Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 ✝ Davíð Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 16. mars 1962. Hann lést af slysförum 6. mars 2019. Foreldrar hans eru Sigurður Hall- dór Ólafsson, f. 6. febrúar 1939, d. 16. mars 2007, og Kristín María Þor- valdsdóttir, f. 10. júní 1940. Systkini Davíðs eru Kolbeinn Sigurðsson, f. 20. sept- ember 1959, Jón Ragnar Sig- urðsson, f. 11. mars 1961, Anton Sigurðsson, f. 10. mars 1964, d. 31. desember 1981, Margrét Sig- urðardóttir, f. 6. maí 1966, og Thelma Björk Sigurðardóttir, f. 11. desember 1977. Davíð var giftur Sesselju Guðrúnu Guð- jónsdóttur, f. 22. mars 1965, og eiga þau saman fimm börn; Eva Dögg Davíðsdóttir, f. 4. desem- ber 1988, Þorleifur Gaukur Dav- íðsson, f. 21. september 1991, Aníta Ingibjörg Davíðsdóttir, f. 20. maí 1994, Nói Guðjón Davíðsson, f. 12. mars 1997 og Jósúa Gabríel Davíðsson, f. 3. nóvember 2001. Davíð ólst upp í Reykjavík, en flutti á fullorðinsárum víðs vegar um landsbyggðina ásamt fjölskyldu sinni, og bjó meðal annars í Vík í Mýr- dal, Vestmannaeyjum, Borgar- firði og Akranesi. Fyrir tíu ár- um fluttist fjölskyldan búferlum til Stafangurs í Noregi. Hans fyrstu skref í atvinnulífinu voru við sjómennsku en síðar starfaði hann við ýmis störf tengd sölu- mennsku, lengst af sem fast- eignasali. Síðustu árin í Noregi starfaði hann á leikskóla. Hann dvaldi á Íslandi nokkra mánuði á ári, nú síðast í vetur þar sem hann vann á leikskólanum Litlu- Ásum og við tamningar. Útför Davíðs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 15. mars 2019, klukkan 15. Það er sunnudagur 13. júlí 1986. Ég geng upp tröppurnar á gömlu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Þar situr hann sem varð svo sálu- félagi minn og lífsförunautur, Davíð Sigurðsson. Hann situr og teflir við félaga sinn. Ég horfði á hann og hugsaði: „Ég þekki þig, hvar hefurðu verið,“ og hjarta mitt tók kipp. Frá þessari stundu varð ekki aftur snúið. Við vorum sálufélag- ar frá fyrsta degi. Mánuði síðar fluttum við saman í sjöunda himni á Bjargarstíginn í litlu loft- íbúðina hans, þar sem við byrj- uðum okkar lífsins siglingu. Þó að ferðalag okkar hafi farið hinar ýmsu götur, þröngar, hol- óttar, brattar, hálar og greiðar, þá hefur rauði þráðurinn ávallt verið ást, kærleikur og þakklæti. Saman eigum við dýrmætasta fjársjóð sem nokkur getur átt, fimm falleg, hæfileikarík og dásamleg börn. Ekkert skipti okkur meira máli en að koma þeim áfram í lífinu. Davíð elskaði þau meira en nokkuð annað og notaði hvert tækifæri til að deila því með alheiminum. Hann var óspar á hrósið, hvatninguna og kærleikann. Sama hver varð á vegi hans, þá fékk viðkomandi að vita hvað hann átti stórkostleg börn og yndislega konu. Nú sitjum við hér í myrkri sorgarinnar með hjartað upplýst af þakklæti og ást. Söknuðurinn er mikill og stórt skarð hefur myndast en kærleikur þinn mun áfram lýsa í gegnum yndislegu börnin okkar. Elsku yndislegi Davíð minn, sálufélagi minn og besti vinur. Ég kveð þig með þakklæti og ást í hjarta. Takk fyrir dásamlega vegferð. Ég er þakklát fyrir allar hindranirnar sem urðu á vegi okkar sem og allar gleðistundirn- ar, saman fórum við í gegnum allt því það var ástin sem tengdi okk- ur órjúfanlegum böndum. Og eins og alltaf þegar við kvödd- umst, hvort sem þú varst að skreppa út með hundinn eða til útlanda, þá sagði ég: Ég elska þig, ástin mín. Þín að eilífu, Stella, Sesselja Guðrún Guðjónsdóttir. Ég trúi því ekki að þú sért far- inn frá okkur, elsku pabbi. Þú sem varst svo lífsglaður og orku- mikill, fullur eftirvæntingar fyrir framtíðinni – eilíft unglamb. Það að vera í annarri heimsálfu, svo fjarri öllum og heyra að pabbinn minn, maðurinn sem ól mig, mað- urinn sem ég sé í mínum eigin andlitsdráttum þegar ég lít í spegil, maðurinn sem elskaði mig skilyrðislaust og hvatti mig áfram í öllu sem ég gerði, væri farinn var tilfinning sem ekki er hægt að setja orð á. Heimurinn hrundi á örstundu og ég sit hér enn í fullkominni vantrú um að þetta geti staðist. Það hefur aldrei neinn verið jafn stoltur af mér og þú. Sögur herma að það hafi þurft að reka þig ítrekað af fæðingardeildinni, þar sem þú sast og dáðist að frumburðinum þínum langt fram yfir heimsóknartíma. Stoltið minnkaði aldeilis ekki eftir því sem árin liðu og börnunum fjölg- aði, heldur þvert á móti. Í þínum augum vorum við einfaldlega „bestust“, frábærust, klárust og fallegust. Við fimm vorum stoltið þitt, gullmolarnir þínir. Margir sem lenda í slíkum óvæntum missi sitja eftir með ósögð orð og efasemdir. En ég veit með vissu að þú elskaðir okk- ur af öllu hjarta. Þú varst aldrei sparsamur á stóru orðin, né á að sýna ást þína í verki og ég mun minnast þess þegar ég kvaddi þig í hinsta sinn fram að mínum síð- asta degi. Ekki grunaði mig að ég myndi aldrei sjá þig aftur á lífi þegar þú skutlaðir mér á flug- völlinn, eldsnemma morguns fyr- ir rúmum tveimur vikum. Ég ætlaði ekki að leyfa þér að skutla mér, en þú sagðir á þinn ein- staka, ljúfa hátt „jú láttu ekki svona, leyfðu mér að gera það fyrir þig“. Við áttum svo einlægt samtal þar sem framtíðarplönin voru rædd, þú sagðir mér að þú værir svo hamingjusamur í því sem þú værir að gera á Íslandi, og vildir að við ættum öll hlut- deild í því að byggja upp líf að nýju hér eftir áratug í Noregi. Við vorum bæði jafnspennt fyrir sumarplönunum, sem fólu í sér langa hestaferð upp á hálendi og gönguferð með systkinunum. Að skilnaði fórstu út úr bílnum og knúsaðir mig þéttingsfast að þér og sagðir af einlægni, eins og allt- af, „ég elska þig, Döggin mín“. Síðustu árin talaðirðu oft um að „við værum að skapa minn- ingar“. Mikið af mínum minning- um um þig tengjast hesta- mennskunni. Bestu minningarnar eru reiðtúrar í stórbrotnu landslagi víðs vegar um landið okkar. Það að fá að upplifa íslenska náttúru frá hestshryggnum er einstök upp- lifun sem við tvö deildum. Þótt þú sért farinn frá okkur allt of snemma muntu fylgja okk- ur á lífsleiðinni. Þegar stórir við- burði verða, gleði og sorg bankar upp á, þá munum við minnast þín. Ég mun heyra rödd þína segja „ég er svo stoltur af þér, Döggin mín“. Þú lifir áfram í okkur, gullmol- unum þínum. Kærleikurinn sem þú gafst okkur streymir um æðar okkar. Við munum halda minn- ingu þinni lifandi um ókomin ár, og yndisleg nærvera þín fylgir okkur. Ég elska þig, pabbi minn, takk fyrir allt sem þú kenndir mér og gafst. Eva Dögg Davíðsdóttir. Elsku bróðir. Ég er svo slegin og hrygg yfir fráfalli þínu. Þú varst tekinn svo snöggt frá okkur og mér finnst svo erfitt og sárt að kveðja þig. Ég veit að pabbi og Toni hafa tekið vel á móti þér og að endurfundirnir hafa verið góðir. Hvíl í friði, elskan. Sjáumst seinna. Elsku mamma, Stella, börn, systkini og aðrir ástvinir, ég bið góðan Guð að styrkja okkur öll í sorginni um ókomna tíð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem) Þín systir Margrét (Magga). Í dag kveð ég hinstu kveðju kæran mág minn og vin, Davíð sem lést af slysförum í síðustu viku. Það er ömurleg staðreynd að þessi dagfarsprúði og mikli mannvinur sé hrifinn á brott frá ástvinum sínum á einu auga- bragði. Elskuleg Stella systir mín og börnin þeirra fimm eiga um sárt að binda. Allt breytir um svip, margt verður óljóst og jafn- vel litbrigði lífsins verða með öðr- um blæ. Davíð var ljúfmenni og mikill barnavinur. Hann var hreystin uppmáluð og ræktaði líkama og sál af krafti. Stundaði útiveru, hlaup, skokk, hjólreiðar, hesta- mennsku og jóga, lífsmátinn heil- brigður og sannur. Hann var óspar á hrós og fal- leg orð til samferðafólksins. Hann var stoltur pabbi sem fylgdist vel með ungunum sínum í námi og starfi. Við fyrstu kynni okkar Davíðs tók hann mér opnum örmum og fyrir það verð ég ævinlega þakk- lát. Samverustundirnar á liðnum árum eru dýrmætur fjársjóður sem gott er að eiga. Við hjónin áttum yndislega daga í Noregi síðastliðið sumar með þeim Davíð, Stellu og fjölskyldu. Gest- risni og glaðværð í fyrirrúmi, allt svo fölskvalaust og jákvætt. Eftirlætisiðjan var hesta- mennskan með öllu því sem henni tilheyrir. Þar var Davíð í essinu sínu og sagði okkur hinum sögur af hestaferðum um landið og tamningum sem voru honum hugleiknar. Það var við þær að- stæður sem Davíð varð fyrir al- varlegu slysi og lét lífið og lífs- göngunni lokið. Kært ertu kvaddur, elsku vin- ur. Elsku Stella systir mín og börn, móðir Davíðs, systkini og aðrir ástvinir. Megi kærleikurinn umvefja ykkur öll á erfiðum tímum. Ásta Guðjónsdóttir og fjölskylda. Elsku Davíð. Þú lifðir góðu og heilsusam- legu lífi og varst alltaf svo ákveð- inn og hvetjandi. Þú varst góður við alla og yndislegur frændi. Þú elskaðir tveggja ára börnin sem þú varst að hugsa um á leikskól- anum. Það var gaman þegar við mamma og bróðir minn vorum að kíkja til ömmu og þú varst með henni. Þá spjölluðum við öll saman. Svo komstu að sjá mig syngja í söngskólanum og ég var mjög ánægð með það. Gott að þú varst að gera eitthvað sem þú elskaðir. Ég mun alltaf muna eftir þér. Þú munt alltaf vera í hjartanu mínu. Þín frænka, Marta Manuela. Davíð Sigurðsson HINSTA KVEÐJA Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Elsku Kidda mín, Stella, börn, systkini og aðrir að- standendur, Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Megi minning góðs manns lifa. Hvíl í friði, elsku Dabbi minn. Ríkey Garðarsdóttir. ✝ Marta Krist-jánsdóttir fæddist 6. nóvem- ber 1929 á Selja- landi undir Vestur-Eyjafjöll- um. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. mars 2019. Foreldrar Mörtu voru Arnlaug Samúelsdóttir, f. 1887 í Hvammi undir Vestur- Eyjafjöllum, d. 1968, og Krist- ján Þóroddur Ólafsson, f. 1890 í Dalsseli undir Vestur- Eyjafjöllum, d. 1945. Systkini Mörtu eru Ólafur, f. 1915, d. 1981, Magnús, f. 1918, d. 1987, Sigríður, f. 1920, d. 2000, Aðalbjörg, f. 1923, d. 2017, og Þuríður, f. 1926. Upp- eldissystir Mörtu er Svanlaug Sigurjónsdóttir, f. 1937. Eiginmaður Mörtu var Sig- urður Jónsson, f. 15. október 1934 á Núpi undir Vestur- Eyjafjöllum, d. 9. febrúar 1997. Börn Mörtu og Sigurðar eru: 1) Örn Þór Hlíðdal, f. 4. maí 1950. Faðir hans var Ein- ar Rafn Hlíðdal, f. 1929, d. 1980. Örn Þór er kvæntur Bar- Fjalldal. Börn þeirra: Oddur Hrannar, f. 2008, Örn Þór, f. 2012, og Dísella, f. 2014. d) Örvar Rafn, f. 31. október 1984, kvæntur Unni Bjarka- dóttur. Börn þeirra: Valgerður Björk, f. 2014, og drengur, f. 2019. 2) Auður Jóna, f. 13. jan- úar 1958, gift Óla Kristni Ott- óssyni, f. 1960. Börn þeirra eru a) Sigurður Ottó, f. 12. september 1979, kvæntur Örnu Lind Arnórsdóttur. Börn þeirra: Kara Líf, f. 2006, og Kristinn Nói, f. 2013. b) Rúnar Már, f. 28. nóvember 1983, í sambúð með Andreu Hönnu Þorsteinsdóttur. Börn: Sjöfn, f. 2012, og Bergsteinn Mar, f. 2017. c) Arnar Óli, f. 26. júlí 1990, og d) Linda Rut, f. 23. ágúst 1994. 3) Björgvin Valur, f. 17. júní 1961, kvæntur Jó- hönnu Gyðu Stefánsdóttur, f. 1964. Börn þeirra eru a) Marta, f. 25. september 1987, í sambúð með Guðjóni Hafsteini Kristinssyni. Dóttir þeirra Sólbrá Erla, f. 2016. b) Alma, f. 16. nóvember 1994, og c) Jökull, f. 7. desember 1999. Marta ólst upp á Seljalandi. Árið 1957 hóf hún búskap á Eystra-Seljalandi ásamt eig- inmanni sínum og bjó þar þangað til hún flutti að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli árið 2011. Útför Mörtu fer fram frá Stóradalskirkju í dag, 15. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 14. báru Hlíðdal, f. 1951. Börn þeirra eru a) Helgi Jens, f. 2. nóvember 1970, kvæntur Ingibjörgu Erlingsdóttur. Dætur þeirra: Birta Rós, f. 1999, og Ásta Sól, f. 2000. Dætur Ingi- bjargar og uppeldisdætur Helga Jens eru Guðrún Freyja Daðadóttir, f. 1986, í sambúð með Guðmundi Inga Einars- syni. Börn þeirra: Ástrós Erla, f. 2014, og Óliver Högni, f. 2016. Erla Vinsý Daðadóttir, f. 1987, gift Kristni Birni Sigfús- syni. Börn þeirra: Emil Kári, f. 2015, og Daníel Daði, f. 2018. b) Elísabet, f. 21. júlí 1976. Fyrrverandi sambýlismaður Elísabetar er Gísli Björnsson. Börn þeirra eru: Arnór Ingi, f. 1996, í sambúð með Katrínu Stefánsdóttur, Barbára Sól, f. 2001, og Dagur Rafn, f. 2006. Sonur Gísla og uppeldissonur Elísabetar er Björn Freyr, f. 1993, í sambúð með Kristínu Olgu Gunnarsdóttur. c) Sig- urður Már, f. 31. desember 1977, kvæntur Sigríði Báru Elsku mamma mín. Nú ert þú komin í sumar- landið til pabba og laus úr þín- um þreytta og veika líkama. Þegar þú varst komin í hjóla- stól og þurftir hjálp við svo margt áttir þú svo erfitt með að þiggja það, þú varst vön að þjóna og hjálpa öðrum en kunnir þetta ekki. Nú sit ég við eldhúsborðið og hugsa um allar góðu minning- arnar. Æskuárin sem eru björt og falleg, ég að skottast með pabba til kinda, út í fjósi eða að reykja kjöt uppi í helli, þú inni að elda matinn, baka, þvo þvottinn eins og húsmæðurnar gerðu í þá daga. Alltaf góður matur og kátt við matarborðið. Þú hefur alltaf verið mín stoð og stytta í lífinu, þegar eitthvað bjátaði á þá gat ég alltaf leitað til þín. Þegar ég gekk minn dimma dal þá komst þú mér til hjálpar, eldaðir, tókst til, fórst með mér út að labba og hugsaðir svo vel um strákana mína, Sigga og Rúnar. Ég er þér svo óendanlega þakklát fyrir það. Eftir að pabbi dó þá varð samband okk- ar enn nánara, við spjölluðum mikið um sorgina yfir morg- unkaffibollanum, grétum saman og svo kom brosið smátt og smátt. Það var auðvelt að finna spaugilegar minningar frá hon- um pabba mínum, þið höfðuð bæði mikinn húmor og höfðuð gaman af því að gantast. Eins og ég sagði við þig á spítalanum þótt ég hafi verið ósköp lítil og ósjálfbjarga þeg- ar ég fæddist þá hafi ég valið mér bestu foreldra í heimi. Það koma svo ótal margar minn- ingar upp í hugann að heil bók myndi ekki duga, en þær geymi ég í hjarta mínu og segi börn- unum og ömmubörnunum mínum. Árin sem þú dvaldir á Kirkjuhvoli voru þér góð, alltaf sagðir þú allt ljómandi gott, bara verst hvað það þurfti að hafa mikið fyrir þér, þú vildir svo mjög gjarnan geta séð um þig sjálf. Á Kirkjuhvoli eign- aðistu marga góða vini, bæði starfsfólk og heimilisfólk. Það var mikið vel um þig hugsað og vil ég þakka starfsfólki hjart- anlega fyrir góða umönnun og hlýhug. Ég læðist um og lífið heilsar mér. Ég legg mitt traust á þig í heimi hér. Ef þreytan bugar mig og þungar draumfarir sá fræum frostgolunnar í fylgsni hugarheimsins. Þá heyrast orðin þín og hjálpin bíður mín. Svo blítt þú sefar mig, ég syng um þig. Þú fóstrar mig. Þú leggur hönd á lítið barnatár og leiðir mig um öll mín æskuár. Þó blási mótvindar og megnar spurningar þjóti um lendur mínar og lami hugsjónirnar. Þú opnar hjarta þitt það hefur þrautir stytt. Aldrei ég þarf að þjást ef móðurást heldur um mig. (Hallgrímur Óskarsson) Elsku mamma mín, ég kveð þig að sinni. Takk fyrir allt það góða sem þú hefur gefið mér, bæði sem mamma og vinkona. Takk fyrir alla þá ást sem þú gafst börnunum mínum. Við elskum þig öll, þín dóttir Auður. Elsku amma Marta. Ég er svo þakklát og lánsöm að hafa átt ömmu eins og þig, þú varst svo kærleiksrík, já- kvæð, hlý og ótrúlega húmor- ísk. Fyrstu minningar mínar með þér voru þegar ég var að skottast yfir til þín með póst- inn, ná í mjólk fyrir þig, eða bara gera mér upp erindi til að heimsækja þig, því ég vissi allt- af að ég fengi nammi, kex og knús, og að ógleymdum kónga- brjóstsykri. Ekki var ég nú mjög gömul þegar þú kenndir mér að baka fyrir ein jólin, svampkökur og smákökur, og þú varst svo mikið stolt af mér fyrir að hafa getað þetta. Oft rifjuðum við þetta upp ásamt mörgum öðrum gömlum góðum minningum eftir að ég fór að vinna á Kirkjuhvoli, eftir að þú fluttir þangað. Þessi þrjú ár sem ég vann á Kirkjuhvoli er ég ótrúlega þakklát fyrir að hafa annast þig og fengið að kynnast þér svo miklu betur. Þú varst alltaf svo stolt af mér, alveg sama hvað ég gerði, eins og þegar ég sagðist ætla að fara til Balí í tvo mánuði, þér leist ekkert sérstaklega vel á það, amma mín, en samt sem áður, þar sem þetta var draum- ur minn þá studdirðu mig heils- hugar og baðst guð að geyma mig. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, að Guð hann þig amma mín geymir á alheimsins besta stað. Ótti minn er því enginn er ég geng áfram lífsins leið. Því með nestið sem amma mín gaf mér, veit ég að gatan hún verður greið. Og þegar sú stundin hún líður að verki mínu er lokið hér. Þá veit ég að amma mín bíður og með Guði tekur við mér. (Sigríður Ögmundsdóttir) Elsku amma mín, ég kveð þig með miklum söknuði og Marta Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.