Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Byltingarkennd húðme ðferð gegn fínum línum og h rukkum Grynnkar á fínum línum og hrukkum, vinnur burtu ör, gefur húðinni fallegan blæ ásamt því að auka kollagenframleiðslu. Dermapen Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áhættumat er tæki sem allir þrá og allir hata. Þannig tók Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra, til orða þegar hann setti málþing ráðuneytisins vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eld- islaxa og nytjastofna íslenskra veiðiáa. Góð mæting á málþingið og umræður staðfestu orð ráðherrans um að þetta væri heitt mál sem mikilvægt væri að ræða. Fyrirkomulag ákvarðana um magn frjórra laxa í eldi á tilteknum svæðum út frá áhættumati Hafrannsókna- stofnunar er umdeildasta atriðið í frumvarpi ráðherra um fiskeldismál sem nú er til umfjöllunar í atvinnu- veganefnd Alþingis. Fyrirkomulagið fær harða gagnrýni úr öllum áttum. Kristján Þór lagði á það áherslu að hann legði til að samráðsnefnd fjallaði um tillögur Hafró til þess að allir hefðu sama skilning á grundvall- aratriðum og gætu mótað sér afstöðu út frá þeim. Ár eru vaktaðar Áhættumatið er í raun líkan um dreifingu eldislaxa í íslenskar ár. Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, sagði að mikilvæg gögn til þróunar matsins fáist með vöktun laxveiðiáa. Ætlun- in er að vakta tólf ár. Nefndi Ragnar að þeir ellefu eld- islaxar sem fundust í laxveiðiám í sumar væru allir úr slysaslepping- um sem viðkomandi eldisfyrirtæki hefði tilkynnt um. Þótt frávik frá áætlun hafi komið fram við vöktun- ina sagði Ragnar að enn sem komið er sé ekki grundvöllur til að breyta forsendum áhættumatsins. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi, og Jón Helgi Björnsson, formaður Landssam- bands veiðifélaga, voru sammála um mikilvægi áhættumats en þau gagnrýndu bæði fyrirkomulagið harðlega, á mismunandi forsendum þó. Heiðrún gerði athugasemdir við form áhættumatsins og sérstaklega málsmeðferð. Hún líkti þessu við íþróttir því ef maður stykki upp af röngum fæti væri líklegt að það sem á eftir kæmi væri allt í klessu. Var það og niðurstaða hennar að allt stefndi í klessu ef formið sem ákvæði frum- varpsins gera ráð fyrir verði ekki lag- fært. Hún lagði áherslu á að fram- kvæmdavaldið ætti að setja nýtingar- stefnu í fiskeldi eins og öðrum grein- um. Þegar sá rammi væri kominn ætti Hafró að taka við og leggja grunn að áhættumati. Gera þurfi ráð fyrir mót- vægisaðgerðum sem fyrirtækin teldu raunhæf út frá sínum rekstri. Loka- ákvörðun þar sem valið væri á milli mismunandi sviðsmynda ætti alltaf að vera í höndum ráðherra. Eins og hún lýsti frumvarpinu blandast Hafró inn í stjórnsýsluna á öllum stigum og tillaga Hafró yrði bindandi fyrir ráðherra. Gegn samráðsnefnd Jón Helgi hóf sitt erindi með því að rifja upp að Landssamband veiðifélaga væri algerlega á móti eldi á frjóum laxi. Það væri hins vegar ekki á móti fiskeldi almennt. Sambandið hefði kall- að eftir áhættumati og það hafi verið trúverðugt plagg þótt það tæki ekki á öllum málum. Hann gerði viðbrögð fiskeldismanna að umtalsefni. Sagði þau hafa hleypt illu blóði í veiðiréttarhafa. Sérstaklega nefndi hann að stanslaust hefði verið hamast á tilteknum ám. Landssamband veiðifélaga leggst gegn samráðsnefnd sem ætlað er að fjalla um áhættumatið. Með því sé ágreiningnum hleypt inn í þá vinnu og þar verði hamast til að fiskeldismenn geti komið sér þar upp stöðu. Með því verði áhættumatið ónýtt. Tæki sem allir þrá og allir hata  Skiptar skoðanir eru um fyrirkomulag áhættumats vegna erfðablöndunar eldislax og nytjastofna  Niðurstöður vöktunar á laxveiðiám sagðar ekki gefa tilefni til endurskoðunar á áhættumatinu Búið er að dreifa 6.500 skömmtum af bóluefni gegn mislingum á heilsugæslustöðvar á höfuðborgar- svæðinu. Tilkynnt var í gær að um tíu þúsund skammtar af bóluefninu væru komnir til landsins og geta því bólusetningar hafist að nýju. Á vef heilsugæslunnar kemur fram að bólusett verði frá klukkan 8-15 alla virka daga. Ekki þurfi að panta tíma en fólk þurfi að búa sig undir einhverja bið. Áfram verður lögð áhersla á forgangshópa næstu daga; börn á aldrinum 6-18 mánaða og fullorðna fædda 1970 eða síðar sem ekki hafa fengið mislinga og ekki verið bólusettir svo vitað sé. Síðar verður öðrum óbólusettum boðið að koma í bólusetningu og verður það fyrirkomulag kynnt þegar þar að kemur. „Það var vel af sér vikið að ná í þetta magn á þessum tíma því það er erfitt eins og staðan er í heim- inum í dag, sagði Þórólfur Guðna- son sóttvarnalæknir við mbl.is í gær um bóluefnið. Engin ný mislingasmit hafa greinst. Alls hafa 5 greinst með mislinga og mögulega bættist sjötta mislingasmitið við fyrr í vik- unni. Morgunblaðið/Hari Bólusetning Áfram er lögð áhersla á að sinna forgangshópum. Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar  10.000 skammtar komnir til landsins Ísafjarðardjúp er eitt af þeim svæðum sem lokuð verða fyrir sjókvíaeldi, miðað við fyrstu út- gáfu áhættumatsins. Í pallborðs- umræðum lýsti Daníel Jakobs- son, formaður bæjarráðs Ísa- fjarðarbæjar, þeirri skoðun sinni að með því að taka tillit til nýj- ustu rannsókna og mótvægis- aðgerða væri ekkert því til fyrir- stöðu að opna Ísafjarðardjúp. Þar yrði hægt að framleiða 55 þúsund tonn af laxi innan 15 ára. Það væri jafn mikið og hjá Bakkafrosti í Færeyjum. Velta þess væri 50 milljarðar á ári, það greiddi 6 milljarða í laun og hefði 750 starfsmenn í vinnu beint hjá sér. „Þetta eru þeir hagsmunir sem við erum að fórna.“ Hægt að opna Djúpið DANÍEL JAKOBSSON Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhætta Mikill áhugi er á áhættumati vegna erfðablöndunar laxa. Um 130 manns mættu á málþing í sjávarútvegs- húsinu. Kristján Þór Júlíusson setti þingið en stoppaði stutt við því hann var óvænt boðaður á ríkisstjórnarfund. Pallborð Jón Kaldal, Daníel Jakobsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir voru meðal þeirra sem tóku þátt í pallborðsumræðum á málþingi ráðuneytisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.