Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppgjör Hagnaður Orkuveitunnar lækkaði um 10 milljarða á milli ára. Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) dróst saman um 63% og nam tæpum 6 milljörðum króna saman- borið við 16 milljarða króna árið 2017. Rekstrarhagnaður OR fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 28,6 milljörðum króna og hækkaði um 8,5% á milli ára. Eignir fyrirtækisins námu sam- tals 340 milljörðum króna í árslok 2018 samanborið við 311 milljarða í lok árs 2017. 1,5 milljarðar í arð Eigið fé fyrirtækisins nam 161 milljarði króna í lok árs 2018 sam- anborið við 143 milljarða króna í lok árs 2017. Eiginfjárhlutfall samstæðu OR nam 47,3%. Rekstrartekjur OR námu 46 milljörðum króna og jukust um 5,2% á milli ára. Rekstrarkostn- aður nam 17,3 milljörðum króna og jókst um 0,1% á milli ára. Stjórn OR samþykkti að greiða eigendum fyrir- tækisins, Reykjavíkurborg, Akra- neskaupstað og Borgarbyggð arð sem nemur 1,5 milljörðum króna vegna rekstrarársins 2018. Hagnaður dregst saman  Hagnaður Orkuveit- unnar 6 milljarðar 14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Umsvifamikil í Evrópu Hann segir aðspurður að fjölskyld- an, sem er með höfuðstöðvar í Móna- kó, hafi þónokkur umsvif í Evrópu, meðal annars í ferðaþjónustu og fast- eignaverkefnum. „Við höfum fjárfest mikið í hótelum og veitingastöðum, meðal annars í Frakklandi, Ítalíu, Austurríki og í Tékklandi.“ Þá segir Jerome að fjölskyldan ferðist reglulega til Norðurlandanna, þar á meðal til Íslands. „Samkvæmt okkar markaðsrannsóknum þá er skortur á ferðamannastöðum á al- þjóðlegan mælikvarða í Skandinavíu og á Íslandi. Markaðurinn hefur ver- ið sterkur síðustu ár. Hann hefur róast aðeins, en er samt ennþá traustur. Ísland er mikilvægt fyrir okkur, en okkar hugmynd er að byggja hágæða dvalarstað fyrir fólk sem er tilbúið að dvelja nokkra daga í einu á sama stað.“ Jerome segist hafa hitt yfirvöld í Fjarðabyggð fyrir þremur vikum síð- an og haldið sérstaka kynningu á verkefninu. Mikil ánægja hafi verið með fundinn. Hann segir að búið sé að ákveða byggingarefnið, krosslímt timbur. Það falli vel að umhverfinu, sé létt og gott í meðförum, og henti vel fyrir þessa staðsetningu. Miklu máli skipti að valda sem minnstu raski í nátt- úrunni. „Við höfum kynnt okkur vel þessa byggingaraðferð og heimsótt- um verksmiðjuna í Austurríki til að mynda. Það er búið að byggja um 25 þúsund byggingar í Evrópu með þessu byggingarefni, og sömuleiðis eitthvað á Íslandi. Við höfum lengi verið spennt fyrir að nota þetta efni, en það er nýmæli að það sé notað í byggingar eins og þær sem við erum að skipuleggja.“ Þyrluskíðaferðir og jóga Spurður að því hvaða afþreyingu hótelgestum verði boðið upp á þegar hótelið opnar, segir Jerome að af- þreyingarmöguleikar verði unnir með fólki í sveitinni. „Við viljum bjóða upp á fjallgöngur, hjólaferðir, jóga, snjósleðaferðir, þyrluskíðaferð- ir, og margt fleira. Við viljum að gest- ir geti haft nóg fyrir stafni og dvalið hjá okkur sem lengst.“ Sú staðreynd að Heyklif er í aðeins um klukkutíma fjarlægð frá alþjóð- legum flugvelli á Egilsstöðum skiptir miklu máli að sögn Jerome. „Það frá- bæra við þetta verkefni er að þarna er fólk algjörlega útaf fyrir sig úti í náttúrunni, en á sama tíma stutt frá flugvelli. Fólk getur verið komið á Heyklif vel innan við klukkustund frá því það lendir á Íslandi.“ Lúxus á Heyklifi 2021 Fegurð Mikil náttúrufegurð er þar sem TP Investments hyggst byggja.  Fjölskyldufyrirtæki frá Mónakó hyggst byggja hágæða dvalarstað með fjöl- mörgum afþreyingarmöguleikum  Fjöldi íslenskra aðila kemur að málinu Ferðaþjónusta » Staðsetning nálægt flugvelli á Egilsstöðum er mikill kostur. » Afþreyingarmöguleikar verða fjölbreyttir, og skipu- lagðir í samstarfi við fólkið í byggðarlaginu. » Fjarðabyggð er mjög áfram um verkefnið. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Jerome Bottari, framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu TP Invest- ments, fjölskyldufyrirtæki í Mónakó sem hyggst reisa hágæða dvalarstað fyrir ferðamenn á Heyklifi við Stöðv- arfjörð, og sagt var frá upphaflega í Morgunblaðinu á síðasta ári, segir í samtali við Morgunblaðið að verk- efnið gangi samkvæmt áætlun. Hann segir að verkefnið sé það fyrsta sem fyrirtækið tekst á hendur hér á landi, og því sé margt sem þurfi að læra í ferlinu. Hann segir að fjöldi íslenskra arkitekta og verktaka muni koma að málinu. „Enn er margt óljóst. Nú er unnið að deili- skipulagi og undirbúningi að umsókn byggingarleyfa, en yfirvöld í sveitar- félaginu Fjarðabyggð eru áhuga- söm. Allir aðilar eru áfram um að koma verkefninu á skrið, “ segir Je- rome. Hann segir að fyrir tveimur vikum hafi verið haldinn sérstakur byrjun- arfundur með lykilaðilum sem koma munu að verkefninu. Þar er að sögn Jerome um fjölþjóðlegan hóp að ræða frá Íslandi, Sviss, Frakklandi og Mónakó. „Við fórum yfir allt sem þarf að vera á hreinu hvað heildar- verkefnið varðar.“ Jerome segir að stefnt sé að því að opna staðinn eftir tvö ár, eða árið 2021. Kostnaður verkefnisins er enn óljós að hans sögn, enda margir óvissuþættir enn til staðar. 15. mars 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.06 119.62 119.34 Sterlingspund 156.56 157.32 156.94 Kanadadalur 89.07 89.59 89.33 Dönsk króna 18.017 18.123 18.07 Norsk króna 13.814 13.896 13.855 Sænsk króna 12.735 12.809 12.772 Svissn. franki 118.3 118.96 118.63 Japanskt jen 1.0689 1.0751 1.072 SDR 165.5 166.48 165.99 Evra 134.42 135.18 134.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.6744 Hrávöruverð Gull 1308.4 ($/únsa) Ál 1872.5 ($/tonn) LME Hráolía 66.91 ($/fatið) Brent ● Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, var í gær kjörinn formaður Samtaka verslunar og þjónustu á aðalfundi sam- takanna. Hann tekur við embættinu af Margréti Sanders sem gegnt hefur for- mennsku í SVÞ frá árinu 2014 en gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Jón Ólafur hefur setið í stjórn SVÞ síðustu tvö ár. Á fundinum var einn- ig kosið um fjögur almenn stjórn- arsæti af átta í samtökunum. Sjö einstaklingar buðu sig fram í sætin fjögur. Kjörin voru þau Anna Katrín Hall- dórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Íslandspósts, Ari Þórð- arson, framkvæmdastjóri Hreint, Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Guðrún Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Kokku. Andrés Magn- ússon er framkvæmdastjóri SVÞ. Jón Ólafur tekur við formennskunni í SVÞ Jón Ólafur Halldórsson Tillaga um töku hlutabréfa Heimavalla úr við- skiptum hjá Nasdaq-kauphöllinni var samþykkt með meirihluta atkvæða á aðalfundi félagsins í gær. Líkt og fram kom í ViðskiptaMogganum í gær þýðir afskráning félagsins að sjóðir í stýringu Eaton Vance fá greiddar 30 milljónir króna. Sjóðirnir eru eigendur að skuldabréfinu HEIMA 18.1 sem gefið var út í apríl á síðasta ári, en í skilmálum bréfsins kom fram að ekki megi af- skrá bréf Heimavalla úr Kauphöll án samþykkis kröfuhafa. Áður en afskráningin var samþykkt leitaði stjórn Heimavalla samkomulags við Eaton Vance um að sjóðurinn gengi ekki á gjaldfelling- arheimild sína við afskráninguna. Samkomulag náðist 8. mars sl. þar sem Heimavellir sam- þykktu að greiða 30 milljónir króna gengi af- skráningin eftir. Hlutabréfin náðu aldrei neinu flugi Auk þessa var ný stjórn Heimavalla kosin en eftirtaldir aðilar hlutu stjórnarkjör: Árni Jón Pálsson, Erlendur Magnússon, Halldór Krist- jánsson, Hildur Árnadóttir og Rannveig Eir Ein- arsdóttir. Frá skráningu Heimavalla á markað hefur fé- lagið ekki náð sér á strik og aldrei náð því flugi sem vonast var eftir. Við lokun markaða í gær nam markaðsvirði Heimavalla um 14,2 millj- örðum króna og stóð gengi félagsins í 1,26. Það er nokkru lægra en útboðsgengi félagsins var í fyrra en það var 1,33. aronthordur@mbl.is Heimavellir úr Kauphöllinni  Tillaga um afskráningu af hlutabréfamarkaði samþykkt á aðalfundi í gær STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.