Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tíu umsagnir hafa nú borist velferð- arnefnd Alþingis um þingsályktunar- tillögu um svonefnda dánaraðstoð, sem einnig er kölluð líknardráp. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutnings- maður tillögunnar, en með henni eru þingmenn úr Viðreisn, Vinstri græn- um, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Pírötum. Tillagan snýst um að fela heil- brigðisráðherra að taka saman upp- lýsingar um dánaraðstoð og þróun lagaramma um hana þar sem hún er leyfð, sem og tíðni, ástæður og skil- yrði dánaraðstoðar og hver reynslan hafi verið af því þar, auk þess sem at- hugað verði hvort opinber umræða sé í helstu grannríkjum okkar sem ekki leyfa dánaraðstoð. Þá felur til- lagan að lokum í sér að gerð verði könnun meðal heilbrigðisstarfs- manna um afstöðu þeirra til dánarað- stoðar. Í þeim umsögnum sem þegar hafa borist kennir ýmissa grasa. Þannig telur Landssamband eldri borgara eðlilegt að aflað verði þeirra upplýs- inga sem gert er ráð fyrir í tillögunni og að gerð verði skoðanakönnun meðal heilbrigðisstarfsmanna til að fá afstöðu þeirra. Sambandið tekur hins vegar ekki afstöðu til þess hvort leyfa eigi dánaraðstoð eða ekki. Samtökin Lífsvirðing, félag um dánaraðstoð, hvetja Alþingi til þess að samþykkja tillöguna í umsögn sinni. Segir í umsögn samtakanna að víðtæk, málefnaleg og yfirveguð um- ræða almennings og fagfólks sé mik- ilvæg og lykillinn að gagnkvæmum skilningi á viðfangsefninu. Því þurfi greinargóðar upplýsingar að liggja fyrir um „skilyrði, lagaramma og reynsluna í þeim löndum þar sem dánaraðstoð er leyfð“. Lífsvirðing sendir einnig inn um- sagnir tveggja aðstandenda, sem lýsa þar reynslu sinni af því þegar náinn ættingi þáði dánaraðstoð er- lendis. Annar þeirra, Ingrid Ku- hlman, segir að auðvitað vilji enginn missa ástvin. „En þegar þjáningin ein er eftir vill maður að dauðdaginn verði eins þjáningarlaus og með eins mikilli reisn og mögulegt er,“ segir í umsögn hennar. Það þurfi því mál- efnalega og yfirvegaða umræðu um dánaraðstoð hérlendis. Tími stjórnvalda takmarkaður Umsögn landlæknisembættisins er hins vegar fremur andsnúin tillög- unni, en þar segir meðal annars að þó að ekki sé hægt að mæla á móti um- ræðu í samfélaginu um dánaraðstoð og siðferðileg álitaefni henni tengd, ætti að mati landlæknis þó að „byrja á að hvetja til umræðu um aðra með- ferð eða takmarkanir á meðferð við lok lífs“, það er hvaða meðferð fólk vill eða ekki og hvað eigi að standa því til boða þegar lífslok nálgast. Sú umræða ætti að vera undanfari um- ræðu um dánaraðstoð, sem þarfnist mun lengri aðdraganda. Þá bendir landlæknir jafnframt á að „huga þarf að því að tími stjórn- valda til að sinna lögbundnum verk- efnum er takmarkaður og miklar annir hjá þeim sem sinna stjórnsýslu heilbrigðismála.“ Fram undan sé til dæmis mikil vinna við skipulag og framkvæmd heilbrigðisþjónustu. Landlæknir lýkur því umsögn sinni á að spyrja hvort það að fela heilbrigðisráðherra þau umfangs- miklu verkefni, sem lagt er til í þingá- lyktunartillögunni, eigi að hafa for- gang umfram önnur brýn mál. Spyr hvort málið eigi að hafa forgang Morgunblaðið/Ásdís Dánaraðstoð Tíu umsagnir hafa borist um þingsályktunartillöguna.  Tíu umsagnir hafa borist um þingsályktunartillögu um dánaraðstoð  Lagt til að ráðherra verði falið að taka saman upplýsingar um málefnið  Landlæknir segir umræðuna þurfa lengri aðdraganda 30 ÁRA AFMÆLI FISKIKÓNGSINS EITT VERÐ ALLUR FISKUR ÚR FISKBORÐI OG ALLIR FISKRÉTTIR 1.590 TILBOÐIÐ GILDIR ALLA VIKUNA OPIÐ LAUGARDAG 10-15 Sogavegi 3 - Höfðabakka 1 - S. 555 2800 KR .K G Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það hefur margt breyst og mikið gerst frá því að ég hóf störf að kjara- málum sjómanna fyrir röskum 30 ár- um. Þetta var á þeim tíma sem tölv- urnar voru að byrja að ryðja sér til rúms í stéttarfélögunum, svartir skjáir með grænum stöfum,“ rifjar Konráð Alfreðsson upp, en hann lét af formennsku í Sjómannafélagi Eyjafjarðar fyrir viku. Hann hefur verið lengur í brúnni heldur en flestir aðrir forystumenn í verkalýðshreyfingunni á síðari árum og hefur nú dregið sig í hlé, 66 ára að aldri. Ný áhöfn hefur tekið við stjórn félagsins undir forystu Trausta Jör- undarsonar, sem hefur síðustu ár ver- ið á togaranum Björgúlfi, sem Sam- herji gerir út. Hafði ekki efni á húsasmíðinni „Þeir lofa góðu þessir drengir, sem nú eru í stjórninni“, segir Konráð, sem áður hafði látið af embætti vara- formanns Sjómannasambands Ís- lands og verkefnum innan Alþýðu- sambandsins. Konráð byrjaði snemma til sjós og þá á bátum úr sinni heimabyggð, Hrísey. Þaðan lá leiðin á Akureyrina 1983, þegar Samherji hóf sinn rekst- ur, þar sem hann var í rúm fimm ár. Síðan var Konráð um tíma á Sléttbak, sem búið var að lengja og breyta í frystitogara. 1989 var hann síðan kos- inn formaður félagsins og hóf störf á skrifstofunni. „Ég hafði eiginlega alltaf verið há- seti eða kokkur til sjós, en skrapp þó í land til að læra húsasmíði. Ég hafði hins vegar ekki efni á því til lengdar og fór aftur á sjóinn.“ Miklu sterkari sameinaðir Konráð segir að það viðhorf hafi lengi verið ríkjandi innan Sjómanna- félags Eyjafjarðar að sjómenn eigi að koma fram sem ein heild og svo sé enn. Víða væru að verða kynslóða- skipti og ýmsir möguleikar gætu ver- ið samhliða þeim. „Sjómenn sameinaðir í einu félagi eru miklu sterkari heldur en mörg fé- lög í einu sambandi. Reynslan segir okkur það. Hins vegar ber að halda því til haga að ég sé ekki að Sjó- mannafélag Eyjafjarðar geti átt sam- leið með Sjómannafélagi Íslands eins og staðan er á þeim bæ núna,“ segir Konráð. Meðal stærstu sigranna úr starfinu nefnir Konráð fyrst árangur í örygg- ismálum sjómanna og fækkun slysa. Á þeim vettvangi hafi sjómenn átt gott samstarf við útgerðina, sem hafi einnig verið umhugað um að fækka slysum. Hins vegar hafi yfirleitt verið erfiðara að eiga við stjórnvöld hvað öryggismál varðar og nefnir Konráð þyrlur og flugvélar Landhelgisgæsl- unnar í því sambandi. Fjölskylduvænna starf Þegar Konráð tók við formennsku í SjóEy voru um 200 manns í félaginu, mest voru þeir um 600, en félagar eru núna um 300. Konráð skýrir þessa breytingu með því að skipum hafi fækkað, aflaheimildir hafi þjappast á færri hendur og eitthvað hafi fækkað í áhöfnum sumra skipa. Ánægjulegt sé að margir félagsmanna rói annan hvern túr og geti þá sinnt heimili og fjölskyldum, en samt haft þokkalegur tekjur. Laun sjómanna byggjast á hluta- skiptakerfi og sveiflast eftir fiskverði og gengi. „Árin fyrir hrun hauguðust sjómenn í land og það var erfitt að manna skip, en eftir hrunið breyttist gengið og menn höfðu góð laun í nokkur ár á eftir. Síðan hefur sigið á ógæfuhliðina aftur og það er auðveld- ara að ná mönnum í land heldur en var fyrir nokkrum árum,“ segir Kon- ráð. Afkasta ofboðslega miklu Þrátt fyrir sveiflur vill hann ekki bakka út úr skiptakerfinu. „Alls ekki. Aldrei. Þetta kerfi hefur haldið þessum atvinnurekstri gang- andi öllum til hagsbóta, bæði útgerð- armönnum og sjómönnum. Í þessi störf sækja duglegir menn sem af- kasta ofboðslega miklu og geta fengið góð laun.“ Gestir aðalfundar Sjómannafélags Eyjafjarðar fyrir viku voru þeir Val- mundur Valmundsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, og Hólm- geir Jónsson framkvæmdastjóri. Ræða Valmundar fjallaði m.a. um það hvernig gengi að ljúka að semja um bókanir sem gerðar voru þegar síðast var samið. Þá minnti hann á að nú- gildandi kjarasamningur sjómanna rennur út 1. desember. Konráð segir að ekki sé seinna vænna að hefja und- irbúning að kröfugerð. Hann mun þó ekki setjast að borðinu í næstu samn- ingalotu. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Ný forysta Trausti Jörundarson tekur við af Konráð Alfreðssyni. Hásetinn víkur úr brúnni  Margt breyst og mikið gerst á 30 árum  Hlutaskipta- kerfið öllum til hagsbóta  Mikill árangur í öryggismálum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að kona eigi rétt á bótum úr sjúklingatryggingu æðaskurðlæknis vegna lyfs, sem hún tók þegar hún var í meðferð hjá lækninum árið 2014. Í lyfinu er efnið kínín, sem konan hefur ofnæmi fyrir og hún fékk sterk ofnæmisviðbrögð af töku lyfsins sama kvöld og varð fárveik. Í dómnum segir, að konan hafi m.a. leitað til læknisins vegna fóta- óeirðar og hann hafi ráðlagt henni að taka lyfið Quinine Sulphate. Konan sagðist þá hafa nefnt við lækninn að hún hefði fyrir um 20 árum fengið sterk ofnæmisviðbrögð við kíníni en læknirinn talið að í ljósi þess hversu langt var liðið frá því atviki þá ætti það að vera konunni að meinalausu að taka lyfið. Haft er eftir lækninum í dómnum, að hann ræki ekki minni til þess að konan hefði greint honum frá þessum ofnæmisviðbrögðum. Fljótlega eftir að konan tók lyfið inn fann hún fyrir mikilli vanlíðan og skjálfta auk verkja í baki og ógleði. Hún leitaði á bráðamóttöku Land- spítalans um nóttina og var í kjölfar- ið lögð inn á gjörgæsludeild vegna ofnæmislosts og bráðrar nýrnabil- unar. Segir kon- an, að vegna nýrnaskaðans hafi hún í kjölfar- ið þurft að fara margsinnis í nýrnavél og blóð- skilvindu og þurft m.a. að liggja á meltingardeild Land- spítalans í tæpan mánuð. Orð gegn orði Landlæknisembættið fjallaði um mál konunnar og komst að þeirri nið- urstöðu að ekki hefði verið sýnt fram á mistök eða vanrækslu læknisins. Orð stæði gegn orði og embættið hefði ekki tök á að úrskurða hvor frá- sögnin væri réttari. Í kjölfarið hafn- aði tryggingafélagið Vörður bóta- skyldu úr sjúklingatryggingu læknisins. Konan höfðaði þá mál gegn trygg- ingafélaginu og komst fjölskipaður héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að bótaskylda væri fyrir hendi því vafi léki á um hvort læknirinn hefði gætt að því að spyrja konuna um ofnæmi. Tryggingafélag læknis bótaskylt  Sjúklingur varð fárveikur af lyfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.