Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 27
Akureyri, Hjalteyri, Kristnesi í Eyjafirði, í Stykkishólmi og Fljóts- hlíð og sem hjúkrunarfræðingur á geðdeildum Landspítala við Hring- braut, Kleppsspítala, barnageðdeild Dalbraut, Hafnarbúðum og Hlað- gerðarkoti. Árið 1985, þá 26 ára gömul, fór Guðrún ein síns liðs í árs langa hnattferð sem átti eftir að gjör- breyta lífi hennar. „Í hnattferðinni fæddist hugsjón sem fékk farveg þegar ABC-hjálparstarf var stofnað árið 1988 en ég var einn af stofn- endum þess starfs sem fékk síðar nafnið ABC-barnahjálp og hefur hjálpað tugþúsundum barna til náms. Ég fór fyrir því starfi í 27 ár en rétti keflið yfir árið 2015. Í framhaldi af því tók ég áfanga- nám í þróunarhjálp en í janúar 2016 ákvað ég að taka þátt í forsetakosn- ingunum sem voru framundan. Eftir að því ævintýri lauk dustaði ég tæp- lega 30 ára ryk af hjúkrunarfræði- menntuninni og réð mig sem hjúkr- unarfræðing á Sólvangi í Hafnarfirði þar sem núverandi starfsvettvangur minn er. Í tilefni af 30 ára afmælisári ABC-barnahjálpar hef ég einnig hjálpað til við að finna styrktar- foreldra fyrir börn sem þurfa stuðn- ing til að komast í skóla en þúsundir barna eru studd til náms í gegnum ABC barnahjálp í dag.“ Guðrún er mjög virk í kristilegu starfi og er að gefa út litla bók: Hver er Jesús? sem kemur úr prentun í dag og verður gefin þeim sem vilja kynna sér málið. Hún hefur sinnt stjórnar-, gjaldkera- og bókara- störfum fyrir ýmis félög en helstu áhugamálin tengjast því að láta gott af sér leiða. Guðrún var sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu af forseta Íslands árið 2004 fyrir líknarstörf á alþjóðavettvangi. Fjölskylda Eiginmaður Guðrúnar er Hannes Lentz, f. 4. desember 1959, trygg- ingaráðgjafi og skógarbóndi. For- eldrar hans eru hjónin Walter Lúðvík Lentz, f. 6. ágúst 1934, sjóntækjafræðingur og Ragnheiður Sigurðardóttir, f. 6. desember 1934, húsmóðir. Þau eru búsett á Seltjarn- arnesi. Fyrri eiginmaður Guðrúnar var Jónas Skagfjörð Þorgeirsson, f. 18. apríl 1960, d. 28. maí 2012, sjúkraþjálfari og ljóðskáld. Börn Guðrúnar og Hannesar eru 1) Kristína Lentz, f. 26. apríl 1988, alþjóðalögfræðingur í Reykjavík, maki: Paul Roberts frá Ástralíu, starfsmaður hjá Flugfélagi Íslands, þau eiga von á dóttur í maí; 2) Kristófer Páll Lentz, f. 30. ágúst 1990, viðskiptafræðingur í Reykja- vík, maki: Inga Björg Jónasdóttir, flugfreyja og háskólanemi, þau eiga von á syni í apríl; 3) Davíð Walter Lentz, f. 14. janúar 1998, nemi; 4) Linda Ragnheiður Lentz, f. 24. júní 2002, nemi. Systkini Guðrúnar: Halldór Páls- son, f. 15. apríl 1948, útgefandi í Hafnarfirði, og Páll Pálsson, f. 12. febrúar 1951, d. 24. september 2016, garðyrkjumaður í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar voru hjónin Páll Axelsson, f. 29. júní 1922, d. 15. júlí 1988, strætisvagnastjóri í Reykjavík, og Finnboga Sigríður Halldórsdóttir, f. 30. júlí 1925, d. 27. mars 2002, saumakona í Reykjavík. Guðrún Margrét Pálsdóttir Sigríður Halldórsdóttir saumakona í Reykjavík Halldór Ólafsson kaupfélagsritari á Borðeyri og bóndi á Fögrubrekku Elísabet Stefánsdóttir húsfreyja á Kolbeinsá Ólafur Björnsson bóndi á Kolbeinsá í Hrútafirði, Strand. Grettir Björnsson harmónikkuleikari Árni Arinbjarnarson fiðluleikari, orgelleikari og kórstjóri Ingibjörg Jóhannesdóttir húsfreyja á Bjargi Karl Ásgeir Sigurgeirsson bóndi á Bjargi í Miðfirði Margrét Jónína Karlsdóttir kirkjuorganisti og húsmóðir á Bjargi, síðar í Reykjavík Axel Valdimar Vilhelmsson verslunarstjóri á Akureyri Sveinbjörg Anna Sigurðardóttir verkakona á Akureyri Wilhelm Marzilíus Jónsson kaupmaður og bókhaldari á Siglufirði Úr frændgarði Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur Páll Axelsson strætisvagnastjóri í Reykjavík, stjúpfaðir var Arinbjörn Árnason Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja á Fögrubrekku Guðrún Finnbogadóttir húsfreyja á Fögrubrekku Finnbogi Jakobsson bóndi á Fögrubrekku í Hrútafirði, Strand. Þorvaldur Jakobsson prestur í Sauðlauksdal Finnbogi Rútur Þorvaldsson prófessor í verkfræði við HÍ Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands Hjónin Hannes og Guðrún, bæði sextug á árinu. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 FOSSBERG Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600 Úrval mælitækja frá Bragi Reynir Friðriksson fædd-ist á Ísafirði 15. mars 1927.Foreldrar hans voru Ingi- björg Bjarnadóttir, húsfreyja á Sól- völlum í Mosfellssveit, f. 1901, d. 1979, og Friðrik Helgi Guðjónsson, útgerðarmaður á Siglufirði, f. 1901, d. 1991. Stjúpfaðir Braga var Finnbogi Helgason, bóndi á Sólvöllum, og stjúpmóðir Braga var Ástríður Guð- mundsdóttir, húsfreyja á Siglufirði. Bragi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1949 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 1953. Sama ár var Bragi kall- aður til prestsþjónustu í Lundar í Manitoba í Kanada og vígðist það ár. Hann var síðan prestur í Gimli 1955- 1956. Hann var framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs Reykjavíkur 1957- 1964 og var á sama árabili formaður Æskulýðsnefndar þjóðkirkjunnar. Árið 1966 tók Bragi við Garða- prestakalli og árið 1977 var hann skipaður prófastur í Kjalarnesspró- fastsdæmi. Árið 1997 var honum veitt lausn frá prests- og prófastsembætti. Bragi sinnti ýmsum trúnaðar-og félagsstörfum um ævina. Hann var fulltrúi þjóðkirkjunnar í Alþjóða- kirkjuráðinu 1954, meðstofnandi Stjörnunnar í Garðabæ árið 1960 og formaður Þjóðræknisfélags Reykvík- inga 1974-1980. Hann starfaði einnig að íþróttamálum og var m.a. formað- ur Íþróttafélags stúdenta 1949-1951 og sat í stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands 1957-1961. Braga var veitt Paul Harris Fellow-viðurkenning Rótarýhreyf- ingarinnar 1996. Árið 1997 varð hann heiðursfélagi Rótarýklúbbsins Görð- um og Skátafélagsins Vífils. Árið 2010 var hann kjörinn heiðursfélagi Verndar fangahjálpar. Bragi var kjörinn heiðursborgari Garðabæjar 2001. Eiginkona Braga er Katrín Eyj- ólfsdóttir, f. 6. ágúst 1928 á Eskifirði, fv. ritari, bús. í Garðabæ. Börn Braga og Katrínar: Ingibjörg, f. 1954, d. 2017, Eyjólfur, f. 1955, Auður, f. 1958, og Oddur Helgi, f. 1963. Bragi lést 27. maí 2010. Merkir Íslendingar Bragi Friðriksson 95 ára Benedikt Hermannsson Guðmundur Valdimarsson 90 ára Valgerður Björnsdóttir 85 ára Gunnhildur S. Alfonsdóttir Jón Guðmundsson Kolbrún Kristjánsdóttir Reynar Óskarsson Sigrún Steinlaug Ólafsd. 80 ára Guðmundur Olsen Sigurður Kristinn Ásgrímss. Sjöfn Sigurgeirsdóttir 75 ára Ásgeir Sigurðsson Bjarni H. Geirsson Björn Heiðar Garðarsson Björn Þorgeir Másson Halldór Gunnlaugsson Hörður Haraldsson Jón Ómar Möller Magnús Magnússon Margrét Herbertsdóttir Mattína Sigurðardóttir Snjólaug Pálsdóttir Þóra Ólöf Óskarsdóttir 70 ára Guðrún Pálsdóttir Hafdís Alexandersdóttir Jóhann Hákonarson Judy Ásthildur Wesley Marsibil Ólafsdóttir Sigþór Sigurðsson Torfi Hannesson 60 ára Ástríður Sigþórsdóttir Guðrún Margrét Pálsdóttir Heimir Gunnarsson Ingibjörg M. Guðmundsd. Sigríður Guðrún Karlsdóttir Þorsteinn Kröyer Þórarinn Hjálmarsson 50 ára Ásbjörn Kristinsson Ásdís Heiðdal Gústavsd. Egill Viðarsson Guðfinna H. Steindórsdóttir Ingibjörg Kristín Barðad. Jón Ragnar Jónsson Jón Viðar Edgarsson Kristín Guðmundsdóttir Kristín Jónsdóttir Marzena Ewa Dukarska Perla Svandís Hilmarsdóttir Sigrún Halldórsdóttir Sigtryggur A. Magnússon Stephanie Annie M. Smith Þór Konráðsson 40 ára Árni Pétur Veigarsson Davíð Unnsteinsson Garðar H. Jóhannesson Henry Baltasar Henrysson Herdís Elín Jónsdóttir Íris Björk Júlíusdóttir Jóhann Ingi Björnsson Magnea Huld Ingólfsdóttir Óðinn Árnason Ólafía Lárusdóttir Ólafur Pétursson Tryggvi Lárusson 30 ára Anna Lísa Kavanagh Arna Guðnadóttir Daníel Ingi Þórarinsson Halldóra Stefánsdóttir Hartmann Ingvarsson Hildur Marín Andrésdóttir Ida Thorborg Ludy Balucluc Flores María Builien Jónsdóttir Ragnar Hansen Rósant Friðrik Skúlason 40 ára Berglind er Borg- nesingur en býr í Hafnar- firði. Hún er þroskaþjálfi. Maki: Gústav Axel Gunn- laugsson, f. 1987, eigandi Sjávargrillsins og meðeig- andi Íslenska barsins og Matarkjallarans. Börn. Alex Rafn, f. 2000, Jakob Atli, f. 2011, og Óli- ver Flóki, f. 2012. Foreldrar: Hallgeir Sig- marsson, f. 1954, og Helga Jakobsdóttir, f. 1950, bús. í Rvík. Berglind Þóra Hallgeirsdóttir 40 ára Sigríður er Mos- fellsbæingur og er sjálf- stætt starfandi grafískur hönnuður og teiknari. Maki: Jóhannes Einar Valberg, f. 1977, verk- fræðingur hjá Bláa lóninu. Börn: Hrafnkell Þór, f. 2007, og stjúpsonur er Jón Ingvar, f. 1999. Foreldrar: Kristinn Sig- mundur Jónsson, f. 1947, d. 2016, símvirki, og Ólöf Friðriksdóttir, f. 1948, fv. stuðningsfulltrúi. Sigríður Rún Kristinsdóttir 30 ára Örn Þór er Horn- firðingur en býr í Hafnar- firði. Hann hefur klárað 1. stig af vélstjóra og er steinsmiður hjá Figaró. Maki: Margrét Ása Eð- varðsdóttir, f. 1983, lög- fræðingur hjá Íslands- banka. Börn: Tvíburarnir Natalía Ósk og Aníta Ýr, f. 2003. Foreldrar: Björn Gísli Arn- arson, f. 1962, og Ragn- heiður Sigríður Gests- dóttir, f. 1963, bús. á Höfn. Örn Þór Björnsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.