Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. MARS 2019 Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is Blár vinur í stofunni, yndislegur litur sem nýtur sín vel í flestum rýmum. Skoðaðu litaúrvalið okkar á slippfelagid.is Notalegur Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við viljum hafa eitthvað um Land- eyjahöfn að segja og kanna aukna nýtingarmöguleika á henni sem leitt gætu til umtalsverðrar atvinnu- uppbyggingar í Rangárþingi eystra,“ segir Anton Kári Hall- dórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra en markaðs- og atvinnu- málanefnd hefur lagt það til við sveitarstjórn að hún beiti sér fyrir því. „Höfnin er ríkishöfn með enga hafnarstjórn og Rangárþing eystra hefur nákvæmlega ekkert um Landeyjahöfn að segja þrátt fyrir að hún sé í okkar sveitarfélagi. Okkur finnst grátlegt að höfnin sé ekki nýtt í fleira en ferjusiglingar. Við erum ekki að tala um að fara í samkeppni við Herjólf eða Eyja- menn. Það er hins vegar búið að setja mikið fjármagn í höfnina og það á enn eftir að setja meira. Hvers vegna ekki að nýta höfnina betur?“ spyr Anton Kári sem segir að ferðaþjónustuaðilar vildu gjarn- an geta boðið ferðamönnum að leigja sæþotur eða fara í skemmti- siglingar. „Það mætti líka sjá fyrir sér, þeg- ar framkvæmdum á innri höfninni er lokið, smá trilluútgerð þar sem Rangæingar gætu veitt sér í soðið.“ Vilja fá aðgang að Landeyjahöfn  Rangárþing eystra vill nýta Landeyjahöfn til uppbyggingar ferðaþjónustu Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Mikil ónýtt tækifæri. Fjöldi ungmenna mætti í Laug- ardalshöllina í Reykjavík í gær á Mín framtíð 2019 þar sem fram- haldsskólarnir í landinu, 33 alls, kynna námsframboð sitt. Jafnhliða er þar haldið Íslandsmót iðn- og verkgreina þar sem nærri 200 nem- ar keppa í alls 28 fögum. Von var á meira en 7.000 nem- endum úr efstu bekkjum grunnskól- anna í dag og í gær til að fylgjast með keppni og kynna sér iðnir, en í gær var í Laugardalshöllinni hægt að fylgjast með rafvirkjum stilla og tengja, kjötiðnaðarmönnum útbúa ýmsar krásir, bökurum útbúa brauð og trésmíðanemum með verkfæri sín við hefilbekkinn. Einnig voru á svæðinu nemendur í fataiðnum sem sauma og gera alls konar kúnstir. Á morgun, laugardag, verður svo fjölskyldudagur á milli kl. 10 og 16 í Laugardagshöllinni þar sem ungir sem eldri geta kynnt sér mögu- leikana sem í iðnnámi og -störfum felast. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Húsverk Núna Guðrún Gunnlaugsdóttir nemi í fataiðn með straujárnið. Bakarar og smiðir  Iðngreinar kynntar  Fjölmennt í Laugardalshöll  Keppt í fögunum Hrafnarnir Huginn og Muninntjá sig í Viðskiptablaðinu: „Um fátt hefur verið rætt meira síðustu daga en dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt, sem kann að kollvarpa dómum um alla Evrópu ef minnstu formlegu frávik þykja á upphaflegri skipun dómara.    Í dómnum kennirmargra grasa, bæði í áliti meirihluta og minnihluta, sem lagarefir lærðir sem leikir geta lengi velt sér upp úr, enda óvenjulangt á milli af- stöðu meirihluta og minnihluta. Sérstaka athygli vekur þó sú pilla, sem dómformað- urinn Paul Lemmens sendir í minnihlutaálitinu. Þar átelur hann meirihlutann með óvenjuafger- andi hætti fyrir að bergmála pólitískt uppþot á Íslandi með langsóttum og jafnvel röngum lögskýringum, svo dómsorðið sé langt umfram tilefni.    Varla er neinum blöðum um þaðað fletta, að þeim orðum er beint til Róberts Spanó, sem situr í dómnum af Íslands hálfu og flestir telja að hafi ritað dóm meirihlutans.    Þar er hins vegar ekki bent á hitt,sem sumum Íslendingum þykir skipta máli, að Róbert og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaðurinn sig- ursæli í þessu máli, eru æskuvinir.“    Hvað ætli Vilhjálmur hefði sagt efeini íslenski dómarinn í málinu hefði verið náinn vinur einhvers lykilmanns frá hinni hlið málsins?    Og hvað ætli þeim sem hæst hafalátið í þessu máli finnist um þau tengsl? STAKSTEINAR Getur vinátta valdið vanhæfi? Róbert Spanó Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.