Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.2019, Blaðsíða 15
Verslunarsamn- ingur í augsýn Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Bandaríkin og Kína eru nú að ljúka við gerð nýs verslunarsáttmála sem felur í sér að Kínverjar lækki inn- flutningstolla á bandarískar vörur í skiptum fyrir að Bandaríkjamenn af- létti flestum eða jafnvel öllum tollum sem settir voru á kínverskar vörur í fyrra. Frá þessu var sagt í frétt The Wall Street Journal. Að sögn heimildarmanna WSJ er líklegt að forsetar landanna tveggja, Donald Trump og Xi Jinping, muni undirrita verslunarsamninginn á fundi í kringum 27. mars næstkom- andi. Þó er varað við því að enn kunni að vera þrándur í götu sam- komulagsins þar sem hvorugt ríkið er líklegt til að vilja undirrita samn- ing sem virðist of hagstæður hinu. Samkvæmt samningnum munu Kínverjar flýtaniðurfellingu laga sem banna erlent eignarhald á bíla- framleiðslu í Kína og auka kaup á bandarískum innflutningsvörum. Þá hyggjast Kínverjar kaupa eldsneyti frá orkufyrirtækinu Cheniere að andvirði 2.150 milljarða íslenskra króna. Bandarískir og kínverskir emb- ættismenn vinna nú einnig að ferli til þess að gera Kínverjum kleift að bregðast við kvörtunum bandarískra fyrirtækja. Samkvæmt ferlinu eiga embættismenn ríkjanna að eiga reglulega fundi svo hægt sé að leysa úr deilumálum áður en gripið er til efnahagsþvingana. Steve Bannon, fyrrverandi ráð- gjafi Trumps, hefur hvatt forsetann til að hækka tolla enn frekar til þess að knýja Kínverja til að samþykkja hagstæðara samkomulag.  Tollastríð Kína og BNA senn á enda? AFP Verslun Trump og Xi, forsetar Bandaríkjanna og Kína FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MARS 2019 Juan Guaidó, leiðtogi stjórn- arandstöðunnar og sjálfskipaður forseti í Vene- súela, snýr aftur til heimalands síns frá Ekvador í dag. Guaídó hefur kallað til endurnýjaðra fjöldamótmæla gegn stjórn Nicolás- ar Maduro, sitjandi forseta lands- ins, sem nýtur enn stuðnings ven- esúelska hersins. Maduro hefur hótað Guaidó handtöku snúi hann aftur til landsins. „Ég kalla á venesúelsku þjóðina að safnast saman um allt land á morgun klukkan 11,“ skrifaði Guaidó í Twitter-færslu. VENESÚELA Guaidó kallar til frekari mótmæla Juan Guaidó Að minnsta kosti 33 hermenn sem börðust fyrir ríkisstjórn Bashars al- Assad Sýrlandsforseta létu lífið í héraðinu Idlib í gær eftir sprengju- árás vígahópsins Ansar al-Tawhid. Vígahópurinn er í bandalagi við hryðjuverkasamtökin Al-Kaída. Þetta er mesta mannfall sýrlenska ríkisstjórnarhersins á einum degi í sex mánuði. Samkvæmt frétt AFP um málið létust fimm meðlimir vígahópsins einnig. Idlib er að mestu undir stjórn vígahópsins Hurras al-Deen, sem er ein af und- irdeildum Al-Kaída í Sýrlandi. SÝRLAND 33 sýrlenskir ríkis- hermenn drepnir Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Alsíringar bæði í Alsír og Frakk- landi fjölmenntu í gær til þess að mótmæla framboði sitjandi forseta landsins, Abdelaziz Bouteflika, til endurkjörs í kosningunum sem fara fram 19. apríl næstkomandi. Hinn 82 ára gamli Bouteflika hefur verið forseti Alsírs frá árinu 1999 og hyggst nú bjóða sig fram í fimmta sinn. Bouteflika lýsti því yfir í febrúar að hann hygðist sækjast eftir endur- kjöri þrátt fyrir mjög bága heilsu sína. Yfirlýsing hans vakti strax hörð viðbrögð meðal Alsíringa og tugir þúsunda mættu á fyrstu mót- mælin gegn framboði hans þann 22. febrúar síðastliðinn. Hrumur og sjaldséður forseti Bouteflika hefur sjaldan sést op- inberlega frá því að hann fékk heila- blóðfall árið 2013 og hefur upp frá því jafnan notast við hjólastól til að komast milli staða. Bouteflika hefur síðustu vikuna dvalið á sjúkrahúsi í Sviss og gat því ekki sjálfur mætt á skrifstofu stjórnlagaráðsins í Al- geirsborg til þess að skrá forseta- framboð sitt. Í hans stað kom Ab- delghani Zaalane, samgöngumála- ráðherra Alsírs, með framboðs- tilkynningu forsetans. Fresturinn til þess að staðfesta forsetaframboð rann út í gær, en engin lög kveða á um að frambjóðandinn verði sjálfur að vera viðstaddur. Bouteflika rak kosningastjóra sinn, Abdelmalek Sellal, á laugar- daginn, án nokkurra skýringa. Vegna fjarveru Bouteflika sjálfs hafði Sellal verið nokkurs konar andlit kosningaherferðar hans. Til þess að sefa mótmælendurna lýsti- Bouteflika því enn fremur yfir að hann muni ekki sitja kjörtímabil sitt til enda nái hann endurkjöri, heldur segja af sér innan árs. Rúmlega 100 háskólanemendur komu saman nærri Háskólanum í Algeirsborg og kyrjuðu orðin „Burt með þig, Bouteflika!“ Samkvæmt upplýsingasíðunni Tout sur Algérie (TSA) kom fólk einnig saman í borg- unum Konstantín og Oran, annarri og þriðju stærstu borg Alsírs. Mót- mælin náðu einnig út fyrir Alsír og til Frakklands, þar sem um 465.000 Alsíringar eru búsettir. Að minnsta kosti 6.000 manns komu saman í París, Lyon, Marseille og öðrum frönskum borgum til þess að mót- mæla framboði forsetans. „Það er tími kominn til þess að Alsír finni aftur lýðræði sitt og rétt- læti og verði land þar sem er gott að búa, þar sem er pláss fyrir ungt fólk og þar sem fólkið getur vitjað rétt- inda sinna,“sagði Fatah Bendali, einn af skipuleggjendum mótmæl- anna í Frakklandi, í viðtali við fréttamiðilinn franceinfo. Lögreglan beitti táragasi gegn mótmælendum í Algeirsborg á föstudaginn og skaut úr vatnsbyssu á mannfjöldann til að sundra mót- mælasamkomu í gær. Auk Bouteflika eru sex manns búnir að staðfesta framboð sitt til forseta, meðal annars uppgjafahers- höfðinginn Ali Ghediri og viðskipta- jöfurinn Rachid Nekkaz. Fyrri kosningar í nútímasögu Alsírs hafa einkennst af lítilli kjörsókn og ásök- unum um kosningasvindl þar sem flokkur Bouteflika hefur jafnan unn- ið afburðasigra með um 90 prósent- um atkvæða. Því má heita víst að keppinautar forsetans eigi á bratt- ann að sækja. Stuðningsmenn Bouteflika segja hann hafa tryggt stöðugleika í Alsír og líkja mótmælunum við óeirðirnar sem hrundu af stað borgarastyrjöld- inni í Sýrlandi. „Burt með þig, Bouteflika!“ hrópa mótmælendur í Alsír  Alsíringar mótmæla framboði þaulsætins forseta beggja vegna Miðjarðarhafs AFP Alsír Alsíringar með þjóðfána og mótmælaskilti mótmæla endurframboði Abdelaziz Bouteflika. Bouteflika hefur verið forseti frá árinu 1999. Stillanleg HEILSURÚM Ertu örugglega í besta rúminu fyrir þínar þarfir? Verð frá 264.056 Með einni snertingu geturðu komið rúminu í þá stellingu sem hentar þér best hverju sinni. Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir. Til eru margar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.