Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 1
FERMINGAR 80 SÍÐUR N, GREIÐSLAN, ATURINN OG GAR MINNINGAR FÖTI M FALLE MARÍN FERMING F Ö S T U D A G U R 1 5. M A R S 2 0 1 9 Stofnað 1913  63. tölublað  107. árgangur  H V ÍT A H Ú S IÐ / A c ta v is 7 1 1 0 3 0 Betolvex B-12 H Fæst án lyfseðils Síðan stríðið í Sýrlandi braust út í mars 2011 hefur Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna, UNICEF á Ís- landi, safnað um 100 milljónum króna í neyðaraðstoð fyrir sýrlensk börn. Nánast allt þetta fé hefur komið frá einstaklingum og Stein- unn Jakobsdóttir, kynningarstjóri UNICEF, segir að fénu hafi verið varið til ýmissa þátta neyðaraðstoð- arinnar, m.a. bólusetninga og vatns. „Íslendingar vilja almennt hjálpa til þegar þeir vita af neyð sem þessari og láta sig málefnið varða. Það er ljóst að börnin í Sýr- landi eru ekki gleymd hér á landi,“ segir Steinunn. Í dag eru átta ár síðan stríðið hófst, áætlað er að a.m.k. 360.000 Sýrlendingar hafi fallið í átökunum og óvíst er um afdrif um 200.000 til viðbótar. Í fyrra voru staðfest rúm- lega 1.100 dauðsföll barna í landinu sem rekja má til átakanna, en Sam- einuðu þjóðirnar telja að talan sé mun hærri. Jarðsprengjur eru ein helsta orsök dauðsfalla og meiðsla hjá börnum, en vetrarhörkur og takmarkað aðgengi lækna og hjálp- arstofnana að sumum svæðum ógn- ar einnig lífi barnanna. annalilja@mbl.is »16 Ljósmynd/UNICEF Sýrland Börnin í landinu líða fyrir átökin og neyðaraðstoðar er þörf. Börnin í Sýrlandi ekki gleymd  100 milljónir hafa safnast hér frá 2011 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Formleg lyklaskipti fara fram í dómsmálaráðuneytinu í dag þar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir mun taka við sem dómsmálaráðherra. Hún tekur við embætti af Sigríði Á. Andersen sem stígur til hliðar í kjöl- far dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þar sem meðal ann- ars var fjallað um skipun dómara í Landsrétt. Frá þessu var greint að loknum þingfundi Sjálfstæðisflokks í Alþingishúsinu í gær. Í framhaldinu fór fram ríkisráðs- fundur á Bessastöðum þar sem gengið var formlega frá breyting- unni. Þórdís segist þakklát fyrir það traust sem henni hefur verið sýnt. Hún mun sinna verkefnum dóms- mála samhliða störfum sínum sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og ný- sköpunar. „Ég hef trú á því að ég muni leysa þetta verkefni vel og ætla mér að þakka traustið. Ég er með menntun á þessu sviði sem ég tel að muni nýtast vel. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða en ljóst er að hefjast þarf handa strax við að for- gangsraða verkefnum með aðstoð starfsfólks ráðuneytisins,“ segir Þórdís. Nýti tímann til uppstokkunar Áður en haldið var inn á ríkisráðs- fund á Bessastöðum í gær ræddi Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra við blaðamenn. Þar kvaðst hún ánægð með skipun Þórdísar í emb- ætti dómsmálaráðherra og telur að málið muni leysast farsællega. Þá finnist henni eðlilegt að til skoðunar séu frekari uppstokkanir hjá Sjálf- stæðisflokki. „Það er fullkomlega eðlilegt ef Sjálfstæðisflokkurinn vill nýta tímann núna fyrir einhverja frekari uppstokkun,“ segir Katrín. Skiptar skoðanir á dómnum Mikil umræða hefur skapast um hvaða leiðir séu færar í kjölfar dóms MDE. Afar skiptar skoðanir eru á málinu meðal lögmanna sem Morg- unblaðið hefur rætt við. Sumir telja að una beri niðurstöðu dómsins og hugsanlegt sé að skipa verði fjóra nýja dómara í embætti í stað þeirra sem ekki áttu sæti á lista hæfis- nefndar. Þá kemur til greina að skipa þurfi alla fimmtán dómara Landsréttar á ný. Meðal hugmynda sem einnig hafa verið viðraðar, er hvort hægt sé að nýta sér undanþáguákvæði stjórnar- skrár um skipun dómara. Slíkt myndi fela í sér að Landsréttur yrði lagður niður. Í framhaldinu yrði nýtt millidómstig stofnað og skipun dóm- ara endurtekin. Þórdís tekur tímabundið við sem dómsmálaráðherra  „Ætla mér að þakka traustið,“ segir Þórdís  Skiptar skoðanir á dómi MDE MMörg aðkallandi mál »2, 6 Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýr dómsmálaráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við emb- ættinu á fundi ríkisráðs á Bessastöðum. Hún mun gegna því tímabundið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ríkisstjórnarfundur Sigríður Á. Andersen og Guðlaugur Þór Þórðarson stungu saman nefjum á síðasta ríkisstjórnarfundi Sigríðar, í bili að minnsta kosti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.