Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2017 RAM 3500 Limited Litur: Perluhvítur, svartur að innan. Ekinn 9600 km. Einn með öllu: Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga, RAM-box. 6,7L Cummins. VERÐ 9.180.000 m.vsk 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited Glæsilegur 7 manna bíll. Einn með öllu, t.d. hita/kæling í sætum, glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, Dvd spilari, Harman Kardon hljómflutningskerfi o.fl. o.fl. 3,6 L Hybrid. VERÐ 8.490.000 m.vsk 2018 Ford F-150 Lariat Litur: Hvítur og brúnn / brúnn að innan. Einnig til í Ruby red. Mojave leður sæti, bakkmyndavél, heithúðaður pallur, sóllúga, fjarstart, 20” felgur o.fl. 3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque. VERÐ 10.990.000 m.vsk 2019 GMC Denali 3500 Litur: Silver, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, 2019 módel. Vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld sæti, geymsla undir aftursæti, heithúðaður pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira. VERÐ 11.360.000 m.vsk Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Bandarísku leikkonurnar Felicity Huffman og Lori Loughlin eru á meðal fimmtíu Bandaríkjamanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á stórfelldum mútu- greiðslum og prófsvindli til að hjálpa börnum auðugra Bandaríkjamanna að fá inngöngu í virta háskóla. Alls hafa 33 foreldrar verið ákærð- ir í tengslum við rannsóknina, þeirra á meðal forstjórar fyrirtækja, kaup- sýslumenn og tískuhönnuður. Þeir eru sakaðir um að hafa notfært sér ólöglega þjónustu Williams Ricks Singers, 58 ára Kaliforníubúa sem hefur játað að hafa skipulagt svindlið. Saksóknarar segja að foreldrar hafi greitt Singer alls 25 milljónir dollara, jafnvirði tæpra þriggja millj- arða króna, á árunum 2011 til 2018 fyrir þjónustuna. Hún fólst einkum í því að íþróttaþjálfurum og öðrum starfsmönnum háskóla var mútað til að tryggja að börn foreldranna fengju inngöngu í háskóla á þeirri forsendu að þau væru íþróttamenn, þótt þau hefðu ekki stundað íþróttir. Þau voru sögð hafa verið valin í há- skólalið í íþróttum, m.a. knattspyrnu, sundknattleik, blaki, tennis og ýms- um frjálsíþróttagreinum. Ekkert varð þó úr íþróttaiðkun þeirra eftir að þau fengu inngöngu. Þau mættu ekki á æfingar og sum báru við meiðslum. Prófstjórum mútað Sumir foreldranna greiddu Singer fyrir að múta prófstjórum og öðrum sem annast stöðluð inntökupróf há- skóla, ACT og SAT. Börn þessara foreldra tóku prófin en prófstjórarnir leiðréttu oft villur þeirra án þess að þau vissu af því, að sögn Singers. Hann hefur einnig játað að hafa fals- að skólaumsóknir meintra íþrótta- manna með því að setja myndir af andlitum þeirra á myndir af raun- verulegum íþróttamönnum. Flestir foreldranna sögðu ekki börnum sínum frá prófsvindlinu. Enginn nemanna hefur verið ákærð- ur og flestir þeirra eru enn í háskól- unum. Þjálfari fékk 320 milljónir Auk Singers hafa þrír aðstoðar- menn hans verið ákærðir fyrir að skipuleggja svindlið. Þrettán íþrótta- þjálfarar og prófstjórar hafa einnig verið ákærðir. Á meðal háskólanna sem nemarnir fengu inngöngu í eru Yale, Stanford, Georgetown og Suður-Kaliforníuháskóli. Singer er m.a. sagður hafa greitt tennisþjálfara Georgetown-háskóla alls 2,7 milljónir dollara, jafnvirði 320 milljóna króna, fyrir að ljúga því að nemar tilheyrðu minnihlutahópum til að greiða fyrir því að þeir fengju inn- göngu í skólann, að sögn The Wall Street Journal. Á meðal annarra þjálfara sem voru ákærðir eru þjálfari kvennaliðs Yale- háskóla í knattspyrnu og þjálfari siglingaliðs Stanford-háskóla. Þeir fengu 200.000 til 400.000 dollara, jafnvirði 24 til 48 milljóna króna, fyr- ir að samþykkja nema í lið sitt, að sögn saksóknarans Andrews Lell- ings. Hann segir að enginn háskól- anna hafi verið ákærður og ekki sé talið að stjórnendur þeirra hafi vitað af svindlinu. Foreldrarnir lögðu peningana inn á bankareikning gervigóðgerðar- stofnunar sem Singer kom á fót und- ir því yfirskini að hún ætti að hjálpa börnum. Á meðal foreldranna sem voru ákærðir eru Felicity Huffman, sem lék í sjónvarpsþáttunum Aðþrengd- um eiginkonum, og Lori Loughlin, sem lék í gamanþáttunum Full House á árunum 1988 til 1995. Eigin- maður Loughlin, tískuhönnuðurinn Mossimo Giannulli, var einnig ákærður og þau voru leyst úr varð- haldi gegn tryggingu að andvirði samtals tveggja milljóna dollara, tæpra 240 milljóna króna. Leikarinn William H. Macy, eigin- maður Huffman, var ekki ákærður þótt fram kæmi í ákærunni að hann tók að einhverju leyti þátt í viðræð- unum við Singer. Stórfellt svindl- og mútumál afhjúpað  Auðugir foreldrar í Bandaríkjunum greiddu jafnvirði þriggja milljarða króna fyrir prófsvindl og mútur til að tryggja börnum sínum inngöngu í virta háskóla  Fimmtíu manns ákærð vegna málsins AFP Ákærður William Rick Singer (t.h.) gengur út úr dómhúsi í Boston eftir að hann var ákærður fyrir svindl til að koma börnum auðugra foreldra í háskóla. Felicity Huffman Lori Loughlin Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Neðri deild breska þingsins sam- þykkti í gær tillögu um að óska eftir því að útgöngu Bretlands úr Evrópu- sambandinu yrði frestað, aðeins tveimur vikum áður en hún á að taka gildi. Tillagan var samþykkt með 412 atkvæðum gegn 202. Áður hafnaði þingdeildin breyt- ingartillögu um að útgöngunni yrði aðeins frestað til 30. júní, með þriggja atkvæða mun. Hún hafnaði einnig breytingartillögu um að útgöngunni yrði frestað til að hægt yrði að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um að- ildina að ESB. Sú tillagan var felld með miklum mun, 334 atkvæðum gegn 85, eftir að forystumenn Verka- mannaflokksins ákváðu að styðja hana ekki og sögðu að þetta væri ekki rétti tíminn til að knýja fram nýtt þjóðaratkvæði. Tillaga um að þingið tæki alveg við stjórn brexit- umræðunnar af ríkisstjórninni var felld mjög naumlega, með 314 at- kvæðum gegn 312. Leiðtogi Verka- mannaflokksins lagði fram breyt- ingartillögu um að hafna brexit- samningi stjórnarinnar, útiloka útgöngu án samnings og óska eftir frestun á brexit til að gefa neðri deild- inni tíma til að finna annan kost, sem nyti stuðnings meirihluta á þinginu, en hún var felld með 318 atkvæðum gegn 302. Vill reyna í þriðja sinn Þótt neðri deild þingsins hafi tvisv- ar kolfellt brexitsamning stjórnarinn- ar við ESB hefur Theresa May for- sætisráðherra ekki gefist upp. Hún boðar nú þriðju atkvæðagreiðsluna um brexitsamninginn í næstu viku. Hún segir að ef þingdeildin samþykki samninginn eigi síðar en á miðviku- daginn kemur ætli hún að óska eftir því að útgöngunni verði frestað til 30. júní. May varar hins vegar þingmenn- ina við því að ef þeir felli samninginn í þriðja skipti geti það orðið til þess að fresta þurfi útgöngunni í miklu lengri tíma og Bretar þurfi að taka þátt í kosningum til Evrópuþingsins sem eiga að fara fram í maí. Hún vonast til þess að brexitsinnar úr röðum þing- manna Íhaldsflokksins láti af and- stöðu sinni við samninginn af ótta við að ella verði útgangan úr ESB aldrei að veruleika. Nokkrir brexitsinnanna hafa þegar varað við því að haldi þeir áfram andstöðu sinni við samninginn geti það orðið til þess að Bretland gangi ekki úr ESB. Samningurinn geti þannig verið illskásti kosturinn í stöðunni. „Glundroði ríkir“ Daginn áður hafði May lagt fram tillögu um að þingið hafnaði útgöngu úr ESB án samnings 29. mars en héldi opnum þeim möguleika að Bret- land gengi úr sambandinu án samn- ings síðar. Áður en tillagan var borin undir atkvæði samþykkti deildin breytingartillögu um að hafna því að Bretland gengi nokkurn tíma úr Evr- ópusambandinu án samnings. Breyt- ingartillagan var samþykkt með fjög- urra atkvæða mun og var sú niður- staða álitin auðmýkjandi ósigur fyrir May. Þessi samþykkt varð til þess að setning um að Bretland gengi úr ESB án samnings ef enginn samningur yrði staðfestur var tekin úr tillögu- textanum sem stjórnin lagði fram. Hún skipaði þess vegna þingmönnum Íhaldsflokksins að hafna tillögu sinni en þeir virtu þau fyrirmæli að vettugi og greiddu atkvæði með henni. Hún var samþykkt með 43 atkvæða mun. Þrettán ráðherrar og aðstoðarráð- herrar sátu hjá en einn aðstoðarráð- herra greiddi atkvæði með tillögunni og sagði af sér. Margir breskir stjórnmálaskýr- endur töldu þessa niðurstöðu sýna að May hefði misst stjórn á ráðherrum sínum. „Glundroði ríkir,“ sagði t.a.m. í flennifyrirsögn forsíðufréttar Daily Mail um uppákomuna á þinginu. Þótt niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar í fyrrakvöld sé álitin ósigur fyr- ir May er tillagan sem samþykkt var ekki lagalega bindandi. Forsætisráð- herrann lagði áherslu á þetta eftir at- kvæðagreiðsluna og sagði að sam- kvæmt gildandi lögum Bretlands og Evrópusambandsins gengi landið úr ESB án samnings „nema eitthvað annað yrði ákveðið“. Talsmaður fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins tók í sama streng. „Það eru aðeins tvær leiðir til að ganga úr Evrópu- sambandinu: með samningi eða án samnings. ESB er tilbúið í þær báð- ar,“ sagði hann. „Ef þingið vill útiloka útgöngu án samnings nægir ekki að greiða atkvæði gegn þeirri leið – það þarf að samþykkja samning.“ Öll hin aðildarríkin þurfa að sam- þykkja beiðni Bretlands um að fresta útgöngunni úr Evrópusambandinu. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að sambandið myndi samþykkja það að brexit yrði frestað í langan tíma ef Bretar teldu það „nauðsynlegt til að endurskoða brexitstefnu sína og ná samstöðu um hana“. Aðrir leiðtogar ESB hafa þó varað við því að þeir geti ekki fallist á beiðni um að fresta brexit nema Bret- ar geri það upp við sig hvað þeir vilji. Breska þingið óskar eftir frestun á brexit  May boðar þriðju atkvæðagreiðsluna um brexitsamninginn AFP Deila Stuðningsmaður og andstæð- ingur brexit við þinghúsið í London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.