Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁrsskýrslaAtlants-hafs- bandalagsins fyrir árið 2018 var kynnt í gær. Þar kemur meðal annars fram að ríki bandalagsins hafa flest aukið framlög sín til varnarmála á milli ára og að sjö þeirra upp- fylla nú það markmið sem sett var árið 2014, að útgjöld þeirra til varnarmála næmu 2% af vergri landsframleiðslu fyrir árið 2024. Líklegt er að koma Trumps í Hvíta húsið hafi ýtt við mönn- um, enda hefur hann lagt mikla áherslu á að hinar þjóðir bandalagsins deili byrðinni af varnar- og öryggismálum Evr- ópu með Bandaríkjunum. Þó að ársskýrslan bendi til þess að hin ríki bandalagsins séu að taka sig á hvað þetta varðar, er staðan engu að síður sú, að Bandaríkin sjá enn um nærri því 70% af útgjöldum banda- lagsríkjanna til málaflokksins. Það breytir því þó ekki að fleiri bandalagsríki leggja nú fram meira til sameiginlegra varna. Auk Bandaríkjanna hafa Bretar, Pólverjar, Eystra- saltsríkin þrjú og Grikkir náð 2%-markmiðinu, og Rúmenar og Frakkar eru ekki langt frá því. Þá hafa flest bandalags- ríkin mætt viðmiðum banda- lagsins um kaup á nýjum bún- aði, svo að þau geti betur tekist á við þær áskoranir sem banda- lagið stendur frammi fyrir. Staða Þýska- lands vekur hins vegar athygli og er áhyggjuefni fyrir bandalagið. Landið er óneit- anlega einn af efnahagslegum burðarásum Evrópu og eitt af hinum stöndugri ríkjum banda- lagsins. Það hefur hins vegar setið eftir þegar kemur að út- gjöldum til varnarmála, og þó þau hafi aukist um sem nemur fimm milljörðum bandaríkja- dala á milli ára, þýddi hag- vöxtur landsins það að hlutfall útgjaldanna af landsfram- leiðslu stóð í stað í um 1,2%. Það getur ekki talist ásætt- anlegt í ljósi hinnar sterku stöðu Þýskalands, og hvatti Jens Stoltenberg, fram- kvæmdastjóri bandalagsins, því Þjóðverja til þess að verja meiru til varnar- og öryggis- mála þegar hann kynnti árs- skýrsluna. Hann benti þó á að það væri jákvætt að Þjóðverjar væru nú loksins hættir að skera niður í málaflokknum. Umræðan um aukin útgjöld til varnarmála kann að virka fjarlæg, sér í lagi þar sem við Íslendingar erum eina banda- lagsþjóðin sem er undanþegin þessari kröfu. Hún er þó mikil- væg ætli Atlantshafsbandalag- ið sér að styðja áfram við frið og stöðugleika í Evrópu, líkt og það hefur nú gert í nærri sjötíu ár. Sjö ríki af 29 verja nú 2% til varnarmála} Meira lagt af mörkum Þess er minnst ídag, að átta ár eru liðin frá því að mótmæli gegn of- ríki Bashars al- Assad Sýrlands- forseta breyttust í blóðugar óeirðir, sem aftur enduðu í þeim hryllilega harm- leik sem heimsbyggðin hefur mátt horfa upp á síðustu átta árin. Gríðarlegt mannfall hef- ur orðið, auk þess sem margar milljónir manna hafa flúið heimili sín, með margvíslegum afleiðingum fyrir Mið- Austurlönd og Evrópu. Í þessum harmleik hefur As- sad leikið lykilhlutverk og raunar gripið til ótrúlegustu fantabragða til þess að halda í völd sín. Þar koma fyrst og fremst í hugann ítrekaðar árásir með efnavopnum á óbreytta borgara, auk þess sem klasasprengjum hefur verið beitt margoft. Hafa Assad og kónar hans þar engu skeytt um fordæmingu heims- byggðarinnar á framferði þeirra, heldur haldið ótrauðir áfram á sinni braut. Líkurnar á því að Assad muni þurfa að svara til saka fyrir stríðsglæpi sína eru hverfandi. Með stuðningi Rússa og Írana hefur hann náð algjörum und- irtökum í borgarastyrjöldinni, og stefnir flestallt í að Sýrland verði nú þrískipt í reynd á milli Assads, Kúrda og svo annarra andstæðinga Assads, sem Tyrkir styðja við. Munu þá um tveir þriðju hlutar landsins tilheyra Assad. Ljóst er að endalok styrj- aldarinnar eru ekki í sjónmáli, þó að átökin séu ekki jafnhörð og þau voru þegar verst lét. Þá virðist ennfremur ljóst eftir allar þær þjáningar sem síð- ustu átta ár hafa fært sýr- lensku þjóðinni að Assad mun aldrei geta setið á friðarstóli, jafnvel þó að það tækist að semja um frið eða vopnahlé. Djúp sár styrjaldarinnar gróa ekki á næstunni en ríki heims verða að reyna að þrýsta á um að endi verði bundinn á hörmungarnar þannig að endurreisnin geti hafist. Sýrlenska borg- arastríðið mun draga langan dilk á eftir sér} Átta ára harmleikur S em kona fyrrverandi sjómanns, fædd og alin upp í sjávarplássi, veit ég mætavel hvað það getur þýtt fyrir venjulegt fólk og sjáv- arbyggðir þegar afli bregst. Það er þungt að standa frammi fyrir því þegar fótunum er skyndilega kippt undan tekjum heilu byggðarlaganna. Fjölskyldur og fyrir- tæki verða að herða sultarólina. Margir bogna og sumir brotna. Sveitarfélögin verða að skera niður, ríkisjóður verður af tekjum. Í vetur hef ég með vaxandi óró fylgst með fréttum af loðnuleit. Það hefur vakið mér ugg hve lítið hefur fundist og nú höfum við fengið þær fregnir að engin loðna verði veidd á þessari vertíð. Þetta er mikið áfall og þá helst fyrir sjávarbyggð- irnar sem stunda mest veiðar og vinnslu á loðnu. Þar má helsta telja staði á borð við Þórshöfn, Vopnafjörð, Eskifjörð, Norðfjörð, Fáskrúðsfjörð, Höfn í Hornafirði og Vestmannaeyjar. Undanfarin ár hafa miklar fjár- festingar átt sér stað á þessum stöðum. Keypt hafa ver- ið ný og öflug skip og mikið lagt í vinnslustöðvar í landi. Þjónustufyrirtæki við útveginn hafa sömuleiðis staðið í uppbyggingu. Nú er útlit fyrir að öll þessi at- vinnutæki verði verkefnalítil næstu mánuði og fram á sumar. Fyrirtækin verða fyrir tapi, fólkið missir tekjur. Afar mikilvægt er að stjórnvöld hefji strax vinnu við að fá yfirsýn yfir þann vanda sem steðjar að vegna þessa loðnubrests. Hverjar verða efnahagslegar afleið- ingar fyrir fólk og sveitarfélög? Til hvaða ráða munu sjávarútvegsfyrirtækin grípa til að mæta fyrirsjáan- legum samdrætti í tekjum? Hér þarf strax að eiga sér stað samtal á milli ríkisvalds, sveitarfélaga og aðila í sjávarútvegi. Á sama tíma verðum við að spyrja hví við stöndum nú frammi fyrir því að næst- verðmætasti nytjastofn okkar er nánast hruninn. Hvað hefur farið úrskeiðis? Höfum við gert mistök í nýtingarstefnunni? Hvaða áhrif hafa umhverfisþættir á borð við hlýnun sjávar, miklar göngur makríls og fjölgun hnúfubaka norður í Dumbshafi haft á vöxt og viðgang loðnustofnsins? Hvaða afleið- ingar mun það hafa ef loðnan verður í lægð á næstu árum? Hverjar verða afleiðingarnar fyrir lífríkið á grunnslóðinni í kringum land- ið, svo sem fuglalíf og bolfiskstofna á borð við þorskinn? Við vitum að loðnan er mikilvægt æti fyr- ir þann gula sem aftur er okkar langverðmætasti nytja- stofn. Mun þorskurinn horast? Aukast náttúruleg afföll í stofninum meðal annars vegna þess að stóru þorsk- arnir leggjast í át á þeim litlu? Við þurfum að velta fyr- ir okkur fjölmörgum áleitnum spurningum og leita svara. Ég hef í samvinnu við samþingmann í Flokki fólksins og alla þingmenn Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar lagt inn beiðni um skýrslu frá sjávarútvegsráðherra til Alþingis þar sem óskað er eftir ítarlegum upplýsingum um nýtingu og vistfræðilega þýðingu loðnustofnsins. Vonandi fær hún sem mestan stuðning þingsins. Hér er alvara á ferð. Inga Sæland Pistill Loðnubrestur er mikið áhyggjuefni Höfundur er formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Ídag eru átta ár síðan stríðið íSýrlandi hófst. Áætlað er aða.m.k. 360.000 Sýrlendingarhafi fallið í átökunum og óvíst er um afdrif hátt í 200.000 til við- bótar. Talið er að um 12 milljónir Sýrlendinga, helmingur þjóðar- innar, hafi flúið heimili sín frá því að átökin hófust. Þar af hafa 5,7 millj- ónir farið úr landi og eru ýmist með stöðu flóttamanna eða hælisleitenda og 6,2 milljónir eru á vergangi í heimalandi sínu. OCHA, Mannúðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna áætlar að 13 millj- ónir Sýrlendinga séu í þörf fyrir mannúðaraðstoð af einhverju tagi. Hlutar landsins eru í rúst og áætlað er að eyðileggingin af völdum stríðs- ins nemi 400 milljörðum Bandaríkja- dala. Stríðið hefur ekki síst bitnað á börnum, en á síðasta ári voru stað- fest 1.106 dauðsföll barna í Sýrlandi vegna átakanna og var það mann- skæðasta árið fyrir börn í sögu stríðsins. Þetta er sá fjöldi sem Sam- einuðu þjóðirnar hafa fengið stað- festan, en UNICEF, Barnahjálp SÞ, telur að mun fleiri börn hafi látist. Örlagadagurinn 15.3. 2011 En hvernig hófust þessar hörm- ungar? 15. mars 2011 komu tugir Sýrlendinga saman á götum Damas- kus, höfuðborgar landsins, til að mótmæla því að unglingsdrengir hefðu verið handteknir og pyntaðir eftir að hafa verið staðnir að verki við veggjakrot, en einn drengjanna lést af völdum pyntinganna. Fólkið krafðist pólitískra um- bóta og að Bashar al-Assad forseti landsins tæki upp lýðræðislegri stjórnarhætti. Þessi mótmæli voru í anda „Arabíska vorsins“ sem hófst eftir að forsetum Túnis og Egypta- lands hafði verið steypt af stóli. Öryggissveitir beittu valdi og hand- tóku fólk, í kjölfarið dreifðust mót- mælin víðar um landið og stofnuð var hreyfing á samfélagsmiðlum undir yfirskriftinni „Sýrlenska bylt- ingin gegn Bashar al-Assad 2011“. Þegar mótmælin höfðu staðið yfir í hálfan mánuð sagði ríkisstjórn landsins af sér og Assad fullyrti að átökin mætti rekja til samsæris er- lendra ríkja gegn Sýrlandi. Um miðjan apríl, mánuði eftir fyrstu mótmælin, brutust út blóðug átök á milli mótmælenda og öryggissveita í Damaskus og það varð upphafið að borgarastríðinu sem síðan hefur geisað. Flókin átök margra aðila Það sem hófst sem átök á milli stuðningsmanna og andstæðinga Assads hefur þróast í flókna alþjóð- lega deilu fjölmargra aðila, inn- lendra og erlendra, og meðal þeirra eru Rússar, Íranar, Hezbollah- hreyfingin í Líbanon, frelsissveitir Kúrda, Ísraelar, Tyrkir, samtökin Íslamska ríkið, Sádi-Arabar, NATO, Bretar, Frakkar og Bandaríkja- menn, svo nokkrir séu nefndir. Og börnin líða þjáningar. Á síð- ustu vikum hafa um 60 börn látið líf- ið í átökum í Idlib-héraði í norðvest- urhluta landsins, að sögn Bergsteins Jónssonar, framkvæmdastjóra UNICEF á Íslandi. Í tilkynningu frá samtökunum segir að versnandi skilyrði í Al-Hol flóttamannabúð- unum sem eru í norðausturhluta landsins séu mikið áhyggjuefni. Þar búa 65.000 manns, þar af eru 240 börn. „Það er ótrúlega sorglegt að þurfa að færa þessar fréttir frá Sýr- landi núna áttunda árið í röð. Með hverjum deginum sem líður er verið að ræna milljónir barna barnæsku sinni. Það er löngu orðið tímabært að segja stopp,“ segir Bergsteinn. Landið þar sem börnin eru rænd æskunni Ljósmynd/UNICEF Börn Á síðasta ári létust 1.106 börn í Sýrlandi vegna átakanna samkvæmt þeim tölum sem staðfestar hafa verið, en talið er að þau séu enn fleiri. UNICEF víða um heim, þar með talið á Íslandi, hefur staðið fyrir neyðarsöfnun fyrir börn í Sýr- landi síðan stríðið braust út. Talið er að samtals þurfi um átta milljónir barna í Sýrlandi og nágrannaríkjunum hjálp. „Á þessum átta árum hafa safnast um 100 milljónir,“ segir Steinunn Jakobsdóttir, kynning- arstjóri UNICEF. „Féð hefur nán- ast eingöngu komið frá ein- staklingum, en eitthvað hefur líka komið frá fyrirtækjum.“ Steinunn segir að fénu hafi verið varið til ýmissa verkefna innan neyðaraðstoðarinnar eins og t.d. bólusetningar og vatns. „Íslendingar vilja almennt hjálpa til þegar þeir vita af neyð sem þessari og láta sig málefnið varða. Það er ljóst að börnin í Sýrlandi eru ekki gleymd hér á landi.“ Hægt er að styðja neyðarað- gerðir UNICEF í Sýrlandi með því að senda sms-ið STOPP í 1.900 eða á vefsíðu UNICEF á Íslandi. 8.000.000 börn í neyð UNICEF VEITIR AÐSTOÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.