Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Álfabakka 12, 109 Reykjavík • S. 557 2400 • Netverslun elbm.is Opið virka daga kl. 8-18 Sængurverasett, dúkar, servíettur, viskustykki, dýnuhlífar & lök, sloppar & inniskór, handklæði & þvottapokar. Vörurnar fást í Efnalauginni Björg í Mjódd LÍN fyrir hótel, veitingahús, gistiheimili, sjúkrastofnanir og heimili Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Mikil umræða hefur skapast um hvaða leiðir séu færar í framhaldinu af dómi Mannréttindadómstóls Evr- ópu (MDE) um skipan dómara til Landsréttar. Lögmenn sem Morg- unblaðið hefur rætt við eru langt frá því að vera á einu máli, en flest- ir þeirra eru sammála um að tals- verð óvissa ríki um hverjar afleið- ingarnar verða eða eiga að vera. Þeir sem telja að una beri niður- stöðu MDE segja spurningu vera um hvort skipa þurfi fjóra nýja dómara í stöður þeirra sem skipaðir voru í embætti með sama hætti og sú skipun sem dómur MDE fjallaði um. Þá er einnig spurning hvort þurfi að skipa alla fimmtán dómara Landsréttar á ný á grundvelli þess að MDE sagði í dómi sínum að skipun þeirra allra hefði ekki hlotið réttmæta þinglega meðferð. Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, sagði í samtali við mbl.is í gær að unnið yrði fram að helgi til þess að greina stöðuna og taka ákvarðanir um framhaldið, en dómarar Landsréttar telja að dóm- ur MDE nái til skipunar þeirra allra. Ekki sagt upp Samkvæmt 61. grein stjórnar- skrár Íslands „verður [dómurum] ekki vikið úr embætti nema með dómi, og ekki verða þeir heldur fluttir í annað embætti á móti vilja þeirra“. Það er þó undanþága hvað þetta ákvæði varðar, en það nær til þess að verið sé að koma á nýrri skipun dómstóla. Meðal þeirra hugmynda sem eru á lofti er sú að láta ellefu dómara Landsréttar starfa áfram á meðan mál skýrast frekar og unnið sé að leiðum til þess að koma til móts við athugasemdir MDE við skipun fjór- menninganna. Þó sú leið yrði fyrir valinu, liggur ekkert fyrir um hvernig ógilding skipunar þeirra í embætti myndi fara fram svo lengi sem dómarar hafa ekki gerst brot- legir í starfi. Einn lögmannanna sem rætt var við varpar fram þeirri hugmynd að hægt sé að nota undanþáguákvæði stjórnarskrár um nýja skipun dóm- stóla til þess að una dómi MDE. Felur það í sér að ákveðið verði að Hæstiréttur taki á ný við því hlut- verki sem hann gegndi áður en Landsréttur kom til og að milli- dómsstig verði stofnað á nýjan leik. Myndi það flokkast sem endur- skipulagning dómstóla og því yrði að ráða fimmtán dómara á ný. Ekki liggur þó fyrir hvort dómarareynsla fjórmenninganna úr Landsrétti myndi nýtast við gerð nýs mats hæfisnefndar. Dómar sem hinir umræddu dóm- arar hafa komið að geta verið í ákveðinni óvissu þar sem einhverjar líkur eru á að málsaðilar fari fram á ógildingu eða endurupptöku mála sinna. Hins vegar er það ekki klippt og skorið þar sem einn eða fleiri af hinum ellefu dómurum sem skip- aðir voru á grundvelli hæfismats hæfisnefndar komu að dómum sem fjórmenningarnir hafa dæmt í, enda venjan að þrír eða fleiri dómarar dæmi í málum fyrir Landsrétti. Vísa til yfirréttar Á grundvelli þess að dómur MDE hafi ekki bein áhrif á íslenska dóma, lagasetningu eða ákvarðanir er jafnframt spurning hvort þurfi að aðhafast nokkuð fyrr en íslensk stjórnvöld taki ákvörðun um hvort vísa skuli málinu til yfirréttar MDE. Greinir lögmenn á um hvort borgi sig meira að una niðurstöðu MDE eða vísa til yfirréttar. Felst sá ágreiningur í því hvort tekið sé undir sjónarmið meirihluta dómara MDE eða minnihluta, en áberandi klofningur myndaðist milli þeirra. Ágreiningur dómara MDE er jafnframt talinn grundvöllur fyrir því að vísa málinu til yfirréttar að mati sumra, ekki síst þar sem dóm- ur MDE er talinn að óbreyttu hafa áhrif um alla Evrópu. „Það er eng- inn vafi um að þessu eigi að vísa til yfirréttar,“ sagði einn lögmann- anna. Morgunblaðið/Hanna Landsréttur Dómsalir verða tómir að minnsta kosti fram að helgi. Ákveðið hefur verið að fresta öllum málum. Ekki allir sammála um afleiðingar dóms MDE  Dómurum verður ekki vikið úr embætti nema með dómi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Framkvæmdir eru langt komnar við byggingu alls níu lítilla fjórbýlis- húsa, með 36 íbúðum, við Álalæk í svonefndu Hagalandi á Selfossi. Íbúðirnar eru hver um sig tæpir 82 fermetrar að flatarmáli, íbúðirnar eru þriggja herbergja, með tveimur svefnherbergjum, rúmgóðri stofu, þvottahúsi og geymslu, baðherbergi og eldhúsi. Tilfinning sérbýlis „Hér erum við með íbúðir sem eru, að mínu mati, nákvæmlega það sem markaðurinn kallar eftir; litlar og notadrjúgar eignir á hóflegu verði. Helmingur íbúðanna í þessari þyrpingu er þegar seldur en afgang- inn ákváðum við að bíða aðeins með að selja. Ég geri ráð fyrir að íbúð- irnar sem eftir eru fari fljótt en þær verða settar á söluskrá innan fárra vikna,“ segir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Akurhóla ehf., sem stendur að þessu verkefni. Á Selfossi hefur mikið verið byggt síðustu árin, s.s. fjöldi rað- og par- húsa. Að undanförnu hafa svo bæst við nokkrar blokkir í Hagalandinu, sem er syðst og vestast á Selfossi, við Eyrarbakkaveg nærri flugvell- inum. Allt þetta helst í hendur við mikla fólksfjölgun í byggðarlaginu. „Að byggja lítil fjölbýlishús, þar sem allir hafa sérinngang, er kannski ekki svo ólíkt þeirri tilfinn- ingu sem fylgir því að vera í sérbýli en rík hefð er fyrir því hér í bæ,“ segir Snorri um Álalækjarhúsin. Hönnuður þeirra er Bent Larsen, hinn eigandi Akurhóla ehf. Húsin eru byggð úr forsteyptum einingum frá Loftorku ehf. í Borgarnesi. Þessa dagana er verið að ganga frá innréttingum, gólfefnum og öðru slíku og raunar er flutt inn í fjórar íbúðir nú þegar. Ásett verð verður 33,9 millj. kr. Má ætla að það sé 10- 15 millj. kr. lægra verð en á sam- bærilegum eignum á höfuðborgar- svæðinu. „Að byggja úr forsteyptum ein- ingum felur í sér mikinn tímasparn- að, en gangurinn í þessu verkefni hefur verið mjög góður. Við hófumst handa við jarðvinnu í júlí á sl. ári og um það leyti í sumar ætti öllum frá- gangi hér á svæðinu, svo sem lóða og bílastæðafrágangi, að vera lokið og flestir fluttir inn,“ segir Snorri. Hentar í fyrstu kaup Áherslur í byggingaiðnaði síðustu árin á höfuðborgarsvæðinu hafi ver- ið rangar, segir Snorri Sigurðsson. Framleiða þurfi sem mest af litlum íbúðum, 2-3ja herbergja, sem henti til dæmis ungu fólki sem sé að kaupa sína fyrstu eign og svo eldra fólki sem vill fara í minna og hent- ugra húsnæði. „Íbúðir eins og þessar við Álalæk á Selfossi eru eignir í þeim stærðar- og verðflokki sem flestir ráða við, eignir sem vantar á höfuðborgar- svæðinu. Þar stendur hátt lóðaverð í vegi fyrir lausninni,“ segir Snorri. Markaðurinn vill notadrjúgar íbúðir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Selfoss Álalækur er eftirsóttur, segir Snorri Sigurðsson sem þar byggir.  Níu fjölbýlishús með 36 litlum íbúðum eru senn tilbúin á Selfossi  Helmingur íbúðanna þegar seldur  Forsteyptar einingar og byggingatíminn er eitt ár  Eignirnar sem vantar á höfuðborgarsvæðinu Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Talsverður árangur hefur náðst í baráttu gegn mansali hér á landi síð- ustu ár, en betur má ef duga skal. Til að raunverulegur árangur náist þarf aukin umræða að eiga sér stað meðal stjórnmálamanna um málefnið. Þá þarf að stuðla að samvinnu sem mið- ar að því að hjálpa fórnarlömbum mansals og sækja þá sem ábyrgir eru til saka. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu GRETA, sam- taka Evrópuráðsins sem vinna gegn mansali í Evrópu, sem birt er í dag. Samtökin kalla eftir því að íslensk stjórnvöld setji fram aðgerðaáætlun í samráði við sérfræðinga er varðar mansal. Slík áætlun þurfi að vera sett í algjöran forgang ásamt því að hljóta nauðsynlega fjármögnun. Meðal þess sem taka þyrfti á í fram- haldinu væri vandaðri auðkenning hugsanlegra fórnarlamba mansals, þar á meðal barna. Þar þurfi sérstak- lega að horfa til þess að fjöldi fólks haldi hingað til lands í leit að bættu lífi, en sé þess í stað nýtt sem ódýrt vinnuafl. Í skýrslunni kemur fram að með tilkomu aukins ferðamanna- straums hingað til lands hafi þörf fyrir vinnuafl vaxið gríðarlega. Í kjölfarið hafi hlutfall erlends vinnu- afls aukist til muna. Ekki er vitnað í neinar tölur í skýrslunni en þar segir að ýmislegt bendi til þess að mansal sé að færast aukana og hluta þess megi rekja til þarfar fyrir ódýrt vinnuafl hérlendis. Auk fyrrgreindra aðgerða telja samtökin mikilvægt að ganga enn lengra til að tryggt sé að mansalsmál séu rannsökuð á réttan máta. Þá verði að sjá til þess að afbrotamenn svari til saka og hljóti dóma í sam- ræmi við alvarleika viðkomandi brota. Mikil framför frá árinu 2014 Í skýrslunni segir að fórnarlömb- um mansals sem eru með dvalarleyfi hér á landi standi til boða ýmiss kon- ar aðstoð. Þeim bjóðist m.a. að sækja hér um vinnu auk þess sem tími til endurhæfingar hafi verið lengdur í níu mánuði. Nú þegar hafa um 4.000 starfs- menn fjölda viðeigandi stofnana hér á landi hlotið þjálfun sem snýr að að- stoð til fórnarlamba mansals. Mikil framför hefur því átt sér stað frá árinu 2014 þegar rannsóknir GRETA hófust fyrst hér á landi, en að því er fram kemur í skýrslunni er enn mikið verk fyrir höndum. Enn mikið verk fyrir höndum  Árangur í baráttunni gegn mansali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.