Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 36
*Verðmiðast viðWOWBasic aðra leiðmeðsköttumef greitt ermeðNetgíró ogflugbókað framog til baka.
SAGÐI
EINHVER
SUMARFRÍ?
MÍLANÓ FRÁ
8.999kr.*
Tímabil: maí - júní & september 2019
Tímabil: maí - júní & september 2019
VARSJÁ FRÁ
11.314kr.*
Tímabil: apríl - júní 2019
LYON FRÁ
8.999kr.*
BARCELONA FRÁ
8.999kr.*
Tímabil: maí - júní & september 2019
Sumarið er á næstu grösumog eflaust
margir farnir að sjá glampandi sól
og glóðvolgar strendur í hillingum.
Það er líka í góðu lagi,því nú getur þú
bókað ferð í sólina á glettilega góðumdíl.
Smelltu sólgleraugunumá nefið því
Barcelona,Lyon og Varsjá bíða þínmeð
opinn faðminn.Svo ekki séminnst á hina
mögnuðuMílanó,þar semhámenning og
hátískamætast.Skelltu þér út í góða veðrið
og tanaðumeira fyrir minnameðWOWair.
Opin vinnustofa verður í Hafnar-
borg fram til 27. mars í aðdraganda
nýrrar sýningar hönnuðanna Brynj-
ars Sigurðarsonar og Veroniku
Sedlmair, Fyrirvara, og gefst gest-
um tækifæri á að fylgjast með upp-
setningu og undirbúningi hennar.
Þau hafa sett upp vinnuaðstöðu í
aðalsal Hafnarborgar með það að
markmiði að opna sýningu á verk-
um sínum í lok mánaðarins í tengsl-
um við HönnunarMars.
Opin vinnustofa
FÖSTUDAGUR 15. MARS 74. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Stjarnan tryggði sér sigur í Dom-
inos-deild karla í körfuknattleik í
gærkvöld með mjög öruggum úti-
sigri á Haukum, 106:77. Njarðvík-
ingar unnu Skallagrím á sama tíma
og enduðu með jafnmörg stig en
lenda í öðru sæti. Í úrslitakeppninni
mætast Stjarnan – Grindavík,
Njarðvík – ÍR, Tindastóll – Þór Þor-
lákshöfn og Keflavík – KR. »2-3
Stjarnan varð deildar-
meistari 2019
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarkonan og rithöfundurinn R.
Ariel heimsækir Ísland á tveggja
mánaða ferð sinni um Evrópu, Banda-
ríkin og Japan, með aðra skáldsögu
sína, No One Likes Us, og nýútkomna
plötu, Where You Are, og heldur tón-
leika í kvöld kl. 20 í Hannesarholti.
Ariel hefur hlotið viðurkenningar fyr-
ir tónlist sína og finnur sér stað á
mótum listgreina, eins og segir í
tilkynningu frá
Hannesar-
holti um
tón-
leik-
ana.
R. Ariel heldur tónleika
í Hannesarholti
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Svanur Þór Jónsson, 16 ára íslenskur
strákur, komst á síður Fiskeribladet
sem er stærsta sjávarútvegsblað við
norðurströnd Noregs þrátt fyrir að
hafa einungis búið hálft ár í Noregi.
Viðtalið var tekið í tilefni þess að
Svanur Þór á og gerir sjálfur út sex
metra Nyra-plastbát sem tekur hálft
tonn af fiski.
„Ég fékk smábátaréttindi í sumar
og ræ með skólanum. Ég keypti bát-
inn minn fyrir fjórum mánuðum en
það hefur ekki gengið neitt svakalega
vel í vetur. Fiskurinn er ekki kominn
nógu nálægt landi og ég ræ bara inn-
an fjarðar,“ segir Svanur Þór sem
býr í Gildeskål sem er sveitarfélag
sunnan við Bodø í fylkinu Norður-
Noregi.
Svanur Þór, sem verður 17 ára í
maí, stundar nám í sjávarútvegsfræði
við framhaldsskólann í Meløy. Hann
reiknar með að klára bóklegt nám við
skólann á næsta ári og eftir það taki
við eitt ár í starfsnámi.
„Ef allt gengur upp útskrifast ég
með stúdentspróf og skipstjórnar-
réttindi á 500 brúttólesta skip 19
ára,“ segir Svanur Þór en bílprófið í
Noregi fær hann ekki fyrr en 18 ára.
Svanur Þór segir að það trufli sig
ekki neitt.
Sjómennska í blóðinu
Að sögn Svans Þórs var hann alltaf
ákveðinn í því að verða sjómaður.
Hann segir langafa sinn, afa og pabba
alla hafa verið sjómenn.
„Pabbi minn, Jón Páll Jakobsson,
gerir út bát í Noregi. Ég hef róið með
honum síðustu fimm sumur og mun
róa með honum í sumar,“ segir Svan-
ur Þór en móðir hans, Sólrún Bergdís
Aradóttir, og systir hans búa einnig í
Gildeskål. Svanur á tvær eldri systur,
önnur býr í Ósló og hin í Kaupmanna-
höfn.
Svanur Þór segir að ungt fólk í
Norður-Noregi hafi áhuga á sjávar-
útvegi og sjálfur þekki hann ekkert
annað en að vera á sjó. Bátur Svans
Þórs ber nafnið Lovísa en það er nafn
systur hans og langömmu. Lovísu
keypti Svanur Þór á 60.000 norskar
krónur sem eru rúmlega 820.000 kr.
íslenskar. Hann segist vera kominn
með allan búnað í bátinn sem þarf til
þess að fara á þorsk- og ufsaveiðar í
net.
„Það búa miklu fleiri í Gildeskål en
á Bíldudal þar sem ég bjó áður. Veðr-
ið er svipað en það vantar skíðamenn-
ingu í Gildeskål,“ segir Svanur Þór,
ungi útgerðarmaðurinn sem virðist
hafa sjómennskuna í blóðinu og
fannst ekkert erfitt að komast inn í
norskuna. Svanur Þór segist hafa lít-
inn tíma til að sinna öðru en lærdómi
og útgerð.
Ljósmynd/Hilde Kvammen
Sjóari Svani Þór Jónssyni er sjómennskan í blóð borin. Hann bíður eftir því að ufsi og þorskur komi nær landi.
16 ára Íslendingur gerir
út í Gildeskål í Noregi
Lærir sjávarútvegsfræði og veiðir í net á eigin báti