Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Fögur skepna Þessi tignarlegi fálki horfði haukfránum augum þar sem hann hvíldi sig um stund á ljósastaur við Grafarvog á dögunum. Kristinn Magnússon Greinarhöfundi hef- ur alltaf gramist ójöfn- uður í einkunnagjöf í skólum. Þannig situr það enn í greinarhöf- undi að hafa aðeins fengið 3,7 í lestri þegar hann tók sitt fyrsta lestrarpróf 7 ára gam- all. Það situr einnig í greinarhöfundi að hafa aðeins fengið 3,8 í nátt- úrufræði í landsprófi. Þessi próf eru greinarhöfundi ljóslif- andi dæmi um ójöfnuð. Það voru margir, sem fengu miklu hærri ein- kunnir. Eftir sem áður hef ég reynt að bera ábyrgð á eigin lífi. Nú þykir það móðgun í háskólum þegar stúdentar fá lægri einkunn en 8,5. Einkunnin 9,0, sem er ágætis- einkunn, er hin almenna viðmiðun fyrir venjulegan nemanda. Að öðrum kosti er krafist prófdómara eða ann- ars konar andmælaréttar. Tekjujöfnuður Í þeim kjaradeilum, sem nú standa, er útgangspunkturinn „ójöfnuður“. Það eru til heilir stjórn- málaflokkar, sem telja að þeir eigi að leggja sitt af mörkum til að draga úr „ójöfnuði“. Það er ekki alveg ljóst hvert er upphaf ójafnaðar. Fulltrúar þessara flokka telja að nota eigi tekjuskattkerfið til að „auka jöfnuð“. Það er ekki auðvelt að finna miklar bókmenntir í hagfræði, sem leið- beina um „aukinn jöfnuð“ með tekju- skatti. Tekjuskattur er í eðli sínu tekjuöflun ríkis og sveitarfélaga. Vissulega hefur stighækkandi tekju- skattur áhrif til þess að lækka há laun. Venjulega er velferðarkerfi til hliðar við skattkerfi til að tryggja þeim, sem verða utanveltu á vinnumarkaði, lág- marks tryggingu. Á Ís- landi er velferðarkerfið svo harðdrægt að allt, sem gert er til að kom- ast út úr gildrum, vinn- ur gegn bótaþega, vegna jöfnuðar. Þetta leiðir hugann að grundvallarspurn- ingu: Hvenær verður skattlagning eignar- nám? Þegar meira en helmingur af tekjum er tekinn í skatt, er það eignarnám? Það má svara á móti að öll skattlagning sé eignarnám. Jafnvel skattlagning á veltu, þar sem skattborgari fær þjón- ustu á móti, án þess að þjónustan sé skilgreind nákvæmlega. Þá er einnig grundvallarspurning um sameignarfélagsfyrirkomulag, sem nefnist hjónaband. Á að ástunda sérsköttun eða samsköttun hjóna? Femínískir fasistar telja að það beri að sérskatta hjón, vegna þess að karlmaðurinn í hjónabandi hefur oft- ar hærri tekjur en konan. Leiðir slík- ur jöfnuður til réttlætis? Er það hlut- verk femínista að úrskurða um það á hvern veg hjón ákveða að haga tekjuöflun heimilis? Eiga femínistar alltaf að bera ábyrgð á lífi annarra? Hvursu langt á fjármálaráðu- neytið að ganga í kynjaðri hagstjórn til að láta eftir duttlungum fem- ínista? Jöfnuður og hjónaband Þegar gagnmerkir en mjög mis- gáfaðir stjórnmálamenn tala um það eins og að drekka vatn, að auka eigi jöfnuð, þá vakna óneitanlega spurn- ingar um háttalag frjáls fólks. Hvað gerist þegar flugstjóri giftist lækni? Vex jöfnuður eða minnkar? Svarið er augljóst. Það kann að vera að stig- hækkandi tekjuskattur dragi að nokkru úr ójöfnuði, sem fylgir slíku hjónabandi. Augljóslega minnkar jöfnuður þegar tekjuháir einstaklingar maka sig saman. Það er þá stjórnmála- flokka að taka á slíkum ójöfnuði, og sennilega koma í veg fyrir slík hjóna- bönd með lagasetningu eða mjög sérstökum sköttum. Jöfnuður og menntun Ef baráttumál Bandalags háskóla- manna um að menntun verði metin til launa, nær fram að ganga, þá vex ójöfnuður. Til hvers er BHM að berj- ast ef tekjuskattskerfi á að eyða ávinningi kjarabaráttu og þess sem vinnumarkaðurinn metur vinnu- framlag. Það er misskilningur að laun ráðist einungis af kjarasamn- ingum. Laun ráðast af verðmæti vinnuframlags. Sama á við um sjálfvirknivæðingu og tæknivæðingu. Þar sem vinnu- höndin hefur horfið í framleiðsluferli og vélar komið í stað vinnuafls hefur komið fram annars konar vinnuafl. Það vinnuafl leggur fram sérfræði- þekkingu í vélfræði og tölvuþekk- ingu. Þessar stéttir eru á mun hærri launum en launum handaflsins. Þetta vinnuafl áskilur sér hluta af þeim ávinningi, sem vélvæðing hefur í för með sér. Ný frystihús auka sér- staklega á ójöfnuð, nema að tekið sé á tæknivæðingu í fæðingu. Nú er misjöfn spurn eftir vinnu- afli. Þannig er heilbrigðisstarfsfólk eftirsótt á vinnumörkuðum utan- lands. Sennilega er rétt að reyna ekki að halda í það til að draga úr ójöfnuði. Það er engin spurn eftir íslenskum bankastjórum utanlands. Það er aug- ljóst hvað á að gera í tilfellum þeirra. Sama á við með afgreiðslufólk í stórmörkuðum, það verður verr sett en þeir, sem hafa sérfræðiþekkingu á sjálfsafgreiðslukerfum í verslunum. Það er því augljóst að aukin tækni- væðing og sjálfvirkni, sem krefst menntaðs vinnuafls, eykur ójöfnuð. Hvernig ætla gáfaðir stjórnmála- menn að taka á þeim ójöfnuði sem fylgir aukinni menntun? Sennilega er aðeins eitt ráð til þess, það er að draga úr menntun. Þegar fleiri konur en karlar út- skrifast úr háskólum þurfa femínist- ar að taka á því óréttlæti, sem kann að fylgja í kjölfarið. Með hvaða hætti verður sú kynjaða hagstjórn? Réttlæti Eitt af því sem fylgir atvinnuþátt- töku er skylda til að greiða í lífeyris- sjóði af launum, auk mótframlags vinnuveitanda. Þessi framlög eru forgangskröfur í þrotabú. Skyldu- aðild er lögð á launþega vegna þess að af launþeganum verður aldrei tek- in ábyrgð á framfærslu eftir að starfsævi lýkur. Með tekjutryggingu ellilífeyris fylgir að framlag almannatrygginga minnkar á móti hverri krónu, sem kemur úr lífeyrissjóðum. Hér verður þó að hafa í huga að þegar lífeyris- sjóðakerfinu var komið á fót um 1970 var því ætlað að verða meginstoðin við greiðslu ellilífeyris. Almanna- tryggingum var ætlað að styðja þá, sem ekki nutu nægs lífeyris úr lífeyr- iskerfinu, en hugsunin var ekki sú að allir ættu að fá jafnt úr almanna- tryggingum. Engu að síður finnst mörgum það nokkuð hart, sérstaklega þeim sem fá lítinn lífeyri úr lífeyrissjóðum, að sá lífeyrir skerði bætur almanna- trygginga að fullu, þannig að ávinn- ingurinn af þátttöku í lífeyrissjóði hverfur. Spurningin verður því sú, til hvers var greitt í lífeyrissjóði? Sama á við um greiðsluþátttöku á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Þeir sem hafa greitt í lífeyrissjóði, greiða fyrir dvöl sína að hluta með lífeyr- isgreiðslum, en þeir sem ekki hafa greitt í lífeyrisjóði, fyrir þá er greitt að fullu úr tryggingakerfi. Nú kunna að vera mismunandi ástæður fyrir því að fólk hefur ekki greitt í lífeyrisjóði. Ein ástæðan er hjá konum sem fóru seint á vinnu- markað. Önnur ástæða er örorka, stundum frá fæðingu. Alvarlegasta ástæðan eru skatt- svik. Þá hefur viðkomandi ekki greitt fyrir þátttöku í samfélaginu með sköttum og þar af leiðandi ekki greitt í lífeyrisjóði. Sá fær svo greiddar bætur almannatrygginga og situr uppi með svipaða stöðu og þeir sem hafa greitt í lífeyrisjóði af lágum launum. Þetta réttlæti finnst fátæk- um lífeyrisþegum jafn hlægilegt réttlæti og að flá þá. Þetta er kallað jöfnuður en þeim, sem hafa greitt að fullu, finnst þetta ekki réttlæti. Skammdegi, sekt og réttlæti Þegar skammdegið er að láta und- an birtunni, sést að skammdegið og réttlætið er af sama toga, maður skil- ur það best á vorin þegar sólin skín, að þau eru bæði vond. Jóni Hreggviðssyni var sama hvort hann var sekur eða saklaus, hann vildi aðeins eitt réttlæti, en það var að hafa bátinn sinn í friði, til þess að geta borið ábyrgð á eigin lífi. Eftir Vilhjálm Bjarnason » Það er því augljóst að aukin tæknivæð- ing og sjálfvirkni, sem krefst menntaðs vinnu- afls, eykur ójöfnuð. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Um jöfnuð og réttlæti Um þessar mundir stendur Verkiðn fyrir náms- og starfskynn- ingu fyrir nemendur í efri bekkjum grunn- skóla í tengslum við Íslandsmót iðn- og verkgreina sem nú fer fram í Laugardalshöll undir yfirskriftinni Mín framtíð. Þar munu 33 skólar á framhaldsskólastigi kynna fjölbreytt námsframboð, bæði verklegt og bóklegt, og svara spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði. Þessi viðburður er jafnan fjölsóttur enda gefst þar ein- stakt tækifæri til þess að kynnast námsframboði og starfstækifærum sem standa til boða hér á landi. Forgangsmál Í stjórnarsáttamálanum er kveðið á um mikilvægi þess að efla iðn-, verk- og starfsnám og að því höfum við unnið ötullega síðustu misseri. Það er gleðilegt að sjá að vísbend- ingar eru um að aðgerðir í þá veru séu farnar að skila árangri, m.a. með fjölgun umsókna í iðnnám. Sem menntamálaráðherra hef ég beitt mér fyrir betra samtali milli menntakerfisins og atvinnulífsins en ráðuneytið og hagsmunafélög á þeim vettvangi standa sameiginlega að ýmsum hvatningarverkefnum sem þessu máli tengjast, t.d. Verk- smiðjunni, nýrri hugmynda- samkeppni fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla, #Kvennastarf sem miðar að því að fjölga konum í iðn- og verkgreinum og GERT- verkefnið sem tengir skóla og fyrir- tæki með það að markmiði að auka áhuga nemenda á raunvísindum og tækni. Þá höfum við forgangsraðað fjár- munum í þágu starfs- og verknáms með því að hækka reikniflokka þess náms, afnumið efnisgjöld og tryggt framlög til að efla kennsluinnviði fyrir verk- og starfsnám, t.d. með bættri verk- námsaðstöðu í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og Borgar- holtsskóla. Fjölgum iðn- og verkmenntuðum Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt at- vinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Fjórða iðnbylt- ingin hefur hafið innreið sína og hún felur í sér sjálfvirknivæðingu á öllum sviðum atvinnulífs og sam- félags sem leiðir af sér mikil tæki- færi til að þróa starfsmenntun til móts við nýjar kröfur. Stjórnvöld leggja sérstaka áherslu á mikilvægi starfs- og tæknináms enda mikils að vænta af framlagi þess til verð- mætasköpunar framtíðarinnar. Í al- þjóðlegum samanburði er hlutfall háskólamenntaðra hér á landi á sviði tækni, vísinda, verk- og stærð- fræði mjög lágt, aðeins 16%. Mikil- vægt er að fjölga þeim sem eru með menntun á þeim sviðum til þess að við séum betur búin undir að mæta áskorunum framtíðar- innar. Spennandi tímar Námsframboð í starfs- og tækni- námi hér á landi er afar fjölbreytt. Þau tækifæri sem bjóðast að námi loknu eru bæði mörg og spennandi enda mikil spurn eftir slíkri mennt- un í atvinnulífinu. Til marks um gæði námsins sem í boði er má geta þess að íslenskir keppendur náðu sínum besta árangri í Evrópu- keppni iðnnema á síðasta ári en hópurinn hlaut þá þrjár viðurkenn- ingar fyrir framúrskarandi árangur auk silfurverðlauna Ásbjörns Eð- valdssonar sem keppti þar í raf- eindavirkjun. Spreyttu þig Alls taka um þrjátíu iðn-, verk- og tæknigreinar þátt í kynningunni Mín framtíð og á morgun, laugar- dag, eru fjölskyldur sérstaklega boðnar velkomnar. Hvatt er til þess að gestir komi og prófi sem flestar þeirra og spreyti sig t.d. á því að teikna grafík í sýndarveruleika, smíða, stýra vélmenni, splæsa net eða krulla hár. Þessi kynning er mikilvæg því það að sjá, upplifa og taka þátt tendrar oft meiri áhuga og innsýn en að lesa bæklinga eða skoða heimasíður. Ég hvet sem flesta til þess að gera sér ferð í Laugardalshöll og kynna sér nám og störf í iðn- og tæknigreinum því margbreytileiki þeirra mun án efa koma flestum á óvart. Við lifum á spennandi tímum þar sem störf eru að þróast og breytast en nægt rými er fyrir atorku og hugkvæmni ungs fólks. Kynntu þér framtíðina um helgina Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur Lilja Dögg Alfreðsdóttir » Við lifum á spenn- andi tímum þar sem störf eru að þróast og breytas. Höfundur er mennta- og menningar- málaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.