Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Miðlun nafna fermingar- barna þarf að byggja á fullnægjandi heimild þar sem slík miðlun telst til vinnslu viðkvæmra per- sónuupplýsinga. Þetta segir Brynja Dögg Guð- mundsdóttir Briem, lög- fræðingur og persónu- verndarfulltrúi hjá Biskupsstofu. Árlegt fermingarblað Morgunblaðsins kemur út í dag. Þar er nú sú breyting að nöfn fermingarbarna vorsins eru ekki birt, eins og löng hefð er fyrir. Hefur blaðið jafnan fengið lista yfir fermingarbörnin send frá prestum úti í sóknunum. „Eldri lög gerðu ráð fyrir því að afla þyrfti samþykkis fyrir nafnbirt- ingu. Í nýjum lögum er hins vegar sú krafa gerð að samþykkið sé útfært rétt. Fólk má til dæmis afturkalla samþykki sitt og gera þarf viðkomandi ljóst að slíkt sé ekki skil- yrði þess að fá að ferm- ast. Þar sem prestar hafa ekki allir aflað samþykkis skv. nýjum lögum var ákveðið að nöfn fermingarbarna yrðu að þessu sinni ekki send út til birtingar,“ sagði Brynja Dögg í sam- tali við Morgunblaðið. Óvissa hefur verið um, að sögn Brynju, hvort starfsmenn kirkj- unnar hafi heimildir til að taka myndir í kirkjulegu starfi. Kemur þar til að þátttaka í kirkjulegu starfi getur gefið til kynna trúarafstöðu þeirra sem á myndum sjást. „Ljóst er þó að myndatökur af viðburðum eins og fermingu fela í sér vinnslu viðkvæmra persónu- upplýsinga og í þeim tilvikum gæt- um við eingöngu byggt á fullnægj- andi skriflegu afdráttarlausu samþykki sem heimild fyrir vinnsl- unni. Hins vegar er ekkert amast við því að fólk taki myndir af börnunum sínum eða fjöskyldunni í kirkjunni, til dæmis við fermingar eða skírnar- athafnir, enda séu myndirnar til einkanota,“ segir Brynja. Nöfn fermingarbarna aðeins birt með réttu samþykki  Listar með nöfnum ekki í fermingarblaði Morgunblaðsins MARÍN MANDA OG ALBA MIST FERMING S K I P U L E G G J A F E R M I N G U A L DA R I N N A R Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það var leitað til mín og ég er þakk- lát fyrir það traust sem mér er sýnt,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem taka mun við sem dómsmálaráð- herra í stað Sigríðar Á. Andersen sem steig til hliðar í fyrradag. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort eða hvenær Sigríður muni snúa til baka í ráðuneytið. Ákvörð- unin var tilkynnt að loknum þing- flokksfundi Sjálfstæðisflokks í gær. Þórdís mun áfram sinna starfi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra, en að hennar sögn er um tímabundna ráðstöfun að ræða. „Þetta er tímabundið verkefni sem ég mun taka mjög alvarlega. Það eru stór verkefni fram undan en ég þekki þennan málaflokk vel. Ég hef áður starfað sem aðstoðarmaður í innanríkisráðuneytinu og er með menntun sem mun nýtast í þessu starfi,“ segir Þórdís sem kveðst spennt fyrir komandi verkefni. „Þetta var flókin staða sem upp var komin en við leystum það. Ég treysti mér vel til að leysa þetta verkefni. Ég hef sett mig inn í málin sitjandi í ríkisstjórn en mun nýta tímann á næstunni til að kafa dýpra,“ segir Þórdís og bætir við að hún eigi ekki von á því að sinna emb- ættinu í langan tíma. „Þetta er skip- an til skamms tíma. Við erum ekki að tala um margra mánaða skipun,“ segir Þórdís. Ræðir við starfsfólk í dag Mörg aðkallandi mál eru nú á borði starfsfólks dómsmálaráðu- neytisins. Að sögn Þórdísar munu formleg lyklaskipti fara fram í ráðu- neytinu í dag og í kjölfarið mun hún setjast niður með starfsfólki ráðu- neytisins. „Næstu skref eru þau að lyklaskipti munu fara fram og strax í framhaldinu mun ég funda með starfsfólkinu. Við munum fara yfir þau mál sem eru mest aðkallandi auk þess að forgangsraða verkefnum. Þá munum við skoða hvaða verkefni kalla á mína aðkomu frekar en önn- ur,“ segir Þórdís. Mikilvægt að reyna á dóminn Í kjölfar dóms Mannréttindadóm- stóls Evrópu þar sem skipun dómara í Landsrétt var sögð brot á mann- réttindasáttmálanum hefur öllum málum Landsréttar verið frestað ótímabundið. Frekari ákvarðanir hafa ekki verið teknar af hálfu Landsréttar um framhaldið, en nota átti þessa viku til að greina stöðuna. Engin mál hafa því verið á dagskrá í vikunni. Líkt og áður hefur verið greint frá telja dómarar Landsréttar dóm Mannréttindadómstólsins eiga við þá alla en ekki einungis þá fjóra sem skipaðir voru án þess að eiga sæti á lista hæfisnefndar. Spurð hvort ekki sé mikilvægt að eyða óvissunni kveður Þórdís já við. Hvort eða hver aðkoma hennar að því muni vera segist Þórdís ekki geta svarað. „Ég er auðvitað búin að vera mjög stutt í embætti og því ekki haft tækifæri til að setja mig inn í öll mál. Ég hef ekki enn fengið tækifæri til að fara niður í ráðuneyti en ætla mér að gera það í dag og fara yfir stöðuna með starfsfólkinu,“ segir Þórdís og bætir við að mikilvægt sé að láta á það reyna hvort yfirdeild Mannrétt- indadómstóls Evrópu muni snúa dómnum. „Það bjóst enginn við þess- ari niðurstöðu. Ég á að öðru leyti eft- ir að kanna málin nánar með starfs- fólkinu og setjast yfir upplýsingar og þessi mál í stóra samhenginu. Starfs- fólkið hefur verið að vinna í þessum málum frá því að niðurstaðan kom og ég mun fá nánari skýringar og yfirlit frá þeim,“ segir Þórdís. Mörg aðkallandi mál á döfinni  Formleg lyklaskipti fara fram í dómsmálaráðuneytinu í dag  Fram undan eru fundir með starfsfólki og forgangsröðun verkefna  Mikilvægt að óvissu sé eytt og reynt verði á dóm Mannréttindadómstóls Morgunblaðið/Árni Sæberg Ríkisráðsfundur Ákvörðun um skipan Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur í embætti dómsmálaráðherra í stað Sigríðar Á. Andersen var tekin í gær. „Ég held að þetta hafi verið besta niðurstaðan og sátt sé um hana,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, um skipan Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur í embætti dóms- málaráðherra í stað Sigríðar Á. Andersen sem steig til hliðar í fyrradag. Bjarni segir að Þórdís sé vel til þess fallin að taka við embættinu. „Þórdís er lögfræðingur og þekkir málaflokkana og kemur þess vegna vel undirbúin í ráðuneytið,“ segir Bjarni og bætir við að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða. Þá sé möguleiki á því að Sigríður komi inn sem dómsmálaráðherra að nýju síðar á kjörtímabilinu. „Ég sé ekki fram á að það gerist á næstu vikum, en síðar á kjörtímabilinu get ég séð það fyrir mér eins og aðrar breytingar. Hvort Sigríður Andersen fari aftur í ríkis- stjórn síðar á kjörtímabilinu er mál sem ég get ekki svarað núna, en það er allt opið fyrir það,“ sagði Bjarni í viðtali við mbl.is. Líkt og áður hefur komið fram ákvað Sigríður að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem skipun dómara í Landsrétt var sögð brot á mannréttindasáttmál- anum. Í kjölfar dómsins ákvað Landsréttur að gera hlé á málum dómstólsins. Aðspurður segir Bjarni að ríkis- stjórnin muni kafa dýpra ofan í málið á næstunni. „Vinnan er hafin í ráðuneytinu og við ræddum það á ríkisstjórnarfundi hvaða atriði þurfa að komast til skoðunar þar,“ segir Bjarni. Sátt um skipan nýs dómsmálaráðherra MÖGULEIKI Á AÐ SIGRÍÐUR KOMI AFTUR INN Í RÍKISSTJÓRNINA SÍÐAR Á KJÖRTÍMABILINU Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Bessastöðum Bjarni Benediktsson síðdegis í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.