Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019
rækta frændskapinn og eiga
góðar stundir í minningu henn-
ar og afa.
Það var unun að sjá hve mik-
ið yndi hún hafði af börnum.
Hún kenndi mér að standa alltaf
með börnum. Þau velja sér
hvorki aðstæður, foreldra né
annað. Hún sýndi það marg-
sinnis í orði sem og á borði og
ekki alltaf til að skapa sér vin-
sældir. Það þýddi þó ekki að ag-
ann skorti. Ramminn var þó
talsvert teygðari en heima við
og ekki verið að fárast yfir smá-
munum.
En fyrst og fremst var amma
vinkona mín. Frá því ég þurfti
leiðsögn í lífinu hefur amma
alltaf hlustað og komið með góð
ráð. Hún hlustaði á þus ung-
lingsins yfir ómögulegum for-
eldrum, þus ungu konunnar yfir
jafnréttismálum, þus miðaldra
konunnar yfir öllu mögulegu.
Hún hlustaði og kom svo oftast
með skynsamar ráðleggingar.
Í seinni tíð gerðum við meira
„fullorðins“ saman. Við fórum
reglulega á námskeið saman hjá
Endurmenntun HÍ og í leikhús.
Duttum oft í djúpar, heimspeki-
legar umræður, þar sem amma
hitti yfirleitt naglann á höfuðið.
Eftir lærbrot fyrir nokkrum ár-
um fór heilsunni hrakandi og
síðustu árin dvaldi amma Sigga
á Grund. Það verður seint full-
þakkað fyrir hlýjuna og kær-
leikann sem starfsfólk Grundar
sýndi henni. Hugurinn fór
smám saman að fjara út, en hún
var alltaf jákvæð og glöð.
Með djúpu þakklæti kveð ég
elsku ömmu sem var mér svo
mikil fyrirmynd. Ég kveð
merkilega konu sem kenndi mér
að allir eru mikilvægir. Hún
kenndi mér líka að það þarf alls
ekki að fylgja tískustraumum í
fatavali. Hún kenndi mér að það
er ekkert að óttast, ekki heldur
í göngutúr eftir miðnætti. Hún
kenndi mér að gleðjast yfir lít-
ilræði eins og smáblómi í stein-
urð. Þvílíkt lán, að hafa átt hana
ömmu og svona lengi.
Kristín Heimisdóttir.
Nú er lífsgöngu elskulegrar
tengdamóður minnar lokið. Ald-
urinn var orðinn hár þegar hún
kvaddi þennan heim. Ég var svo
lánsöm að giftast elsta syni
hennar. Ég vissi þá að ég hafði
eignast góðan mann, en kaup-
aukinn móðir hans og reyndar
báðir foreldrar, var örugglega
það besta sem ég gat eignast.
Við bjuggum á neðri hæðinni
hjá þeim í tvö ár, á Básenda 14.
Þar fæddist Sindri, sólargeislinn
okkar. Þá kom sér vel eins og
oft síðar að eiga góða tengda-
mömmu sem alltaf var tilbúin að
rétta hjálparhönd. Sindri hljóp
upp til ömmu sinnar og það var
svo mikil hamingja sem umlukti
þau. Það er ótrúlegt að Sindri
okkar skyldi kveðja þennan
heim aðeins nokkrum mánuðum
á undan henni, en hann varð
bráðkvaddur á síðasta ári. Það
verða fagnaðarfundir þegar
hann tekur á móti ömmu sinni,
svo kær sem hún var honum
alla tíð.
Það var yndislegur tími þeg-
ar amma Sigga, en svo var hún
gjarnan nefnd, kom og dvaldi
hjá okkur á Danmerkurárunum
og það var sem betur oft. Þá
fórum við til dæmis á antík-
sölur, sem okkur þótti svo
gaman. Þar keyptum við meðal
annars heila búslóð á Bás-
endann og það var ótrúlegt hve
vel gekk að koma varningnum
heim. Eitt sinn komu líka for-
eldrar ömmu Siggu til okkar,
þau Ingigerður og Helgi, sem
var okkur mikil ánægja, en
Ingigerður hafði verið á hús-
mæðraskóla á Jótlandi þegar
hún var ung stúlka og ekki
komið til Danmerkur síðan þá.
Það var alltaf mikið um að
vera á heimili Sigríðar og
Sindra. Sigríður var einstök
veislukona, hún tók að sér fínar
veislur af miklum myndarbrag
enda afar eftirsótt til slíkra
starfa. Gegnum tíðina lagði hún
gjörva hönd á margt og vann
mikið eins og ungt og efnalítið
fólk af hennar kynslóð mátti
gera til að koma sér upp þaki
yfir höfuðið með fimm unga
syni.
Þau hjónin störfuðu mikið í
Stórstúku Íslands. Þau voru
einnig stofnendur leikfélagsins
Hugleiks ásamt góðum hópi
fólks. Þar var mikið leikið og
mikið gaman. Sigríður missti
því miður Sindra sinn allt of
snemma, en hann varð bráð-
kvaddur einungis 68 ára gamall.
Við fjölskyldan eigum ömmu
Siggu óendanlega mikið að
þakka, hún var barnabörnum
sínum mikill félagi og besta
amma sem hugsast gat.
Sjálf á ég minningarsjóð um
konu sem var engri lík bæði í
leik og starfi. Hún var ein nán-
asta og besta vinkona mín gegn-
um tíðina þó að árin skildu að.
Sigríður var einstök kona sem
öllum vildi vel. Hún var vel gefin
og fróð með einstaka lund, alltaf
bros á vör og hvers manns hug-
ljúfi. Sigríður var einstaklega
ræðin og skemmtileg. Hún var
vel heima í öllum málefnum og
ótrúleg tungumálamanneskja
þrátt fyrir stutta skólagöngu.
Frásagnargáfa hennar og ótrú-
legt minni var slíkt að unun var
á að hlýða. Hún var einstaklega
lífsglöð og jákvæð manneskja,
alltaf tilbúin að rétta fram
hjálparhönd. Hún var hægri
hönd föður síns, Helga Tryggva-
sonar, í bókasöfnun, flokkun og
bókbandi á meðan hann lifði og
eftir hans dag sá hún alfarið um
Amtmannsstíginn þar sem safnið
hans var.
Þau Sindri áttu fimm syni
sem allir hafa sína góðu kosti.
Stundum sagði hún að það eina
sem hún hefði farið á mis við
væri að eignast dóttur, en synir
hennar bættu henni það upp og
færðu henni sjö sonardætur auk
sjö sonarsona, allt hið mann-
vænlegasta fólk.
Ég og fjölskylda mín þökkum
elskulegri tengdamóður minni
samgönguna gegnum lífið og
alla hennar velvild. Megi góður
guð varðveita hana.
Kristín Árnadóttir.
Hún var ein af þeim allra
fyrstu sem mættu til leiks. Við
höfðum sent út fundarboð þar
sem við sögðum frá hugmynd
okkar að stofna áhugaleikhús í
Reykjavík. Þetta var í ársbyrj-
un 1984. Við létum boð út ganga
til vina okkar og þeir til vina
sinna að mæta á ákveðinn stað á
ákveðnum degi. Þannig mynd-
aðist þessi hópur ólíkra einstak-
linga sem áttu það sameiginlegt
að ganga með þann draum að
geta eftir amstur dagsins og
glímuna við hversdagsleikann
kastað hömlunum, stigið á svið,
leikið í leikriti og brugðið sér í
allra kvikinda líki. Fjórmenn-
ingarnir, eins og við kölluðum
Siggu, Sindra, Jón og Stellu,
urðu strax kjölfesta í leikfélag-
inu Hugleik. Sigga varð síðar
fyrsti heiðursfélaginn.
Eftir fyrstu leiksýningu okk-
ar, Bónorðsförina, sem sló ræki-
lega í gegn fyrir tæran einfald-
leikann og minnti mest á
kvöldvökurnar til sveita um
aldamótin 1900, fannst okkur
vera komið nóg. Við vildum
hætta leik þá hæst hann bar.
En þá komu þau hjónin Sigga
og Sindri gagngert til okkar og
hvöttu okkur að halda áfram,
ballið væri bara rétt að byrja,
við hefðum slegið nýjan tón.
Kannski var það strax þá sem
hinn eini sanni Hugleikstónn
var sleginn.
Þótt fjórmenningarnir hefðu
birst okkur blaðskellandi þarna
á stofnfundinum var þeim fú-
lasta alvara alla tíð. Leikhæfi-
leikar Siggu komu strax í ljós
og fyrstu árin lék hún burð-
arhlutverkin eins og kerlinguna
í Sálum Jónanna og Grasa-
Guddu í Skugga-Björgu. Hún
var alltaf jákvæð, í góðu skapi,
sjálfsörugg og aldrei virtist hún
nervus áður en hún fór á svið.
Utan sviðsins sýndi hún aðra
hæfileika sem við nutum góðs
af. Það er ógleymanlegt þegar
þær vinkonurnar, Stella og hún,
sungu saman „Skemmtilegt og
skrítið orð er Skólavörðustígur“
eða „Undir Blesa skröltir
skeifa“. Hún hugsaði um okkur
eins og börnin sín, kom með
kleinur og upprúllaðar pönnu-
kökur á æfingarnar. Heimili
þeirra Sindra á Básenda stóð
okkur alltaf opið. Margir fundir
voru haldnir þar. Fjórmenning-
arnir áttu þá gjarnan senuna
með sögum sínum og vísum sem
ekkert okkar hafði heyrt áður
en voru síðar mikið notaðar í
sýningum og á gleðistundum.
Sigga var grallaraspói og
kallaði ekki allt ömmu sína. Hún
mætti alltaf fyrst á æfingarnar,
forfallaðist aldrei, hún tók sér
ekki einu sinni frí þótt hún fengi
blóðtappa eða þyrfti í augnað-
gerð. Hún var hörkutól sem
æðraðist aldrei.
Í desember sl. fórum við
nokkur okkar úr frumherjahópi
Hugleiks og heimsóttum hana á
dvalarheimilið Grund þar sem
hún bjó undir það síðasta og
sungum með henni gömlu lögin
sem hún kenndi okkur. Hún
mundi þau öll og minnti okkur
á.
Nú er hún komin til hinna.
Við sjáum þau fyrir okkur „ hjá
guði í himnasal“ þar sem Sigga
gefur kaffið. Síðan leika þau
bókaheiti, fara í getraunaleik
þar sem Sindri leikur fokinn
kamar, Stella hjálpar Jóni við
að halda lagi í „Þar sem háfjöll-
in heilög rísa“ og þar er fullur
fagnaður.
Takk fyrir lífið og leikinn
Sigga,
Ingibjörg Hjartardóttir,
Sigrún Óskarsdóttir,
Unnur Guttormsdóttir.
„Nei, ert þetta þú?! En gam-
an að sjá þig,“ segir frænka
þegar hún opnar dyrnar. „Ertu
bara ein? Ég var einmitt að fara
að hella upp á, viltu ekki kaffi-
sopa?“
Ég kem inn, klæði mig úr
kápunni og trítla á eftir henni
inn í eldhús. Ég tíni fram boll-
ana, grænan handa henni, bláan
fyrir mig, meðan hún smávaxin
og snögg í hreyfingum hellir
upp á æfðum höndum. Við
spjöllum um daginn og veginn
meðan við bardúsum í eldhús-
inu, ég ber inn á borðið við suð-
urgluggann. Við setjumst í
græna stóla, hún við svala-
dyrnar austan megin, ég vestan
megin. Hún heldur á hálfum
sykurmola og skoðar hann
vandlega eins og hún sé að
kanna áferðina áður en hún
stingur honum upp í sig, sýpur
á snarpheitu kaffinu og hallar
sér aftur.
„Jæja,“ andvarpar hún hýr-
eyg. „Hvað get ég sagt þér í
dag?“
Ég bað um svo ótal margt en
finnst núna að ég hafa beðið um
of fátt, finnst ég hefði átt að
gefa mér oftar tíma í þessar
stundum vikulegu heimsóknir til
minnar ráðagóðu og réttlátu
frænku með sín tindrandi bláu
augu, svo full af lífsgleði. Ég
vildi óska að ég hefði heyrt
meira um blámynstraða matar-
stellið á Hofi í Vopnafirði, um
það þegar stúlkurnar þar gerðu
mysuost í eldhúsinu og Sigga
fékk að vaka og borða með þeim
skánina, um flutninginn suður
áður en pabbi minn, yngsti
bróðir hennar, fæddist, um það
þegar hann loks fæddist og
sautján ára gömul Sigga fór út
að ganga með litla bróður sinn
og hvískrið í kerlingunum á
Grímsstaðaholtinu um að hún
væri búin að eignast lausaleik-
skróga, um það hvernig smá-
barnið pabbi svaf í rúminu
hennar og hvernig hann kyssti
hana góða nótt átján mánaða
gamall, hvernig hún sigldi aust-
ur til að dvelja sumarlangt með
tvo syni sína til að vinna og
létta undir í þröngu búi þeirra
Sindra og hvernig sólin skein á
kolla drengjanna þar sem þeir
léku sér litlir í svörtum fjöru-
sandinum meðan beðið var eftir
skipinu, annar í bláum matr-
ósafötum, um ilminn af reyr í
línskúffunni, um kóngaveislurn-
ar sem hún uppvartaði í, Út-
vegsbankann sem hún skúraði,
sláttinn undir Esjurótum, Klöru
frænku okkar á Undirvegg,
ferðalögin þeirra Sindra, leik-
hópinn Hugleik, hestinn sem
Einar langafi átti sem kom inn í
hús til að heyra orgelleikinn, um
þvermóðskuna í Kristínu lang-
ömmu, um dýpstu sælu, sorgina
þungu, það fagra og það ljóta,
um það sem lífið kennir einni
magnaðri manneskju á langri
ævi.
Ég kemst ekki í jarðarförina,
en ætla í staðinn að fá mér
snarpheitan kaffibolla á Norður-
Írlandi til minningar um Siggu,
svart auðvitað og bíta í hálfan
sykurmola, drekka svona eins
og þrjá til fjóra sopa úr boll-
anum og skvetta svo lögginni úr
því kalt kaffi drukkum við
frænka mín ekki.
Ég veit, frænka, að þegar að
því kemur, þá tekur þú á móti
mér í sælustraffinu hinum meg-
in og að það verður þú sem gef-
ur kaffið.
Hvíl í friði.
Sigrún María.
Hátt ber hjá mér í minn-
ingum hjónin Helga Tryggvason
bókbandsmeistara og Ingigerði
Einarsdóttur og dóttur þeirra
Sigríði, sem mér er horfin sýn-
um. Skörð væru í mörg íslensk
bókasöfn, mitt einkasafn ekki
undanskilið, hefði þeirra ekki
notið við. Margar heimsóknir
átti ég á Langholtsveg 206 í
Reykjavík. Hámenning Vopna-
fjarðar mætti mér þar innan
veggja í fasi og framgöngu hús-
bænda. Í umgengni við fornar,
fágætar bækur var notalegt að
setjast svo að vel búnu kaffi-
borði Ingigerðar húsfreyju við
yl og gestrisni sem átti sér upp-
haf á hefðarsetrinu Hofi í
Vopnafirði.
Þau hjónin og Sigríður jafn-
aldra mín voru samhuga í björg-
un bókmenningar. Löngum
stundum unnu þau að því í ryk-
föllnum köldum geymslum að
færa saman í heildir blöð og
tímarit. Hugsunin var ekki að
vinna til auðs eða álits. „Mér er
það fyrir mestu að hlutirnir rati
á rétta staði,“ sagði Helgi. Hans
missti við og varð mikill sjón-
arsviptir. Það hljóðnaði í húsi,
safnarar leituðu annað um eft-
irsótt föng en enn um sinn gat
maður notið þess eftirlætis að
setjast niður hjá Ingigerði við
góðar veitingar og fræðslu um
forna lífshætti og gamla þjóð-
menningu.
Merkið féll ekki við fráfall
Helga. Sigríður hélt áfram að
sýsla með fágætar bækur og
leggja söfnum og söfnurum lið.
Hún var góð heim að sækja. Í
návist hennar leið öllum vel,
öndvegiskona á alla grein, álit-
leg sýnum, lífsglöð, vel gefin og
málfögur, bókvís flestum framar
og leysti af fúsleik margra
vanda. Hennar er gott að minn-
ast. Bjarma ber á minningar.
Fundir strjáluðust í seinni tíð
en velvild Sigríðar í garð minn
hélt velli og með næsta ein-
stæðum hætti. Tvívegis ók hún
með föruneyti austur að Skóg-
um á bíl búnum veislukosti og
hélt mér veislu í húsakynnum
Skógasafns. Góðvildin sú gleym-
ist ekki. Stuðningurinn og vin-
áttan sem ég fékk frá þessari
góðu fjölskyldu er mér nú efst í
huga og býr með mér til ævi-
loka. Fjölskyldu Sigríðar sendi
ég samúðarkveðjur. Að hafa
kynnst henni er gull í lófa lagt.
Þórður Tómasson.
Elskuleg systir okkar og mágkona,
GUÐRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR
frá Norður-Reykjum,
Hálsasveit,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
á Akranesi laugardaginn 9. mars.
Útförin fer fram frá Reykholtskirkju föstudaginn 22. mars
klukkan 15.
Þorvaldur Stefánsson
Sigríður Stefánsdóttir
Þórður Stefánsson Þórunn Reykdal
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR ODDSSON
bóndi,
Flatatungu, Skagafirði,
lést sunnudaginn 10. mars.
Útförin verður frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 16. mars,
klukkan 13. Jarðsett á Silfrastöðum.
Hjartans þakkir til starfsfólks HSN, Sauðárkróki, fyrir góða
umönnun.
Helga Árnadóttir
Einar Gunnarsson Íris Olga Lúðvíksdóttir
Árni Gunnarsson Þ. Elenóra Jónsdóttir
Kári Gunnarsson Sigfríður J. Halldórsdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir Þórarinn Eymundsson
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR,
Einilundi 6e, Akureyri,
lést á öldrunarheimilinu Hlíð miðvikudaginn
13. mars.
Jarðarför fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. mars
klukkan 13.30.
Oddný Rósa Eiríkssdóttir Finn Roar Berg
Jón Eiríksson Jónína H. Hafliðadóttir
Gunnar Viðar Eiríksson Karen Malmquist
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Elskulegur eiginmaður og vinur, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK BJÖRN GUÐMUNDSSON
verslunarmaður,
Hólmagrund 10,
Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks laugardaginn 9. mars.
Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 23. mars
klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á að styrkja Sjúkraþjálfun Heilbrigðisstofnunar
Sauðárkróks.
Friðbjörg Vilhjálmsdóttir
Margrét Friðriksdóttir Eyvindur Albertsson
Steingrímur Rafn Friðriks. Pálín Ósk Einarsdóttir
Bjarni Þór Eyvindsson Linda Björk Hafþórsdóttir
Anna Margrét Steingrímsd. Hilmar Þór Hilmarsson
og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SÆUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Eyri,
Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eyri laugardaginn
9. mars. Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 23. mars klukkan 14.
Kristín Vignisdóttir Þorkell Sigurlaugsson
Aðalheiður Björk Vignisd. Gunnar Gunnarsson
Ragnar Bjarnason Gyða Kr. Aðalsteinsdóttir
Magnús Bjarnason Hrefna R. Magnúsdóttir
Oddur Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn