgunblaðið/Sigurður Bogi Uppboðshaldari Helsta áskorunin núna er að fá góð og áhugaverð verk í sölu, segir Jóhann Ágúst Hansen. Myndlist er kanarífugl  Jóhann Ágúst Hansen fædd- ist 1969, nam við Háskólann á Bifröst og Shanghai University, útskrifaðist með B.Sc. í við- skiptafræði frá Bifröst árið 2009. Jóhann er einn af eig- endum Gallerís Foldar. Hefur starfað við fyrirtækið frá 1996 og verið framkvæmdastjóri þess frá 2009.  Rekur í félagi við aðra Inn- rammarann ehf. og Prenta- gram ehf. Jóhann hefur einnig komið að sýningarstjórnun í Bandaríkjunum, Danmörku og Hong Kong. Hver er hann? Slökkt var á báðum ofnum í kísilveri PCC á Bakka í gær, þar sem reyk- hreinsivirki þeirra voru farin að stíflast. Var unnið fram á kvöld við að losa stíflur og þurfti samkvæmt tilkynningu á facebook-síðu fyrir- tækisins í gærkvöldi að slökkva á svonefndri ID viftu, sem aftur leiddi til þess að það þurfti að opna neyð- arskorsteina. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér fyrr um daginn kom fram að báðir ofnar hefðu verið á fullu afli undanfarna daga og fram- leitt kísilmálm í miklum gæðum. Hins vegar hefðu hnökrar komið upp, þar sem reykhreinsivirkið var farið að stíflast. Þurfti því að slökkva á ofni 1, sem gengur undir nafninu Birta, og opna neyðarskor- steina. Var þá þegar talið líklegt að slökkva þyrfti einnig á ofni 2, sem nefnist Bogi. Sagði í tilkynningunni að vegna þess hefði reykur sést frá verk- smiðjunni auk þess sem varað var við því að lyktar gæti orðið vart. Jökull Gunnarsson, forstjóri PCC Bakka, sagði hins vegar í samtali við mbl.is í gær að í sunnanátt ættu lykt og reykur ekki að berast til Húsavíkur. sgs@mbl.is Slökkt á bæði Boga og Birtu  Unnið að því að losa stíflur úr reykhreinsivirkjum ofnanna í kísilverinu á Bakka Morgunblaðið/Hari Kísilmálmverksmiðjan Stöðva þurfti báða ofna kísilvers PCC á Bakka í gær. Voru neyðarskorsteinar opnaðir vegna stöðvunarinnar. Leigubílstjóri varð fyrir líkams- árás farþega laust fyrir miðnætti á laugardagskvöldið. Bílstjórinn var staddur í Hafnarfirði þegar farþeginn réðst á hann, að því er fram kemur í dagbók lögregl- unnar. Nokkur erill var hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu um helgina en önnur líkamsárás var tilkynnt um hálfeittleytið í miðbæ Reykjavíkur. Tveir menn, sem báðir eru dyraverðir á veit- ingahúsi, voru handteknir og vistaðir í fangageymslu lögregl- unnar, en sá sem varð fyrir árás- inni var bólginn í andliti. Þá var ungur maður handtekinn, grun- aður um innbrot í skóla í Kópa- vogi. Leigubílstjóri stung- inn með sprautunál Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þarna koma fram margar fínar ábendingar sem við erum með í skoðun hjá okkur,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Lokaverkefni Fjölnis Bjarna- sonar í námi í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík sneri að árlegu líkam- legu stöðuprófi starfsmanna slökkviliðsins. Lagði hann á dögunum fram tillögur að upp- færslu og betrumbótum á prófinu. Alls tóku 23 starfsmenn SHS þátt í rannsókn Fjölnis. „Skoðað var hvað slökkvilið ann- ars staðar í heiminum kanna í slíkum prófum og notaðar erlendar rann- sóknir til að ákvarða hvaða próf líkj- ast best þeim aðstæðum sem verða á vettvangi slökkvistarfs. Að auki var skoðað hvort sömu kröfur ættu að vera gerðar til allra aldurshópa og beggja kynja,“ segir í lýsingu á verk- efninu. „Miðað við niðurstöður er- lendra rannsókna líkist nýja þol- og þrekprófið mikið meira þeim að- stæðum sem starfsmenn verða fyrir á vettvangi en þau próf sem notuð eru nú,“ segir þar ennfremur. Góð heilsa öryggisatriði Jón Viðar segir í samtali við Morgunblaðið að samkvæmt reglu- gerðum beri að taka alla starfsmenn í þrekmælingar og læknisskoðun reglulega. Sumt sé kannað árlega en annað sjaldnar. Próf þessi fara líka eftir aldri viðkomandi starfsmanna. „Við gerum sömu kröfur til okkar manna og gerðar eru til slökkviliða annars staðar á Norðurlöndunum. Við erum líka alltaf að reyna að þróa og gera betur og þessi rannsókn er liður í því. Við erum sem betur fer svo heppin að starfsfólk okkar er meðvitað um mikilvægi þessa og leggur sig fram. Góð heilsa er örygg- isatriði fyrir starfsemi okkar og grunnur að því að við náum að veita góða þjónustu,“ segir Jón Viðar. Starfsmenn mjög jákvæðir Hann bendir á að hjá SHS sé íþróttafræðingur í fullu starfi sem geti hjálpað þeim sem slasast við að ná heilsu á ný. Það sé mikilvægt enda sé fjarvera frá vinnu kostn- aðarsöm. Þá komi læknir og hjúkr- unarkona einu sinni í viku á staðinn. Jón Viðar nefnir sömuleiðis að á síð- asta ári hafi verið keypt nýtt þrek- hjól sem geti til að mynda mælt súr- efnisupptöku. Það hafi kostað um fjórar milljónir króna. „Sumir kynnu að halda að starfs- menn sýndu mótþróa gegn prófum sem þessum en því er öfugt farið. Það er mikill velvilji og hvatning frá starfsmönnum að gera betur. Þeir hafa reyndar alveg svakalega já- kvætt viðhorf til líkamlegs atgervis. Í upphafi nýráðningar fara þeir í gegnum mjög strangt próf, bæði hlaupapróf og styrktarpróf, og það grisjar út þá sem eiga síður erindi í þetta starf. Það skilar flottum hópi.“ Horft til fjölgunar kvenna Í áðurnefndu lokaverkefni kemur fram að skoðað hafi verið hvort gera ætti sömu kröfur til allra aldurshópa og beggja kynja, þar eð erlendar rannsóknir hafi sýnt fram á að það halli á konur þegar komi að líkam- legum þáttum eins og styrk og loft- háðu þoli. Jón Viðar segir að laga þurfi þrekprófin að nýrri samsetn- ingu slökkviliðsins, konum hafi fjölg- að þar og huga beri að því. „Síðast- liðin ár höfuð við verið svo lánsöm að fá fleiri konur til starfa hjá okkur. Það þarf að passa sig á því að vera með sanngjarnt mat á stöðu í svona prófum óháð kyni og setja svo inn breytur fyrir karla og breytur fyrir konur. Alveg eins og krafa varðandi styrk og þol minnkar aðeins með aldri.“ Vilja uppfæra þrekprófin  Bæta stöðupróf slökkviliðsmanna Morgunblaðið/Hari Eldsvoði Slökkviliðsmenn fara reglulega í þrekmælingar og læknisskoðun. Jón Viðar Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.