Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 ✝ Eyþór Þórissonfæddist 17. desember 1938 á Ytra-Krossanesi við Eyjafjörð. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 7. mars 2019. Foreldrar hans voru Þórir Þor- steinsson, verk- stjóri í Hvalveiði- stöðinni Hvalfirði, f. 20.7. 1901, d. 13.8. 1970, og Jó- hanna Þórey Daníelsdóttir hús- móðir, f. 26.7. 1901, d. 23.11. 1995. Eyþór Jón var sjötta barn foreldra sinna en systkini hans eru: Hulda, f. 29.12. 1924, d. 7.12. 2012, Sigurborg, f. 14.2. 1927, d. 8.1. 1968, Þorsteinn, f. 19.9. 1929, d. 6.8. 2012, Jón Skúli, f. 16.7. 1931, d. 31.8. 2018, Jónatan, f. 14.10. 1933, og Kári, f. 24.4. 1942. Eyþór giftist Guðríði Jóns- dóttur 24. júlí 1961, þau slitu samvistum árið 1970. Börn þeirra eru: 1) Jón Þór viðskipta- lögfræðingur, f. 29.5. 1962 í Reykjavík, maki Olga J. Stef- ánsdóttir. Börn þeirra eru Ívar Örn, f. 9.12. 1984, sonur hans er Daníel Myrkvi, f. 15.12. 2015, Kristófer Fannar, f. 11.5. 1988, d. 14.5. 1988, Guðríður Ósk, f. 1948 í Hvalstöðina í Hvalfirði. Frá 17 ára að aldri stjórnaði hann sjoppurekstrinum í Hval- firði, auk þess að reka svínabú. Eyþór giftist eiginkonu sinni Gurrý árið 1961, stofnuðu þau og ráku saman veitinga- og sölu- skálann á Geithálsi uppi við Rauðavatn og Ferstiklu í Hval- firði, eða þar til fjölskyldan fluttist til Danmerkur 1968, þar sem hann starfaði sem þjónn á hótelum og veitingahúsum. Ey- þór hóf sambúð með Annie árið 1971. Hann vann eftir það sem yfirþjónn á stórum skemmti- ferðaskipum, eða þar til hann fluttist einn til Noregs árið 1979, þar sem hann starfaði sem þjónn á veitingahúsinu Mölla og síðar rak hann matsölustaðinn Elsa Andersen. Árið 1990 flutt- ist svo Eyþór aftur til Íslands, til Vestmannaeyja þar sem hann starfaði bæði í frystihúsi og á sjónum sem kokkur og rak verslunina Fatabónus. Árið 1994 opnaði hann ásamt Kára bróðir sínum veitingahúsið Caruso í Reykjavík. Um áramótin 95-96 flutt Eyþór til Seyðisfjarðar þar sem hann keypti Hótel Sæfell og síðar stofnaði hann Kaffi Láru með Jón Þór syni sínum, ásamt því að hefja bjórframleiðslu á El Grillo. Útför Eyþórs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 15. mars 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. 12.7. 1990, dóttir hennar er Rakel Dís, f. 10.2. 2007, Ásta Fanney, f. 25.6. 1991, dóttir hennar er Sophia Máney, f. 3.12. 2017, og Stefán Fannar, f. 28.3. 1996. 2) Daníel stjórnsýslufræð- ingur, f. 25. apríl 1964 í Reykjavík, maki Sigurlaug Kr. Gunnars- dóttir. Börn þeirra eru Ást- hildur Ása, f. 13.2. 1986, Veigar Freyr, f. 24.10. 1987, dóttir hans er Vigdís Birta, f. 13.3. 2013, Unnar Helgi, f. 7.1. 1990, og Tanja Mist, f. 28.7. 1993, sonur hennar er Daníel Logi, f. 4.9. 2016. Eyþór hóf sambúð með Annie Nilsen árið 1971, þau slitu samvistum árið 1985. Börn þeirra eru: 1) Kent fram- kvæmdastjóri, f. 23.6. 1971 í Danmörku, maki Ásthildur Stef- ánsdóttir Tórisson. Börn þeirra eru Isabella Ásta, f. 10.9. 1998, d. 31.8. 2015, og Celina Dís, f. 25.12. 2003. Eyþór ólst upp á Ytra- Krossanesi fram að fimm ára aldri en fluttist þá með for- eldrum sínum í Kópavog, síðan á Býlu á Akranesi, og þaðan árið með Grand Marnier-sósu, og alla vega aðrar kúnstir. En ótrúlegt en satt þá komst ég í gegnum þetta og þú kenndir mér smátt og smátt það sem var mikilvægt í þessu fagi, enda kunnir þú þetta allt sjálf- ur upp á tíu, ásamt því að töfra gestina upp úr skónum, sem af sér leiddi mikið þjórfé og skemmtilegar stundir með þér í Noregi eftir það. En ég kom til þín á hverju sumri næstu árin og við unnum á sama stað. Seinna þegar þú fluttir aftur til Íslands áttum við meiri sam- skipti en nokkurn tímann áður, og þá helst eftir að ég flutti frá Danmörku eftir háskólanám mitt og þú vildir að ég stofnaði stjórnmálaflokk fyrir þig á Seyðisfirði, sem var gert undir nafninu Þ-listinn, listi óháðra Seyðfirðinga. Það var skemmti- leg að vinna að því með þér þótt það væri nú stundum erf- itt, þar sem þú vildir nú oft ekki blanda þér í pólitíkina sem Þegar ég lít til baka verður mér fyrst og fremst hugsað til þín þar sem ég fór sem 17 ára drengur til Noregs, þar sem þú hafðir skaffað mér sumarvinnu með skóla á veitingahúsinu Mölla í Osló. Þar var mér mikil og skemmtileg lífsreynsla, þar sem þú varst þá léttur og skemmtilegur að umgangast, þó að þú værir nú ekki sá besti í að segja mönnum til. Gleymi ég því aldrei fyrsta vinnudeg- inum, þar sem ég kom til þín og þú sagðir mér að ég ætti að sjá um þessi sjö borð hér í horninu á þessum veitingastað, og það ætti bara að gera það svona og svona, og varst svo hlaupinn á annan stað í húsinu. En ég hafði aldrei þjónað til borðs áð- ur, hvað þá á svona fínum stað þar sem kóngafólk og aðallinn sótti, og ég þurfti að eldsteikja risahumarinn og steikurnar og skera út fyrir framan gestina, hita sósurnar á pönnunni og eldsteikja franskar pönnukökur þú komst af stað, þar sem þú áttir nú svo marga vini í öllum hinum flokkunum. Þú varst alltaf mikill lífs- orkubolti, skemmtilegur og við- skiptahugmyndir þínar voru endalausar, en þú áttir þó þína erfiðu daga þar sem Bakkus stjórnaði ferðum þínum. En ákvaðst þó sjálfur fyrir níu ár- um að hætta alveg og gerðir það, sem varð nú til þess að þú eignaðist gott samband við mig og fjölskyldu mína, þar sem við áttum margar góðar hátíðar- stundir saman, auk þess sem börnin mín, afabörnin þín, hafa unnið með þér á Kaffi Láru á Seyðisfirði, og þið átt góðar stundir saman. Sakna þín, þinn sonur, Jón Þór. Jæja, elsku pabbi minn, núna ertu farinn frá okkur og ég veit að þín bíður enn eitt ævintýrið. Þú hafðir glímt við veikindi, pabbi minn, síðustu ár en tókst á við þau með æðruleysi og vilja líkt og þér var tamt og ég veit að núna ertu í faðmi þinna nánustu í draumalandinu og líð- ur vel. Segja má að eftir að þú og mamma fluttuð til Danmerkur með okkur bræður sem börn hafi hið raunverulega ævintýri hjá miklum ævintýramanni byrjað en þá hafðirðu þegar rekið sjoppuna á Geithálsi og Ferstiklu. Í Danmörku eignað- ist þú Kent bróður og þar starfaðir þú lengi ásamt að hafa starfað í Noregi. þú sigldir sem þjónn um öll heimsins höf í mörg ár og ég man sem krakki þegar ég opnaði Mackintosh- dolluna þína að hún var full af peningaklinki frá öllum heims- ins höfnum. Ég upplifði sjálfur að þú söngst mikið undir léttu glasi og hafðir gaman af að þylja vísur um m.a. Tótu litlu Tótu. Um 1995 komstu aftur til Ís- lands – fluttir til Vestmanna- eyja og vannst lengi á skipum sem kokkur. Ég elti þig þangað með afabarnið Veigar Frey sem þá var um tveggja ára og þar ólum við hann upp saman í töluverðan tíma og þú sást til þess að nægur fiskur var alltaf á boðstólum og stundum var steikt síld ef illa áraði. Ég man að þú sóttir strákinn oft í lok dags á leikskólann í Vestmannaeyjum og sagðir greyið litla bara bíða uppi við leikskólahliðið og jarma líkt og lítið lamb. Þú fluttist síðan til Seyðis- fjarðar og opnaðir Hótel Seyð- isfjörð. Ég man þegar við ókum saman austur ásamt Lillu frænku til að opna hótelið sem þá hafði verið lokað tímabundið og komum yfir þungfæra heið- ina þá sást ekki í bæinn vegna myrkurs/skyggnis og þá datt út úr þér: „Eru engin ljós í bæn- um?“ Þá fattaði ég auðvitað að þú hafðir einungis komið í bæ- inn áður á fiskitogurum frá Vestmannaeyjum og farið beint á hótelbarinn á hótelinu sem þú ætlaðir nú sjálfur að endur- opna. Unnar Helgi sonur minn kom austur og var smá með okkur á Seyðisfirði og laum- aðist stundum í spilakassana í sjoppunni og fékk fyrir það skammir auðvitað frá mér en afi Eyþór kannaðist við taktana og sagði „ekki skamma hann því hann er alveg eins og ég var á þessum aldri“ – engin lygi það. Oft fór ég aftur á Seyðisfjörð með konu minni Sigurlaugu og börnum mínum bara til að hitta pabba – tengdapabba og afa barna minna – og minnast stelpurnar mínar Tanja Mist og Ásthildur Ása afa síns með mikilli gleði enda fengu þær alltaf happa- þrennur með sér heim sem gjafir og þótt engin hafi unnið meir en 200 þá var gleðin alltaf til staðar. Pabbi var frábær karakter í okkar augum og við minnumst hans þannig. Megi guð blessa pabba um alla eilífð og ég vona að við hittumst aftur í draumaland- inu. Eyþór fjörðinn mætti í og Hótel Seyðisfjörð opnaði á ný. Enga miskunn hann sýndi því að bjórinn bæinn vantaði í. Hannaði flöskur El Grillo tvær og fjörið í bænum það færðist nær. Marga víkinga til kveður og í veislu fær þeir kveiktu elda og nóttin varð skær. Sungið var hástöfum jafnt menn sem ein mær. Mjöður-mjöður „El Grillo“ föður. (DE) „Enginn miskunn – nóttin er ung og lífið er fagurt.“ Þinn sonur, Daníel. Elsku pabbi minn, eftir veik- indi þín síðustu árin ert þú kominn í Guðsríki þar sem þjáningar þínar eru horfnar og þú getur aftur byrjað að skemmta þér og öðrum, en engum hefur leiðst að umgang- ast þig. Framan af ævinni þekkti ég ekki Eyþór frænda persónu- lega af því að hann bjó í Dan- mörku og Noregi. Ég heyrði hins vegar ýmsar skrautlegar sögur af honum og fannst hann um margt spennandi. Mamma þekkti hann auðvitað mjög vel enda var hann aðeins níu árum eldri en hún þó að hann væri móðurbróðir hennar og þau ól- ust upp að sumu leyti saman í Olíustöðinni í Hvalfirði. Ég var á þrítugsaldri þegar Eyþór flutti heim til Íslands og eftir það var auðvelt að kynnast honum enda tók hann mér ávallt vel og vildi allt fyrir mig gera og mér þótti strax mjög vænt um hann. Eitt af því skemmtilega við Eyþór voru hugmyndirnar hans. Eitt sinn hringdi hann í mig og sagðist ætla að gera mig ríkan. Ég hváði og vildi heyra meira og þá sagðist hann ætla að veita mér einkarétt á sögum um æsku hans í Hval- firði og að ég ætti að búa til sjónvarpsþætti. Þetta væri svo gott efni að þættirnir myndu seljast um allan heim og ég yrði forríkur. Þetta varð reyndar ekki að veruleika, en varð kannski til þess að ég hafði enn eina ástæðuna til að fara austur og hitta hann og alla hina skemmtilegu Seyð- firðingana. Eitt sinn kallaði hann reyndar á mig austur með formlegri hætti til að hjálpa til við skipulagningu á jólahlaðborði og sagði heima- fólki að hann hefði kallað á sér- fræðing að sunnan til að tryggja góða framkvæmd og þegar ballið var byrjað eftir jólahlaðborðið sagði hann: „Einar, fáðu þér einn longdr- inks og farðu svo að athuga með stelpurnar hérna.“ Ég man líka að eitt sinn var ég búinn að ákveða að ganga frá Seyðisfirði til Borgarfjarð- ar eystri og fékk að gista á sóf- anum hjá Eyþóri. Fyrir brott- för vildi hann gefa mér hádegismat. Ég mætti því í há- degismatinn á gönguskónum og með bakpokann tilbúinn. Sunnuholtsbræðurnir voru mættir og auðvitað Eyþór og á borðinu voru stór föt af grill- uðum humri og tvær flöskur af rauðvíni. Hann Eyþór hafði lag á því að gera hlutina ólíkt öll- um öðrum. Eyþór átti sjálfur alltaf erf- itt með áfengið og fór marg- sinnis í meðferð. Túrarnir hans enduðu oft með því að hann var langt niðri og þurfti hjálp til að komast á réttan kjöl. Hann átti SÁÁ margt að þakka og edrú- tímabilin hans voru sem betur fer miklu lengri en túrarnir. Hann átti hins vegar erfitt með að halda sig fjarri áfenginu til lengdar enda sagðist hann ekki fá góðar hugmyndir nema und- ir áhrifum og svo framkvæmdi hann þær þegar hann var edrú. Eyþór frændi var virkilega góður maður og vildi öllum vel. Hann var gjafmildur og margir fengu að njóta þess í gegnum tíðina í mat og drykk. Hann fór auðvitað ekki nægilega vel með sig og líklega fór heilsan að bila af þeim sökum. Hann fékk svo pláss á Hrafnistu og ég heim- sótti hann öðru hvoru þar og sagði sögur úr daglega lífinu. Stundum var eins og hann væri fjarlægur en ef talið barst að víni og vífi þá stóð ekki á við- brögðum. Og líklega mun ég ávallt minnast hans í tengslum við veislur og skemmtun og hugsa um einstakan mann sem fór ótrúlega fjölbreyttar og óhefðbundnar leiðir í lífinu. Einar Skúlason. Nú er lífshlaupi Eyþórs Þór- issonar v/v, eða vini vina sinna, lokið. Hann var alla tíð sann- arlega vinur vina sinna og reyndist þeim vel sem áttu á brattann að sækja í lífinu. Ég varð þeirra gæfu aðnjótandi að kynnast honum betur en flestir meðan ég starfaði sem bæjar- stjóri á Seyðisfirði og síðar þegar ég tók að mér að skrifa ævisögu hans. Það gekk á ýmsu á lífsferli hans, hæðir og lægð- ir, en ávallt stóð hann keikur og kankvís uppi að lokum. Hann gat alls ekki skilið hvað hann lifið lengi miðað við líferni og fyrri störf. Hann hefur nú loks verið sigraður en minning um góðan dreng mun lifa lengi. Eyþór koma víða við á sinni lífsleið. Hann fæddist á Ytra Krossanesi við Eyjafjörð en flutti ungur suður. Hans rætur liggja hins vegar í Hvalfirðin- um þar sem hann ólst upp að mestu leyti frá fimm ára aldri og fram á fullorðinsár. Um 17 ára aldur fór hann að vinna í sjoppu Olíufélagsins í Hvalfirði en átti eftir að fara víða og vinna við hin margvíslegustu störf. Veitinga- og verslunar- störf áttu eftir að verða þunga- miðjan í lífi hans eftir það. Eyþór fékk fyrstur manna nætursöluleyfi á Íslandi þegar hann rak sjoppu á Geithálsi. Bakkus reyndist honum alla tíð erfiður og setti mark sitt á líf hans. Hann átti eftir að vinna á fínustu veitingastöðu Evrópu, hótelum, krám og búllum, ferj- um, skemmtiferðaskipum og fiskiskipum. Hann bjó meðal annars í Danmörku og Noregi auk þess að vera týndur í Ástr- alíu um tveggja ára skeið. Aldr- ei fékk ég upp úr honum hvað á daga hans dreif þau árin. Sein- ustu árum starfsævi sinnar varði hann á Seyðisfirði, átti þar og rak hótel, kaffihús og verslun. Þá lét hann framleiða fyrir sig sitt eigið öl, El Grillo- bjór. Eyþór var orðinn heilsuveill síðustu árin eftir skrautlegt líf- erni. Það skiptust á skin og skúrir í lífi hans. Svo langt var hann leiddur á tímabili að hann fleygði sér í höfnina í Ósló en var fiskaður upp. Þá fór hann til Íslands og náði sér á strik aftur. Bakkus var þó aldrei langt undan. En Eyþór var gæðablóð. Þó að hann gæti ver- ið viðskotaillur við þá sem hærra þóttu settir var hann maður alþýðunnar og stóð með lítilmagnanum þegar á reyndi. Ég vil þakka hér Eyþóri dásamleg kynni en af honum lærði ég margt og gott. Fjöl- skyldu hans færi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur en veit að minningin um góðan dreng mun lengi lifa í hjörtum þeim sem kynntust honum. Tryggvi Harðarson. Eyþór Þórisson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Suðurgötu 4a, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 11. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 19. mars klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Kristín Helgadóttir Helgi Gunnarsson Ásdís Gunnarsdóttir Geirmundur Sigvaldason Stefanía Gunnarsdóttir Eric Baker barnabörn og barnabarnabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, SIGURLAUG J. JÓNSDÓTTIR ökukennari, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 11. mars. Útförin verður auglýst síðar. Guðmundur Rúnar Ólafsson Linda Björk Magnúsdóttir Elínborg J. Ólafsdóttir Guðmundur Kr. Tómasson Kristín Ólafsdóttir Valur E. Valsson Ólafur Erling Ólafsson Helma Ýr Helgadóttir og fjölskyldur Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og sambýliskona, JÓHANNA BJARNADÓTTIR, áður Kleppsvegi 36, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, mánudaginn 11. mars. Útför hennar auglýst síðar. María Olgeirsdóttir Hreiðar Albertsson Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir Sigurður Steindórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.