Morgunblaðið - 15.03.2019, Side 33

Morgunblaðið - 15.03.2019, Side 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Bandaríski trommuleikarinn Hal Blaine er látinn, níræður að aldri. Blaine var einn mest hljóðritaði stúdíótrommari dægurtónlistar- innar á seinni hluta 20. aldar en hann er sagður hafa tekið þátt í um 35 þúsund upptökum og heyr- ast á um sex þúsund smáskífum. Þar á meðal lék hann í mörgum vinsælum lögum og á plötum hjá goðsögnum eins og Frank Sin- atra, Elvis Presley, Beach Boys, Supremes, Simon og Garfunkel, Sam Cooke, Barbra Streisand, Herb Alpert, John Denver og Leonard Cohen. Og hann þótti af- ar fjölhæfur trymbill, leikur hans heyrist jafnt í mjúkum lögum Steely Dan sem og í „hljóðvegg“ fjölda platna sem Phil Spector stýrði upptökum á. Kunnasti hljóðverstrymbillinn látinn Taktviss Hal Blaine leysti oft trommara þekktra hljómsveita af í upptökum. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Dimmalimm fæddist á flutningaskipi milli Íslands og Ítalíu árið 1921, en á ættir að rekja til Bíldudals. Lista- maðurinn og skapari hennar, Mugg- ur, réttu nafni Guðmundur Thor- steinsson, var þaðan. Leikararnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson eru þaðan. Sagan af Dimmalimm kóngsdóttur, fagurlega myndskreytt af höfundarins hendi, hefur í áratugi átt sérstakan stað í hjörtum íslenskra barna – og ekki síst Bílddælinga. Elfar Logi og Þröstur Leó eru þar engar undan- tekningar. Þeir eru enn þá hug- fangnir af Dimmalimm. „Við ólumst upp með Dimmalimm eins og ég held að börn geri enn þann dag í dag,“ segir Elfar Logi, stofn- andi Kómedíuleikhússins, fyrsta og eina atvinnuleikhúss Vestfirðinga. Þeir Þröstur Leó hafa tekið hönd- um saman við Þjóðleikhúsið í nafni Kómedíuleikhússins og ætla að frumsýna brúðuleiksýninguna Dimmalimm á Brúðuloftinu kl. 14 á laugardaginn. Leikgerðin skrifast á þá báða, Þröstur Leó er leikstjóri og á vef Þjóðleikhússins er Elfar Logi sagður eini leikarinn. Svo einfalt er það raunar ekki, strangt til tekið. Þótt Elfari Loga sé vissulega margt til lista lagt og hafi brugðið sér í hátt í fimmtíu hlutverk í jafn- mörgum leiksýningum á þeim rúm- lega tuttugu árum sem hann hefur verið potturinn og pannan í Kóme- díuleikhúsinu væri hann varla trú- verðug Dimmalimm. Með fullri virð- ingu. Enda er Dimmalimm brúðuleiksýning. En hvað leikur hann? Er hann rödd Dimmalimmar, Péturs kóngssonar, svansins eða kannski þeirra allra? Elfar Logi hristir höfuðið og út- skýrir að leikarar ljái rödd sína, Vig- dís Hrefna Pálsdóttir Dimmalimm, Sigurður Þór Óskarsson Pétri kóngssyni og Arnar Jónsson sé sögu- maður. „Öll eru þó víðsfjarri því raddirnar voru teknar upp og verða leiknar af bandi. Leiksýningin er þó að vissu leyti einleikur því ég er eina manneskjan á sviðinu. Ég er bara ég sjálfur, leikari sem heilsar upp á börnin í upphafi, býð þau velkomin og leiði þau til að byrja með svolítið inn í hvernig ævintýrið um Dimma- limm varð til,“ segir hann. Muggur og frænka hans Hin raunverulega saga að baki Dimmalimm er á þessa leið: Mugg langaði að færa Helgu, þriggja ára systurdóttur sinni einhverja gjöf þegar hann stigi á land á Ítalíu þar sem hún bjó hjá foreldrum sínum. Hann velti fyrir sér hverju litlar stúlkur eins og Helga, sem kölluð var Dimmalimm, hefðu gaman af. Smám saman þróaðist í kollinum á honum ævintýri, sem dró um margt dám af öðrum vinsælum barnaævintýrum. Í stað frosksins sem breyttist í prins var hins vegar kominn svanur svo nokkuð sé nefnt. Muggur byrjaði að teikna myndir, skrifa texta við þær og úr varð Sagan af Dimmalimm. Ævintýrið var allt á lausum blöðum þegar Muggur gaf það sinni Dimma- limm, en til að varðveita ævintýrið létu foreldrar hennar binda blöðin inn. Eflaust má þakka þessari fyrir- hyggju þeirra að sagan var gefin út í bók árið 1942 og hefur síðan verið þýdd á mörg tungumál. Fyrsti einleikurinn sem Kómedíu- leikhúsið setti upp árið 2002 var um ævi Muggs og fjórum árum síðar gerðu Elfar Logi og Sigurþór Albert Heimisson leikari brúðuleikrit um Dimmalimm, sýndu um allt land og var sá fyrrnefndi talsmaður allra brúðanna. Í nýju uppfærslunni kveð- ur við svolítið annan tón. Öðruvísi nálgun „Við Þröstur gerðum nýtt handrit upp úr bókinni og nálgumst við- fangsefnið jafnframt með allt öðrum hætti en þá. Brúðurnar, sem Marsi- bil G. Kristjánsdóttir á heiðurinn af ásamt móður sinni, Öldu Veigu Sig- urðardóttur, eru þær sömu og áður en þær mæðgur saumuðu á þær ný og skrautlegri föt og bjuggu meira að segja til nýjar kórónur handa þeim. Brúðurnar eru um metri á hæð og ákaflega fallegar, vel unnar og prúðbúnar. Svanurinn hefur fengið nýjar, alvöru fjaðrir og hefur stækk- að töluvert frá fyrra ævintýri. Hann verður ábyggilega afar glæsilegur þegar hann tekur flugið í salnum. Við sleppum norninni í þessari sýningu svo minnstu börnin verði ekki hrædd, en erum að flestu leyti trúir sögunni,“ segir Elfar Logi og lýsir nálgun þeirra félaga nánar: „Hugmyndin er sú að leiða börnin, sem væntanlega eru flest á leik- skólaaldri og aðeins eldri, inn í ævin- týraheim leikhússins – sýna þeim hvernig leikhús verður til. Mitt hlut- verk felst í að setja leikmyndina upp að þeim aðsjáandi. Í byrjun kem ég fram á autt sviðið með stóra og mikla töfrakistu, sem hefur að geyma leikmyndina eins og hún leggur sig. Ég stilli öllu saman upp; tjörninni, fossinum, konungshöllinni og öðru sem myndar umgjörð ævin- týrisins. Síðast dreg ég upp úr henni brúðurnar og svaninn og þá hefst ævintýrið.“ Töfrar og tónlist Ólíkt því sem alla jafna tíðkast hjá leikurum, er markmið Elfars Loga að vera ósýnilegur á sviðinu í þeim skilningi að börnin gleymi tilvist hans og einbeiti sér að ævintýrinu sem slíku. „Draumurinn er að þau kynnist töfrum leikhússins og sjái hvað hægt er að gera. Í rauninni má segja að Þröstur leikstýri mér og ég leikstýri brúðunum, þótt ég líti frek- ar á mig sem þjón þeirra,“ segir Elf- ar Logi brosandi. Hann ljóstrar því samt upp að aftan á höfðinu á brúð- unum sé búnaður sem hann noti til að stjórna þeim. Að öðru leyti kveðst hann stýra þeim með handafli. „Ég labba um með Dimmalimm og Pétri og flýg sem svanurinn.“ Hann fer ekki nánar út í tækni- legar útfærslur heldur víkur talinu að splunkunýrri tónlist sem Björn Thoroddsen samdi sérstakleg fyrir ævintýrapersónurnar ástsælu. „Til gamans má geta þess að Björn er einnig frá Bíldudal. Hann töfrar fram sannkallaðan ævintýra hljóð- heim, bæði fjölbreytt hljóð og svo dásamlega fallega og grípandi tón- list að meira að segja Dimmalimm og Pétur taka lagið í sýningunni.“ Elfar Logi segist aldrei fá leiða á sögunni af henni Dimmalimm og hlakkar til að kynna hana í nýjum búningi fyrir yngstu kynslóðinni. Morgunblaðið/Eggert Í góðum félagsskap F.v. Þröstur Leó, Björn og Elfar Logi ásamt ævintýrapersónunum í Dimmalimm. Ósýnilegur leikari í Dimmalimm  Kómedíuleikhúsið setur brúðuleiksýninguna Dimmalimm á fjalir Brúðulofta á laugardaginn í samstarfi við Þjóðleikhúsið  Eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar  Sagan eftir Mugg frá Bíldudal Bók íslenska rithöfundarins Mazens Maarouf, Brandarar handa byssu- mönnum, er ein þeirra 13 bóka sem tilnefndar eru til alþjóðlegu bók- menntaverðlaunanna Man Booker í ár. Verðlaunin eru bresk og afhent árlega og er Mazen á langlista yfir tilnefnda. Mazen er íslenskur ríkisborgari og býr og starfar hér á landi. Hann kom hingað frá Líbanon fyrir átta árum og hafði þá dvalist þar í landi sem palestínskur flóttamaður meiri- hluta ævi sinnar. Bók Mazen, Brandarar handa byssumönnum, inniheldur 14 lauslega tengdar smá- sögur og fjalla þær margar hverjar um börn í stríði eða eru sagðar frá sjónarhorni barns. Bókin kom út fyrir skömmu í íslenskri þýðingu og er Mazen annar íslenski höfund- urinn sem hlýtur tilnefningu en hinn er Jón Kalman Stefánsson sem var tilnefndur fyrir tveimur árum. Greitt úr minningum Árni Matthíasson ræddi við Ma- zen fyrr í þessum mánuði og birtist viðtalið í Sunnudagsmogganum 3. mars. Sagði Mazen m.a. að sög- urnar í bókinni væru sprottnar af þörf hans fyrir að greiða úr minn- ingum og væru mjög persónulegar að sumu leyti en engu að síður skáldskapur. „Eins konar tilraun til að skrásetja persónur sem eru í minni mér, velta því fyrir mér hvað hafi orðið um þær og þá helst barn- ið sem á sitthvað skylt við mig,“ sagði Mazen. Hann hafi langað að skoða þetta barn sem hefði orðið fyrir áföllum vegna stríðsins og sjá hvar það væri statt í dag. „Við það að skrifa sögurnar komst ég að því að barnið er hugrakkt og fljótt að bregðast við, tekst á við umhverfi sitt og stríðið án þess að glata sak- leysinu og barnæsku að öllu leyti. Að skrifa veitti mér því hugfró,“ sagði Mazen. Mazen á langlista Booker Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilnefndur Mazen Maarouf með nýútkomna íslenska þýðingu bókar sinnar Brandarar handa byssumönnum. Hann er tilnefndur til Man Booker.  Annar Íslend- ingurinn sem hlýt- ur tilnefningu til verðlaunanna Bókagleði Árna- stofnunar verður haldin á risloft- inu í menningar- húsinu Hannes- arholti við Grundarstíg í kvöld, föstudag, klukkan 17 til 18. Bókagleðin er óformleg sam- koma þar sem gestum gefst tækifæri til að hlusta á útgefendur úr hópi fræðimanna Árnastofnunar segja frá nýjustu ritum sem komið hafa út á vegum stofnunarinnar en þar kennir ým- issa grasa enda fjölbreytilegt fræðastarf unnið þar. Svavar Sigmundsson prófessor emeritus sendi á síðasta ári frá sér bókina Íslenskar bænir fram um 1600. Hann mun segja frá ritinu og rannsóknum sínum á bænum sem voru til að nota við öll tækifæri fyrr á öldum. Þórunn Sigurðardóttir og Guð- rún Ingólfsdóttir gáfu út bók- menntasögu Jóns Ólafssonar úr Grunnavík á liðnu ári. Þær segja frá ritinu sem ber yfirskriftina Safn til sögu íslenskrar bókmenntasögu og er um tímamótaútgáfu að ræða þar sem verk Jóns hefur fram til þessa ekki verið fáanlegt í prent- aðri útgáfu. Allir sem áhuga hafa eru vel- komnir á viðburðinn meðan hús- rúm leyfir. Veitingastofa hússins verður opin. Bókagleði Árnastofnunar í dag Svavar Sigmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.