Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar - tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Sendiherra Spánar réttlætti nýlega fang- elsun, handtökur og handtökuskipanir á lýðræðislega kjörnum þingmönnum og for- mönnum félagasam- taka, sem og fangelsun þingforseta þjóðþings Katalóníu ásamt því að réttlæta ákærur gegn embættismönnum þar í landi. Hún vísaði á sama tíma til þess að enginn skyldi velkjast vafa um að Spánn væri enn lýðræðisríki og óþarfi að skipta sér af framgöngu stjórnvalda þar gagn- vart stjórnmálamönnum og borg- urum sem berjast fyrir pólitískum skoðunum sínum. Margt sem fram kemur í grein hennar ætti að hringja viðvörunarbjöllum hjá lýð- ræðissinnum. Mikilvægt er að sam- hengið sé útskýrt fyrir lesendum og Íslendingum öllum, því við getum haft áhrif með afstöðu okkar á al- þjóðavettvangi og skiptir þá miklu máli að við þekkjum málavöxtu. Vilja ekki opna umræðu Það er ekki tilviljun að sendiherr- ann birtist hér með starfslið sitt eft- ir að lýðræðis- og mannréttinda- áttavitar íslenskra þingmanna sýndu norður og niður þegar litið var til Spánar. Nú óttast spænsk yfirvöld að Íslendingar hafi á þessu „ranga“ skoðun og muni tjá hana á alþjóðavettvangi. Þeim er meira annt um að kaffæra opna umræðu um brot þeirra á alþjóðlegum sátt- málum og afskræmingu á lýðræðis- rétti heillar þjóðar heldur en að leyfa lýðræðinu að hafa sinn gang heima- fyrir. Í fangelsi fyrir að vinna í lýðræðis- legu umboði Staðreyndin er sú að sex þingmenn og ráð- herrar af katalónska þinginu hafa setið í fangelsi á Spáni við ómannúðlegar aðstæð- ur í 4-500 daga, ásamt þingforseta og for- mönnum félagasam- taka. Þau sitja í fangelsi fyrir að vinna að pólitískum markmiðum sínum og með umboð frá þjóðinni til að vinna að viðurkenningu á sjálfs- ákvörðunarréttinum. Katalónska þingið lét ekki nægja að fá umboð ítrekað í þingkosningum heldur hélt þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta kosningamál árið 2014 og í október 2017. Fyrir það hefur fólk verið fangelsað og fjöldi flúið í útlegð til Evrópulanda þar sem meiri virðing er borin fyrir alþjóðasáttmálum er varða lýðræði og mannréttindi. Pólitískir fangar Sendiherrann segir að „fólk sé ekki fangelsað fyrir stjórnmála- skoðanir sínar“. Þrátt fyrir að ríkis- stjórnir á Spáni hafi ítrekað verið dæmdar af stjórnlagadómstólnum án minnstu ávirðingar þá ver sendi- herrann að þjóðkjörnir fulltrúar þjóðar sem hefur barist fyrir sjálf- stæði í tvær aldir séu fangelsaðir fyrir að virkja lýðræðislegt umboð sitt í trássi við álit dómstólsins. Það er óumdeilt að katalónskir sakborn- ingar í hæstarétti Spánar eru þar fyrir skoðanir sínar og pólitíska stefnu og þar með pólitískir fangar og réttarhöldin pólitísk. Skömm og hneyksli Sendiherrann skýrir lengd varð- haldsins með umfangi málsins og vandasamri útfærslu þess. Ásýndin er trúverðug, en hinsvegar taka sakborningarnir spænskt réttar- og stjórnkerfi í kennslustund í hverri varnarræðu. Ítrekað verður til- komumikil þögn í salnum þegar sakborningar gera ákæruefnin að engu með svörum sínum. Málatil- búnaður ákæruvaldsins heldur engu vatni og sönnunargögnin væru hlægileg ef ekki væri fyrir hve al- varleg örlög sakborningum eru bú- in. „Réttarhöldin eru óásættanleg og hneyksli fyrir evrópsk lýðræð- isríki að binda trúss sitt við“, að mati fulltrúa á Evrópuþinginu sem fylgdust með réttarhöldunum fyrir skömmu. En hver er veruleikinn? Sendiherrann segir að aðskiln- aðarferlinu hafi verið hrundið ný- lega af stað af katalónskum stjórn- málamönnum höldnum „ískyggi- legri yfirburðakennd“ sem keyri fram með „aðgreiningarstefnu“. Þvílík öfugmæli að túlka sjálfstæð- isbaráttu Katalóna á þennan veg því raunveruleikinn er sá að Spánverjar hafa reynt að kaffæra sjálfsmynd Katalóna í tæpar þrjár aldir og troðið upp á þá eigin menningu og sjálfsmynd. Katalónar hafa staðið vörð um eigin menningararf og var- ist eyðileggingarstefnu Spánverja, en átt við ofurefli að etja. Frá því að stjórnarskrá Spánar var samþykkt 1979, hafa Katalónar unnið að viður- kenningu á þjóðareinkennum sín- um, s.s. tungumáli, stofnunum, menningararfi, þjóðerni og sjálfs- ákvörðunarrétti. Það virtist hafa tekist árið 2004 þegar samningur um stöðu Katalóníu innan Spánar leit dagsins ljós eftir 20 ára samn- ingagerð. Málamiðlun til að verja það sem dýrmætast var Þrátt fyrir lýðveldisbaráttu í tvær aldir voru Katalónar sáttir við að gefa eftir sjálfstæði sitt fyrir áð- urnefndan samning. Samningurinn sem var í meðferð spænska þingsins í tvö ár, áður en honum var skilað til atkvæðis í Katalóníu, þá útþynntum svo að Katalónar gátu varla þekkt hann. Samningurinn var samt sett- ur í þjóðaratkvæði undir skilyrðum spænska þingsins, og samþykktur, því að hinn dýrmætasti fjársjóður Katalóna, tungumálið, fékk viður- kenningu og þeir leyfi til að kalla sig þjóð. Samningurinn var í kjöl- farið kærður af afturhaldsöflunum sem telja sig eiga Spán og dæmdur ólöglegur af stjórnlagadómstólnum árið 2010. Það er sú niðurstaða og fullkomin niðurlæging Katalóna sem markar hinn endurnýjaða þunga í kröfu þeirra um sjálfstæði. Það er hvorki „aðgreiningarhyggja“ né „ískyggileg yfirburðakennd“ Katalóna sem knýr þá áfram, sú hyggja og þær kenndir koma að ut- an. Sendiherra ver fangelsun á stjórnmálamönnum Eftir Guðmund Hrafn Arngrímsson »Katalónskir stjórn- málamenn sitja á sakamannabekk á Spáni, ákærðir fyrir uppreisn. Unnu eftir lýðræðislegu umboði sínu að réttinum til sjálfsákvörðunar Guðmundur Hrafn Arngrímsson Höfundur er landslags- og leiksvæða- hönnuður og fylgist með hræringum og fréttum frá Katalóníu. gudmundur.arngrimsson@gmail.com Ósköp vorum við óheppin núna. Lagið sem varð í öðru sæti átti að vinna finnst mér. Friðrik Ómar kom með gull- fallegt lag, það átti að fara í keppnina til Ísraels. Langar okkur bara ekkert að komast í keppnina sjálfa? Ég bara spyr. Ég bið þig að skoða mál- ið, útvarpsstjóri. Sjónvarpsáhorfandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Nokkur orð um Söngvakeppnina Söngvakeppnin Hatari bar sigur úr býtum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.