Morgunblaðið - 15.03.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 15.03.2019, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 ✝ SigríðurHelgadóttir fæddist 1. október 1921 að Hofi í Vopnafirði. Hún lést á elliheimilinu Grund 1. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru Helgi Tryggvason bók- bindari, f. 1.3. 1896, og Ingigerð- ur Einarsdóttir, fædd 2.10. 1898. Bræður Sigríðar voru Einar, f. 25.12. 1922, d. 17.11 1998, Vigfús, f. 18.9. 1925, d. 2.10. 2002, Halldór, 16.7. 1927, d. 27.2. 2004, Jakob, f. 1.3. 1930, og Kristinn, f. 23.3. 1939. Sigríður giftist Sindra Sigur- jónssyni, póstfulltrúa og seinna yfirmanni póstgíróstofunnar, á aðfangadag jóla 1941. Hann var fæddur 20.12. 1920 að Kirkjubæ á Fljótsdalshéraði. Sigríður og Sindri eignuðust fimm syni. Þeir eru; 1. Einar, læknir, f. 24.3 1942. Maki brann til grunna árið 1933 fluttu foreldrar hennar suður að Reykjum í Mosfellsdal þar sem faðir hennar var ráðs- maður og gerðist síðar bók- bindari. Hún gekk í Kvennaskólann og hóf síðan búskap með Sindra, fyrst á Bollagötunni en síðar inni í Blesugróf. Þar bjuggu þau þar til þau byggðu sér hús á Bàsenda 14 í Smá- íbúðahverfinu, þar sem þau bjuggu þar til Sindri lést. Þá flutti hún á Kjarrveg 15 og bjó þar uns hún fór á Grund. Framan af var hún húsmóðir en fór síðar að vinna við ýmis þjónustustörf. Hún aðstoðaði Helga föður sinn við bóka- og blaðasafn hans sem var eitt hið stærsta á landinu, og þegar hann féll frá tók hún í raun við hans starfi. Leiklist átti hug hennar og hjarta nánast fram á ævikvöld- ið, þar sem hún var stofnfélagi og lék með áhugamannaleik- félaginu Hugleik og síðast með Snúði og Snældu. Í 25 ár var hún einnig formaður Félags austfirskra kvenna í Reykjavík og þau Sindri störfuðu í áratugi í Góðtemplarareglunni. Sigríður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 15. mars 2019, klukkan 13. Kristín Árnadóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 11.10. 1945, og þeirra börn; Sindri, Árni Páll og Ingigerður. 2. Heimir, tann- læknir, f. 24.12. 1944. Maki Anna Lovísa Tryggva- dóttir, lífeinda- fræðingur, f. 19.04. 1947 og þeirra börn; Kristín, Sigríður, Frosti og Guðrún. 3. Sigurjón Helgi, tölvunarfræðingur, f. 17.2. 1948. Maki Helga Garðars- dóttir, f. 1.12. 1949, og þeirra börn; Garðar, Sindri og Eva. 4. Sindri, viðskiptafræðingur, f. 20.8. 1952. Maki Kristbjörg Sig- urðardóttir, f. 14.6. 1952, og þeirra börn; Ingunn Dögg og Sindri. 5. Yngvi, garðyrkju- fræðingur, f. 8.4. 1955. Maki Vilborg Ámundadóttir kennari, f. 7.1. 1958, og þeirra börn; Jök- ull Huxley og Lena Geirlaug. Sigríður ólst upp á Hofi í Vopnafirði en þegar bærinn Elskuleg tengdamóðir mín er farin yfir móðuna miklu, södd lífdaga. Það fylla ekki margir hennar skarð. Hún var óvenju heilsteypt kona eins og flestir sem hana þekktu geta borið vitni um. En það er erfitt að gera henni skil í stuttu máli því hún átti sér margar hliðar. Hún tók mér frá fyrsta degi sem dóttur, þegar sonur hennar kynnti mig til leiks. Og það hef- ur ekki breyst í meira en hálfa öld. Líklega mun hún þó lifa lengst í minningu barna og barnabarna hennar. Hún var einstök barnagæla og barna- heimur hennar var ævintýra- heimur. Það var fátt sem hún leyfði börnum ekki að gera. Að fá að sofa hjá afa og ömmu var keppi- kefli, og amma átti það jafnvel til að leyfa börnunum að fara að baka seint að kvöldi eða setja rúllur í hárið á sér eða segja sögur fyrir svefninn og þá stundum með nokkur börn í einu á flatsæng. Hún kunni þá list að gera gott úr misklíð og rifrildum svo þau gufuðu oftar en ekki upp. Og hún dreif sig ekki svo sjaldan með þau í laut- artúr inn í Hólma við Elliða- árnar með nesti sem þau borð- uðu á milli þess sem þau leituðu að tígrisdýrum og ljónum. Að fá gesti var aldrei neitt mál. Hún bakaði þá bara pönnu- kökur eða lummur. Vandamál voru alltaf leyst, ekki til þess að velta sér upp úr. Þegar ég kom fyrst í heim- sókn á Básendann voru Sigga og Sindri að lesa ljóð hvort fyrir annað. Því hafði ég aldrei kynnst, en Sigga gat þulið ljóð utan að sem enginn annar. Það var ekki amalegur grunnur að áhugamáli Siggu, leiklistinni, sem varð nánast ástríða hjá henni. Það kom reyndar til á efri ár- um þeirra Siggu og Sindra. Þá kynntust þau hópi fólks sem myndaði saman leikhóp sem kallaði sig Hugleik og menn mega svo leika sér að tengja saman það nafn og landsfrægs nafna þess. Sigga var sem sé einn af stofnendum þess leik- hóps og lék þar eins lengi og henni var fært og var að lokum gerð að heiðursfélaga. Lék reyndar einnig í myndböndum með Sigur Rós og Fóstbræðrum og einnig í 101 Reykjavík. Síð- ast lék hún með eldri borgurum í Snúði og Snældu. Manngæska hennar og sterk- ur karakter kom rækilega í ljós þegar hún, á níræðisaldri, ákvað að fá farlama bróður sinn, Vig- fús, fluttan frá Kaliforníu og inn á sitt heimili og hjúkraði honum þar. Á sama tíma fékk hún krabbamein í brjóst sem var skorið. Hún þurfti að fara í geislameðferð við því en hún skaust þá bara á bílnum niður á Landspítala. Það var varla að við fengjum að vita af meðferð- inni, en svona var Sigga. Sífellt að hjálpa öðrum, en leysti sjálf sín vandamál. Enda sóttu barnabörnin oft ráð hjá ömmu En æviskeiði tæplega hundr- að ára manneskju, sem aldrei féll verk úr hendi og alltaf hafði bjartsýnina að leiðarljósi, verða ekki gerð skil í stuttri minn- ingargrein. Tengdamóðir mín var einstök manneskja, litríkur karakter sem skilur eftir sig minningar sem munu ylja hjartaræturnar um ókomna tíð og gefa okkur ótal tækifæri til að rifja upp skemmtilegar stundir og hnytt- in tilsvör. Klettur í lífi okkar allra sem við nú kveðjum, kona sem kenndi okkur að standa keik og vera við sjálf. Blessuð sé minning hennar. Anna Lovísa. Ég er lánsamasta manneskja jarðkúlunnar að hafa átt ömmu mína að fyrri hálfleik lífs míns. Og orð lýsa ekki hvað ég er stolt af að heita eftir henni. Það verður mín stærsta áskorun að reyna að standa bókstaflega undir nafni því hún var einfald- lega einstök. Amma Sigga var jarðbinding- in þegar hlutir lífsins virtust færast úr stað. Sama hvað bját- aði á þá átti hún alltaf tíma og hlustaði. Hún kunni nefnilega að hlusta, sama hvort sem um- kvörtunarefnið var sár á tá eða táningshormónaójafnvægi. Henni fannst þetta allt jafn mikilvægt. En hún kunni líka að sýna manni samhengi hlutanna og þoldi til dæmis ekki sjálfs- vorkunn eða væmni. Hún fann jákvæða eiginleika hjá öllum og hrósaði þeim. Allt- af á sannfærandi hátt og hún trúði að allir gætu gert eitthvað vel sem er svo mikill sannleikur. Og hún hafði einstaka næmni gagnvart þeim sem minna máttu sín og gaf þeim enn meiri kærleik og pepp og uppskar tæra ást í kjölfarið. Hún kenndi okkur að keppa við okkur sjálf og aldrei að öf- undast. Að uppgötva heiminn og prófa eitthvað nýtt. Hjá henni mátti ég á fimmta aldursári sitja í framsætinu í bílnum, steikja kleinur um miðja nótt, horfa á allt sjónvarpið þangað til stillimyndin olli sjóntruflun- um, drekka úr kristalsglösum með dýrasta menið hennar vafið um höfuðið enda hæfði ekkert annað ekta prinsessu. Henni fannst þetta einfald- lega ekkert vesen og hún tók þátt af öllum kröftum í fant- asíum hversdagsins og naut þess í botn með okkur krökk- unum. Alltaf með fæturna á jörðinni en kollinn á fleygiferð í skýj- unum. Við kynntumst betur og náið þegar ég óx úr grasi og mér fannst ég alltaf vera stelpan hennar. Amma, sem átti fimm bræður og fimm syni, nefndi oft að hún hefði viljað eignast stelpu enda var hún sjálf mjög náin móður sinni. Ég eyddi óteljandi stund- um með henni á Grandanum sem barn og svo var ég svo lukkuleg að verða leikhús- og ferðafélagi hennar. Við fórum á ljónaveiðar á Grænlandi og skruppum á Vopnafjörð með legstein á gröf Sigríðar Einars- dóttur sem við stoltar hétum eftir. Hún elskaði leikhúsið og allt tengt því. Naut sín í botn í því umhverfi og fannst öll verkefni spennandi. En mest elskaði amma fjöl- skylduna sína og fólkið sitt. Heimili hennar og hjarta stóð öllum opið og aldrei sá ég ömmu amast við heimsóknum, þvert á móti var það eitt það besta sem hún vissi. Minningar tengdar þér hrúg- ast að. Hnyttin tilsvör, klók- indaleg ráð, smitandi léttleiki, eljan og dugnaðurinn. Mig hefur aldrei langað að skrifa bók fyrr en núna, svo margt tengt þér má ekki týnast eða gleymast og þarf að varðveitast fyrir kom- andi kynslóðir. Ég mun sakna þín, elsku amma mín, meir en ég þori að hugsa til. Þú ert mín fyrirmynd og ég mun gera allt til að reyna að líkjast þér í orði og verki þegar ég vonandi tek við ömmu Siggu nafnbótinni í framtíðinni. Knúsaðu afa Sindra frá mér. Sigríður (Sigga) Heimisdóttir. Sigríður Helgadóttir hefur kvatt hið jarðneska líf á 98. aldursári. Sigríður, eða Sigga frænka eins og hún var ávallt kölluð á mínu bernskuheimili, var elsta barnabarn ömmu minnar og afa, þeirra Krist- rúnar Sigvaldadóttur og Tryggva Helgasonar. Hún var í miklu uppáhaldi hjá öllu mínu fólki enda bráðskemmtileg, fordómalaus, fjölhæf og hlý. Hún var í senn aðsópsmikil og lítillát, sveitakona með djúpar rætur í íslenskri bændamenn- ingu en jafnframt nútímaleg heimskona. Það fylgdi henni frísklegur gustur og athafna- semi hvar sem hún fór. Kjark- mikil og sterk, virtist koma öllu í verk og ekkert víla fyrir sér. Ég var svo gæfusöm að fá að kynnast Siggu og eignast hana að vini. Sem barn heillaðist ég af þessari fallegu og skemmti- legu frænku minni þegar hún kom með Sindra sínum og son- um að Undirvegg í Kelduhverfi að heimsækja Tryggva afa og Klöru föðursystur og fjölskyldu. Síðar áttu þau hjón eftir að greiða götu mína á ýmsan hátt á fyrstu árum mínum í Reykjavík, m.a. með því að aðstoða mig við að útvega mér vinnu, Sindri á Pósthúsinu og Sigga innan veit- ingageirans þar sem hún var vel þekkt af góðum verkum. Þegar við Elli komum frá námi í Noregi um 1980 vorum við svo heppin að kjallarinn í Básenda 14 var laus til leigu. Þar var gott að búa og minnis- stæð eru mér síðdegi þetta misseri þegar fagrir tónar flæddu frá nótnaborði Sindra eða kökuilmur lokkaði upp í eld- hús til Siggu. Frændrækni var Siggu í blóð borin og var henni umhugað um að styrkja ættarböndin. Hún bauð í stórar og smáar veislur heima hjá sér og hún leitaði uppi ættingja búsetta í útlönd- um og stuðlaði að kynnum þeirra við skyldmennin hér heima. Þá átti hún drjúgan þátt í því að koma á tveimur ætt- armótum meðal niðja ömmu og afa, Kristrúnar og Tryggva, ár- in 1997 og 2004. Ég var svo heppin að fá að taka þátt í undirbúningi beggja þessara at- burða. Það var ekki leiðinlegt verk. Kátt var á fundum undir- búningsnefndanna sem áttu sér undantekningarlaust stað heima hjá Siggu á Kjarrveginum þar sem hún bjó seinustu áratugina. Annað tók hún ekki í mál enda litum við öll á hana sem óskor- aða ættardrottningu og sjálf- skipaðan verndara þessara eft- irminnilegu atburða. Við leiðarlok er mér efst í huga þakklæti fyrir allar þær yndisstundir sem ég hef átt með Siggu í gegnum tíðina. Gleði, birta og væntumþykja umlykja minningarnar frá þeim stund- um. Við Elli vottum öllum afkom- endum og aðstandendum okkar dýpstu samúð. Einnig ber ég innilegar samúðarkveðjur frá systkinum mínum þeim Sig- valda, Sigurgeiri, Tryggva og Sigurbjörgu og fjölskyldum þeirra. Megi minningin lifa um þessa einstöku konu. Kristrún Ísaksdóttir. Elsku amma er dáin. Hún var frábær. Alltaf ung í anda, fynd- in, skemmtileg og til í allt, allt- af. Gerði það sem fæstir hefðu gert eða nennt, eins og að heim- sækja öll barnabörnin þegar þau bjuggu erlendis. Hún leyfði manni að keyra bíl í kirkjugarði aðeins tíu ára gömlum, oftar en einu sinni, því þar gæti maður engan drepið eins og hún orðaði það svo snyrtilega. Og henni fannst lítið mál að baka með manni kransaköku á föstudags- kvöldi því það var jú eina kakan sem mig langaði í það kvöldið. Nútímakona með nútímaskoðan- ir og held ég að henni hafi ekki fundist hneykslað fólk með íhaldssamar skoðanir það skemmtilegasta í heimi. Amma var alls konar. Forn- bókasali, fararstjóri, formaður kvenfélaga og leikkona svo fátt sé nefnt og var hún óborganleg í t.a.m. Fóstbræðrum og í Sigur Rósar-myndböndum, já hún var þessi týpa. Hún vildi alltaf hafa nóg að gera enda eignaðist hún fimm drengi og varð amma fimmtán barna og í raun margra annarra því fleiri vildu hana sem ömmu og fengu að kalla hana það. Nú er hún kom- in til afa, foreldra sinna, nokk- urra systkina og flestra vina og hefur án efa gert staðinn líf- legri. Hvíldu í friði, amma. Sindri Sindrason. Það sem ég er þakklát fyrir að átt hana ömmu Siggu. Það var alltaf hægt að leita til henn- ar og ræða málin, hún var svo hlý og kærleiksrík og dæmdi aldrei. Hún var traustur vinur okkar allra barnabarnanna. Það var ekki út af engu sem mínir vinir kölluðu hana líka ömmu Siggu. Hún einhvern veginn heillaði alla sem hún kynntist. Ég var alltaf svo ótrúlega stolt og montin af henni. Hún var mikil fyrirmynd og veit ég að ég er ekki ein um að vilja vera eins dugleg og hún þegar ég eldist. Grjónagrauturinn á miðviku- dögum var fastur punktur frá því ég var lítið barn. Hann náði meira að segja til dóttur minn- ar, amma „grjónagrautur“ kall- aði hún hana. Það er svo dýr- mætt að hún náði saman allri fjölskyldunni í hverri einustu viku. Svo náði maður stundum góðu kaffispjalli á eftir. Það var alltaf gæðastund í rólegheitum. Það er langt síðan hún fór að undirbúa þessa síðustu för og veit ég að hún er fegin að vera komin á nýjan stað. Guð geymi þig. Ingigerður Einarsdóttir. Amma Sigga. Það eru ekkert nema góðar minningar og kærleikur sem kemur upp í hugann - nú á kveðjustund. Ég vil meina að þú hafir verið besta amma sem hægt er að hugsa sér. Þú varst svo innilega barngóð, að helst vildi maður hvergi annars stað- ar vera en hjá þér. Þrátt fyrir amstur dagsins gastu gefið manni athygli, ráð og dáð. Þú gast lesið fyrir mann endalaust, þegar aðrir voru á því að maður ætti nú bara að fara að lesa meira sjálfur. Umgengni þín við bækur var jú einstök. Um tíma sást þú um eitt stærsta einka- bókasafn landsins upp á eigin spýtur. Þar þótti manni nú gam- an að koma og leita að ævintýr- um á milli bókastaflanna. Þá var tekið með nesti og kaffibrúsi, og dagurinn leið áfram í undraver- öld. Full af skruddum, skúma- skotum og ryki. Þú hafðir alltaf frá ýmsu að segja og varst hafsjór af fróð- leik um ættingja og vini sem maður þekkti kannski ekki vel, en um leið og maður opnaði bók, þá þagnaðirðu eins og slökkt hafði verið á útvarpi. Þetta var siður sem mér þótti virðingarverður og hreint un- aðslegur. Einhvers staðar á þinni löngu ævi hafði þetta verið kennt að maður talar ekki við lesandi fólk. Það var svo margt svona sem þú kunnir í mann- legum samskiptum, sem gerðu þig einstaka og svo dýrmæta. Tjaldferðir okkar á bindind- ismótið í Galtalæk; sumarbú- staðaferðir í Skorradal, bóka- búðin á Amtmannsstíg, brúðkaupið hans Tomma í Klettafjöllunum; öll jólaboðin og afmælin, grauturinn og svo ótal- margar minningar streyma fram. Allt eru þetta góðar og dýrmætar minningar um allra bestu ömmu í heimi. Þakklæti er mér efst í huga nú á hinstu kveðjustund. Hvíl í friði, Árni Páll Einarsson. Ég var svo heppin að fæðast inn í þann veruleika að eignast tvær bestu ömmur í heimi. Í dag eru þær báðar farnar en að hafa fengið að njóta þeirra langt fram á fullorðinsárin eru ótrúleg forréttindi. Hún amma Sigga verður bor- in til grafar í dag, 97 ára að aldri. Hún var mikil barnagæla og fram á síðasta dag sá maður hvað lifnaði yfir henni þegar hún fékk börn í heimsókn. Allir mínir vinir muna eftir ömmu Siggu. Hún var sú sem heilt barnaafmæli beið eftir því hún mætti með stóran poka full- an af grímum og búningum til að lífga upp á partíið. Hún elskaði börn og börn löð- uðust að henni um leið og þau sáu hana því hún gaf þeim alltaf tíma og kom fram við þau eins og þau væru mikilvægasta fólk í heimi. Á miðvikudögum var hún með hádegisgraut fyrir alla sem vildu og börnin mín (og ég sjálf) munu alltaf tengja grjónagraut við þennan vikudag og Siggu ömmu. Ef maður hafði tíma til að sitja örlítið fram yfir gestagang- inn á miðvikudögum þá gaf hún sér tíma til að leika á gólfinu og kubba eða fara í feluleik með yngstu kynslóðinni, faldi sig bak við gardínur skellihlæjandi og naut sín ekki síður en leikfélag- arnir litlu. Hún elskaði að ferðast og fór vítt og breitt um heiminn með fólkinu sínu. Eitt árið kom hún í heimsókn til mín þar sem ég bjó í Flórens. Við gengum borgina þvera og endilanga, fórum í vínsmökkun í sveitinni og áttum dásamlegan tíma saman. Þarna var hún komin á níræðisaldur og ég hélt kannski að hún vildi hvíla sig eitthvað í fríinu en það var nú aldeilis ekki svo. Hún þeyttist um allt, forvitin og spennt fyrir öllu sem hún sá. Nú er hún svo farin í ferðalag til þeirra sem hún var farin að sakna svo mjög. Ég er viss um að henni líður vel og er örugglega búin að koma á grautardögum og farin að skoða, læra og leika sér á nýjum stað. Elsku amma mín, takk fyrir mig. Ingunn Dögg Sindradóttir. „Hvað er betra en að sofna þegar maður er þreyttur,“ sagði amma þegar við ræddum dauð- ann. Hún óttaðist hann ekki og fannst jafnvel örlítið spennandi að vita hvað tæki við. Hún var södd lífdaga, búin að áorka meiru en flestir á langri ævi. Amma sem eignaðist fimm syni, kom þeim til mennta og manns og hugsaði um okkur barna- börnin endalaust. Svo tóku lang- ömmubörnin við. Í minningunni sitja einkenni hennar sem skynsamrar, fram- sýnnar og fordómalausrar merkiskonu. Að auki var hún af- skaplega skemmtileg. Það eru ómetanleg forréttindi að fá að alast upp við slíka fyrirmynd. Völdin við eldhúsborðið eru nefnilega miklu meiri í raun en maður gerir sér grein fyrir. Þar var amma reyndar í essinu sínu. Útbjó einfalda brauðsneið þann- ig að hún breyttist í Jómfrúar- snittu og bar hana þannig á borð að manni leið eins og maður væri í konunglegu boði. Matur á ekki bara að vera góður, hann á líka að vera líta vel út. Ég verð þó að viðurkenna að hrísgrjóna- grauturinn hennar var í uppá- haldi hjá öllum nema mér. Grjónagrauturinn í hádeginu á miðvikudögum var fastur liður hjá henni langt yfir nírætt. Þar komu fjölskyldumeðlimir og vin- ir, borðuðu saman og ræddu málin. Það var henni mikilvægt að við þekktumst og nytum sam- vista hvert við annað. Skoðana- skipti voru leyfð og menn máttu alveg vera ósammála. Það fannst henni oft skemmtilegast. Nú er okkar að halda áfram að Sigríður Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.