Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Á heila tugnum hef ég jafnan haldið upp á afmælið en núna verð-ur breyting. Við hjónin ætlum að skreppa með góðum vinumtil Gdansk í Póllandi og vera þar yfir helgina. Borgin er falleg og ferðin tilhlökkunarefni,“ segir Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri hjá Icelandair, sem er sextugur í dag. Þórarinn er Siglfirðingur að uppruna og bjó þar fram á unglingsár. „Það voru forréttindi og afar þroskandi að alast upp í sjávarplássi úti á landi. Taugin norður er sterk og mér finnst alltaf gaman að koma á Sigló, ekki síst nú á síðari árum því bærinn hefur tekið algjörum stakkaskiptum með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Uppbyggingin á staðnum hefur verið ævintýraleg,“ segir Þórarinn sem tæplega tví- tugur byrjaði að vinna hjá Arnarflugi við ýmis tilfallandi störf. Var þá byrjaður í flugnámi og munstraðist á vélar félagsins þegar því lauk. Færði sig svo yfir til Flugleiða, nú Icelandair, í byrjun árs 1987. „Mér finnst flugið sem eitt stórt ævintýri. Hef verið á ýmsum gerð- um flugvéla; síðasta árið talsvert á Boeing 757 MAX 8 sem hafa verið mikið í fréttum síðustu daga eftir flugslysið í Eþíópíu. Já, ég hef enn fulla trú á því þeim vélum, en mikilvægast er samt að komast að því hvað olli hinu hörmulega slysi,“ segir Þórarinn sem hefur mikið sinnt þjálfunarmálum flugmanna hjá Icelandair. „Áhugamálin eru mörg. Þar get ég meðal annars nefnt veiði, bæði á stöng og byssu, og svo hef ég meðal annars gaman af jeppaferðum. Á meðal annars Dogde RAM sem er á 54 tomma dekkjum; á honum höf- um við farið margar stórkostlegar ferðir á hálendið og jöklana,“ segir Þórarinn sem er kvæntur Báru Alexandersdóttur, sminku á Stöð 2, og eiga þau þrjú börn. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugstjórinn Þórarinn í stjórnklefanum á Boeing-vél Icelandair. Flugið er ævintýri Þórarinn Hjálmarsson er sextugur í dag G uðrún Margrét Páls- dóttir fæddist 15. mars 1959 í litlu bakhúsi á Hverfisgötu 60a, Reykjavík. „Ég fluttist þaðan þriggja ára í Lönguhlíð 19 þar sem fjölskylduræturnar voru í 40 ár og voru æskuslóðirnar Hlíðarnar, Klambratúnið og Öskjuhlíðin.“ Sum- ardvöl Guðrúnar í sveit var hjá frændfólki á Ytra-Bjargi í Miðfirði og í sumarbúðum KFUK í Vindáshlíð. Guðrún gekk í Skóla Ísaks Jóns- sonar, Æfinga- og tilraunadeild Kennaraháskóla Íslands, Hlíða- skóla, Vörðuskóla, Menntaskólann við Hamrahlíð og Háskóla Íslands þaðan sem hún brautskráðist með BSc-gráðu í hjúkrunarfræði. Guð- rún vann við ýmis störf á náms- árunum; í Vestmannaeyjum, á Guðrún Margrét Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur – 60 ára Morgunblaðið/Árni Sæberg Afmælisbarnið Guðrún er mjög virk í kristilegu starfi og í dag kemur út litla bókin hennar: Hver er Jesús? Hugsjón um hjálpar- starf fæddist í hnattferð Á Indlandi Guðrún stödd á heimili litlu ljósanna fyrir um tíu árum. Kópavogur Anna Karen fædd- ist 29. júní 2018 í Reykjavík. Hún vó 2.960 g og var 47 cm. löng. Foreldrar hennar eru Hildur Sigfúsdóttir og Gunnar Þór Tómasson. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.