Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Mónakó er þéttbýlasta ríkiveraldarinnar og þaðannað minnsta að flatar-máli. Alls 38 þúsund manns búa á tveimur ferkílómetrum, svæði sem nær úr miðri fjallshlíð nið- ur að sjó. Byggt hefur verið á hverj- um kletti og á þeim liggja göturnar, þar sem Formúlukeppnir eru oft haldnar. Víða hafa svo verið boruð jarðgöng svo hamrarnir gætu minnt á músétinn ost. Hér gildir það sem hér heima á Íslandi er kallað „þétting byggðar“. Hver einasti fermetri og í raun lófastór blettur er nýttur fyrir mannvirki. Himinhá fjölbýlishús eru áberandi á Mónakó og fasteignaverðið gríðar- hátt. Aðeins er á færi efnafólks að eiga þar íbúðir, og þeirra á meðal eru til dæmis rússneskir ólígarkar. Mónakó er furstadæmi innan landamæra Frakklands og liggur að Miðjarðarhafinu á frönsku rívíerunni. Allt frá 1297 hefur Grimaldi-ættin setið hér við völd, en eins og gengur og gerist hafa þó ýmis átök verið um yfirráð í landinu á þessum langa tíma. Fram til ársins 1911 voru furstar Mónakós einvaldir í ríkinu og þó margt hafi breyst eru völd þeirra enn í dag býsna mikil. Embættið hefur gengið að erfðum mann fram af manni; frá 1949 til 2005 ríkti í Móna- kó Rainier 3. sem árið 2005, þá á banabeðnum, fól veldisprotann Al- bert öðrum syni sínum og konu sinn- ar Grace Kelly, sem á sinni tíð var margverðlaunuð leikkona í Banda- ríkjunum. Mónakó skiptist í fernt og eitt hverfanna er Monte Carlo. Þar er spilavítið, Monte Carlo Casino, sem var sett var á laggirnar árið 1856 þeg- ar efnahagsvandi steðjaði að í kjölfar þess að Grimaldi-ættin tapaði megin- hluta lendna sinna. Spilavítið hefur um langa hríð verið gullnáma og pen- ingaprentsmiðja ef svo mætti segja. Það er aðaltekjulind furstafjölskyld- unnar enda er Albert einn af ríkustu tignarmönnum heims. Eru heildar- eignir hans sagðar nema um einum milljarði Bandaríkjadala. Þá gilda ýmis skattafríðindi í Mónakó, en stór hluti íbúa þar sækir vinnu í Frakk- landi og er ekki langt að fara. Örríkið lokkar og laðar. Þar eru tvær hafnir, báðar smekkfullar af lystisnekkjum fína fólksins sem nýtur lífsins í siglingum um Miðjarðarhafið. Þá koma skemmtiferðaskip hér gjarnan við og fer þá fólk í land og spókar sig á götum í þessu litla landi, þar sem er margt að sjá og upplifa. Örríki prinsins Þétting byggðar! Í Mónakó er hver lófastór blettur nýtt- ur fyrir mannvirki. Spilavítið skilar miklu til þessa litla lands, sem vaxandi fjöldi ferðafólks sækir heim. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Höfnin Hver blettur í ríkinu er byggður og í höfnunum tveimur eru lystisnekkjur auðfólks sem siglir um Miðjarð- arhaf. Þá hafa skemmtiferðaskip gjarnan viðkomu í Mónakó, sem er afar vinsæll viðkomustaður ferðafólks. Lífvarðaskipti Samræmt göngulag fyrir framan höllina. Gullnáman Spennandi spilavítið hér í sjálfum spegli tímans. Mónakó Hér búa um 38.000 manns á tveimur ferkílómetrum. Íslendingar Hómfríður Bjarna- dóttir fararstjóri Bændaferða. Albert II Mónakóprins Mónakó FRAKKLAND ÍTALÍA SVISS MÓNAKÓ Miðjarðar- hafi ð Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til FÍT-verðlaunanna 2019 sem eru veitt af Félagi íslenskra teiknara. Innsend verk í keppnina hafa aldrei verið fleiri eða 370 talsins, sem staðfestir að kraftur er meðal ís- lenskra teiknara um þessara mundir. Tilnefnt er í 21 flokki og ná þeir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar. Má þar nefna skjágrafík, vefhönnun, prentverk, hönnun aug- lýsinga og myndlýsingar. Að auki eru veitt sérstök verðlaun til þess verks sem þótti skara fram úr á meðal allra verðlaunaðra verka. Þessi verðlaun eru valin af formönn- um dómnefndanna, en formenn dómnefnda í ár voru Arnar Ólafsson sem fór fyrir nefnd sem dæmdi skjáhönnun, Atli Hilmarsson leiddi mörkunarhóp, Hildur Sigurðardóttir prentflokk og Hjörvar Harðarsson var formaður nefndar sem dæmi auglýsingar. Verðlaunin verða afhent miðviku- daginn 27. mars nk. í Tjarnarbíói klukkan 18:30. Viðburðurinn markar upphaf HönnunarMars sem verður haldinn 28. til 31. mars. Félag ís- lenskra teiknara er félagsskapur grafískra hönnuða og myndhöfunda á Íslandi. Aðalmarkmið FÍT er að efla starfsstéttina, kynna hana út á við og auka samstöðu félagsmanna. Tilnefningar til FÍT verðlauna birtar Aldrei fleiri innsend verk borist Ljósmynd/Aðsend Teikningar Fáni fyrir nýja þjóð. Hugmyndaauðgin er hér allsráðandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.